Dagblaðið - 15.09.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 15.09.1975, Blaðsíða 2
Spurning dagsins Hvernig skemmtir&u þér um helgina? Hósa Glsladóttir, ncmi: Hræöi- lega, fór i Sigtún, þar var svo troöið og alltaf veriö aö stiga á tærnar á mér. Ingibjörg Briem, nemandi: Alveg stórvel! Ég fór á nokkuð marga staði, byrjaöi strax á fimmtudag- inn. Fólkið i kringum mig var prýðilegt og ég þekkti marga. Svanhvit Sigmundsdóttir, verzl- unarkona: Alveg prýðilega, ég hafði það i alla staði mjög gott, svo þessi helgi var alveg ágæt hjá mér. Rúnar Þórisson, hljóðfæraleik- ari: Mjög vel, ég var að spila á riokkuð mörgum stöðum i góðum húsum. Þetta var skásta helgi. Jón Sigurðsson, verkamaöur: Bölvanlega, drakk svo mikið og mér leið ekkert of vel. Ég var aðallega á götum úti. Þráinn Alfreösson, starfsm. Straumsvík: Ég fór ekkert út, var að vinna alla helgina, en haföi það nú samt sem áöur ekkert slæmt. Dagblaðið. Mánudagur 15. september 1975. Slœmir somningar verri en engir samningari Auðunn Auðunsson skipstjóri hafði samband við DAGBLAÐ- IÐ. „Englendingar eru nú komnir með betlikistur sinar og biðja um meira. Þótt floti þeirra hafi minnkað úr 140 skipum i 100, þá hefur af- kastagetan ekki minnkað, held- ur koma til meiri afköst en sem nemur fækkuninni. Það, sem stefnt er að og allir Islendingar sjá, er að annað- hvort verðum við að róa aftur til Skandinaviu, þaðan sem við komum, eða gið verðum að koma útlendum veiðiþjófum burt af Islandsmiðum. Það er lifsspursmál fyrir okkur Islend- inga — a.m.k. nú, þegar mark- aðir eru jafnslæmir og raun ber vitni. Allir undanþágusamningar eru nauðungarsamningar! Allir nauðungarsamningar snerta þjóðarhag, þetta verða stjórn- málamennirnir að hafa i huga. Það er betra að gera enga samninga en vonda samninga. Það er ekkert, sem mælir með samningum, þvert á móti, við eigum skip til að veiða allan þann fisk, sem með góðu móti má fiska á tslandsmiðum. Við höfum lagt fram mikla f jármuni til að byggja þennan flota upp. Þvi er það lágmarkskrafa — enga útlendinga! Þvi ber þó að fagna i sam- bandi við þá samningagerð, sem nú stendur yfir, að Bretar lita ekki við dómi Haag-dóm- stólsins. Þvi hefur hinn eljusami áhugamaður um sjávarútveg, Pétur Guðjónsson, séð rækilega fyrir. Útlendingar hafa engin rök og engan rétt — það væri eingöngu linka stjórnmálamanna, ef út- lendingum verður leyft að fiska hér — enga útlendingaj” Þurfa tslendingar að snúa aftur til fornra heimkynna, verði gerðir samningar viö Breta og V- Þjóðverja? Þessi mynd er af vfkingaskipi, liku þeim er forfeöur okkar komu á til iandsins fyrir 1100 árum. „ER ÞETTA HÆGT, MATTHÍAS Á?" Raddir lesenda Örnólfur örnólfsson, Hofs- lundi 15, Garðahreppi hafði samband við PAGBLAÐIÐ: ,,Ég keypti mér bil um daginn, sem ef til vill er ekki i frásögur færandi. Billinn, sem var mjög vel útlitandi og árgerð 1963, hafði verið i eigu sömu konunnar frá upphafi. Nema hvað, ég fer til borgarfógeta, eins og lög gera ráð fyrir, að fá veðbókarvettorð. Mér til