Dagblaðið - 15.09.1975, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 15.09.1975, Blaðsíða 18
18 Dagblaðið. Mánudagur 15. september 1975. Keppnin kostar bíleigendur oft tugi þúsunda: FIMM AF FIMMTÁN SKEMMDUST EITTHVAÐ — og það þykir torfœruaksturs- mönnum vel sloppið „Þetta var óvenju ódýr keppni fyrir bilaeigendur,” sagði Sævar Reynisson, einn af aðstandendum torfæruaksturs- keppni Stakks, sem fram fór á laugardaginn var. „Aðeins fimm bilar af fimmtán skemmdustogenginn alvarlega. öxull brotnaði, grillið lagðist saman á einum og svo datt dekk af, hjöruliðir brotnuðu og sitt hvað fleira smávegis kom fyrir.” Að sögn Sævars var tjón á bilum i fyrra allmiklu meira, til dæmis eyðilagði Bandarikja- maður nýjan Range Rover bil með einskærum klaufaskap, og fleiri kostnaðarsöm óhöpp urðu. Björgunarsveitin Stakkur gengst árlega fyrir keppni sem þessari og hefur gert það siðan 1969. Sveitin fær lánað land i nágrenni Grindavikur, útbýr þar gildrur fyrir ökumenn og gengur frá öllu að keppni lokinni. A vorin sá siðan Stakks- menn i öll sár i landinu, svo að það litur raunar betur út, en það myndi ella gera. f ár tóku fimmtán bilar þátt i keppninni, en ellefu luku henni. Sigurvegarinn i ár var Vil- hjálmur Ragnarsson á Willy’s ’67. og sagði Sævar að hann hefði verið vel að sigrinum kominn. Ekkert óhapp henti hann og með lagni tókst honum að ljúka ýmsum þrautum, sem engir aðrir leystu. 1 öðru sæti varð Kristinn Kristinsson á Bronco '74 og i þriðja sæti Gunnar Pétursson á Bronco ’73. Mikill mannfjöldi horfði á keppnina, um 4000 manns, eða nær sami fjöldi og horfði á bikarúrslitin i knattspyrnunni i gærdag á Laugardalsvelli. -AT- Æ, afsakið lesendur góðir Okkur varð illilega á i mess- unni, þegar við gerðum Hengilinn okkar góða að Esju. Slikt má ekki henda innfædda Reykvikinga. Annar innfæddur Reykvik- ingur bað okkur endilega að leiðrétta þetta og gerði það með eftirfarandi orðum: Gjörið það fyrir mig góðir drengir að gæta vel hófs i nafnabrengli. Býsn er að sjá, þvi bresta nú strengir er blaðamenn ruglast á Esju ogHENGLI. Þá ætti þetta mál að vera á hreinu. , Dekk losnuðu, öxlar brotnuðu og grill bognuðu I torfæruaksturskeppni Stakks á laugardaginn var. DB-mynd: Ragnar Th. Gœsaskyttan keyrði ó Það er stundum kaldsamt að liggja fyrir fugli og verður mönnum þá gjarnan fyrir að hafa með sér yl i' gleri og súpa á viö og við. Heldur hafðihún sop- ið drjúgt gæsaskyttan, sem i gær um hádegið réði ekki betur Hjólhús fauk austur i Svina- hrauni um tiuleytið i gærkvöldi og snaraði út af með sér drátt- artækinu, sem var Land-Rover jeppi. Hjólhúsið er ónýtt og bill- inn skemmdur. Slys urðu ekki veruleg á fólki. Töluvert var af hjólhúsaeig- endum á ferðinni um helgina, en margir brugðu á það ráð i gær við bil sinn en svo, að hann lenti aftan á næsta bil á undan uppi við Lækjarbotna. Þá var skytt- an á heimleið en ekki segir af feng hennar. Bilarnir skemmd- ust ekki mikið. —SHH og snaraði með sér bilnum og gærkvöldi að koma þeim i skjól og halda ekki lengra með þau. Dæmin sanna, að þau eru erfiður flutningur þegar hvasst er og hafa þá gjarnan snarað dráttartækjunum af hjólunum lika. Hjólhús, sem fokið hafa, eru sjaldnast mikils virði á eft- ir. —SHH Hjólhús fauk _ Tvítugur maður barði stúlku Tvitugur maður réðst á stúlku varð hana á slysadeild Borgar- úti á Seltjarnarnesi á aðfaranótt sjúkrahússins með þrautir i laugardagsins. Hann kastaði höfði. Maðurinn var gestkom- henni i götuna og sló hana i and- andi á Reykjavikursvæðinu. litiö svo harkalega, að flytja —SHH Köttur í bóli bjarnar: VAR BÚINN AÐ KVEIKJA UPP ER EIGENDURNIR KOMU AÐ Konur tvær, sem komu að sumarbústað sinum i Lamb- hagafelli á föstudaginn, undruð- ust það mjög er inn kom, að kveikt hafði verið upp og var bústaðurinn hlýr og notalegur. Þegar þær komu inn i stofu, lá þar sá fyrir, er þessu olli. Þetta var karlmaður, sem þarna var að