Dagblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 4
4
Dagblaðiö. Föstudagur 19. september 1975.
ÁRÁSIR Á ALBERT FORDÆMDAR
— Vörður, Óðinn og Heimdallur styðja við bak þingmannsins
„Stjórnarfundur í Landsmála-
félaginu Verði, sambandsfélagi
sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik,
haldinn mánudaginn 15. septem-
ber 1975, lýsir fyllsta stuðningi við
þig sem formann húsnefndar
Sjálfstæðisflokksins.
Færir fundurinn þér sérstakar
þakkir fyrir ómetanlegt starf á
þessum þýðingarmikla vettvangi.
Jafnframt fordæmir fundurinn
ómaklegar árásir á Sjálfstæðis-
flokkinn og þig i þessu efni og tel-
ur nauðsyn bera til að upplýsa,
hverjir standi að baki slikri iðju.”
Þessi ályktun stjórnarfundar
Varðar var send i skeyti til Al-
berts Guðmundssonar, borgar-
fulltrúa og alþingismanns. Mjög
hliðstæðar stuðnings- og trausts-
yfirlýsingar höfðu áður borizt Al-
berti Guðmundssyni frá Mál-.
fundafélaginu Oðni og Heimdalli,
félagi ungra sjálfstæðismanna.
,,Ég er afar þakklátur fyrir
þann stuðning, sem mér er sýnd-
ur. Það er erfitt að verða fyrir
ásökunum eins og þeim, sem á
mig hafa verið bornar. Ég get
fullvissað þessi félagasamtök og
aðra um að ég mun starfa af öllu
afli fyrir byggingu Sjálfstæðis-
hússins eins og hingað til,” sagði
Albert Guðmundsson i viðtali við
DAGBLAÐIÐ. „Mér hafa auk
þessa borizt skeyti frá einstak-
lingum, sem lýsa trausti sínu á
mér. Fyrir þetta er ég afar þakk-
látur,” sagði Albert.
Yfirlýsing Málfundafélagsins
óðins fer hér á eftir: ,,Á fundi
fullskipaðrar stjórnar Málfunda-
félagsins Óðins, sem haldinn var i
nýja Sjálfstæðishúsinu 14. sept.
1975 kl. 10.30, var einróma sam-
þykkt eftirfarandi ályktun:
Vegna blaðaskrifa og persónu-
legra árása á Albert Guðmunds-
son, alþingismann og borgarfull-
trúa, ályktar stjórn Óðins að
senda honum eindregna trausts-
og stuðningsyfirlýsingu.
Stjórn Óðins þakkar Alberti
Guðmundssyni ómetanlegt fram-
lag og forystu við byggingu nýja
Sjálfstæðishússins og telur fyrst
og fremst hans verk, hvað smiði
þess hefur miðað áfram.
Jafnframt treystir fundurinn á
Albert Guðmundsson til áfram-
haldandi forustu við húsbyggingu
Sjálfstæðisflokksins sem og önnur
störf i þágu lands og lýðs.
Fundurinn sendir Alberti Guð-
mundssyni persónulega sinar
beztu kveðjur og árnaðaróskir og
þakkar samstarfið á liðnum ár-
um.”
, —BS—
Björn L. Jónsson yfirlæknir, Pállna Kjartansdóttir ráðskona og Árni Ásbjarnarson forstöðumaður.
Mikil gróska í starfsemi Náttúrulœkningafélagsins:
HUNDRUÐ A BIÐLISTA
í HVERAGERÐI
Náttúrulækningar þær er fram
fara á Heilsuhæli Náttúrulækn-
ingafélagsins i Hveragerði þekkj-
ast óviða i heiminum. Sem dæmi
má nefna leirböðin sem þekkjast
sennilega ekki utan Islands, kol-
bogaljós sem þar eru notuð og
þykja komast hvað næst venju-
legu sólarljósi og einnig skiptiböð
svonefnd þar sem farið er úr heitu
vatni yfir i kalt til að örva blóð-
rásina. Allt er þetta stundað með
yfirleitt góðum árangri við fá-
dæma vinsældir landsmanna.
