Dagblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 7
Dagblaöiö. Föstudagur 19. september 1975.
7
Hin furðulega saga fíótta
og byltingar Patty Hearst
Erlendar
fréttir
Reuters. Um föður sinn talaði hún
ekki öðruvisi en sem „svinið
Hearst”.
Hún hvatti föður sinn til að
dreifa matvælum til fátækra.
Hann lét undan kröfum hennar en
eftir að hann hafði látið dreifa
matvælum fyrir 2 millj. dollara i
óeirðasömum aðgerðum, sendi
Patty frá sér enn eina yfirlýsing-
una. Hún kallaði matargjafirnar
„nokkra brauðmola” og krafðist
þess, að hann gæfi mat fyrir and-
virði 4.000.000 dollara i viðbót.
Tveimur vikum eftir að hún
hvarf „undir jörðina” sýndu ljós-
myndir, teknar með sjálfvirkum
myndavélum i banka i San Fran-
cisco, hana ásamt öðrum SLA-fé-
lögum við bankarán. Patty var
vopnuð vélbyssu og stóð vörð i
bankanum á meðan ránið var
framið.
Siðan missti bandariska al-
rikislögreglan, FBI, sjónar af
SLA um stundarsakir.
En það var fyrir atbeina Patty
Hearst, að lögreglan komst á
sporið aftur. Um leið sló i brýnu
milli lögreglu og „hermanna”
SLA. Flestir félaga hennar létu
lifið i hörðum skotbardaga við
lögreglu i fátækrahverfi Los
Angeles 17. mai i fyrra.
William og Emily Harris, fyrr-
um kennarar i Indiana-fylki,
sem urðu félagar hennar á flótt-
anum i meira en ár, gerðu tilraun
til að ræna sportvöruverzlun i Los
dregin hálfnakin og hrópandi i
skelfingu út úr íbúðinni i Berke-
ley, þar sem hún bjó ásamt Ste-
ven. Aður en langt um leiö var
hún orðin frægasti byltingarsinni
Bandarikjanna. Sem slik fann
hún til mun meiri spennu heldur
en hún hafði gert sem auðugur
háskólastúdent.
í fyrstu voru hljóðritaöar orð-
sendingar hennar, sem ræningjar
hennar, Symbónesiski frelsisher-
inn (SLA), komu i hendur föður
hennar, blaðaútgefandans
Randolphs Hearst, talaðar lágri,
skelfdri röddu.
„Mamma og pabbi, það er allt i
lagi með mig,” byrjaði fyrsta
orðsendingin, nærri hvisluð. „Ég
er hvorki svelt né lamin og það §r
ekki veriö að hræða mig að ó-
þörfu. Það er bundið fyrir augun
á mér, svo að ég sé engan.”
En hægar og jafnar breytingar
á lifsviðhorfum þessarar tuttugu
og eins árs gömlu stúlku fóru ekk-
ert milli mála þegar á leið og hún
varð ákveðnari (svo ekki sé
meira sagt) i hljóðrituðum orð-
sendingum sinum.
Nokkrum vikum siðar sagði
hún i einni slikri orðsendingu, að
faðir sinn væri „lygari” og sagði
siðan: „Ef þú hefur svona mikinn
áhuga á fólki, hvers vegna reyn-
irðu þá ekki að segja fátækum og
kúguðum ibúum þessa lands,
hvað þetta þjóðfélag er að gera,
varaðu svarta og fátæka við þvi,
að það er um það bil verið að
drepa þá, allt til siðasta manns,
konu og barns.”
Þriðja april, tveimur mánuðum
eftir að henni var rænt, sendi hún
frá sér yfirlýsingu, sem virkaði
eins og sprengja: hún ætlaði að
vera um kyrrt með Symbónesiska
frelsishernum, hafði tekið upp
byltingarnafnið „Tania” og ætl-
aði að berjast með SLA, sem i
rauninni var og hefur aldrei verið
annað en örsmá byltingarklika,
stofnsett af róttækum háskóla-
stúdentum og fyrrum sakamönn-
um, að sögn Reuters.
