Dagblaðið - 15.09.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 15.09.1975, Blaðsíða 7
Dagblaöið. Mánudagur 15. september 1975. 7 ÓMAR VALDIMARSSON Erlendar fréttir Portúgal: Stjórnar- myndun lokið Sjötta bráðabirgðastjórnin i Portúgal siðan byltingin var gerð þar i april i fyrra hefur verið mót- uð. Ráðherralisti verður lagður fram fyrrihluta vikunnar, jafnvel i dag. Jose Pinheiro de Azevedo, aðmiráll, væntanlegur forsætis- ráðherra landsins, kynnti stjórn- arstefnuna um helgina. Hann er talinn ætla að biða með að leggja fram ráðherra-lista sinn þar til Marios Soares, leiðtogi Sósial- istaflokksins, snýr aftur frá Þýzkalandi, þar sem hann hefur verið i þriggja daga heimsókn. Þróun stjórnmála I Portúgal i siðustu viku var mikið áfall fyrir kommúnista, sem áður voru nær allsráöandi. Munar þar mestu brottvikning helzta stuðnings- manns kommúnista, forsætisráð- herrans Vasco Goncalves. Þrátt fyrir að kommúnistar muni eiga sina fulltrúa i nýju stjórninni er enn óséð um við- brögð þeirra og annarra vinstri- flokka við hægrisveif lunni i Portúgal. Atkvæðamikill leiðtogi vinstri- manna, Ramiro Correia, flotafor- ingi herdeildar, sem nú hefur ver- ið lögð niður sagði i siðustu viku: „Við erum að tapa bardaga en ekki striði. Sigurinn verður alltaf okkar megin.” Hann sagði vinstrisinnuðum hermönnum á fundi. að enn væri fólk i stjórn- málahreyfingu hersins (MFA), sem „hægt er að treysta.” Nýja stjórnin er álitin koma til með að vera tiltölulega i takt við úrslit kosninganna fyrr á þessu ári, þar sem sósialistar, komm- únistar og miðflokksmenn fengu nær öll atkvæði. Einnig munu róttækir vinstri- menn úr MFA eiga sina fulltrúa I stjórninni. Ekki er reiknað með að dr. So- ares og Alvaro Cunhal, aðalritari kommúnistaflokksins, muni eiga sæti i stjórninni. Azevedo for- sætisráðherra tók skýrt fram i ræöu um helgina, að stjórninni væri ætlað að sameina þjóðina. Hann sagði stefnu sina þá, að leggja áherzlu á lög og reglu. Einnig vill hinn nýi forsætisráð- herra treysta böndin við hinn vestræna heim. * Kissinger sver Indókína af sér Henry Kissinger, einn helzti „arkitekt” stefnu Bandarikjanna i Indó- kina á stjórnarárum Nixons, hefur nú lýst þvi yfir, að hann hafi alltaf talið aðgerðir þjóðar sinnar þar „hörmu- legar”. Kissinger sagði þetta I sjónvarpsviðtali vestra á laugardagskvöldið. Orðrétt sagði utanrikis- ráðherrann:,, Ja, satt að segja hef ég alltaf álitið Indókina hörmuleg mis- tök, — að hluta til vegna þess, að við hugsuðum ekki dæmið á enda strax i upphafi.” Kissinger hefur á undanförnum mánuðum hvað eftir annað reynt að fjarlægja sjálfan sig stefnu Bandarikjanna í Indókina. Það var þó i fyrsta skipti i fyrra- kvöld, að hann sagðist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar, að Bandarikin hefðu rangt fyrir sér. Kissinger sagði fyrstu ákvarðanirnar um afskipti Bandarikjanna af málefnum Indókina hafa verið i stjórnartið Lyndons heitins Johnsons, og „síðan var bandariskur almenn- ingur ekki reiðubúinn að standa við þær. ” Kissinger þótti þá ekki svona gaman að Vietnamstríðinu þegar allt kemur til alls. Hann kennir Johnson, Ky og Thieu um allt saman. Ford í stríð við þingið Búizt er viö, að réttur muni i vikunni skera úr um deilu Fords Bandarikjaforseta og þing- nefndarinnar, sem rannsakar starfsemi leyniþjónustunnar CIA. Nefndin hefur krafizt þess að fá til athugunar leyniskýrslur stjórnvalda um Vietnam-strið- ið. Forsetinn skipaði svo fyrir i siðustu viku, að nefndin fengi ekki fleiri leyniskýrslur til opin- berunar, þar eð það gæti verið hættulegt þjóðaröryggi. Ford krafðist þess einnig, að öllum skjölum, sem nefndin hefur þegar fengið, yrði þegar i stað. skilað aftur. Hörð deila hefur þvi komið upp og er búizt við að réttur verði látinn skera úr um hana á miðvikudaginn. Margir þingmenn eru þeirrar skoðunar, að