Dagblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 18
18 Hér sést hluti af flugvélasko&endahópnum. William Anderson er lengst til hægri á myndinni. DB-mynd: Björgvin Pálsson. Koma til að skoða gamlar flugvélar: HÉR ER HREIN- ASTA GULLNÁMA Þeir segja, sem til þekkja, að þaðsé margt skrýtið i kýrhausn- um. Og það er óvenjulegt tóm- stundagamanið þessa fólks, sem sést hér á myndinni. — Það flakk- ar um og skoðar og myndar gamlar flugvélar. Fararstjóri þessa hóps er brezkur flug- og blaðamaður, William Anderson að nafni. Hann hefurkomið nokkrum sinnUm áð- ur tillandsinsmeð svona hópa, og segir að hér sé hreinasta gull- náma, hvað varðar gamlar og sögulegar flugvélar. Hópurinn hefur gert víðreist um landið undanfarna daga, og m.a. heimsótt Akureyri, Grimsey Gunnarsholt og fleiri staði.Fólkið fer utan á morgun, laugardag. —ÁT— MINKUR FER MINNKANDI I BORGAR- LANDINU Fór tvisvor á sjó fyrir 2 árum — en hefur ekki sézf síðan! Fyrir tveimur órum kom maður nokkur til Hafnarfjarðar með ágætan plastbát, með vél og öllu saman. Maðurinn fór tvisvar á sjó á bátnum — og hef- ur maður ekki sézt siðan þar syðra. Báturinn er i svonefndum Ós- eyrarkrók i Hafnarfjarðarhöfn og er nii fyrir, þvi þar á að fylla upp. Rannsóknarlögreglan i Hafn- arfirði veit engin deili á mann- inum og biður hann að hafa samband við sig hið fyrsta. Bát- urinn er nú á þurru landi og vafalaust, að sögn lögreglunn- ar, er búið að stela einhverju Ur honum. Hálfgert minkaæði virðist hafa gripið um sig hér i borginni. Kveður svo rammt að þessu, að einmana fresskettir mega ekki fá sér gönguferð niður að Tjöm, án þess að allar linur lögreglunnar verði rauðglóandi. Að sögn Gisla Kristinssonar, sem m.a. elur og fitar minka- hunda, fer minkum á höfuðborg- arsvæðinu fækkandi. Helzt er þá áö finna á Reykjanesskaganum, þar sem ákaflega erfitt er að ná þeim og drepa. Væri það ekki athugandi fyrir sportveiðimenn og stórkalla að koma dálitlum klassa á allt þetta minkadráp? Þeir gætu iklæðzt rauðum jökkum og hvitum buxum að hætti enskra refaveið- ara. Að sjálfsögðu myndu þeir hossast á hvitum eða gráum hest- um yfir túnbletti og grindverk, með mikið stóð minkahunda á undan sér. Þá væri fyrst kominn einhver sportblær á minkadrápið. Það er bara barbarismi að leyfa lögreglunni að vaða i grenin og svæla minkana út með bensini og einhverjum álika óhugnanlegum aðferðum —AT— Nceringarskortur: Alvarlegt í velferðinni ÞYKIR MNGLINGUNUM „EKKI FINT" AÐ BORÐA? „Það er alvarlegur hlutur i allri velferðinni, að til skuli vera bók- staflegur næringarskortur barna”, sagði Bergljót Lindal, forstöðukona Heilsuverndar- stöðvar Reykjavikur í viðtali við DAGBLAÐIÐ. „Ennþá alvarlegra er þetta þó með unglingana,” sagði Bergljót. „Það er lika miklu erfiðara við- fangs. Unglingar taka sfður leið- beiningu, sérstaklega, ef hún gengur gegn tizkunni. Það er ekki fint að borða, að mati margra þeirra.” „Þetta er i fyrsta skipti, sem allsherjarleiðbeiningar eru gefn- ar út frá okkur,” sagði Bergljót, „en i fyrra var það þó lika gert með þeim hætti, að hver skóli um sig annaðist kynningu þeirra.” „Við vonum, að þessu verði vel tekið. Foreldrar og forráðamenn skólabarna verða að skilja, að hér er á ferðinni fullkomið alvöru- mál,” sagði Bergljót Lindal. Meðal þess, sem fram kemur i ábendingum til foreldra og for- ráðamanna barna, er m.a. eftir- farandi: Matarleysi frá kl. 8 að kvöldi til kl. 12 á hádegi næsta dag getur valdið þvi, að börn verði sljó og þróttlaus. Þetta ástand getur auðveldlega skapazt við 16 klukkustunda föstu. í erindi, sem Heilsuverndarstöð Reykjavikur hefur sent með skólabörnum á hvert einasta heimili i borginni, eru mjög þarf- ar og áriðandi ábendingar til for- eldra og forráðamanna skóla- barna varðandi fæði og nesti. Nesti á ekki að vera: Gos- drykkir, safi, (djús, sykursafi með bragðefni og lit, blandaður vatni, enda bætiefnasnauður). Vinarbrauð, snúðar eða annað sætt brauð. Sælgæti og tyggi- gúmmi. Nesti á að vera: Mjólk eða hreinn ávaxtasafi. Brauð, gróft brauð með góðu áleggi, t.d. osti grænmeti, eggjum, kjöt- eða fisk- meti (ekkihvitt brauð). Ávextir, gulrætur. — BS— Enn klippt á þýzkan Þýzki togarinn Gluckstadt var gær suð-austur af landinu þrjár milur fyrir innan fiskveiðitak- mörkin. Kom varðskip honum að óvörum og klippti á togvira hans kl. 14.19. Þetta mun vera það sið- asta sem gerzt hefur i landhelgis- málunum frá þvi að klippt var á hjá togaranum Hans Böckler frá Bremerhaven um siðustu helgi. —BH Dagblaðið. Föstudagur 19. september 1975. 