Foreldrar hennar ávörpuðu
hana isjónvarpsviðtali, sem tekið
var upp á tröppum hallar þeirra
suður af San Francisco. I viðtal-
inu sögðu þau hana hafa verið
heilaþvegna og kúgaða til fylgis
við SLA.
En það leið ekki á löngu þangað
til augljóst varð, að Patty Hearst,
Angeles — greinilega i þeim til-
gangi að afla hlýs fatnaðar.
Þegar tekið var eftir þeim,
flýðu þau út. Patty beið fyrir utan
og um leið og þau óku á brott lét
hún kúlnahriðina dynja á glugg-
um verzlunarinnar.
Nú vissi lögreglan, aö SLA-fé-
lagar voru i Los Angeles. Patty
barg þó lifi sinu ásamt Harris-
hjónunum á undraverðan hátt. 1
stað þess að snúa aftur til höfuð-
stöðva „hersins” flýði hún Los
Angeles.
Áttunda júni i fyrra heyrðist
siðast frá henni. Þá sendi hún
hljóðritaða orðsendingu til út-
varpsstöðvar i Los Angeles, þar
sem hún sagðist ætla að halda á-
fram að berjast með SLA. Hún á-
sakaði lögregluna fyrir „moröin á
félögum minum”.
Hún sagðist hafa séð hörmung-
arnar við höfuðstöðvar SLA i
sjónvarpi og hún hafði séð eldhaf-
ið, sem tók lif ástmanns hennar,
Willie Wolfe. Hann hafði nú komið
i stað Stevens Weed.
„Ég dó i eldinum á 54. stræti en
ég fæddist aftur út úr öskunni,”
sagði hún. „Ég veit hvað mér ber
að gera... ég afsalaði mér forrétt-
indum stéttar minnar þegar Cin
(leiðtogi SLA, Donald DeFreeze)
gaf mér nafnið Tania.”
Loksins hafði FBI sannfærzt
um að Patty Hearst var með i
hópnum af fúsum og frjálsum
vilja. Hún var ákærð fyrir 19
glæpi, þar á meðal vopnað rán, ó-
löglegan vopnaburð og — svo
kaldhæðnislegt sem það nú er —
mannrán. Hún og. Harris-hjónin
höfðu neytt tvo bilstjóra til að aka
með sig frá misheppnuðu ráni
sportvöruverzlunarinnar i Los
Angeles.
I meira en ár leitaði FBI dauða-
leit að Patty Hearst. Fjöldi á-
bendinga barst, margar falskar,
aðrar áttu við rök að styðjast. 1
fyrrasumar hafði lögreglan
öruggar heimildir fyrir þvi, að
hún dveldist á afskekktum bónda-
bæ skammt frá Harrisburg i
Pennsylvaniu, en þegar lögreglan
kom á staðinn var „Tania” á bak
og burt.
Leitin var ekki bundin við
Bandarikin ein, þvi einnig þóttist
fólk hafa séð Patty i Kanada og
Mið-Ameriku.
En leitin endaði þar sem hún
hófst fyrir 19 mánuðum: á götum
San Francisco-borgar.
Á Þorláksmessu 1973 fór Patty
Hearst i búðir ásamt móður sinni
Catherine. Hún gerði innkaup i
sambandi við ibúðina, sem hún
ætlaði að flytja i ásamt verðandi
eiginmanni sinum, Steven Weed.
En árið 1974 varð ekki eins og
hún gerði sér i hugarlund i þess-
ari verzlunarferð.
Nokkrum vikum siðar var hún
Patty Hearst og Steven Weed, fyrrum unnusti hennar. Myndin var
tekin við opinberun trúlofunar þeirra, skömmu áður en Patty var
rænt.
sem áður fyrr hafði þótt mjög
sjálfstæð, viljasterk og hægri-
sinnuð, hafði tekið algjörum
breytingum og aðlagaði sig skjót-
lega að lifsháttum byltingarklik-
unnar.
