Dagblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 3
Dagblaðið. Föstudagur 19. september 1975. TOGARARNIR TAKA UPP SVARTOLIUBRENNSLU: Spara 12-18 milljóiiir á ári Fimm af okkar nýj- ustu togurum, sem allir eru smiðaðir i Póllandi, geta sparað sér 1—1 1/2 millj. kr. á mánuði hver með því að hætta brennslu gasollu en hverfa yfir til notkun- ar á svartollu I staöinn. Undir- búningur að þeim breytingum, sem gera þarf á togurunum fyrir svartollubrennsluna, er nú á lokastigi. Sameiginlegur sparnaður útgerðar togaranna og þjóðarbúsins yrði þvl sem næst 60—90 millj. króna á hverju ári. Þessir pólsk-byggðu togarar eru Baldur, Guðsteinn, Ver, Hrönn og Engey. Undirbúning- urinn hefur miðazt við breyting- ar, sem gera þarf I Baldri, og verða þær framkvæmdar svo fljótt sem unnt er. Tögararnir eru hins vegar allir nákvæm- lega eins og eftirleikurinn I hin- um þvl auðveldur. Togararnir eru allir með Sulzer-vélar og breytingarnar, sem gera þarf — og fólgnar eru I uppsetningu hitakerfis fyrir svartoliuna, skilvindu og á oliuslum — eru gerðar I fullu samráði við véla- framleiðendurna. Kostnaður við breytinguna er áætlaður innan við 3 millj. kr. á hvern togar- anna og er þvl fljótur að borga sig. Sparnaðurinn af notkun svartollu felst I verðmun hennar og gasollu. Raunverð svartollu er um 13 kr. lltrinn en gasoliu kr. 20.20. Mismunurinn, 7 kr.,er það sem sparast við breyting- una. Olla til fiskiskipa er „niðurgreidd” úr oliusj. þann- ig að hver lltri svartoliu kostar um 1 kr. en gasolia 5,80 kr. litrinn. Oliunotkun hvers hinna pólsk-byggöu togara mun vera 2,3 millj. 1 á ári. Sparist 7 kr. á lltra við notkun svartollu er dæmið auðvelt, sparnaðurinn nemur rúml. 16 millj. á ári á hvert skip. Japönsku skuttogurunum tlu hefur þannig verið breytt og eru allir aðilar ánægöir með breyt- inguna, sem sparar hverju skipi minnst 8 millj. kr. á ári. Sjávarútvegsráðuneytið skip- aði á slnum tlma svonefnda svartoliunefnd, sem gerir at- huganir, annast eftirlit og að- stoðar við sllkar breytingar sem að ofan getur. Hana skipa Gunnar Bjarnason frv. skóla- stjóri, ólafur Eiríksson tækni- fræðingur og Valdimar K. Jóns- son prófessor. —Á.St. „Aldamótakarfi" af Grœnlandsmiðum ,,Þó að allur rekstur Bæjarút- gerðar Reykjavíkur sé allþung- ur I skauti sem stendur þá er öll vinnsla I fullum gangi og nýting stöðva BOR fullkomin. Þrlr tog- aranna hafa stundað Græn- landsmið og aflað mjög sæmi- lega en einn þeirra er á heima- miðum,” sagði Einar Sveinsson forstjóri BOR I viötali við Dag- blaðið. Bjarni Benediktsson kom I fyrradag með 335 tonn af karfa af Grænlandsmiðum. Var þetta V. feiknastór karfi, svokallaður „aldamótakarfi”, en slikan fisk hafa skipin verið að fá við Grænland I sumar. Snorri Sturluson er við veiðar við Grænland en Ingólfur er I vélahreinsun I Reykjavlk. Fjórða skip BOR er siðutogar- inn Þormóður goði og er hann á heimamiðum. Skipin hafa geng- ið eðlilega að undanförnu og engar sérstakar frátafir orðið fráveiðum. —A.St. Snúður með sykri og kanel, - og innbakaðri kónguló Ármannsfellsmálið: SKIPULAGSSTJÓRI VILDI KOMAST í SAMBAND Hann er krassandi þessi brauðsniiður, sem ung og myndarleg dama kom með til okkar hér á Dagblaðinu. Snúðurinn er ekki bara með sykri og kanel, heldur „kryddaður” með heilli kónguló, innbakaðri. Snúðurinn var keyptur i Breiðholti. Framleiðandi er Brauð h.f.1 Kópavogi. ____________—DB mynd BP Jón Þórarinsson lyfjafrœðingur Albert hafði ekki milligöngu „Armannsfell h.f. hefur I blaðaskrifum verið dregið inn i eitthvert pólitiskt aurkast, sem kemur þvi ekkert við. Mér finnst þetta nokkuð langt seilzt, þótt menn vilji koma höggi á Albert Guðmundsson,” sagði Armann örn Armannsson, framkvæmdastjóri byggingafé- lagsins Armannsfells h.f. i við- tali við DAGBLAÐIÐ. Armann kvað ekkert óeðlilegt við lóðarúthlutun þá, sem skrif þessi hafa orðið um. Hann sagði, að stuðningur við bygg- ingu Sjálfstæðishussins