Dagblaðið - 15.09.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 15.09.1975, Blaðsíða 8
8 BIAÐIÐ frfálst, óháð dagblað (Jtgefandi: DagblaðiO hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Heigason iþróttir: Hallur Sfmonarson Hönnun: Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Asgeir Tómasson, Bolii Héðinsson, Bragi Sigurðsson, Hallur Hallsson, ómar Valdimarsson, Sigurður Hreiðar. Handrit: Asgrlmur Pálsson, Inga Guðmannsdóttir, Marla Ólafs- dóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eirlksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ríkið er sekt Ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra hefur lög að mæla, þegar hann segir þjóðina lifa um efni fram. En það væri rangt að kenna almenningi um þessa eyðslu, þvi að það er fyrst og fremst óhófsemi rikissjóðs, sem veldur efnahags- vandræðum þjóðarinnar um þessar mundir. Björn Matthiass. hagfræðingur benti á i athygl- isverðri kjallaragrein i Dagblaðinu i siðustu viku, að hlutdeild rikisins i þjóðarbúinu jókst á fjórum árum úr 23% árið 1970 i 36% árið 1974. Eitthvað verður undan að láta, þegar rikisvaldið gerist svo frekt til f járins, sem þessi prósentuaukning sýnir. Magnús Jónsson frá Mel hefur af sumum verið kallaður siðasti ihaldsmaðurinn i ráðherrastól á Islandi. Honum tókst i ráðherratið sinni að halda rikisgeiranum i um það bil 20% af þjóðarkökunni, enda var þá ekki kvartað um, að þjóðin lifði um efni fram. Þegar vinstri stjórnin hafði sprengt upp eyðslu rikissjóðs, bundu menn miklar vonir við tilkomu nýrrar rikisstjórnar fyrir rúmu ári. En nýja rik- isstjórnin reyndist ekki geta dregið aftur úr rikis- geiranum og hafði timaskort sér til afsökunar. Ekki er unnt að segja, að þróunin siðan hafi verið traustvekjandi. Alþingismenn þjóðarinnar lentu á eyðslutúr fyrir jólin i fyrra og reyndust á- kaflega opnir fyrir nýjum tillögum um opinber útgjöld. 1 neyðarástandinu, sem fylgdi i kjölfarið upp úr áramótunum, var reynt að skera rikisútgjöldin niður um fjóra milljarða. En þingmenn treystu sér ekki i nema tvo milljarða, þegar á hólminn kom. Og fátt bendir til þess, að rikisstjórnin hafi framkvæmt þennan tveggja milljarða króna nið- urskurð. í staðinn hefur hún hækkað álögur sinar um tvo og hálfan milljarð með nýju vörugjaldi og hækkun tóbaks og áfengis. Rikisstjórnin á nokkra möguleika á að endur- heimta töluvert af fyrra trausti, ef henni tekst nú á þessu hausti að leggja fram og knýja i gegn fjárlagafrumvarp, sem rýrir verulega hlut rikis- ins i þjóðarbúskapnum. Ekki er sanngjarnt að hvetja almenning og at- vinnuvegi til að herða sultarólina. Það er rikis- sjóður sjálfur, sem veldur þvi, að dæmi þjóðarbú- skaparins gengur ekki upp. Ef rikisvaldið hefði á siðustu árum aðeins aukið umsvif sin i takt við eflingu þjóðarbúsins, væri allt i stakasta lagi. Við erum greinilega komnir i hinn brezk-danska vitahring rikisþenslu, stöðnunar framleiðslu og lifskjara og mikils viðskiptahalla gagnvart útlöndum. Þessi vitahringur verður ekki stöðvaður, nema rikisstjórn og alþingi sýni manndóm og láti ekki undan þrýstingi i átt til aukinna opinberra umsvifa. Almenningur og atvinnuvegir hafa þegar hert sinar sultarólar. En rikissjóður á enn alveg eftir að herða sina. Sú herðing á að nægja til að koma þjóðarskútunni aftur á flot. Rikisstjórnin stendur og fellur með þvi, hvort hún hefur til þess dug. __________________Dagblaðift. Mánudagur 15. september 1975. ISEPTEM AFTUR Ég verð að játa að það er dá- litill skrekkur i mér þar sem ég sit og skrifa þessi orð. Þorvald- ur Skúlason listmálari sagði nefnilega i viðtali við Visi einn laugardag að „listamönnum kæmu gagnrýnendur bókstaf- lega ekkert við”. En þrátt fyrir þetta augljósa tilgangsleysi skrifa minna, ætla ég að leyfa mér að segja nokkur orð um þessi ummæli og sýninguna „Septem 75”. Ef við komum okkur saman um að allar góðar myndir hljóti aö hafa eítthvert inntak, hvort sem þær eru afstrakt eða ekki og hvort sem við köllum það inntak einfaldléga „form” eða þá „tjáningu” (i mörgum tilfell- um eitt og hið sama), þá getum við einnig komið okkur saman um að það inntak sé það sem listamaður vill láta almenning (hversu almennur sem hann er) skilja. Nú held ég að bæði lista- menn og almenningur hljóti einnig að vera sammála um að mikið af nútimalist er afskap- lega torráðin, margræð