Dagblaðið - 15.09.1975, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 15.09.1975, Blaðsíða 4
4 Dagblaðið. Mánudagur 15. september 1975. Sparið fé og fyrirhöfn VIÐ TÖKUM af ykkur ómakið UM LEIÐ og þiö pantið gistingu hjá Hótel Vlof i látið þið okkur vita um ósk- ir ykkar varðandi dvölina í Reykjavík og við útvegum m.a. bílaleigubíla með hagkvæmum kjörum, aðgöngumiða í leikhús eða að sýningum, borð i veitingahúsum og ýmislegt annað. Hótelið er litið og notalegt og því á starfsfólk okkar auðvelt með að sinna óskum ykkar — og svo eruð þið mjög vel sett gagnvart strætisvagnaferðum (rétt við Hlemm). Kynnið ykkur okkar hagstæða vetrar- verð. Sérstakur afsláttur fyrir hópa og langdvalargesti. HÓTEL HOF Rauðarárstíg 18 ® 2-88-66 Verzlanir — veitingastaðir — þjónusta Óskað er eftir þátttakendum til margs konar verzlunarreksturs ásamt veitinga- og þjónustustarfsemi á miðbæjarsvæði Kópavogs. Áhugamenn, sendið nöfn og heimilisföng ásamt upplýsingum um starfsemi og hús- næðisþörf til afgr. blaðsins fyrir 17. þ.m. merkt „Miðbær framtíðarinnar.” DJlíl©a§ samlokurnar dofna ekki með aidrinum Þokuljós og kastljós Halogen-ljós fyrir J-perur - ótrúlega mikiö Ijósmagn PERUR I ÚRVALI NOTIÐ tAÐBESlA Skipholti 35 • Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa HVERS VEGNA RAÐIN VORU TEKIN AF FORSTJÓRANUM — Rœtt við örn Erlendsson, forstjóra í Sölustofnun lagmetisiðnaðarins I framhaldi af frétt DAGBLAÐSINS um, að nýkjörin stjórn Sölustofnunar lagmetisiðnaðarins hafi ákveðið að taka daglega stjórn stofnunarinnar úr höndum framkvæmdastjórans og annast hana sjálf, getur DAGBLAÐIÐ upplýst, að stjórnin telur nauðsynlegt að endurskoða alla starfsemi fyrirtækisins. Tekur þetta til mannahalds, stjómunar, markaðsmála, fjár- mála og uppbyggingar lag- metisiðnaðarins almennt. Eins og fram kemur I frétt blaðsins, hefur stjórnin tekið i sinar hendur allar ákvarðanir og skuldbindingar stofnunarinnar. Þetta þýðir, að engin ákvörðun verður tekin i daglegum rekstri, nema hún sé borin undir stjórnina. Þetta er mjög harkaleg aðgerð og í raun algert afnám á umboði þvi,sem framkvæmdastjórinn, Orn Erlendsson, hefur haft, en eins og kunnugt er hefur hann gegnt því starfi frá byrjun og unnið að mótun Sölustofnunar lag- metisins frá grunni. Nýkjörinn stjórnarformaður, Lárus Jónsson alþm. og varaformaður, Heimir Hannes- son, eru nú i Bandarikjunum á vegum fyrirtækisins. DAGBLAÐIÐ sneri sér til Arnar Erlendssonar fram- kvæmdastjóra og spurði hann, hvað hefði valdið þessum harkalegu viðbrögðum. örn Erlendsson sagði, að við markaðsleit fyrir afurðir SL i Bandarikjunum hefði komizt á samhand við Tayo Americas, Inc., sem er dótturfyrirtæki einhvers stærsta fiskveiða- og sjávarvörufyrirtækis i heimi. Aður höfðu fulltrúar SL átt viðræður við ýmsa aðila i Bandarikjunum um dreifingu á lagmeti. Ekki voru undirtektir þeirra taldar viðunandi. Þegar Tayo Americas hafði tjáð áhuga sinn á sölu og dreifingu afurða SL, var þvi tjáð, að SL væri reiðubúið til samstarfs, ef fyrirtækið tryggði lágmarkskaup á lagmeti á árinu 1974 og næstu árum. Fyrirtækið bauð aðgengilegt verð, opnaði bankaábyrgð og gerði pöntun fyrir 1,5 milljónir dollara. Fyrirtækið átti i harðri sam- keppni, var með nýtt vörumerki og mætti i upphafi almennum samdrætti i efnahagslifi Bandarikjanna. Auk þess var fyrirtækið með sölu á niður- suðuvörum að fara inn á nýtt svið og gerði ýmis mistök og sum slæm. Engin deila var um að taka þessu fyrirtæki sem umboðsaðila. Allar upplýsinar um fyrirtækið voru þaul- kannaðar eftir venjulegum leiðum, meðal annars i gegnum verzlunarráð erlendis. Varaformaður núverandi stjómar, Heimir Hannesson, aflaði sérstakra upplýsinga frá bandarlskum banka, sem taldi fyrirtækið mjög traust. Enda hefur fyrirtækið staðið við allar greiðslur og skuldbindingar, en hefur átt i erfiðleikum með sölu vömnnar, sem það hefur keypt. Allir samningar um sölu til Tayo Americas voru undirritaðir með fyrirvara um samþykki stjórnar SL, sagði örn. Auk þess hefði samnings- uppkast verið borið undir bæði fslenzka og bandariska lög- fræðinga. Loks hefði SL að sinni tillögu gert fyrirvara um 12 mánaða reynslutima i sam- skiptum SL og hins bandariska fyrirtækis. Þannig kvað örn hafa verið reynt að ganga sem tryggi- legast -frá öllum samningum. Hins vegar væri ljóst, að fyrir- tækið hefði keypt sumar afurðir SL á svo háu verði, að það hefði alls ekki reynzt samkeppnisfært á bandariskum markaði við þær aðstæður, sem við var að etja. Meðal annars þess vegna lægi fyrirtækið með óseldar birgðir, sem torvelduðu eðlilega frekari sölu á þennan markað. A siðasta ári hefði fyrirtækið einnig tekið nokkurt magn af rækju á mjög háu verði, sem greitt var við móttöku. Til að kom þeim viðskiptum á, hefði Tayo Am. fengið loforð um verðlækkanir á siðari sending- um, ef þeir sýndu tap á kaupun- j^REYKJAVÍK í Herradeild JMJ VIÐ HLEMAA M4ÍTH (j*\ 9ACA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.