Dagblaðið - 24.09.1975, Blaðsíða 2
2
Dagblaöið. Miövikudagur 24. september 1975.
Spurning
dagsins
Hefurðu reynt að hætta að
reykja?
Emil Bóasson háskólanemi: Hef
aldrei reynt að byrja svo að
möguleikinn til að hætta er ekki
fyrir hendi.
Ólafur Skaftason húsvörður: Ég
hef aldrei reykt og það er ekki
hægt að hætta þvi sem maður
ekki byrjar á.
Birna Guðjónsdóttir skrifstofu-
stúlka: Jú, ég hætti i fyrra i eitt
ár, en svo er ég byrjuð aftur og
hef núna reykt i fjóra mánuði.
Bósa Sighvatsdóttir nemi: Já, ég
er hætt, ég hafði reykt i eitthvað
tvö til þrjú ár og byrja ábyggilega
ekki aftur.
Kristinn Arnason beykir: Já, já,
ég reykti i yfir 30 ár en svo hætti
ég þvi hérna fimmtiu og tvö og
hef ekki reykt neitt siðan.
Sigriður Jónsdóttir skrif
stofumær: Ég hef aldrei reykt og
þvi er erfitt eða ómögulegt fyrir
mig að hætta.
Raddir
lesenda
Lœvísi í
frétta-
flutningi
útvarps-
ins
Útvarpshlustándi hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
,,1 morgunfréttum Rikis-
útvarpsins þann 23.9. voru
tvivegis lesnar kosninga-
fréttir frá Finnlandi á mjög
villa'ndi hátt. Sagt var að
einn flokkur hefði fengið sex
þingsæti, annar fimm og
kommúnistar, þar sem þeir
hefðu forustu, fjögur sæti.
Virðist i fljótu bragði gefið til
kynna að kommúnistar hafi
forustu i kosningunum.
Þegar fréttastofa útvarps-
ins var að þvi spurð, hvað
það þýddi ,,þar semþeir hafa
forustu”, var svarið eitthvað
á þá leið að margir minni
flokkar styddu kommúnista
og með þeim stuðningi hefðu
þeir hlotið fjögur þingsæti.
Var þvi ekki nær að segja i
fréttinni að kommúnistar og
flokkar þeir, sem voru i
kosningabandalagi við þá,
hefðu unnið fjögur sæti? Nei,
tilgangur þessa fréttaflutn-
ings er augljós: að læða þvi
inn hjá hlustendum að ann-
aðhvort hefðu kommúnistar
einir hlotið fjögur sæti eða að
þeir hefðu forustu i þing-
kosningunum i Finnlandi.
Já, þeir eru fjári liprir i
fréttaflutningnum hjá Rikis-
útvarpinu”.
Hlustandi.
Einkaafnot opinberra eigna
Siðameistari skrifar:
,,Það hefur vakið furðu mina
hve litið eftirlit virðist vera með
einkaafnotum starfsmann hins
opinbera á eignum þess.
Eitt af þvi, sem ég hef tekið
eftir, er að fyrir nokkru fékk ut-
anrikisráðuneytið stóran ame-
riskan bil til afnota. Þá var að
sjálfsögðu ráðinn bílstjóri á bil-
inn.
Nú spyr ég: Er nokkur hemja
að bilstjóri þessi, sem býr um 20
km frá Reykjavik, skuli fá bif-
reið þessa lánaða heim til sin á
kvöldin og um helgar?
Einnig finnst mér rétt að
benda á að fyrst hið opinbera á-
litur það nauðsynlegt að utan-
rikisráðuneytið hafi sérbifreið
fyrir starfsmenn og gesti, hvort
ekki sé þá rétt að aga þennan
bilstjóra. Hann gæti að minnsta
kosti verið i jakkafötum og með
bindi en ekki i sjóarapeysu,
sleppum kaskeitinu.”
HALLUR
HALLSSON
HULDUMENN AFBROTALÖGGJAFARINNAR
Þórður Einarsson skrifar:
,,Það vekur ugg hvað Alþingi
og rikisstjóm eru dómgreindar-
laus gagnvart þeirri löggjöf sem
þing setur. Það er fyrirgefan-
legt að fyrir komi mistök hjá
löggjafarvaldinu en það er lág-
markskrafa að það komi auga á
þá lögfræðilegu galla sem eru
andstæðir almenningsálitinu og
hagsmunum þjóðarinnar. Þvi
miður hefur það ekki gerzt og
þjóðin situr uppi með meingall-
aða löggjöf ár eftir ár.
