Dagblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 5
Dagblaðið. Föstudagur 19. september 1975.
5
ÁFENGIS-
VERÐIÐ
RÆÐUR
ÁFENGIS-
NEYZLUNNI
Krafa um
algert
áfengisbann
er óraunhœf
„Verð á áfengum drykkjum
hefur mikil áhrif á neyzlu þeirra,
og með „eðlilegri” verðlagningu
þessara varaerhægtaðhafa mikil
áhrif á áfengisneyzlu almenn-
ings,” segir norskur hagfræðing-
ur, Morten Vaagen. Norðmaður-
inn er skrifstofustjóri bindindis-
félags ökumanna i Noregi,
starfar einnig fyrir norska
áfengisvarnaráðið ' og er ritari
norræna ungtemplarasambands-
ins.Hann hélt fyrirlestur s.l. mið-
vikudag um það hvert stefnir i
verðlagningu áfengra drykkja á
Norðurlöndum, en þessa dagana
stendur hér á landi yfir mót
Norrænna ungtemplararáðsins,
sem ber heitið „Norræn stefna i
áfengismálum”. Mót eða nám-
skeið þetta sækja 24 erlendir full-
trúar og 14 islenzkir
ungtemplarar.
Morten Vaagen hefur rannsak-
að mjög náið samhengi verðlags
og neyzlu áfengra drykkja i
Noregi, Sviþjóð og Finnlandi, en
stefnuna og þróunina telur hann
mjög lika i þessum löndum hvað
áfengismálin snertir.
Hann telur það rikjandi
sjónarmið i verðlagningu
áfengis að rikiskassar þessara
landa fái auknar tekjur, en litið —
eða minna — sé hugsað um afleið-
ingar neyzlunnar. Hann hefur
komizt að þeirri niðurstöðu að
90% neyzlu megi stýra með verö-
lagningu. Fallandi raunverð
áfengis — en raunverð finnur
hann út með þvi að athuga hvað
iðnverkamaður er lengi að vinna
fyrir ákveðnu magni áfengis —
gerir mögulega aukna drykkju,
en hækkandi raunverð dregur
þegar i stað úr henni.
Morten Vaagen telur að miklar
skyndisveiflur i áfengisverði séu
óheppilegar. Hefur hann sýnt
fram á að stökkbreytingar á
áfengisverði með u.þ.b. tveggja
ára fresti i Noregi dragi mjög úr
drykkju fyrst eftir verðhækkun,
en er kaupmáttur launanna hafi
aftur jafnazt miðað við áfengis-
verðið aukist drykkjan, menn
venjist á áfengið, og næsta hækk-
un komi of seint. Frá sjónarmiði
bindindishreyfingarinnar sé eðli-
legt að krefjast þess að raunverð
áfengis sé ætið hið sama.
f viðtali við Dagblaðið kvað
Morten Vaagen algjört áfengis-
bann óraunhæfa kröfu.
„Vindrykkja hefur margar nei-
kvæðar hliðar og við berjumst
gegn neyzlu áféngis með öllum
tiltækum ráðum, en algjört bann
er óraunhæf krafa,” segir hann. I
Sviþjóð hafa bindindismenn sett
sér það takmark að áfengisneyzla
Morten Vaagen
Rœtt við Morten
Vaagen, norskan
sérfrœðing
á hvern einstakling minnki um
20% á timabilinu 1974—1985.
Vaagen kvað það visindalega
niðurstöðu rannsókna að heildar-
magn áfengisneyzlu einstaklings-
ins réði skemmdum á liffærum
hans. Þess vegna ætti að miða að
þvi að minnka heildarneyzlu
hvers þess er áfengis neytir. Að
þvi miðaði samþykkt sænsku
áfengislaganefndarinnar, sem er
sammála um að leggja fyrir
sænska þingið i haust tillögu um
að ekki megi framleiða eða selja
þar i landi sterkara öl en með 3%
áfengismagni i stað 4,5% sem nú
er. Komst nefndin að þessu sam-
komulagi eftir 10 ára starf.
' Á öllum Norðurlöndunum hefur
komið i ljós, að sögn Vaagens, að
öl hefur ekki komið i stað sterkra
drykkja, heldur komið sem aukn-
ing við fyrri neyzlu.
Þá hefur forseti norska stór-
þingsins, Guttorm Hansen, og
Berglind Fjöse fyrrv. félags-
málaráðherra ákveðið að leggja
fram tillögu á þingi um að hætt
verði að selja tollfrjálsan varning
á flugvöllum, þvi þau telja að
þeir sem hafa ráð á að ferðast eigi
ekki að eiga auðveldara með að
neyta áfengis en aðrir.
Er við inntum Morten Waagen
eftir samanburði á verði áfengis
hér og i Noregi kom i ljós að
islenzkt brennivin kostar álika og
ódýrasta brennivin i Noregi, en
meðalkaup fólks á Islandi er ekki
nema 60—70% af meðalkaupi i
Noregi. Frá þvi sjónarmiði má
segja að verðstýringu sé mjög
beitt hér á landi, hvort sem hún er
nægileg eður ei.
A.St.
Lagt frá landi i Sundahöfn I skemmtilega Viðeyjarferð ásamt örlygi Hálfdánarsyni bókaútgefanda,
sem er aö leysa landfestar. (Ljósmynd DB, Björgvin).
