Helgarblaðið - 05.06.1992, Page 11

Helgarblaðið - 05.06.1992, Page 11
Helgar "1 1 blaðið Hvítur, tignar- legur og æ vinsælli Hóteí !NorðurCjós fLaufarhöfn Við bjóðum gistingu og góðar veitingar. Uppbúin rúm eða svefpokapláss í þægilegum herbergjum. Komið og njótið sumarsins í hinni nóttlausu voraldar veröld. HóteC XorðurCjós Símt 96-51233 SNÆFELLSJÖKULL - ORKUSTÖÐ - ÆVINTÝRALAND - Þar sem óvæntir hiutir gerast! farin 17. júní og stæði í fimm daga. Hann sagði skíðamenn mjög hrifna af Snæfellsjökli. Jökullinn hentaði vel til skíðaiðkana. Hvort- tveggja væri að jökulinn væri litið sem ekkert sprunginn þar sem fyr- irhugað væri að setja upp lyftuna og þess utan væru engin öskulög í Snæfellsjökli. Þau er að fínna í öðrum jöklum á íslandi og gera skíðamönnum erfitt fyrir. Sigurður sagði að ekki yrðu vandræði með mjúkan snjó þótt sumar vær því skíðamennimir notuðu ffystiefni sem herti snjóinn og það héldist í 4-5 daga. Þá sagði Sigurður að staðsetn- ingin væri stórkostleg. Eiginlega væri jökullinn miðsvæðis fyrir skíðamenn á Islandi miðað við að helstu skíðasvæðin eru á ísfirði, Akureyri og í Reykjavík. Sigurður sagði að þetta væri alger bylting fyrir Vestfirðinga sem gætu tekið Breiðafjarðarfeijuna yfir. Hann bjóst við því að hægt væri að fara á skiði á jöklinum ffam í september sem er töluvert lengur en á öðmm stöðum. Hann bjóst jafnvel við því að þetta gæti komið í stað Austurríkisferða Skíðasam- bandsins. Farið hefúr verið í sept- ember á austurríska jökla sem Sig- urður sagði að væm ekki góðir; þeir væm nánast ís og ekkert ann- að. Skíðasambandið hefur átt gott Toppurinn ó tilverunni. Hæsti punktur Snæfellsjökuls ris einsog blómkálshöfub upp úr snjóbrei&unni í knng. Mynd: ÞM. samstarf við heimamenn en Amljótur sagði að bréf sem sam- bandið sendi sveitarstjómum á svæðinu hefðu ýtt vel við mönn- um. Hann sagði að á staðnum væm tvær kílómetralangar brautir sem yrði notast við. Við það að koma upp aðstöðu til skíðaiðkana á jökl- inum eykst allt öryggi fyrir aðra ferðamenn sem fara i gönguferðir eða vélsleðaferðir á jökulinn. Sér- staklega ef þar verður alltaf maður og jafnvel tveir. Amljótur sagði að það væri mik- il aukning i skoðunarferðir á jökul- inn. Uppi á honum mætti oft heyra mörg tungumál. Sérstaklega sagði hann að mikið kæmi af ítölum „til að skoða hitt gatið“, einsog hann orðaði það. Það er saga Jules Veme, Leyndardómar Snæfells- jökuls eða Ferðin að miðju jarðar, sem ítalimir þekkja. Sú ferð hófst þannig að farið var niður í gegnum Snæfellsjökul og endaði með því að komið var upp í Etnu á Sikiley. Amljótur sagði að það væri fúrðulega mikill ferðamanna- straumur á jökulinn í ljósi þess að ekkert væri auglýst. En hann bætti síðan við að Halldór Laxness og Jules Veme hefðu í raun auglýst jökulinn rækilega. Besta gönguleiðin er upp norð- austurhluta jökulsins en þar er hann mest aflíðandi, sagði Amljót- ur. Stærsti kostur Snæfellsjökuls sem ferðamannastaðar er raunar hve stutt er í alla þjónustu í þorp- unum í kring. Frá Olafsvík tekur t.d. ekki nema 15-20 mínútur að keyra upp að jöklinum, sagði Am- ljótur. Það er líka hugsanlegur vaxtar- broddur í jöklinum útfrá sjónar- miði ferðamannaþjónustunnar. Sigurður benti á að á sumrin væri skortur á skíðasvæðum í Evrópu. Norðmenn ættu nokkur svæði og þau væru fúllbókuð allt sumarið og hefðu Norðmenn forgang. Þess vegna væri eflaust hægt að laða evrópska rkíðamenn hingað til lands á sumrin. Þeir myndu þá fara á staði einsog Snæfellsnes, staði sem ekki em í alfaraleið ferða- manna i dag. í góðu veðri blasir hann við höfuðborginni í allri sinni dýrð. Hvítur og tignarlegur úti við sjóndeildarhringinn. Núna hafa menn hug á að skiða á jöklinum og áhugi á gönguferðum á honum eykst með hverju sumrinu. Jú, mikið rétt, þetta er jök- ulinn sem Halldór Laxness og Jules Veme skrifúðu tun: SnæfeUsjökull. Hann verður sífeUt vinsæUi meðal ferðamanna og skíðamenn hafa lengi haft hug á að renna sér niður þennan dulúðuga jökul. Amljótur Amarson hefúr við annan mann skipulagt ferðir á jök- ulinn frá Olafsvik. 1 vikunni sat hann á fúndi með fulltrúum sveit- arstjómanna undir Jökli þar sem rædd var framtíð jökulsins. Am- ljótur sagði að ákveðið hefði verið að þeir félagamir gerðu tilraun i sumar. Þeir ætla að setja upp litla skíðalyftu og fara uppá jökulinn með snjótroðara ffá Gmndarfirði. Amljótur sagði að það væri góð skíðaaðstaða i norðausturhluta jök- ulsins þar sem hann væri ekki sprunginn. Fyrsta fer& 17. júní Amljótur bjóst við því að einn maður yrði daglega uppi á jökli og að þannig skapaðist þar líka að- staða til að fara í skoðunarferðir efst upp á jökulinn. Hann bjóst við því að framkvæmdir hæfust strax eftir hvítasunnuhelgi. Sigurður Einarsson, formaður Skíðasambands íslands, sagði að fyrsta ferð þeirra á jökulinn yrði Dagsferðir FÍum helgina Ferðafélag íslands býður uppá dagsferðir sunnudaginn 7. og mánudaginn 8. júní. Á sunnudeginum verður farin gönguferð frá Hvalsnesi um Stafnes að Básendum. Á mánudeginum verður gengið frá Höskuldarstöðum (afleggjari við Kúagerði) um Grænavatnseggjar að Vigdís- arvöllum i Móhálsadal. Lagt verður af stað í ferð- imar frá Umferðarmiðstöð- inni klukkan 13:00.

x

Helgarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.