Nokkur hundruð manns eru stöð-
ugt á biðlista allt árið til að kom-
ast að i Hveragerði.
Fréttamönnum var boðið aust-
ur fyrir fjall i mat og þeim kynnt
starfsemi Náttúrulækningafé-
lagsins og aðalstofnunar þess,
Heilsuhælisins i Hveragerði. Það
var vigt fyrir 20 árum, þann 20.
september, á afmælisdegi Jónas-
ar Kristjánssonar læknis stofn-
anda Náttúrulækningafélagsins
en hann fæddist 1870. Hafa þeir
náttúrulækningafélagsmenn á-
kveðið að minnast þessa dags ár-
lega i framtiðinni og kalla hann
hátiðisdag Náttúrulækningafé-
laganna. Verður sá fyrsti haldinn
hátiðlegur á laugardaginn kemur
i húsakynnum Heilsuhælisins i
Hveragerði. Verður þar hátiða-
matur á boðstólum og sérstök
dagskrá.
Verið er að byggja við hinar
gömlu byggingar hælisins i
Hveragerði en þvi verki miðar
fremur hægt vegna fjárskorts að
sögn Arna Asbjarnarsonar, for-
stöðumanns hælisins. Stefnt er að
byggingu nýs heilsuhælis i Eyja-
firöi og mun hún þá gerð eftir
sömu teikningu og nýbygging-
arnar i Hveragerði.
Að lokum sakar ekki að geta
þess að þegar Jónas heitinn
Kristjánsson læknir stofnaði
Náttúrulækningafélagið 1939
höfðu næsta fáir trú á þessari fé-
lagsstofnun en reynslan hefur
sýnt hinn góða árangur sem náðst
hefur fyrir tilstuðlan félagsins og
þær vinsældir sem félagsskapur-
inn nýtur hér á landi.
—BH
Olluborpailur eins og talaö hefur veriö um að smiða hér.
Þegar aðrir eru að komast í hönk:
ÞÁ ÆTLUM VIÐ AÐ
FARA AÐ SMÍÐA
„I kjölfar gifurlegs framboðs
á oliuflutningaskipum i heimin-
um hefur næsta stig i þróun oliu-
mála orðið það, að mikið of-
framboð er nú á oliuborpöllum
og borunarskipum, sem nú eru i
framleiðslu og byggingu,” segir
i þýzka timaritinu SPIEGEL.
,,Nú eru 157 borpallar I smið-
um, en það þýðir fjölgun um
50% á næstu tveim árum,” segir
ennfremur.
Eftir oliukreppuna 1973—1974
var þessi tækjabúnaður mjög
eftirsóttur og mikið skorti á að-
eftirspurn væri fullnægt. 1
trausti þess, að þetta neðan-
sjávarborunaræði yrði langvar-
andi, voru hafnar miklar smið-
ar á pöllum og tækjum. Mikils-
vert þótti að vinna að þvi, að
heimurinn yrði ekki eins háður
Araba-oliunni og verið hafði.
Ort stigandi kostnaður, of
mikið hráoliuframboð samhliða
margvislegum lögboðnum tak-
mörkunum af hendi strand-
rikja, minnkaði svo ásókn i fjár-
festingu oliufélaganna, að
nokkrir nýjustu borpallarnir
liggja ónotaðir. Norðmenn hafa
þegar orðið varir við þessa þró-
un, sem nálgast kreppu. Leigan,
sem oliufélögin hafa greitt fyrir
oliuborpallana, hefur á undan-
förnum mánuðum lækkað úr
42.500 dollurum á dag niður i
28.500 dollara á dag.
Nýlega var skýrt frá þvi, að i
athugun væri að islenzkt fyrir-
tæki kynni að hefja byggingu
slikra borpalla hérlendis. Var
Reyðarfjörður einkum nefndur i
þvi sambandi.
—BS—
Mikiil og góður matur er á borðum I Heilsuhælinu I Hverageröi.