Dagblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 8
8
Dagblaðið. Föstudagur 19. september 1975.
HMBBIABIB
frfálst, úháð dagblað
Otgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
RitstjórnarfuIItrúi: Haukur Helgason
Iþróttir: Hallur Slmonarson
Hönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli Héðinsson,,
Bragi Sigurðsson, Hallur Hallsson, Ómar Valdimarsson.
Handrit: Ásgrimur Pálsson, Inga Guðmannsdóttir, Marla Ólafs-
dóttir.
Ljósmyndir: Bjarnlcifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Ásgeir Hanncs Eiríksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Byrjið á útkomunni
Hér á landi þarf að taka upp
þann sið við gerð fjárlaga að á-
kveða fyrst, hve há þau megi vera.
Siðan á að skipta f járhæðinni milli
málaflokka og sjá svo, hvaða rúm
er fyrir ný verkefni innan hvers
málaflokks.
Enn tiðkast hér sá gamli og úrelti siður að
safna saman kröfum ráðuneyta, opinberra stofn-
ana, þingmanna og þrýstihópa og búa til úr þessu
fyrsta uppkast fjárlagafrumvarpsins.
Þegar allar þessar kröfur eru lagðar saman,
kemur að sjálfsögðu út allt of há upphæð, sem
reynt er að skera niður. En sá niðurskurður
reynist jafnan erfiður, þvi að enginn vill missa
þann spón úr askinum, sem kominn er á skrá.
Þetta leiðir til þess, að rikisstjórnin freistast til
að leggja fram of há fjárlagafrumvörp, sem
þingmenn hækka siðan nokkuð til að friða ýmsa
þrýstihópa.
Með þessum hætti seilist rikið til sifellt stærri
hlutar af fjármunum þjóðarinnar. Á timum við-
reisnarstjórnarinnar tók rikið um og innan við
20% af þjóðarframleiðslunni til sinna þarfa, en nú
er rikið komið upp fyrir 35% þjóðarframleiðsl-
unnar i nokkrum stórum stökkum á fáum árum.
Þar með hefur þjóðarbúið i heild riðlazt. Minni
hluti þjóðarframleiðslunnar er aflögu handa al-
menningi og atvinnulifi. Kjarabarátta harðnar og
taprekstur eykst i atvinnulifinu. Jafnframt leiðir’
útþensla rikisins til halla á viðskiptum við útlönd
og hrikalegra skuldabagga þjóðarinnar gagnvart
útlöndum.
Við gerð fjárlaga á hins vegar fyrst að meta, hve
mikil þjóðarframleiðslan verði og áætla rikinu
einhvem hóflegan hluta hennar. Þar með er feng-
in niðurstöðutala fjárlaganna, áður en kallað er á
kröfugerð ráðuneyta, stofnana, þingmanna og
þrýstihópa.
Þegar niðurstöðutalan er fengin, er unnt að
skipta henni milli einstakra málaflokka, bæði i
ljósi reynslunnar og i ljósi breyttra aðstæðna,
sem valda misjafnri áherzlu á málaflokkana.
Að þessu loknu sér hver ráðherra, hve mikið fé
verður til umráða i málaflokki hans. Hann reynir
þá að spara sem mest i rekstri til að sem mest fé
verði aflögu til framkvæmda og nýrrar'þjónustu.
I sliku kerfi er litið rúm fyrir óskhyggju og kröfu-
hörku, þvi að hvert ráðuneyti þarf að spara á einu
sviði það, sem það sóar á öðru.
Jafnframt þarf að leggja áherzlu á, að þing-
menn, sem fá fjárlagafrumvarpið til meðferðar
og eru með vasa fulla af kröfum þrýstihópa, leggi
helzt ekki fram tillögur um hækkun einstakra
liða, nema koma um leið með jafnháar tillögur
um niðurskurð á öðrum liðum.
Kerfi það, sem hér hefur verið lýst i stórum
dráttum, mundi margefla aðhald með rikisbú-
skapnum og sporna gegn þvi, að útþensla rikis-
báknsins setti þjóðarbúið á höfuðið. Þetta væri
ein virkasta leiðin til að stöðva þá öfugþróun
efnahagsmála, sem einkennt hefur siðustu ár hér
á landi. _ '
SPILLING?
Þaö vill svo skemmtilega til,
aö glugginn á litilli kompu í Bol-
holti, þar sem ég er oft að vinna
að prentverki og prófarkalestri
við Veraldarsöguna mina, snýr
beint Ut að nýja Sjálfstæðishús-
inu. Þarna hef ég verið á besta
stað til að fylgjast með allri
byggingu hUssins frá upphafi,
séð hvernig það óx eins og þrótt-
mikill unglingur, stækkaði og
dafnaði og varð friðara með
hverjum deginum. Það er næsta
ótrUlegt, hvað verkið hefur
gengið vel, mér finnst það næst-
um hafa verið i gær, sem grunn-
urinn var tekinn, og nU er þessi
glæsibygging risin þar eins og
einhver Aladdins-höll, strjúktu,
strjUktu lampann.
