Dagblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 2
2 Dagblaðið. Föstudagur 19. september«1975. Spurning dagsins Ilefurðu lent i kerfinu? Tómas Hauksson iðnnemi: Nei, aldrei, ég kannast heldur ekki við fólk sem hefur lent í þvi. Þórhallur Tryggvason skóla- nemi: Já, ég hef lent i þvi, verst er reynslan sem ég hef af bönkum hvað þeireru harðneskjulegir við innheimtu innistæðulausra ávis- ana. Tek það fram að ég hef ekki gefið út innistæðulausu ávisan- irnar. Aiice Jóhannsdóttir i KHl: Nei, aldrei, ég hef aldrei lent i neinu kerfi. Sigurbjörg Ámundadóttir starfs- stúlka Ási: Nei, engu, en maður á kannski eftir að lenda i þvi einhvern tima seinna um ævina. Kristinn A. Friðfinnsson nemandi: Ég hef lent allærlega i kerfinu, ég er eiginlega alltaf i kerfi i kerfinu. Júliana Valtýsdóttir saumakona: Jú jú, stundum, og um reynslu mina af þvi er ekki nema gott eitt að segja, ég hef ekki nema já- kvæða reynslu af kerfinu. nauðsynlegur búnaður ljós eru á hverjum bil. Nú, ég á þrjá bila, og um daginn ætlaði ég að fara með þá i ljósastillingu. Þurfti ég að kaupa „samloku”, þ.e. liósa- sett, en viti menn: Ekkert slikt er til á landinu — ekki i japanska, evrópska né ameriska bila. Hvernig i ósköpunum getur verið að slikt öryggistæki sem ljós á bila eru, fáist ekki i land- inu? Ja, mér er spurn.” Raddir lesenda ATHUGASEMD VIÐ GREIN ANDRÉSAR REYNIS KRISTJÁNSSONAR Eitthvað virðist mér Andrés Reynir Kristjánsson vera meira en litið hörundsár maður, ef marka má ofangreint bréf. Þetta moldviðri er vegna frásagnar þeirrar er ég tók nið- ur úr sima eftir Borgari Olafs- syni og skrifaði á sinum tima, um i lesendad. i bréfi sinu getur Andrés Reynir Kristjáns- son hvergi bent á, að rangt sé með málið farið, heldur aðeins það að hann þykist finna ein- hverjar aðdróttanir i garð raf- tækjasala i lok greinarinnar. Nú var það ekki ætlun min að halda þvi fram að þeir séu illa innrættir menn, frekar en aðrir menn. Ef neytendur verða varir við afbrigðilegar verðmerking- ar og verðbreytingar, þykir mér ekki nema sjálfsagt að tilkynnt sé um þær til verðlagsstjóra og dagblaða. Þá gengur viðkom- andi dagblaA úr skugga um, hvort þar sé ookkuð ranghermt og birtir loks lesendum sinum niðurstöður könnunarinnar. Ef Andrési Reyni Kristjánssyni þykja þetta óeðlileg vinnubrögð hefur hann eitthvað misskilið hugtökin „frjáls og óháð frétta- mennska.” Ef Andrés Reynir Kristjáns- son hugsar málið litið eitt ætti hann að komast að þeirri niður- stöðu, að Dagblaðið hefur ekki siður skyldum að gegna við lesendur sina. Þótti mér þvi eðlilegast að afgreiða málið á þennan hátt og held ég að þá leið hefði hvaða blaðamaður, sem er valið. Vona ég, að þetta reynist Andrési Reyni Kristjánssyni fullnægjandi skýring og ykkur lesendum. Bolli Héðinsson, blaðamaður. LiSENDUR Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta, hringið þá í síma 83322 á milli klukkan 13 og 14 „BYLTINGARKENNDAR RÓSIR" Jafnaðarmaður Dagblaðinu linu: sendir „Ég vil mótmæla þessu brolti kvenkynsins þann 24. október næstkomandi. í öllum þeim starfsgreinum, sem ég veit um hafa konur ekki borið skertan hlut frá borði. Ég tel það vera vel, að karlmenn og konur vinni saman á jafnréttis- grundvelli. Eins og nú stefnir er það hroki annars kynsins, sem stefnir að yfirgangi. Ég vil vara islenzkt kvenfólk við þvi að vera með byltingarkenndar rósir, þó kvennaár sé. Það getur verið að kvenmenn áliti það snjallt að láta hjólið stoppa þann 24. okt. til að sýna veldi sitt. Ég tel aftur á móti