leyndarskjala- stimpillinn hafi verið gróflega misnotaður af Hvita húsinu til að breiða yfir alvarleg mistök i njósnastarfsemi Bandarikj- anna. Benda þeir á,- að strið Araba og Israelsmanna 1973 hafi komið Bandarikjastjórn á óvart. Karpov sigraði í einvíginu Sovézki heimsmeist- arinn i skák, Anatoly Karpov, neyddi Lajos Portisj til jafnteflis i sið- ustu einvigisskák þeirra i Milanó i gærkvöldi og sigraði þar með. Með jafnteflinu hafði Karpov 31/2 vinning á móti 2 1/2 vinning Portisj. Karpov sigraði i einni skák en gerði jafntefli i hinum. Heimsmeistar- inn varðist i allan gær- dag örvæntingarfullum árásum Ungverjans, sem var með svart, og vissi, að einungis sigur gat jafnað metin. Kar- pov, sem hafði hvitt, hóf taflið með enskri byrj- un. Eftir 21 leik á þrem- ur og hálfri klukkustund bauð Portisj jafntefli. Karpov fékk 12.000 dollara (4,3 millj. isl. kr.) i verðlaun en Portisj helmingi minna. í þriðja— fjórða sæti voru þeir Ljuboievic og Petrosjan. STJORN BANGLADESH SYNIR KLÆRNAR Þeir íbúar Bangladesh, sem enn hafa ólöglega vopn undir höndum, eiga nú dauðaref singu yfir höfði sér. Útvarpið i Bangladesh skýrði svo frá í gær í útvarpssendingu* sem heyrðist i London. Fyrir viku tilkynntu stjórnvöld í Bangladesh, að öllum þeim, sem skiluðu vopnum sínum fyrir laug- ardag (sl.) yrðu gefnar upp sakir. Nú er sá frestur liðinn og þvi verða allir, sem uppvísir eru að vopna- eigu, dregnir fyrir herrétt og gætu fengið dauðadóm, lifstiðarfangelsi, fjársekt- ir eða eignaupptöku. Útvarpsstöðin hvatti i- búa landsins til að hjálpa stjórnvöldum við að ná til þeirra, sem enn hefðu í fórum sínum byssur, skot- færi eða sprengiefni. „Það er heilög skylda hvers manns að hjálpa stjórninni við að uppræta þessa lög- leysu”, sagði i sendingu út- varpsins. í stjórnartið Mujiburs Rahmans, fursta, gengu um götur og stræti stórir hópar vop'naðra manna, þrátt fyrir að Mujib hefði sett bann á almennan vopnaburð. Talið var að hann vildi ekki láta fram- fylgja þeim lögum, til að vera viss um líkamlega vernd sína og fjölskyldu sinnar, enda hafði hann yf- ir „einkaher” að ráða. Nú hyggjast stjórnvöld koma i veg fyrir óöldina, sem ríkt hefur í landinu, með harðri hendi. Hans Tholstrup týndur Dansk-ástralski flugmaðurinn Hans Tholstrup, sem margoft hefur komið hingaö til lands, er týndur einhvers staðar i Kyrra hafinu. Tholstrup var einn á ferð um- hverfis hnöttinn þegar hann sendi út neyðarkall á laugar dagsmorguninn og sagðist verða að nauðlenda á einni Kurile-eyja, sem eru i eigu So- vétrikjanna, noröur af Japan. Eldsneytisleki hafði komið að flugvél Tholstrups. Hann tók ekki fram á hverri eyjanna hann ætlaði að lenda. Hœttir Barnard við hjartaflutningana? Hjartasérfræðingurinn Christian Barnard sagði á læknafundi i Elisabetarhöfn i S- Afriku um helgina, að hann og aðstoðarfólk hans yrði liklega að hætta að fást við h jartaflutn- inga vegna skorts á sjúklingum. Barnard framkvæmdi fyrsta hjartaflutninginn 3. desember 1967. Siðan þá hefur læknirinn aðeins gert 11 slikar aðgerðir. „Með aðeins eina eða tvær að- gerðir á ári,” sagði dr. Barnard, „er'ómögulegt að halda áhuga okkar nægilega mikið við. Ef læknar senda okkur ekki sjúkl- inga, þá verðum við að láta staðar numið.” Prófessor Barnard sagði einnig, að mikill skortur væri á hjörtum. Einn sjúklinga sinna væri búinn að biða i fjóra man- uði á Groote Schuur eftir hjarta. „Hjartaflutningar ollu stór- kostlegum umræðum i blöðum leikra og lærðra en þrátt fyrir gagnrýnina og misjafnan ár- angur af aðgerðum viða i heim- inum, þá getum við ekki boðið ó- læknandi hjartasjúklingum upp á annað betra,” sagði Barnard. „Arangur þessara aðgerða ætti ekki að vera metinn af sögusögnum, heldur visindaleg- um könnunum, sem gerðar hafa verið á ákveðnum stöðum.” sagði hann.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.