Mér hefur fundist gott að
vinna þarna bak við litla glugg-
ann i litlu óhreinu kompunni i
Bolholti, eins og i skugga og
undir verndarvæng Aladdins-
hallarinnar. í ritum Veraldar-
sögu minnar finnst mér ég
koma náið i tengsl við arnsUg
timanna og örlög mannkynsins
og þarna Ut um gluggann tengist
ég þætti Ur örlagasögu minnar
eigin þjóðar, eins og hann er nU
á lfðandi stund. Eins og margir
aðrir lit ég svo á, að gamli
flokkurinn minn hljóti að hafa
það hlutverk að leiða þjóð okkar
Ut Ur erfiðleikum og ógöngum.
Frá þessu bjarta háleita hUsi
hefur maður vænst þess að
mikilvægar ákvarðanir verði
teknar, sem boða frelsun og
gróandi þjóðlif á komandi ár-
um. Þess vegna hefur risandi
SjálfstæðishUs orðið eins og
helgidómur i huga mér.
Nýja Sjálfstæðishúsið ris
þarna á fegursta stað. Það hefur
fengið til úthlutunar eitt af
grænu svæðunum og Ur glugg-
um þess blasir við Esjan og Jök-
ullinn og Flóinn. Aðeins hefur
bögglast fyrir mér, hvort hús-
gerðin sé ekki einum of flott.
Mér virðist gefa auga leið, að
einkennilegt byggingarlag, þar
sem neðsta hæðin er minnst,
hlýtur að hafa orðið óþarflega
dýrt, spurning, hvort ekki hafi
verið kastað mörgum milljón-
um i hefðarprjál, undarlegt
uppátæki, þegar vitað er að fjár
til svona húss verður einungis
aflað með „snikjum”. En allt i
lagi, hef ég friðað samviskuna,
rómversku keisararnir horfðu
ekki heldur I kostnaðinn, þegar
þeir reistu hallir sinar á Pala-
tin-hæð. Og allt á sina samsvör-
un i sögunni.
1 mörg ár hafa þúsundir al-
mennra flokksmanna i Sjálf-
stæðisflokknum lagt hart að sér
með sjálfboðavinnu og þegn-
skyldukvöðum ýmiskonar til að
reista þetta draumahUs sitt. Á
hverjum degi hafa sjálfboðalið-
ar þyrpst að starfi, sérstaklega
um helgar og fórnað fristundum
sinum, ,,án alls endurgjalds”.
Og sjálfstæðiskonurnar hafa
heldur ekki látið á sér standa að
koma með kaffi og kleinur og
pönnukökur og þá hefur verið
glatt á hjalla. Fjöldi einstak-
linga og fyrirtækja hefur gefið
ýmiskonar byggingarefni og
ekki ætlast til neinna launa, þvi
að svo er sjálfstæðishugsjónin
sterk. Og stöðug fjársöfnun hef-
ur staðið yfir, sem hefur náð há-
marki á landsfundum flokksins,
þar sem alþýða með skert verð-
bólgukjör hefur gefið upphæðir,
sem nema kannski viku- eða
hálfsmánaðartekjum.
Þannig hefur verið unnið mik-
ið og fórnfUst starf við Sjálf-
stæðishúsið. Á bak við stendur
brennandi hugsjón, tengd þjóð-
ernisstefnu og ættjarðarást.
Menn hafa treyst Sjálfstæðis-
flokknum best til að stjórna
landinu i réttlæti og dyggð.
Menn treysta þviað hann verndi
frelsi og rétt einstaklingsins og
leyfi hverjum manni að blómg-
ast eftir vilja sinum og hæfileik-
um. Hugsíð ykkur hviliks
trausts ein félagasamtök njóta,
sem standa með meira en 50
þúsund k jósendur að baki og þar
við má bæta börnunum, en með
þvi að veita Sjálfstæðisflokkn-
um stuðning vilja foreldrarnir
einmitt tryggja framtið barna
sinna.
Allt þetta fólk hefur hlakkað
til að flokkurinn eignaðist sina
bækistöð, sem væri verðug for-
ustuhlutverki hans. Þess vegna
Föstudags
grein
ÞORSTEINN
THORARENSEN
Fundur OPEC-ríkja hefst í Vín 24. september
Ghaddafi, þjóðarleiðtogi Llbýu.ræðir við ráðgjafa slna um olíumál. Llbýa tekur hvaðharðasta afstöðu
til hækkunarinnar—krefst þess, að hún verði allt aö 30%.
'
Olluskip lestað I höfn við Persaflóa: magnið minnkar, veröið hækkar