löngu áður hefði ekki verið með nein- um skilyrðum og aldrei um það rætt. ,,Ég skammast min ekkert fyrir stuðning við Sjálfstæðis- flokkinn, siður en svo. Ég hefi Að gefnu tilefni vil ég undirritaður taka skýrt fram, að ég hef sagt upp samningi minum við Visi um birtingu „Bogga blaða- manns” og samið við Dagblaðið um að birta þann teikniþátt framvegis. Þær teikningar minar, sem birzt hafa í Visi að und- anförnu, eru endurprentanir með nýjum textum, algerlega birt- ar i óþökk minni. aldrei sett þann stuðning I sam- band við öflun eða afsal al- mennra réttinda,” sagði Ar- mann. t sambandi við umrædda lóð- arúthlutun sagði Ármann það ekki óeðlilegt, að byggingar- fyrirtækið hefði fengið augastað á lóðinni, sem þá var óskipu- lögð. Vifill Magnússon arkitekt var fenginn til að gera frumdrög að skipulagi hennar. „Við leituðum til Alberts Guðmundssonar, eins og fjöldi annarra borgara, sem hann hef- ur leiðbeint, og sýndum honum hugmyndina. Þetta var 6. júni 1975. Honum leiztvel á hana og sýndi hana skipulagsstjóra, Aðalsteini Richter. Skipulags- stjóri vildi þá komast i samband við arkitektinn. Þeir hittust sið- an fyrst 9. júni 1975. Saman út- færðu þeir siðan hugmyndir Vif- ils Magnússonar. Um það hafði Albert Guðmundsson enga milligöngu. Þegar siðan sótt var um lóð- ina til borgarstjórnar sam- þykktu allir borgarfulltrúar sjálfstæðismanna að veita Ar- mannsfelli hana, fyrstog fremst vegna frumkvæðis um skipulag- ið og að fengnum venjulegum umsögnum. Aður en þetta gerðist var ibú- um i nágrenni lóðarinnar kynnt- ur skipulagsuppdrátturinn. Varð ekki annað séð en að al- menn ánægja væri með hann, og þóttu góð skipti að fá þetta skipulag i stað vatnsaga og ann- arra óþæginda, sem þetta ó- skipulagða svæði hafði valdið,” sagði Armann örn Ármannsson að lokum. —BS — í Iðunni látinn Jón Þórarinsson lyfjafræðingur varð bráðkvaddur i gær, aöeins 55 ára að aldri. Blóðtappi var dánar- orsök. Jón átti og rak Lyfjabúðina 16- unni i Reykjavik. —BS— Sigurjón í Freyju látinn Sigurjón Guömundsson, fyrrum framkvæmdastjóri Tlmans, and- aðist I gær, 72 ára að aldri. Sigurjón var fyrsti erindreki Framsóknarflokksins og siöar framkvæmdastjóri Timans. Um langt skeið var hann gjaldkeri Framsóknarflokksins og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir hann. Sigurjón var annar aðaleigandi sælgætisgerðarinnar Freyju og skrifstofustjóri hennar um langt árabil. —BS— LÖGREGLAN Á NESKAUPSTAÐ KÆRÐ FYRIR LÍKAMSMEKNNGAR Mikiö hitamál er nú komið upp á Neskaupstað. Um helgina var þar stolið Broncojeppa. Sá er það gerði bauð kunningja sinum á rúntinn. Endaði ökuferð sú á ljósastaur og skemmdist jeppinn talsvert. Fóru þá piltar heim til sin og sofnuðu. Skömmu seinna kom lögreglan til piltsins, sem var boðið i biltúr- inn og færði á stöðina. Eftir það ber heimildum ekki saman. Haft er eftir piltinum, Sigur- birni Sigurbjörnssyni, að lög- reglan hafi slegið hann fjórum sinnum I andlitið, þannig að hann fékk blóðnasir. Siðan var honum varpað i fangaklefa og sleginn þar tvisvar. Eftir þessa meöferð var farið með hann á sjúkrahús. Þess má geta, að drengurinn vildi ekkertsegja um þetta mál fyrr en hann hefði talaö við lögfræöing. í samtali viö Dagblaðiö sagöi Böðvar Bragason, bæjarfógeti á Neskaupstað: „Kæra er komin fram og rann- sókn i málinu fer fram eftir helgi. Lögregluþjónninn, sem liggur undiráburði þessum, hefur unnið hér i tiu ár og aldrei hefur hent hann neitt misjafnt I starfi. Nú er beðið eftir áverkavottorði, þang- aö til er ekkert hægt að gera.” Eftir helgina sendir dómsmála- ráðuneytið mann austur til að rannsaka málið. 1 samtali við fréttamann DAGBLAÐSINS sagði Sigurjón Jónsson lögreglu- þjónn: „Þessi áburöurá sér enga stoð I raunveruleikanum.” Kona Sigurjóns sagði, að börn þeirra hefðu sætt aðkasti vegna þessa máls. Ber að harma það, slikt er algjörlega óverjandi. —h.h.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.