LÆKNISFRÚR í VIÐEYJARFÖR
Eiginkonur læknanna gera það
ekki endasleppt. 1 gær héldu þær
útiViðey i bátnum hans Hafsteins,
(Sér til leiðsagnar höfðu þær örlyg
Hálfdánarson, innfæddan eyjar-
skeggja úr Viðey.
Konurnar hittast öðru hverju,
koma saman og ræða málin og
eiga allar það sameiginlegt að
eiginmenn þeirra eru litið heima
á kvöldin þvi þeir eru allir starf-
andi læknar hér i borg. Héldu þær
'galvaskar út i eyna i gær eins og
fyrr sagði og gengu þar um eftir
leiðum sem örlygur hefur komið
sér upp þarna i þau skipti sem
hann fer sem leiðsögumaður þang
að út. Byrjar örlygur á þvi að
taka ferðafólkið heim að
Viðeyjarstofu og flytur þar stutt-
inngangserindi áður en sjálf
kynnisferðin um eyjuna hefst.
Siðan er rölt þar um i tvær
klukkustundir. Reyndar ættu
Reykvikingar að huga betur að
þvi hversu ágæt Viðey er til úti-
veru og náttúruskoðunar.
Eftir ferðina eru konurnar
vafalaust mun fróðari en áður um
sögu eyjarinnar og ekki bara það
heldur vafafaust lika Reykjavik-
ur og þjóðarinnar. Viðeyjarferð
er ferð sem allir Reykvikingar
a.m.k. ættu að fara einu sinni á
ári.
—BH
Bjargaði góð tíð hreindýrunum?
„Það er langt frá þvi að felld-
ur hafi verið sá fjöldi hreindýra
sem leyfilegt var að fella á
þessu hausti,” sagði Egill
Gunnarsson hreindýraeftirlits-
maður á Egilsstöðum i Fljótsdal
i viðtali við Dagblaðið. „Það var
gefið leyfi til að fella rúmlega
1000 dýr, en þrátt fyrir góða tið
hafa veiðarnar gengið seint og
verið erfiðar.”
Nú er það úr sögunni að sunn-
anmenn eða aðrir fari til hrein-
dýraveiða þvi leyfi eru aðeins
veitt einum i hverjum hreppi
eða tveimur i þeim fjölmenn-
ustu. Það er að visu ekki útilok-
að að rnenn taki kunningja sina
með sér til veiða, en heita má að
búið sé að útiloka alla aðkomu-
menn. Hrepparnir sem veiðirétt
eiga, eru um 20, svo það eru
innan við 30 menn sem leyfi fá
til hreindýraveiða.
Veiðin hófst um mánaðamótin
júli/ágúst og lauk 15. sept.
Hreindýrastofninn var sterkur
og óvenjustór i sumar og
heimilað var að veiða fleiri dýr
en oftast áður, eða yfir 1000.
Vegna góðrar tiðar voru dýrin
fjarri byggðum og veiðarnar
e.t.v. af þeim sökum torsóttari
en oft áður er illa haustar. Ná-
kvæm tala um felld dýr liggur
ekki fyrir, þvi hver hreppur til-
kynnir sjálfstætt til mennta-
málaráðuneytisins, en Egill
kvað það ljóst að mikið vantaði
á að heimilaður fjöldi dýra hefði
verið felldur.
A.St.
JÁKVÆÐAR HUÐAR VERÐBÓLGUNNAR:
HEFUR DREGIÐ STOR-
LEGA ÚR FYLLIRÍI
Verulega hefur dregið úr
fyllirii i Reykjavik nú i sumar
og haust, að sögn lögreglunnar.
Liklegast er þetta ánægjuleg-
asta afleiðing verðbólgunnar
til þessa.
Skýring á minnkandi
drykkjuskap er ekki til önnur en
sú, að menn haldi fastar um
pyngjuna nú en áður. Sagt er, að
menn hafi almennt minna fé
handa milli nú en oftast áður, og
þar við bætist, að einhvern tima
hlýtur að takast að gera áfengi
svo dýrt að menn hafi engin efni
á að kaupa það.
Lögreglan heldur skýrslu um
þau .ölvunartilfelli, sem hún
þarf að hafa afskipti af i hverj-
um mánuði, og að sögn hennar
munaði helmingi, sem þau til-
felli voru færri i júli i sumar
heldur en i fyrra, en þá var á-
standið nokkuð svipað og verið
hafði um hrfð.
Starfsmenn áfengisbúðanna
telja, að dregið hafi úr sölu á-
fengis siðan siðasta hækkun var
gerð, en þó ekki siður að breyt-
ing hefur orðið á þvi hvað menn
kaupa.Munmeira mun nú keypt
af léttum vinum en áður og
sömuleiðis af ódýrustu tegund-
um af sterku vini. Verðmunur á
brennivini af ódýrustu sort og til
dæmis góðu viskii er nærn ‘vö
þúsund krónur á flösku.
Ragnar Jónsson, skrifstofu-
stjóri hjá ATVR, sagði Dagblað-
inu, að hann væri ekki frá þvi að
þetta væri rétt. Hins vegar gerir
Afengisverzlunin ekki skýrslur
um sölu hinna ýmsu tegunda
nema einu sinni á ári, þannig að
tölur um þetta liggja ekki fyrir.
Hann taldi, að sala léttvins hefði
aukizt, en minnkandi kaup á
dýru sterkvini en vaxandi á ó-
dýru væri fyrirbrigði, sem alltaf
hefði komið fram eftir hverja á-
fengishækkun. Þó færi þetta
hverju sinni nokkuð eftir at-
vinnuástandi og tekjum fólks-
ins.