mik- illar furðu var veð í bilnum og ekki nbg með það — það var ekki á nafpi þeirrar sem hafði átt bilinn. Ég fékk þvi ekkert veðbókarvottorð. Ég för til konunnar — hún hafði ekki svo mikið sem slegið vixil um sina daga! Var nú farið að grennslast nánar og kom i ljös að maðurinn, sem bjó á móti, hafði veðsett bilinn — og átti ekki svo mikið sem hjólkopp i honum! Það eru liðin 5 ár siðan veðið var tekið i bílnum — siðan 1970. Ég hafði samband við lögfræð- ing aðilanna hann fór undan i flæmingi i fyrstu — sagðist hafa týnt möppu með þessum skjöl- um o.s.frv. en að lokum sagðist hann vera búinn að redda þessu. Rétt er það, ég er búinn að fá vottorðið, en mér er spurn, er þetta hægt, Matthias Á?” ÞÖKK Árni Jón Jóhannsson sjómað- ur, Háaleitisbraut 15, hringdi: „Mig langar að þakka gömium nágranna minum og góðvini, Cæsari Mar, fyrir grein þá, er hann skrifaði i Morgunblaðið um hundahald ekki alls fyrir löngu. Ég er honum hjartanlega sammála um ókosti hundahalds i þéttbýli — það er engan veginn verjanlegt. Um leið vil ég lýsa megnustu vanþóknun minni á skrifum Steinunnar Jónsdóttur um Cæs- ar og skrif hans. Konan gefur i skyn, að það þurfi að senda Cæsar i geðrannsókn. Ég veit ekki hvaðan þessi kvenmaður telur sig hafa slika heimild, en hún sýnir ótrúlega ósvifni og sjálfumgleði. Ég hef þekkt Cæs- ar i mörg ár og aldrei hef ég hitt meira ljúfmenni, mann sem vill leysa hvers manns vanda. Ég er nýkominn úr siglingu og var á Norðurlöndum. Þar, eins SÉ CÆSARI MAR! og menn vita, hefur i sumar gengið yfir mikil hitabylgja. Óþrifin af hundum þar eru ólýs- anleg, þarna var þetta skitandi og migandi og hlandið gufaði upp i steikjandi sólarhitanum. Megna pest lagði siðan af þessu, öllum til mikils ama, að ekki sé minnzt á óþrifin, sem saurinn veldur. Erlendis er það viðurkennt, að hundahald i borgum er orðið meiriháttar vandamál — vandamál, sem við Islendingar erum blessunarlega lausir við. Að lokum vil ég þakka Cæsari aftur hans ágæta bréf.” OF STRJÁLAR KVÖLDFERÐIR ÚR BREIÐHOLTI f MIÐBÆINN Ferðaglaður hringdi: „Maður gæti haldið, að það væru lagðir hálfgerðir átthaga- fjötrar á þá, sem búa i Breið- holtinu, svo erfitt er mönnum gert að komast til og frá þeim góða stað með almenningsfar- artækjum borgarinnar, strætis- vögnunum. Svo er mál með vexti, að vin- kona min, sem býr uppi i Breið- holti, fer stundum upp á Skaga (Akranes) að heimsækja for- eldra'sina, sem þar búa. Notar hún þá Akraborgina, en til að ná henni, þá þarf hún að nota strætó til að komast niður I mið- bæ. En hún er bara að gefast upp á að nota þessi annars „ágætu” almenningsfarartæki, þvi samgöngurnar viö Breiö- holtiðeru alltof strjálar á kvöld- in. Ef hún tekur strætó niður i bæ, með skiptimiðum og öllu sem fylgir, þá tekur það lengri tima að komast þangað en að sigla með Akraborginni upp á Akranes. Sennilega er bara fljótlegast að keyra beint frá Breiðholtinu upp á Skaga, þótt hálf sé það nú önugt.” mmmmammtammmmmmmm

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.