60 ára f dag: Jóhann Hafstein, fyrrum ráð- herra, Háuhlíð 16, Reykjavlk. Jó- hann verður að heiman á afmæl- isdaginn. óðal: Diskótek. Opið til kl. 1. Sesar: Diskótek. Goði Sveinsson velur lögin. Opið til kl. 1. Klúbburinn: Nafnið og Hljóm- sveit Guðmundar Sigurjónsson- ar.. Opið kl. 8—1. Tónabær: Paradis. Opið kl. 9—1. Tjarnarbúð: Pelican og diskótek. Opið kl. 9—1. Röðull: Stuðlatrió. Opið frá kl. 8—1. Hótel Borg: Kvartett Arna Isleifs. Guðrún Á Simonar skemmtir. Opið til kl. 1. Hótel Saga, Atthagasalur: Lúdó og Stefán. Opið til kl. 1. Siifurtunglið: Nýjung. Opið frá kl . 9—1. Glæsibær: Ásar leika til kl. 1. Skiphóll: Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar. Opið frá kl. 8—1. Ingólfscafé: Gömlu dansarnir. Þórscafé: Opið frá kl. 9—1. Sigtún: Pónik og Einar. Opið til kl. 1. Leikhús kjallar inn: Skuggar. Opið til kl. 1 Sveitaböll: Arnes: Rétt a rdansleik ur. Hljómsv. Þorsteins Guðmunds- sonar. Stapi: Eik og Dögg. Sýningar Mokka. Gunnar Geir sýnir til 27. september. Norræna húsið: Danski listamað- urinn Jens Urup Jensen sýnir oliumálverk og frumdrætti að glermyndum og myndvefnaði I sýningarsölum Norræna hússins 10.—30. september næstkomandi. Sýningin verður opin daglega kl. 13—19. Galleri Súm: Kristján Guð- mundsson sýnir.Opið kl. 16-22 dag- iega.Stendur til 28.sept. Kjarvalsstaðir. Sýning á verkum Jðhannesar S. Kjarvals er opin alla daga nema mánudaga kl. 16—22. Handritasýning i Arnagarði er opin þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 14—16 til 20. sept- ember. Sýnir í Eden ólöf Kristjánsdóttir frá Isafirði sýnir i Eden i Hveragerði frá og með næsta föstudagskvöldi. Myndirnar eru 50 talsins og til sölu. Þetta er önnur sýning Ólafar en I fyrra sýndi hún i Austurstræti 14. Veðrið Árleg merkjasala Kvenrétt- indafélags Islands til styrktar Menningar- og minningarsjóði kvenna verður á morgun, laugar- daginn 20. september. Tilgangur sjóðsins er að vinna að ýmsum menningarmálum kvenna og hef- ur hann veitt náms- og ferða- styrki allt frá árinu 1946. Merkin verða afgreidd i flestum barna- skólum og á Hallveigarstöðum frá kl. 10 i fyrramálið. Lionsmenn I Kópavogi selja kaffi i sumardvalarheimilinu i Lækjarbotnum á sunnudaginn til ágóða fyrir minningarsjóð Brynjólfs Dagssonar, en sjóður- inn styrkir börn til sumardvalar. Réttað verður i Lögbergsrétt á sunnudaginn og er það orðin hefð að Lionsmenn selji kaffi i Lækjar- botnum þann dag. Sunnudagur 21. september Fella- og Hólasókn: Messa I Fellaskóla kl. 2 siðdegis. Séra Hreinn Hjartarson. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Haustfermingarbörn eru sér- staklega beðin um að mæta. Séra Ólafur Skúlason. Ytri-Njarðvikursókn: Sunnu- dagaskóli i Stapa kl. 11 árdegis. Séra ólafur Oddur Jónsson. Keflavikurkirkja: Guðsþjónusta kl. 2 siðdegis. Séra ólafur Oddur Jónsson. Innri-Njarðvikursókn: Guðsþjón- usta kl. 5 siðdegis. Sunnudaga- skóli I safnaðarheimilinu á sama tima. Séra ólafur Oddur Jónsson. Laugarneskirkja: Messa kl. 11 árdegis. Séra Garðar Svavars- son. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Séra Frank M. Halldórs- son. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Séra Arni Pálsson. Haustfermingarbörn I Laugar- nessókn eru beðin að koma i Laugarneskirkju (austurdyr) þriðjudaginn 23. sept. kl. 6 siðdeg- is. Séra Garðar Svavarsson. FÖSTUDAGUR 19/9 kl.20. l.Haustlitaferð i Þórsmörk. 2. Landmannalaugar — Jökulgil (ef fært verður). Farmiðar seldir á skrifstofunni Feröafélag tslands, öldugötu 3, simar: 19533—11798 ÚTIVISTARFERÐIR Föstudagur 19. sept. kl. 20: Snæ- fellsnes. Gist verður á Lýsuhóli (upphitað hús og sundlaugLFarið verður að Arnarstapa, Dritvik, Svörtuloftum og viðar. Farar- stjóri Þorleifur Guðmundsson. Ctivist Lækjargötu 6, simi 14606. Otivistarferðir: Laugardaginn 20. sept. ki. 13: Sprungusvæðin á Reykjanes- skaga. Leiðsögumaður Jón Jóns- son jarðfræðingur. Verð 700 kr. Sunnudaginn 21. sept. kl. 13: Fjöruganga i Hvalfirði. Leiðsögu- maður Friðrik Sigurbjörnsson. Verð 700 kr. Brottfararstaður BSÍ. (að vestanverðu). Fritt fyrir böm i fylgd með fullorðnum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.