Dagblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 6
6 Dagblaðiö. Föstudagur 19. september 1975. Hœttir Franco 72. október? systir hans er þeirrar skoðunar Dona Pilar Franco, systir Francos þjóðarleiðtoga Spánar, sagði í gær, að farið gæti svo, að bróðir hennar afsaiaði sér völdum i hendur Júan Carlos 12. október. „Ekkert er öruggt i stjórnmálum en mér virðist mögulegt, að 12. október verði mikilvægur dagur,” sagði hún i viðtali við spænska vikublaðið Blanco y Negro. Systir einræöisherrans bætti viö: „Hvað sem því líöur, þá er ekki langt til þess dags, er prinsinn verður þjóöhöföingi, og ég er sannfærö um aö bróðir minn lætur af völdum á meðan hann lifir." 12. október er haldinn hátíölegur á Spáni sem dagurinn, er Kristófer Kólumbus kom til Ameriku. Generalissimo Fran- cisco Franco, sem nú er 82 ára, kom af staö miklum umræöum og getgátum í dagblööum víöa um heim í síðasta mánuði, þegar hann átti langa fundi með eftirmanni sínum, Júan Carlos. Prinsinn geröi hlé á sumarleyfi sinu til að hitta Franco. Ta Ismaður stjórnarinnar neitaði á þeim tíma, að viöræður þeirra hefðu snúizt um „meiriháttar stjórnmála- legar breytingar". Fyrrum sérfrœðingur CIA í Víetnam: „Lugum að blöðum, þingi og þjóð" -um styrk Þjóðfrelsisfylkingarmnar Bandariska leyniþjónustan gaf af ásettu ráði upp falskar tölur um fjölda og styrk hersveita Þjóðfrelsisfylkingarinnar i S-Vietnam skömmu fyrir Tet-sóknina 1968. Tilgangurinn var að blekkja bandariska fjölmiðla, þingið og almenn- ing, að sögn fyrrum sérfræðings CIA. Við yfirheyrslur rannsóknarnefndar fulltrúa- deildar þingsins sagði maðurinn, Samuel Adams: „Þrátt fyrir að takmark okkar hafi verið að blekkja bandarisku blöðin, almenning og þingið, þá tókst okkur i leyniþjónustunni bezt að blekkja okkur sjálfa.” Adams var sérfræðingur CIA i að áætla styrk og fjölda liðsmanna ÞFF. Sagði hann við yfirheyrsl- urnar, að það, sem mest hefði komið á óvart i sókninni miklu, hefði verið ,,að verulegu leyti að kenna spillingunni i starfi leyniþjónustunnar”. Tet-sóknin skipti sköpum fyrir hlutverk Banda- rikjanna i striðinu i Vietnam. Adams hætti hjá leyniþjónustunni 1973 eftir tiu ára starf. Hann sagði rannsóknarnefndinni, að siðari hluta árs ’66 hefði hann rekizt á skjöl i aðalstöðv- um CIA I Vietnam, þar sem sagði, að fjöldi her- manna kommúnista i S-VIetnam væri 600 þúsund menn, en ekki 300 þúsund, eins og yfirleitt var tal- að um. I júli 1967 var farið að „draga úr” fjölda hermannanna til að viðhalda almenningsálitinu, sem þá var enn tiltölulega fylgjandi aðgerðum USA I Vietnam. Adams sagði Creighton Abrams, yfirmann her- afla Bandarikjanna i Vietnam, hafa stutt þessar falsanir I verki. 