Dagblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 9
Dagblaöið. Föstudagur 19. september 1975.
9
hafa þúsundir heiðarlegra og
hugsjónarikra almennra flokks-
manna tekið höndum saman og
tengst tryggðaböndum og lyft
nær ótrúlegu Grettistaki. Þessi
hópur hlakkaði til vigslu húss-
ins, starfsfólkið hlakkaði til að
fá vinnuskilyrði. Næst skyldi
koma stórsókn i f jörlegu félags-
starfi, þar sem fólk hópaðist
saman á fundi til að bera fram
hugsjónir réttlætis, heiðarleika
og bættra stjórnarhátta. Það er
t.d. draumur okkar þúsunda
flokksmanna að Sjálfstæðis-
flokkurinn gæti tekið upp bar-
áttu til að hamla gegn þvi ofur-
valdi þrýstihópa, sem nú tröll-
riður þjóðskipulagi okkar. Og
það er innileg von okkar, að
Sjálfstæðisflokkurinn gæti tekið
forustu I að hamla gegn ýmis-
konar spillingu, klikuhætti og
valdniðslu, sem orðrómar
herma og læðast að okkur með
illum grunsemdum, að grafi um
sig á æðri stöðum.
Allt I einu þyrmir yfir okkur,
það er engu likara en okkar há-
leita hugsjónaborg hrynji til
grunna. Það er myrkur um
miöjan dag, þegar ég horfi út
um litla gluggann á kompunni.
Húsið okkar, sjálft Hof réttlæt-
isins, hefur verið saurgað. Og
þó, við vitum það ekki. Satt að
segja vitum við ekki hvaðan á
okkur stendur veðrið. Hefur
verið unninn argasti glæpur,
sem margra ára fangelsisviður-
lög liggja við, glæpur og svi-
virða, fjármálahneyksli, kölkuð
gröf með rotnandi beinum, eða
er þetta þveröfugt, rógur og lygi
sprottin af öfund og hatri?
Hvort sem er, þá er þetta
skelfilegt áfall. Og verst af öllu
er, að við vitum ekki einu sinni,
hvað er á seyði. Mest eru það
andstæðingablöðin, sem
smjatta á þessu, og þyrfti ekki
mikið að vera að marka það. En
þó eru lika „okkar” blöð að tipla
á þessu feimnislega. En i 10
daga hefur ekki heyrst eitt orð
frá sjálfri flokksstjórn okkar.
Einhver ávæningur heyrist um
það að flokksstjórn eða ein-
hverjir i flokksstjórn hafi byrj-
aö rannsókn á málinu. En hvað
er verið að rannsaka, að hverju
beinist rannsókn? Um það vant-
ar allar opinberar skýrslur. 50
þúsund kjósendur Sjálfstæðis-
flokksins biða þess að stjórn
hans geri hreint fyrir sinum
dyrum.
An þess að ég viti nokkuð með
vissu um sakargiftir, þá virðist
þetta pukurmál vera i þvi fólgið,
að Albert Guðmundsson stór-
kaupmaður, borgarráösmaður,
alþingismaður og formaður
byggingar Sjálfstæðishússins
hafi tekið við 1 milljón króna
,,að gjöf” frá byggingarfyrir-
tæki einu. Skömmu siðar beitti
Albert sér fyrir þvi, að þetta
sama byggingarfyrirtæki fengi
byggingarlóð fýrir fjölbýlishús.
Eitt það allra versta og ó-
hugnanlegasta i þessu máli voru
viöbrögð Alberts, þegar hann
var spurður um þetta, en þar
sagði hann að þetta væri allt
rógur og bætti við, að morð-
sveitir stefndu að mannorði sinu
Ibak og fyrir! Það er undarlegt
hjá þessum manni að ætla að
fara að gera sig að pislarvotti og
láta sem hann sæti mikilli and-
spymu I Sjálfstæðisflokknum.
Hitt er staðreynd, að enginn
maður hefur hlotið eins mikinn
frama og upphefð innan Sjálf-
stæðisflokksins og hann. Hann
hefur hlotið bæði borgarráðs-
sæti og alþingissæti, en hvort
þessara sæta fyrir sig er launað
þannig, að ætlast er til að menn
geti haft af þvi fullt lifsviöur-
væri, enda talið fullkomið starf.