Þvi til stuðnings er af mörgu
að taka en ég ætla aðeins að
benda á hegningarlöggjöfina.
Daglega lesum við I blöðunum
um innbrot i verzlanir, skrif-
stofur, ibúðir; líkamsárásir.
o.s.frv. Þessar sögur eru sifellt
að endurtaka sig. Lögreglan er
spurðum þessi mál en löggjöfin
varnar henni máls. Dagblöðum
er bannað að birta nöfn afbrota-
manna. Þannig hylmir löggjaf-
inn yfir með glæpamönnum.
Þessir afbrotamenn verða fyr-
irmynd óþroskaðra unglinga
sem byrja i smáu og ganga inn á
þessa braut. Þeir sjá hvað þetta
er auðvelt. Nafn þeirra er
hvergi birt þó upp komist.
Hvers vegna eru þessir menn
nafnlausir, eins konar huldu-
menn löggjafarvaldsins? Til-
gangurinn er vist sá að sámtiðin
kasti ekki steini að þeim og þeir
eigi auðveldara með að koma
undir sig fótunum. En þvi' miður
halda þessir menn flestir áfram
á afbrotabrautinni. Þjóðin á
heimtingu á að nöfn þessara
manna séu birt og einnig mynd.
Það mun vera siður i flestum
löndum, nema hér, þar sem
kunningsskapurinn ræður.
Ég er viss um að minna verð-
ur um afbrotef þessir menn vita
að mynd þeirra verði birt i blöð-
unum. Ég vil þvi' skora á hátt-
virt Alþingi að það taki þessi
mál til gagngerrar endurskoð-
unar.
Á ársafmœlinu
Þú læknar meinin lands vors, Geir.
Við litum með stolti á ferilinn þinn.
Við sáum svo snemma þitt leiftrandi ljós
sem að lýsti i Heimdallinn inn.
Sem forsætis verður þú frægur um lönd
og fenginn að leiðbeina þeim
sem brjóta sin skip við blágrýtta strönd,
þú brakinu skilar svo heim.
Hafðu á Gunna gát, gerðu Albert mát.
Þú lætur ei Armannsfell skyggja á þinn skjöld.
Þeir skála við Birgi i kvöld.
V.H.
—
ÓFREMDARÁSTAND
í KVENSJÚKDÓMA-
LÆKNINGUM
Kona af Nesinu hafði samband
við DAGBLAÐIÐ:
„Mig langar til að vekja
athygli á þvi ófremdarástandi
sem er i málefnum kvensjúk-
dómalækninga hér á landi. Ég
þekki tværkonursem hafa verið
á biðlista frá þvi i júnl I sumar.
Þær blða eftir móðurlifsaðgerð
en er tjáð að ekkert pláss sé á
deildinni. Það er hörmung til
þess að vita hve þær þjást
mikið. Þær liggja heima hjá sér
og hafa mikla verki. Þær eru
látnar taka pillur til að stöðva
blóðmissi, en hafa samt misst
mikið blóð og mátt. önnur
þessara kvenna þarf aö hugsa
um kornabam. Sér hver heilvita
maður hvllikt ófremdarástand
þetta er.”
Dagblaðið sneri sér til
Gunnlaugs Snædals, yfirlæknis
kvensjúkdómadeildarinnar.
,,Það er rétt, mikið ófremdar-
ástand hefur rikt i þessum
málum. En við sjáum fram á
bjartari tima á næstu mán-
uðum. Um mánaðamótin
október-nóvember verður tek-
inn i notkun nýr skurðstofu- og
fæðingagangur i nýju bygg-
ingunni. Við höfum þjónað öllu
landinu og sér hver að áiagið -
hefur verið allt of mikið á deild-
inni miðað við þau fáu rúm sem
við höfum haft. Nú eru á milli
200 og 300 konur á biðlista hjá
okkur.
Þegar þetta nýja húsnæði
verður tekið i notkun verða um
30-35 rúm á kvensjúkdóma-
deildinni og um 40 á sængur-
kvennadeildinni. — Sem sagt,
þegar við flytjum i nýja
húsnæðið fer að rofa til og þá
kemur i ljós hve miklu álagi við
önnum.”
Fæöingadeild Landsspitalans.