40% fangelsaðra Indverja hafa verið látnir lausir — segir innanríkisráðherrann Innanrikisráðherra Indlands, Kasu Brahmananda Reddy, sagði i gærkvöldi, að 40% allra þeirra, sem handteknir hafa verið siðan neyðarástandi var lýst yfir i land- inu 26. júni, hefði nú verið sleppt. Ráðherrann nefndi ekki hversu margir hefðu verið handteknir á þeim tima — álitið er að þeir skipti þúsundum — né heldur hve margir hefðu veriö látnir lausir. Hann sagði þó, að yfirvöld myndu ihuga vel ástæðurnar fyrir á- framhaldandi fangelsun hvers og eins. K.B. Reddy tók þó skýrt fram, að sögn Reuters, að enginn skyldi láta sér detta i hug, að neyðará- standinu hefði verið aflétt. Ráð- herrann gaf þessar yfirlýsingar i sjónvarpsviðtali. Rikið stjórnar útvarpi og sjónvarpi I Indlandi. índira Gandhi er búin aO láta lausa u'm 40% allra þeirra, sem handteknir voru eftir að lýst var yfir neyð- arástandi í landi hennar I júnf. En það kemur ekki f veg fyrir, aö enn er töluverð andstaða viö stefnu hennar. Möguleikar á áframhaldandi verðstöðvun? Æösti embættismaður OPEC (samtaka olíuút- f lutningsríkja) lét í gær aö því liggja, að mögulega yrði áframhaldandi verð- stöðvun á olíu eftir mán- aðamótin. . Níu mán- aða verðstöðvun er áætlað að Ijúka 1. október. Olíumálaráðherrar frá hinum 13 ríkjum samtak- anna koma saman til f und- ar i Vínarborg eftir tæpa viku og ræða hækkun á olíuverði, sem gilda á til áramóta. Aðalritari OPEC, M.O. Feyide, sagði í kvöldverð- arboði erlendra frétta- manna í Vínarborg, að ráð- herrarnir myndu taka á- kvörðun um hversu mikla hækkun yrði um að ræða — ef um slíkt væri að ræða á annað borð. Hann þvertók fyrir að olíuverð lækkaði. OPEC-löndin framleiða um 85% af ólíuþörf heims. RÓDISÍA: TILLAGA UM AÐSKILIN RÍKI KYNÞÁTTANNA Tillaga um hvorrt skipa beri Ródesiu I sambandsriki hvitra og svartra fylkja verður rædd á þingi Ródesiufylkingarinnar, stjómarflokksins i landinu, sem hefst i næstu viku. Heimildir um þetta er að finna i dagskrá þingsins, sem opinberuð var i gærkvöldi. Ætlað er að til- lagan, sem enn er ekki formleg, verði notuð til grundvallar um- ræðum um stjórnarskrárlega lausn á ágreiningi hvítra og svartra i landinu. Ekki er tillagan kynnt nánar né heldur hugmyndin á bak við hana. Búizt er við, að blökku- menn neiti henni án frekari um- ræðna. Blökkumenn f landinu eru tuttugu sinnum fleiri en hvítir menn en algjörlega valda- og á- hrifalausir á stjórn landsins. Hér er safaríkur biti: Jackie skemmtir sér — með Frank Sinafra 1 Frú Jacqueline Kennedy Onassis dansaði i New York Ifram a rauða morgun við nýjan fylgisvein sinn, Frank Sinatra, sagði i skeyti frá Reuter i gær- kvöldi. f New York Post skrifaði dálkahöfundurinn Earl Wilson: „Þegar ég sá þau brosa i vort til annars við kvöldverðavborðið gat ég ekki varizt þvi að hugsa með mér, að þau væru glæsileg- asta par i manna minnum.” Lögreglan neyddist til að bægja forvitnum áhorfendum þegar Jackie og Frankie skoð- uðu næturlif New York borgar i fyrrakvöld. Jackie hefur ekki sézt i nætur- klúbbum i nokkra mánuði. Fyrr um kvöldið sótti hún hljómleika Sinatra, Ellu Fitzgerald og hljómsveitar Count Basie. Fréttamenn spurðu einn fylgimanna Sinatra hvort söngvarinn og Jackie myndu hittast aftur. Svaraði maðurinn heldur stuttlega að sögn: „Hann er stór strákur og gerir það sem honum sýnist.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.