Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.09.1975, Qupperneq 24

Dagblaðið - 15.09.1975, Qupperneq 24
Deilt um afstöðu ríkisstjórnarinnar til Norðursjóvarkvótans: „Höfum vondon mólstað" — segir sjómaður á ísafold - kvóti annarra skertur minna en íslands „Við höfum vondan málstað”, sagði Sigurður Guðmundsson sjómaður á Isafold i viðtali við Dagblaðið. „Rikisstjórnin sendir skipin til ótakmarkaðra veiða á Norðursjó, að visu með fyrirvara, og neitar að viður- kenna kvótann. Á meðan erum við sjálfir að færa út i 200 milur, sem sjálfsagt er, til að vernda. fiskstofnana.” Það er óverjandi af rikis- stjórninni að brjóta gegn þess- ari verndun á Norðursjó”, sagði Sigurður. Danir hafa að visu einnig andmælt kvótanum i þetta sinn. Kvóti Islands var minnkaður um rúman þriðjung. Sigurður benti á, að við hefðum sjálfir sett kvóta fyrir sildveiði við Suðvesturland. „Danir hafa ekki veitt ótakmarkað á Norðursjó. Þeir mótmæltu að visu i sumar, en sættu sig við, að 500 tonna skip og þar yfir veiddu i 3000 kassa af sild á viku, og skip upp að 500 tonnum veiddu 1500-1800 kassa. Sviar sættu sig éinnig við þann kvóta, að hvert skip veiddi i 4000 kassa á mánuði. Svipuðu máli gegndi um Færeyinga.” Síld miklu dýrari í Danmörku „Það gengur i berhögg við stefnu okkar að koma svona fram,” sagi Sigurður, sem álitur, að rikisstjórnin ætti að segja af sér fyrir vikið. „Það er alrangt, sem haldið hefur verið fram i umræðum um þetta, að sild sé ódýrari i Dan- mörku en hér. Hún er miklu dýrari i Danmörku, 50 og upp i 120 krónur upp á bryggju, meðan hún hefur farið fyrir margfalt lægra verð á íslandi.” „Það er sjóðakerfið, sem mest hindrar, að sjómenn og útvegsmenn á íslandi fái það, sem þeim ber,” sagði Sigurður að lokum. Hann taldi, að rikið æti upp mestan hlutann með hinu margflókna sjóðakerfi. Rikisstjórnin hefur brugðizt með framangreindum hætti við aflakvóta á sildveiðum á Norðursjó, vegna þess að kvóti annarra rikja minnkaði yfirleitt miklu minna en fyrir Island. —HH Umfangsmikil leit að bandarískri flugvél: Stórir hópar leitarmanna lögðu af stað i birtingu i morgun að leita tveggja hreyfla flugvé- ar af Twin Commance gerð, sem saknað var rétt fyrir klukk- an 19 á sunnudagskvöld. 1 vél- inni eru tveir menn og lögðu þeir upp frá Edinborg kl. 13.40 á sunnudag og áætluðu komutima til R.vikur um klukkan 19 á sunnudag. Um klukþan 18.30 til- kynntu flugmenn að vélin væri stödd yfir Vestmannaeyjum og áætluðu þá enn komu til Reykjavikur kl. 19. Eftir það hefur ekki heyrzt til vélarinnar svo vitaö sé með vissu. Vélin hafði eldsneyti til kl. 21.25. Arnór Hjálmarsson og Valdi- mar ölafsson stjórnuðu leit að flugvélinni, er hófst þá þegar með eftirgrennslunum. Á sunnudagskvöld um klukkan 19.30 töldu tveir 10-12 ára dreng- ir i Vestmannaeyjum sig hafa séð til vélarinnar og hafi hún þá stefnt aö flugvellinum i Eyjum. Þetta varð til þess að leitar- menn „kembdu” Heimey I nótt. Jafnframt