Dagblaðið - 24.09.1975, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 24.09.1975, Blaðsíða 11
Dagblaðið. Miðvikudagur 24. september 1975. Blaðafréttir að undan- förnu herma að tvö körfuboltalið hyggist fá til liðs við sig bandaríska leikmenn í vetur. Að vísu virðist það hálfgert feimnismál að hér séu at- vinnumenn á ferð, og menn vilja ekki aimenni- lega viðurkenna það, a.m.k. ekki opinberlega, að þarna fari leikmenn sem beinlínis fái greitt fyrir leik sinn með ís- lenzkum körfuboltalið- um. En hvers vegna að vera með tæpitungu um menn sem kosta á aðra milljón króna yfir keppnistímabilið? Þeir eru atvinnumenn, því enda þótt stór skerfur af milljóninni fari í kostnað, sem fordæmi eru fyrir cð islenzk lið leggi í vegna leikmanna sinna, svo sem ferðakostnað, þjálfun og annað, fer nægilega mik- ið í beinar launagreiðslur og umboðslaun til er- lendrar umboðsskrif- stofu til að nafnbótin sé við hæfi. mm Guðmundur Þorsteinsson á skrifstofu sinni i Sjóvá i morgun. — Hann var i mörg ár meðal beztu körfuknattleiks- manna islands og landsliðs- maður. Meðal hæstu manna islenzkra. Var landsliðsþjálfari islenzka körfuknattleiksliðsins i nokkur ár og hefur biálfað félagslið — nú Val. — Ljósmynd PB-Bjarnlcifur. BJARGAR ATVINNU- MDINSKAN KÖRFUNNI? 1 knattspyrnuleikur, ársvelta K.K.i. Það fór því aldrei svo, að at- vinnumennskan héldi ekki inn- reið sina i islenzkar iþróttir. Kannski hafa menn orðið hissa á þvi að einmitt körfuboltamenn skyldu fyrstir riða á vaðið en ekki t.d. handboltinn eða knatt- spyrnan. Þessar greinar hafa þó ólikt meiru úr að spila en hin si- blanka karfa. Fáar iþrótta- greinar i landinu munu hafa verið jafn múlbundnar af fiár- skorti og karfan enda þótt afrek hafi beinlinis verið unnin und- anfarið við öflun verkefna fyrir bæði unglingalandslið og karla- landslið. Nýleg dæmi sýna fjár- hagslegan aðstöðumun iþrótta- greinanna mjög ljóslega. Það þótti gott hjá K.K.l. að ná rúm- lega þriggja milljóna króna árs- veltu siðastliðið ár, enda hafði þá veltan fimmfaldazt frá árinu á undan. Þegar Valur lék við Celtic á Laugardalsvellinum um daginn sat eftir meiri nettó- hagnaður af þessum eina leik en öll ársvelta KKÍ var. Svipuð verður útkoman ef borið er saman við handboltann enda þótt honum sé þrengri stakkur skorinn en knattspyrnunni. Þjálfara eða stjörnur? Það hefði þvi mátt ætla að handboltinn og knattspyrnan yrðu á undan út i kaup atvinnu- manna, en þessar greinar virð- ast hafa talið ráðlegra að fjár- festa á annan hátt. Flest 1. deildarliðin i knattspyrnunni hafa ráðið til sin erlenda þjálf- ara og einn þeirra þjálfar jafn- framt landsliðið með árangri sem óþarft er að lýsa. Hand- boltamenn verja miklu fé til að launa þjálfara sina vel, enda getur islenzkur handbolti borið höfuðið hátt á alþjóðavettvangi. Handboltinn og knattspyrnan hafa sem sagt valið aðra leið, þá að leggja höfuðáherzluna á þjálfunina. Þvi er von að menn spyrji hvort körfunni hefði ekki verið meiri akkur i þvi að ráð til sin erlenda ,,súper”þjálfara með nægilega reynslu og þekk- ingu til að hefja iþróttina til vegs og virðingar en að ráða einstaka ,,súper”leikmenn (á islenzkan mælikvarða) fyrir morð f jár, þar sem aðeins virð- ist tjaldað til einnar nætur. Þeir sem svona spyrja eiga vissulega ^eftir að fá sannfær- andi svör við spurningum sinum en svarið er ekki eins augljóst og virðast kann i fljótu bragði. Stór hluti vanda körfuknatt- leiksiþróttarinnar liggur i dæm- inu, sem tekið var hér að fram- an, þar sem einn knattspyrnu- leikur skilar meiri hagnaði nettó en sem svarar allri árs- veltu KKl. Sem sagt, málið snýst um áhorfendur — eða öllu heldur þegar karfan á i hlut, skort á þeim. Fjöldi áhorfenda gerir gæfumuninn. Karfan er, að undanskildu blaki, vinsælasta iþróttagrein i heiminum. Ekki á hún þó upp á pallborðið hjá islenzkum áhorf- endum, sem eru sennilega færri nú en á gamla Hálogalandi fyrir 10 árum eða svo. Astæður þess eru sjálfsagt margar og mis- munandi, en veigamikið atriði er það i þessu sambandi að is- lenzka karfan er núil og nixáal-- þjóðavettvangi og tapar fyrir góðum liðum — atvinnumönn- um að visu — með 50 stiga mun. Þó er það ekki alltaf svo þvi i vetur sigraði landsliðið Vestur- Þjóðverja, en það tók bara eng- inn eftir