Ég tek það fram að þetta er ekki
rógur, heldur staðreynd! Auk
þessa hefur Albert stjórnað
smiði Sjálfstæðishússins og
hann naut sliks trausts innan
sjálfs þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins, að hann kaus hann
einn auk ráðherranna i sjálfa
miðstjórn flokksins. Ég skil þvi
ekki, hvemig hann ætlar aö
gera sig aö pislarvotti, sem allir
séu á móti, þvi að enginn hefur
hlotið slika upphefð sem hann.
Ég held lika að flestir séu sam-
mála að honum hefur borið
þetta fyrir dugnað og harðfylgi.
—-
En þó hann sé duglegur, leysir
það hann ekki undan þvi að gefa
afdráttarlaus svör um það,
hvort mjölið i pokanum sé
hreint. Þar standa nú öll járn á
honum. Hann getur þaðeinfald-
lega með yfirlýsingu um það, að
hann hafi ekki tekið við um-
ræddum peningum frá um-
ræddu byggingarfélagi. Eftir
þeirri yfirlýsingu biða tugþús-
undir flokksmanna. Helstþyrfti
að binda þessa yfirlýsingu með
einhverjum hætti við trúnað.
Það þýða engin undanbrögð um
að eitthvað sé vitleysa, ósann-
indi eöa rógur. Slikt eru aöeins
venjubundin viðbrögð nixona
um allan heim.
Með tilliti til þessa hafa verið
mjög undarleg viöbrögð tveggja
meginfélaga Sjálfstæðisflokks-
ins hér i borg, verkalýðsfélags-
ins Óðins og Heimdallar, félags
ungra sjálfstæðismanna, sem
lýst hafa yfir, að þau veiti Al-
berti fulla traustsyfirlýsingu án
rannsóknar. Þetta er gert á
sama tima og engar opinberar
upplýsingar hafa verið gefnar i
málinu og á sama tima og
flokksstjórnin hefur tekið málið
til rannsóknar. Þýðir þetta að
forustumenn þessara tveggja
sjálfstæðisfélaga láti sig engu
máli skipta, hvort spilling er i
æðstu röð flokksins. Eru það
hagsmunir verkalýðsins, að
valdamenn valsi með fjármuni
og völd að eigin geðþótta?
Skyldi þá ekki mörgum alþýðu-
manninum þykja gerast þröngt
fyrir sfnum dyrum, ef slikir
þjóðfélagshættir yrðu rikjandi
og engin leiö að ná rétti sinum,
nema gerast sleikja og gólf-
þurrka höfðingjanna?
Eða hvernig hugsa ungir
sjálfstæðismenn framtiðina, ef
hugsanlegt misferli verður at-
hugalaust kæft og þaggað niður
með flokkspólitiskum trausts-
yfirlýsingum? Hér er nefnilega
ekki einungis um að ræða eina
O O
Nær öruggt er talið að oliu-
verð hækki 1. október. Lýkur
þar með niu mánaða verðstöðv-
un á oliu. Ekki er búizt við, að
áhrif hækkunarinnar á efnahag
Vesturlanda verði svo mikil, að
ekki verði við þau ráðið.
Oliuframleiðslurikin hafa
hugsað sér að fara varlega i all-
ar hækkanir sem ræddar verða
á ráöstefnu OPEC (samtaka
oliuframleiðslurikja) i næstu
viku. Fyrri hækkanir hafa mætt
gffurlegri andstöðu um allan
heim og orðið til þess, að dregið
hefur mjög úr framleiðslu oliu.
Búizt er við, að þeim verðhækk-
unum sem ákveðnar verða á
nefndri ráðstefnu, verði mjög
stillt I hóf.
Bezta dæmið um það er að
OPEC-löndin 13 munu, áður en
ráðstefnan hefst, hafa tekið
einstakar ákvarðanir um „lag-
færingu” á oliuverðinu, en jafn-
framt hefur verið ákveðið, að
meðaltalshækkunin fari ekki
upp fyrir 1,50 doUara á tunnu.