fóru á loft flugvél- ar frá varnarliöinu en búizt var e.t.v. við að hin týnda vél hafi verið búin sjálfvirkum radló- vita, en varnarliðsvélarnar hafa tæki til móttöku merkja frá hon- um. 1 birtingu i morgun fóru leit- arflokkar af stað bæði frá Reykjavlk og eins sveitir austan fjalls. Leitarsvæðið afmark- aðist af linu, sem hugsast dregin frá Skjaldbreið til sjávaV og vestur úr. Jafnframt fóru á loft ótal leit- arvélar. Gná og þrjár aðrar vél- ar leituðu yfir Reykjanesfjall- EKKERT FINNST AF VÉLINNI ENN garöinum og siöar fór enn ein vél og leitaði Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul, og þyrla frá varnarliðinu leitaði meðfram ströndinni austur til Vikur fram og til baka. Valdimar ólafsson sagði kl. um 10.30 I morgun að fólk á Hellu i Reynishverfi og jafnvel viðar hefði talið sig hafa heyrt til vélarinnar. Allir möguleikar, sem slikt hefði I för með sér, hefðu þegar veriö kannaðir. Veður var erfitt til leitar, þoka lá á fjöllum og leitarmenn, sem komnir voru i efstu hliðar Blá- fjalla, voru þar I 8 vindstigum. —A.St. Síðustu fréttir kl. 12.05: 1 morgun tilkynntu starfs- menn i Sigöldu, að þeir teldu sig hugsanlega hafa heyrt til hinnar týndu vélar um kl. 8 i gærkvöldi. Leitarsvæðið var þvi stækkað til norðurs og leitað úr lofti á svæð- inu umhverfis Langjökul, Eiriksjökul og Hofsjökul. t Bláfjöllum I gærmorgun. Jóhann Þorvaldsson (t.v.) og Þór Þorbjörnsson eru á vakt f bll Flugbjörg- unarsveitarinnar. Um 40 félagar þeirra voru þá dreifðir um fjöllin umhverfis —DB mynd. Bjarnleifur Geipihœkkun á landbúnaðarvörum í morgun: HÚSMÆÐUR ÍHUGA AÐGERÐIR Húsmæðrafélagið ihugar að- gerðir gegn hinni miklu hækk- un, sem varð á búvörum i morg- un. Hrönn Pétursdóttir, for- maður félagsins, sagði i morgun i viötali við Dagblaðið, að félag- ið mundi halda fund um málið. „Þetta hlýtur að koma ákaflega óþægilega við marga,” sagði hún. 1 félaginu er starfandi sér- stök nefnd um verðlags- og neytendamál. Húsmæðrafélagiö hefur áður gengizt fyrir mótmælaaðgerð- um, þegar hækkun á landbúnað- arvörum hefur verið hvað rót- tækust. Húsmæður gengust meðal annars á sínum tima fyrir aðgerðum, sem gengu út á, að fólk skyldi kaupa sem allra minnst af búvörum um skeið, og helzt ekkert. Þessar aðgerðir drógu nokkuð úr sölu um skeiö en urðu ekki til þess, að verö væri lækkað. Hækkunin I morgun er svo mikil, að kiló af Jæri hækkar úr 363 krónum i 475, kótelettur úr 411 i 533 kilóið, kindakjöt I heil- um og hálfum skrokkum úr 292 I 390 krónur. Lifur hækkar úr 543 I 616, hjörtu og nýru úr 359 i 408 kr. Slátur með sviðnum haus hækka I verði úr 572 I 647 kr. Súpukjöt hækkar einnig um tæpan þriðjung. Hækkunin á dilkakjöti er rúmur þriðjungur. Hækkun á lifur, hjörtum, nýrum og slátri með sviönum haus er rúm 13 prósent. Hækkun á kartöflum, miðað við 1. flokk, eru tæp 20 prósent. Þessi mikla hækkun er rök- studd þannig, að bændur eigi að fá 13,7 prósent hækkun á afuröa- verði