og óræð á köflum. Þvi held ég að al- menningur hljóti að telja sig hafa gagn af fólki með þjálfað auga og yfirsýn yfir þróun nú- timalistar, sem við getum þá kallað „gagnrýnendur”. Hlut- verk þessa fólks er (eða ætti að vera) að starfa sem milliliðir milli listamanna og almennings til að útskýra, benda á og kanna þær hugmyndir sem listamað- urinn vinnur með. Listamaður- inn hefur oft illan bifur á gagn- rýnanda vegna þess að hann notar orð yfir það sem er að ger- ast á myndfleti. En það sem er á myndfletinum fær oft ekki gildi fyrr en máttur orðanna hefur opinberað það. Eins og leikari skapar „hlutverk” með túlkun sinni á orðum leikritahöfundar, þá getur gagnrýnandi, sé hann starfi sinu vaxinn, dregið fram „hlutverkið” i myndverki. r Stuöningsmenn listamanna Gagnrýnendur eru mannlegir eins og aðrir og skjátlast þvi oft, skrif þeirra eru oft yfirborðs- kennd vegna þess þrönga stakks sem þeim er sniðinn á dagblaði, — en ef á heildina er litið hefur nútimalist ekki af betri stuðningsmönnum að státa en gagnrýnendum. Menn eins og Appolinaire, Tériade, Her- bert Read og nú siðast Clement Greenberg hafa með gagnrýni sinni haft mikil áhrif á út- breiðslu nútimalistar, hjálpað almenningi að skilja hana og listamönnum til að skilja sjálfa sig, vegna þess að þeir voru nokkrir af þeim fáu, að undan- skildum listamönnunum sjálf- um, sem töldu að list skipti máli. Það er að visu rétt að islensk myndlistargagnrýni hefur lengi verið fyrir neðan allar hellur, — en það er barnaskapur af Þor- valdi Skúlasyni, sem numið hef- ur og ferðast i mörgum löndum, að láta hafa það eftir sér að „myndlistarmönnum komi gagnrýnendur ekki við”. Voru það ekki nokkrir aðdáendur, sem jafnframt voru gagnrýn- endur, sem reyndu að sýna is- lenskum almenningi fram á gildi hans eigin verka á árunum milli 1930 og 1950? Og ég hugsa að það hafi tekist. Hlutverk gagnrýni er með af- brigðum fjölþætt vandamál, og mun ég væntanlega reyna að gera þvi betri skil siðar. Karl Kvaran „Málverk” nr. 36. Vasco dos Santos Goncalves rís og fellur Vasco dos Santos Goncalves er Aki liklegur til að verða tal- inn með mestu byltingarmönn- um evrópskrar sögu. Þessi ó- smekklega klæddi og ófriði maður, sem gjarnan slær um sig með fleygum setningum úr kenningum Marx, hefur aldrei dugað til að standa undir þeirri ábyrgð að leiða þjóð sina á braut sósialismans. Eins og maður með staðan asna hefur hann reynt ýmsar aðferðir til að fá portúgölsku þjóðina til að fara að vilja sin- um. Hann hefur togað, sparkað, hótað og boðið með bliðmælgi. A endanum grátbað hann með þrumandi ræðum. Þá komu til sögunnar félagar hans úr bylt- ingarráði hersins. Nóg var kom- ið. Vasco var þakkað fyrir kom- una. Vasco Goncalves fæddist 1921 i einu af betri hverfum Lissa: bon. Þar bjuggu aðallega fjár- mála- og bankamenn. Faðir hans var frægur knattspyrnu- maður, sem siðar fór út i gjald- eyrismiðlun. Eins og svo margir synir hinnar efnuöu borgara- Goncalves: Nafnverft hluta- bréfa hans I tveimur fyrirtækj- um er nálægt tvö hundruð milljónum Islenzkra króna. stéttar fór Vasco i liðsforingja- skóla og lauk þaðan verkfræði- prófi 1942: ferill innan hersins var tiltölulega ódýr aðferð til að nýta menntun sina og vera jafn- framt nær viss um að þurfa aldrei að berjast. Dyggur þjónn Salazars Þegar Afrfkustriðin brutust út i upphafi siðasta áratugs fór vegur Vascos vaxandi. Hann hækkaði i tign og þjónaði i Mosambique 1965—67 og i Angóla 1970—72. Eins og aðrir herforingjar, sem siðar urðu til að mynda stjórnmálafylkingu hersins, lét Vasco hendur standa fram úr ermum á vig- vellinum. Tryggð hans við mál- stað Salazar-stjórnarinnar var sllk, að hann fékk fjölda heið- ursmerkja fyrir vasklega fram- göngu. Vegsemd Vascos i stjóm- málahreyfingu hersins (MFA) eftir byltinguna 25. april 1974 var þó i engu samræmi við hernaðarlega snilli hans og þvi siöur við hlutverk hans i sjálfri byltingunni. Helzt má rekja þá vegsemd til litils atburðar árið 1959, þegar fyrst fór að bera á stöðugri andstöðu við fasista- stjórn Salazars. Þessi andstaða byggðist upp i kringum litrikan hershöfðingja, Humberto Del- gado, sem var með áætlanir á prjónunum um byltingu eftir að hann hafði tapað forsetakosn- ingunum i landinu. Einn sam- herja hans var foringi óánægðra

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.