Oliumálaráðherrar OPEC-
landanna munu svo endanlega
ákveöa nýja oliuverðið á fundin-
um, sem hefst i aðalstöðvum
samtakanna i Vinarborg 24.
september — aðeins sjö dögum
áður en núverandi verð fellur úr
gildi. Nýja verðið tekur sam-
stundis gildi, eða 1. október.
Embættismenn OPEC hafa
fullvissað rikisstjórnir um, að
ekki verði um að ræða óhugnan-
legar hækkanir á borð við þær,
sem urðu 1973, þegar olia hækk-
aði um 75% i október og aftur
um 130% i desember. Þegar
kom fram i september 1974
hafði eldsneytiskostnaður
Bandarikjanna, Vestur-Evrópu
og Japan fimmfaldazt.
Hækkanir OPEC þá ollu miklu
öngþveiti um allan heim og alls
staðar var rokið upp til handa
og fóta til að leita að nýjum
orkugjöfum. 1 fararbroddi voru
Bandarlkin, sem stóðu fyrir
mikilli diplómatiskri baráttu
gegn hækkandi oliuverði.
Leiðtogar OPEC-landanna
telja nú, að hækkun sé
réttlætanleg, þvi vestræn verð-
bólga hefur haft áhrif á lönd
þeirra, m.a. vegna hækkunar á
hveiti og stáli, sem OPEC-lönd-
in kaupa frá neyzluþjóðfélögum
Vesturlanda.
transkeisari bendir á, að
OPEC-löndin hafi tapað 30-35%
oliutekna sinna það sem af er
árinu vegna verðbólgu og stöð-
ugs verðfalls bandarikjadals-
ins.
Að sögn munu Libýa, trak og
Alsir ætla að krefjast verulegra
hækkana á oliuverði, allt að
30%, en sérfræðingar OPEC eru
yfirleitt á einu máli um, að svo
mikil hækkun væri óraunhæf og
myndi hafa „neikvæðar afleið-
ingar”.
önnur lönd samtakanna, sér-
staklega Iran, eru sögð reiðubú-
in að fallast á hækkun, sem
nemur 10-15%. Þó er Sádi-
Arabia álitin vilja halda verð-
stöðvuninni áfram en óliklegt er
talið, að landið standist þrýsting
fyrir einhverri hækkun.
TIu prósent hækkun myndi
hækka verð hverrar tunnu um
það bil um einn dollar (160 kr.),
Hver tunna er 159 lítrar og kost-
ar í dag 10.46 doUara að meðal-
tali.
Bandariskir sérfræðingar eru
þeirrar skoðunar, að jafnvel
eins dollars hækkun muni auka
oliutekjur OPEC-landanna um
850 milljón doUara mánaðar-
lega (136 milljaröa Isl. kr.).
Vegna andstöðu oliukaupenda
— aðallega i Bandarikjunum,
þar sem Ford forseti hefur sett
fram mjög ákveðnar reglur um
erlend oliukaup — reikna sér-
fræðingar með, að eins dollars
hækkun muni minnka oliufram-
leiðslu heimsins um milljón
tunnur á dag. Tekjumissir af
slikum samdrætti væri erfiður
fyrir sum OPEC-landanna,
sérstaklega þau, sem eru i miðj-
um mjög dýrum þröunar-
áætlunum. Nægir þar að benda
á Nigeriu og Indónesiu.
Aðallega vegna hækkaðs oliu-
verðs hefur oliuframleiðslan
þegar dregiztsaman um 7 mill-
jón tunnur daglega sfðan
hækkanirnar miklu komu til
sögunnar 1973.
milljón i klinki, heldur framtið
flokks okkar og þjóðar.
Undarleg eru einnig sum við-
brögð okkar eigin flokksblaða.
An þess að nokkrar öruggar
heimildir fáist um þetta vand-
ræðamál, hefja þau upp söng
um að spilling sé i fjármálum
annarra flokka og reyna að
drepa öllu á dreif með þvi að
nauðsynlegt sé einhverntima i
framtiðinni að flokkarnir setji
einhverja sérstaka löggjöf um
„fjármál flokkanna”. Slikt mas
er aöeins undanbrögð og virðist
benda til að það alvarlega mál,
sem nú hefur komið upp, eigi að
afgreiðast i pukri, felast og
sléttast yfir hugsanlega rotnun.