hvila sig. Maður reykti mikið og gaf þá skýringu á hegðun sinni og ferðum, að hann væri heimilislaus. Hvort sem hann og konurnar ræddu þetta mál lengur eða skemur, endaði það með þvi, að hann lét þeim bústaðinn eftir og hélt sjálfur á braut. Hann kom siðar i leitirnar uppi við Úlfars- fell, en þá kom i' ljós, að þetta var strokumaður af Kleppi. —SHH Veiddi lax ón leyfis og Komið var að veiðiþjófi við Elliðaár um niuleytið á laugar- dagsmorguninn. Þjófurinn sat á árbakkanum og neytti fengs sins á staðnum og hafði hann hráan. Þetta var svartbakur, sem hafði sett i og sigrað 67 út ó úrbakkanum sentimetra langan lax. 1 lög- regluskýrslu um atburðinn seg- ir, að ekki sé talið liklegt að þrjóturinn hafi haft veiðileyfi. Enda er laxveiðitiminn i Elliða- ánum úti. —SHH Hross fyrir bíla — með kortérs millibili Hestár tveir urðu fyrir bilum á laugardaginn með fimmtán minútna millibili. Báðir voru þeir á randi á vegarspottanum frá Lækjarbotnum upp i Vötn. Fyrri hesturinn varð fyrir bil klukkan kortér fyrir tiu. Sá bill lét ekki mikið á sjá, en hest- urinn hvarf út i myrkrið. Talið er, að hann hafi ekki slasazt að heitið geti. Klukkan tiu var svo aftur ekið á hest, sem birtist óvænt á veginum. Sá árekstur varð sýnu harðari og er billinn stór- skemmdur eftir. Kistulokið — þetta er Volkswagen — er beyglað niður svo sem hægt er og framrúðan hefur sprungið úr falsinu. Hrossið hvarf út i myrkrið og hefur ekki fundizt þrátt fyrir leit, en talið er liklegt, að það hafi ekki sloppið óskaddað úr viðureign sinni við bilinn. —SHH Arbæjarhverfi: Hraunbær 162 mánud. kl. 3.30—5.00. Verzl. Hraunbæ 102 þriðjud. kl. 7.00—9.00. Verzl Rofabæ 7—9 mánud. kl. 1.30—3.00, þriðjud. kl. 4.00—6.00. Breiöholt: Breiðholtssk óli mánud. kl. 7.15—9.00, fimmtud. kl. 4.00—6.00, föstud. kl. 1.30— 3.00. Hólahverfi fimmtud. kl. 1.30—3.30. Verzl Straumnes fimmtud. kl. 7.00—9.00. Verzlanir við Völvufell þriðjud. kl. 1.30— 3.15, föstud. kl. 3.30—5.00. Háaleitishverfi: Alftamýrarskóli fimmtud. kl. 1.30—3.00. Austur- ver, Háaleitisbraut, mánud. kl. 3.00—4.00. Miðbær Háaleitis- braut, mánud. kl. 4.30—6.15, mið- vikud. kl. 1.30—3.30, föstud. kl. 5.45— 7.00. Holt—Hliðar: Háteigsvegur 2 þriðjud. kl. 1.30—3.00. Stakkahlið 17 mánud. kl. 1.30—2.30, mið- vikud. kl. 7.00—9.00. Æfingaskóli Kennarask'olans miðvikud. kl. 4.15— 6.00. Laugarás: Verzl. Norðurbrún þriðjud. kl. 5.00—6.30, föstud. kl. 1.30— 2.30. L a u g a r n e s h v e r f i : Dal- braut/Kleppsv. þriðjud. kl. 7.15— 9.00. Laugalækur/Hrisat. föstud. kl. 3.00—5.00. Sund: Kleppsv. 152 við Holtaveg föstud. kl. 5.30—7.00. Tiln: Hdtún 10 þriðjud. kl. 3.30— 4.30. Vesturbær: KR-heimilið mánud. kl. 5.30—6.30, fimmtud. kl. 7.15 — 9.00. Skerjafjörð- ur—Einarsnes fimmtud. kl. 3.45— 4.30. Verzl. Hjarðarhaga 47 mánud. kl. 7.15—9.00. fimmtud. 5.00—6.30. Hafnarfjörður Auglýsingamóttaka í Hafnarfirði er hjú Þórdísi Sölvadóttur, Selvogsgötu 11, milli 5 og 6 DAGBLAÐIÐ - AUhvöss suðvestan og vestan átt með skúra- veðri. Kólnar smám saman. 3-4 stiga hiti, er liða tekur á daginn. ___________________/ Þann 21. júni sl. voru gefin saman I hjónaband af sr. Áreliusi Niels- syni Svanhildur Pálmadóttir og Fanngeir Sigurðsson. Heimili þeirra er að Bauganesi 1. Nýja Myndastofan. 6. júli sl. voru gefin saman I hjónaband af sr. Karli Sigur- björnssyni I Hallgrlmskirkju Margrét Scheving og Þorvaldur Halldórsson. Heimili þeirra er að Vestmannabraut 57, Vestmanna- eyjum. Nýja Myndastofan. COTY SÉRTILBOÐ AVACADO rakakrem og andlitsvatn Kr. 504.00 NOTID AVACAD0 HÚDKREM FRÁ COTY Otsölustaöir: Bonný — Regnhlifabúðin — Hygea — Topp- tlzkan — Annetta — Snyrtivörubúðin Völvufelli 15 — Snyrtivörubúðin Laugv. 76 — Andrea — Gjafa- og snyrti- vörubúðin — Evubær Keflavik —Stjörnu Apótek Akureyri — Snyrtivöruverzlunin Rós, Húsavik —Snyrtistofa Ingu og Ragnheiðar, Ármúla 32 — I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.