þvi. Áhorfendur vilja sigur sins liðs, og löng tap-keðja drepur allan áhuga á iþróttinni. Skortur á áhorfendum veldur fjárskorti, sem siðan hefur i för með sér erfiðleika að afla verk- efna, og afleiðingin er getuleysi. Forsvarsmenn atvinnumanna- ævintýrisins hafa bent á þá staðreynd að hvarvetna þar sem atvinnumennskan hefur haldið innreið sina með banda- riskum stórsnillingum hefur á- horfendafjöldi margfaldazt. Það má þvi leiða likur að þvi að bjartari dagar séu framundan i islenzku körfunni, þvi verði þessir atvinnumenn til þess, eins og menn vona, að aðsókn að körfubolta eykst, þá rennur áð- ur óþekkt fjármagn til körfunn- ar. Það getur siðan orðið til að standa undir auknum umsvif- um, reynslan eykst og þar með getan, og fyrr en varir er aðsókn að körfunni búin að ná aðsókn að handbolta, eins og átt hefur sér stað t.d. i Sviþjóð. Milljónaævintýri En hvað kostar svo ævintýr- ið? Það er misjafnt eftir „klassa” viðkomandi leik- manns, en ef gert er ráð fyrir 1. flokks vöru gæti dæmið litið þannig út: Nú þarf þetta ekki að vera raunhæft dæmi um þá leik- menn, sem Ármann og KR fá, en ljóst er að nokkur hundruð þúsunda aukakostnaður vegna eins leikmanns virðist, þegar á fjárhagsstöðu körfunnar i heild er litið, vera óðs manns æði. Það er þó ekki nokkur minnsti vafi á þvi að bæði Ármanni og KR ■ mun takast að kljúfa þetta fjár- hagslega, þvi bæði félögin munu reiðubúin að leggja á sig ó- mælda vinnu til að ná endum saman. Þá munu bæði félögin hafa náð góðum samningum um auglýsingar á búninga sina, sennilega beinlinis út á þátttök- una i atvinnumennskunni. Ef að likum lætur verður það góð fjár- Umboðslaun til umb. skrifst. i Houston Flugfar Houston-Rvik-Houston Laun $700 á mán. 1.10.’75-30.4.’76 Húsnæði i 7 mánuði (áætlað) Ýmislegt (áætlað) Þar af laun fyrir þjálfun $500á 162/90 $796á 162/90 $4.900á 162/90 festing fyrir viðsemjendur þeirra, þvi þessi tvö lið verða örugglega i sviðsljósinu i vetur, bæði i blöðum og sjónvarpi (ef Ómar fylgir þá ekki fordæmi kollega sins við útvarpið og gleymir öllu öðru en handbolt- anum eins ög fyrri daginn). 1. deildin tviskipt? Hvaða áhrif hefur tilkoma þessara atvinnumanna á keppni 1. deildar liðanna innbyrðis? Virðist það ekki nokkuð öfug- snúið, að islenzkir .körfuknatt- leiksmenn berjist við banda- riska atvinnumenn um islands- meistaratitilinn? Ef þessir menn reynast auranna virði lendir Islandsmeistaratitillinn annaðhvort hjá Ármanni eða KR i vetur, og ef það má bein- linis rekja til framlags atvinnu- mannanna, erþá ekki öll áhuga- mennska i islenzkum körfubolta orðin tómt pip og kjaftæði? Allavega virðist þá kominn timi til að færa áhugamannareglur ÍSl i nútimalegri búning. Það liggur auðvitað ekki á borðinu enn, en þó má ætla að atvinnumennirnir skapi ,,klassa”mun i 1. deildinni i vet- ur. í 1. og 2. sæti verði „proffa”- liðin, Ármann og KR., en i 3. til 8. sæti komi svo áhugamennirn- ir sem nokurs konar 1. deild b. Það má auðvitað segja sem svo að liðin i 1. d. b geti látið krók koma á móti bragði og keypt til sin atvinnumenn lika. En það eru 8 lið i 1. deild, svo að miðað við framangreindan kostnað við einn mann á lið mundi það kosta körfuna yfir 6 milljónir króna aukalega á vetri. Það dæmi gengur bara ekki upp þvi miður — fjarri þvi. Og þegar öll 1. deildar liðin hafa fengið einn at- vinnumann hvert, þá er næsta skrefið að fá tvo ef einhver vill skara fram úr, og siðan koll af kolli. Það endaði með ósköpum, og kannski mætti þá fara að kalla lslandsmótið U.S. Open? Nú, en það hlakka allir til að sjá þessa snillinga og ekki siður að sjá hvað þeir geta. Það verð- ur lika skemmtilegt viðfangs- efni fyrir þjálfara áhuga- mannaliðanna að spreyta sig á að finna aðferðir til að stöðva þá. Það er þvi allt útlit fyrir að karfan verði afspyrnuskemmti- leg i vetur, jafnt fyrir leikmenn, þjálfara og ekki sizt áhorfendur. Nú, og svo gætu iþróttadómstól- ar ef tii vill fengið nóg að gera vegna kærumála út af meintum brotum á áhugamannareglum ISt. Guðmundur Þorsteinsson. Hvernig koma islenzku körfu- knattleiksmennirnir til með að standa sig i keppni með at- vinnumönnum. Kr 81.500 129.700 798.200 70.000 15.000 Kr. Kr Kr. Kr Kr. 1.094.400 Kr. 250.000 Kr. 844.400 Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.