ástæðulaust að vera með slikar rósir þar sem karlar og konur hafa unnið sameiginlega að þjóðmálum og jafnrétti kynj- anna hér á landi. Með þökk fyrir birtinguna — jafnaðarmaður.” UM KOSNINGAR í VESTURBÆNUM I Vesturbænum á klerk aö kjósa. Um kærleiksbrauðið nú sækja tveir. Kristindóminn þeir kenna ljósa, en kukl og andatrú hata þeir. Oft er i kosningum kurr og kliður og kunnur siður með frávikum. Þvi sá friður, sem er með yður, er þvi miður með fádæmum. V.H. Frjáls, óháð blaðamennska, hvað er það? Fréttaframleiðsla i algleymingi. Þriðjudag 16. september birtir Dagblaðið efst á 2. siðu undir fjögurra dálka fyrirsögn- inni „Veröbólga I algleymingi” svohljóðandi frásögn Borgars ólafssonar af kaupum hans á djúpsteikingarpotti i ónafn- greindri verzlun: „Ég ætlaði að gefa konunni minni djúp- steikingarpott i afmælisgjöf og fór þvi að skoða potta i verzlun- um. Sá ég einn, er ég hugðist kaupa, á um 8.650 kr. Daginn eftir kem ég aftur I búðina og ætla að kaupa pottinn, sem kost- ar þá 12.640 kr.! Daginn áður hafði ég einnig séð I sömu búð pott, sem kostaði þá um 12.700 kr. en hækkaði á sama tima og potturinn, er ég hugðist að kaupa, i 17.110 kr. Ég hugsaði mig tvisvar um áður en ég gekk að þessum kaupum.” Dagblaðið bætir þvi siðan við, að það hafi i simtali við verzlun- ina kannað málið, og hafi verzlunarstjórinn staðfest, að i búðinni hefðu fengizt tvær tegundir djúpsteikingarpotta á 12.640 og 17.110 krónur. Þessi sending heföi komið I verzlunina 24. júli sl. og verðið ekki breytzt siðan þá. Það er rétt, að sl. föstud. 12. sept. hringdi blaða- maður Dagbl. Bolli Héðins- son, til okkar og fékk þessar upplýsingar. Við þær er ekki öðru að bæta en þvi, að undan- farin mörg ár hefur verzlun okkar aðeins haft á boðstólum þessar tvær gerðir Rowenta djúpsteikingarpotta. Um rugl- ing við aðrar gerðir getur þvi ekki verið að ræða hjá Borgari Ólafssyni, sem starfsfólk hér man reyndar ekki eftir að hafa afgreitt. Af niðurlagi frásagnar hans má þó ráða, að hann hafi loks gengið að kaupunum. Hvers vegna, ef hann taldi sig svikinn? 1 þessu máli er misskilningur viöskiptavinarins ómerkilegt aukaatriði, ófréttnæmt með öllu. Aðeins sviksemi verzlunarinnar væri það, ef henni væri til að dreifa. Merg- urinn málsins er lágkúruleg blaðamennska Bolla Héðinsson- ar. Þegar „krassandi frétt” reynist misskilningur, að fengn- um upplýsingum ábyrgs fyrir- tækis, hemur hann ekki von- brigði sin, heykist að visu á að nafngreina verzlunina, en beinir aðdróttun sinni að raftækja- verzlunum almennt, sennilega I trausti þess, að þá yrði henni ekki svarað. Fyrirsögnin „Verðbólga I al- gleymingi” og greinarlokin: „Ef fólk verður vart óeðlilegra verðbreytinga er sjálfsagt að láta vita af þvi til að unnt sé að kanna málið”, er tilefnislaus óhróður um heila starfsgrein. Greinin i heild er svikin vara, sem Dagblaðið býður lesendum sinum, framleidd af blaða- busa,sem(íjann ekki skil á þvi undirstöðuatriði frjálsrar, óháðrar blaðamennsku, að fréttir verða ekki búnar til, að- eins sagðar. Um „fréttafram- leiðslu” á móðurmálið alkunn, ótviræð orð. Afrit af bréfi okkar sendum við Félagi raftækjasala og verð- lagsstjóra. FÖNIX, Hátnni 6a, Reykjavik. Andrés Reynir Kristjánsson. LJÓSABÚNAÐUR BIFREIÐA Er gengið nógu vel frá verðmerkingum I verzlunum? Lesandi hringdi til Dagblaðs- vilji menn láta skoða bilinn iis: sinn. Ekki er nema gott eitt um „Nú er krafizt ljósastillingar, það að segja. Allir vita hve

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.