Hljóðritaðar orðsendingar
hennar voru farnar að vera „of-
beldishneigöar”, að sögn
19 MÁNAÐA LEIT AÐ „TANIU" LOKIÐ
Atburðarásin i máli Patriciu
Hearst allt frá þvi að henni var
rænt hefur verið mjög ævintýra-
leg og yfirleitt spennandi. Hér á
eftirfer listi yfir helztu atburði i
þessu óvenjulega mannsráns-
máli:
4. febrúar 1974: Patty Hearst
er rænt úr ibúð hennar i Berkely
i Kaliforniu. Ræningjarnir voru
tveir blökkumenn og hvit kona.
Unnusti Pattyt Steven Weed,
var laminn niður. Patty var
dregin á brott hálfnakin og
hrópandi á hjálp.
7. febrúar: Byltingarsamtök,
s'em kalla sig Symbónesiska
frelsisherinn (SLA) lýsa sig
ábyrg á mannráninu i hljóð-
ritaðri yfirlýsingu til útvarps-
stöðvar i Berkeley.
12. febrúar: Onnur hljóðritun,
með rödd Patty, sem segir sig
vera „striðsfanga”, berst til
foreldra hennar. Hún fer þess á
leit við föður sinn, að hann láti
af hendi rakna jafnvirði 70
dollara i mat til hvers einstaks
þurfandi Kaliforniubúa.
19. febrúar: Randolph Hearst,
faðir Patty (sonur Williams
Randolphs Hearst, blaða-
kóngsins mikla), tilkynnir, að
hann muni gefa tvær milljónir
dollara af eigin fé og fyrirtækis
sins, til kaupa á mat handa bág-
stöddum.
22. febrúar: Matardreifingin
hefst og áður en yfir lýkur hefur
vegna dreifingarinnar komið til
töluverðra óeiröa i San
Francisco og nágrenni.
3. april: Patty Hearst til-
kynnir i hljóðritaðri orð-
sendingu, að hún hafi ákveðið að
vera um kyrrt með ráns-
mönnum sinum og berjast með
SLA. Hún kallar föður sinn
„lygara” og „svin”.
15. april: Sjálfvirkar mynda-
vélar i banka i San Francisco
taka myndir af Patty, vopnaðri
vélbyssu, þar sem hún tekur
þátt i 10.000 dollara ráni ásamt
öðrum félögum SLA.
16. mai: Patty og tveir félagar
hennar, William og Emily
Harris, flýja Los Angeles eftir
misheppnaða þjófnaðartilraun i
sportvöruverzlun i borginni.
17. mai: Lögreglan
umkringir hús i Los Angeles og
sex félagar SLA láta lifið i skot-
bardaga — eða eldi, sem kom
upp i húsinu i bardaganum.
20. mái: Patty og Harris-
hjónin eru ákærð fyrir nærri 20
brot, þar á meðal vopnuð rán,
mannrán og ólöglegan vopna-
burð.
8. júnLPatty og Harris-hjónin
koma með hljóðritaða yfir-
lýsingu til útvarpsstöðvar i Los
Angeles. Þar segist Patty ætla
að dvelja um kyrrt og berjast
með eftirlifandi félögum SLA.
Siðan hefur ekki til hennar
heyrzt, fyrr en nú.
Sumarið 1974— 18. sept. 1975:
Leitinni er haldið áfram og
berst um öll Bandarikin og
Kanada.L'ögreglan (FBI) fær
fjölda ábendinga um verustaði
Patty en hún sleppur alltaf.
„Tania” stendur vörð um bankarán Symbónesfska frelsishersins I Los
Angeles ifyrra. Þessi mynd sannaöi lögreglunni, aö Patty Iiearst heföi
gengiö I liö meö SLA.