vegna hækkunar á laun og annarra hækkana, svo sem á áburði. Slátur- og heildsölu- kostnaður sauðfjár hækkar um heii 49,8 prósent vegna launa- hækkana og aukins kostnaðar við slátrunina að ööru leyti. Þá er smásöluálagning hækkuö, fyrst og fremst vegna launa- hækkana. Þetta eru skýringar Framreiðsluráðs landbúnaðar- ins á hækkunum. —HH frjálst, úháú dagblað Mánudagur 15. september 1975. ÞYRLA GÖBBUÐ UPP í SIGÖLDU_ Varnarliðið var hálfpartinn gabbað upp að Sigöldu um sjö- leytið á laugardagskvöldið. Lögreglan i Sigöldu hafði sam- band við Slysavarnafélagið i Reykjavik og óskaði eftir þyrlu, til að sækja slasaðan mann. Þar sem þyrla félagsins, TF-Gná, var upptekin norður á Ströndum, var varnarliðið beðið um að hlaupa i skarðið, og brást það skjótt við eins og venjulega. Maðurinn, sem var sóttur, hafði lent i slagsmálum uppi i Sigöldu og var talinn talsvert slasaður. Við rannsókn á slysadeild Borg- arspitalans kom hins vegar i ljós að svo var ekki, og var honum sleppt heim eftir stutta viðdvöl þar. -ÁT- Friðrik jafn- tefliskéngur skókmótsins Friðrik Ölafsson er jafnteflis- kóngur skákmótsins i Middles- borough. Hann hefur gert 10 jafn- tefli i 11 skákum. Friðrik gerði i gær jafntefli við Sovétmanninn Smyslov i 30 leikjum i skák, sem lengi lofaði góðu en leystist upp i jafntefli. Geller Sovétrikjunum heldur öruggri forystu. Hann hefur 7 1/2 vinning og biðskák. t 2-3. sæti eru Hort, Tékkóslóvakíu, og Hubner, V-Þýzkalandi með 6 1/2. 4-5. Bronstein. Sovétrikjunum, og Sáx, Ungverjalandi með 6 og biðskák. Friðrik og Tony Miles, Bretlandi, eru i 9. sæti með 5 vinninga. Friðrik hefur setið yfir i einni umferð eins og flestir aðrir. Geller á eftir að sitja yfir en helztu keppinautar hans hafa gert það, svo að forskot hans er minna en sýnist. — HH HELLIDEMBAN SKEMMDI VEGI „Við höfum nú ekki fengiö Itar- legar upplýsingar ennþá, en vit- um samt að mikið tjón hefur orðið á vegum I Vestur-Baröastrandar- sýslu,” sagöi Hjörleifur Olafsson hjá Vegaeftirlitinu, er við spurð- um hann um ástand vega á Vest- fjörðunum eftir úrhellisrigning- una, sem gekk þar yfir I gær. Barðastrandarvegur frá Vatns- firði til Patreksfjarðar er lokaður vegna skriöufalla, og er óvist hvort takist aö opna hann i dag. Einnig er örlygshafnarvegur ó- fær fyrir utan Kvigindisdal. Ekki er enn ljóst, hvaö þar gerðist, og þvi ekki vitað hvenær viðgerö getur farið fram. Hjörleifur sagði að ástandið væri langverst i Barðastrandar- sýslu, en vegir annars staðar á Vestfjörðum hefðu sloppið furö- anlega. -AT- „Engan undanslátt" „Engan undanslátt i landhelgis-| málinu”, er aðalinntak ályktun- ar, sem stjórn Farmanna- og fiskimannasambandsins gerði núna fyrir helgina. Skorar sam- bandið á Islendinga að standa einhuga saman um að ekki verði verzlað með hina nýju 200 milna landhelgi, engir nauðungar- eða undansláttarsamningar veröi gerðir við aðrar þjóðir. _jbP—

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.