Það hlýtur nú að vera krafa
allra og umfram allt þúsunda
flokksmanna um allt land, að
flokksstjórnin geri hreint fyrir
sinum dyrum i þessu máli. Það
sem af er, er þetta þegar orðið
mikið áfall, sem þó verður
miklu meira og grefur um sig
sem mein, ef allt verður þaggað
niður. Takist ekki að hreinsa
byggingu Sjálfstæðishússins af
öllum grun um slikt glæpsaml.
misferli, verður ömurlegt fyrir
mig á næstu árum, þar sem ég
sit f kompunni minni I Bolholti,
að hafa þessa saurguðu
Aladdinshöll fyrir augum. Og
fyrir sjálfstæðisfólk um allt land
verður sorglegt að lita upp til
hússins sins og koma inn i það
og starfa þar að félagsmálum
fyrir heill föðurlandsins, ef ein-
hver ósýnileg snara hangir þar i
hverju lofti.
Þá væri betra að losa sig við
húsið og gefa það til mannúðar-
mála. Það væri t.d. mjög heppi-
legt að breyta þvi i hjúkrunar-
heimili fyrir aldrað fólk, minn-
ugir þess að enginn einn hópur
þjóðarinnar hefur orðið jafn-
mikið fyrir barðinu á annarri
tegund pólitiskrar spillingar,
sem heitir verðbólga.
Þorsteinn Thorarensen
Sérfræðingar hafa reiknað út,
að framleiöslan i Miðaustur-
löndum einum hafi dregizt sam-
an um 14% á fyrstu sex mánuð-
um þessa árs miðað við sama
tima i fyrra. Telja þeir, að Saudi
Arabia, stærsta framleiðsluland
OPEC, hafi skorið framleiðslu
sina niður um 19%, Libýa um
41%, Kuwait um 27%, Venezú-
ela um 19% og Iran um 12%.
Flest lönd héldu sig við
meðaltalsverð en nokkur fóru
niður fyrir það með þvi að
minnka gæði oliunnar. Þannig
var Ekvador 43 sentum fyrir
neðan meðallag pr. tunnu,
Libýa 36 sentum fyrir neðan og
Nigeria 25 sentum fyrir neðan
meðallag pr. tunnu.
Bandarikin hafa alloft varað
oliuframleiðslurikin við þvi að
setja I framkvæmd það, sem
Washington kallar „umtals-
verðar” hækkanir. Bandariska
skilgreiningin á „umtalsverðri
hækkun” er allt sem fer upp
fyrir hálfan annan dollar pr.
tunnu.
Viðvaranir Bandarikjastjórn-
ar hafa verið teknar alvarlega.
I Vinarborg yppta embættis-
menn OPEC öxlum þegar þeir
eru spurðir um hækkun á oliu-
verðinu. Þeir vilja heldur tala
um „leiðréttingar” á verði.
Oliumálaráðherra Sádi-
Arabíu, Sjeik Ahmed Zaki
Yamani, segist ekki telja að
hækkanirnar verði miklar. Og
aðalbankastjóri iranska seðla-
bankans, Mohammed Yeganeh,
segir að nýja oliuverðið „verði
sanngjamt”.
Stjórnir OPEC-rikjanna vilja
sizt af öllu lenda upp á kant við
Vesturlönd, þegar eftirspurn
eftir oliu fer minnkandi. Þær
gera sér einnig vonir um að geta
hafið alvarlegar og þýðingar-
miklar viðræður fljótlega við
neyzluþjóðfélög heimsins.
Iran og Alsir gera sér vonir
um slikar vnðræður I þvi augna-
miði að fá stuðning við hug-
myndir sinar um samræmingu
á oliuverði og verði nauðsynja-
vara, sem OPEC-löndin þurfa
að kaupa „að vestan”. Og
það, þegar allt kemur til alls,
er I raun og veru mesta málið.
(Aðalheimild: Reuter).