Dagblaðið - 24.09.1975, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 24.09.1975, Blaðsíða 12
Dagblaðið. Miðvikudagur 24. september 1975. Iþróttir Iþróttir 12 (§ íþróttir Iþróttir Erum ánœgðir með aðsóknina Ilafsteinn Guðmundsson, formaöur IBK: — Við getum verið mjög ánægðir með að- sóknina — áhorfendur voru 4026 og við slepp- um þvi frá þessari heimsókn Dundee Utd. sæmilega fjárhagslega. Bæjarstjórn Kefla- víkur gaf eftir vallarleiguna og það þýðir aö við hefðum orðið að fá nokkuðá sjötta þúsund áhorfendur á Laugardalsvöllinn tii að hafa sömu tekjur. t fyrrasumar, þegar við keppt- um við Hibernian á Lau'gardalsvellinum voru áhorfendur 3500. Mér fannst skozku leikmennirnir fljótir og leiknir — meiri kraftur i þeim en Celtic-leik- mönnunum á dögunum. Það er þvi erfiður leikur framundan hjá okkur i Dundee um mánaðamótin. Klaufamörk gerðu út um leikinn Guðni Kjartansson: „Það var slæmt að við skyldum lenda á móti vindi i fyrri hálfleik — þeir gripu okkur kalda strax, með þvi að skora þegar i upphafi. Við urðum að verjast — spila aftar. Þetta hafði sálræn áhrif, Skot- amir voru fyrir vikið rólegri. Það er alltaf leiðinlegt að fá á sig jafn ódýr mörk og raun bar vitni. Það er alltaf góð barátta i liðinu, sérstaklega barðist Hilmar vel, einnig var Gísli sterkur I siðari hálfleik. Dundee United er léttspilandi liö en þeir eru ekkert sérstakir. Beztir fannst mér Hegarty nr. 9 og Payne nr. 8. Þessi Narey var heppinn að skora þessi tvö mörk. Mér lizt vel á leikinn úti, þeir skora áreiðanlega ekki fleiri mörk þar en hér.” Aðspurður hvort hann ætlaði að vera meö næsta sumar sagði Guðni. „Það fer eftir löppunum, ef þær verða i lagi og ég kemst I lið, þá verð ég með.” — h.h. Vantaði yf irvegun - alla baróttu Gisli Torfason: „Við spiluðum langt undir getu. Það vantaði alla yfirvegun — alla baráttu. Við tókum alls ekki á móti þessum köllum — þeir vora ekki tæklaðir nóg. Þetta var sæmilegt lið — ekkert meir. Ég mundi segja að þeir væra svipaðir og Celtic. Þcir eiga enga klassamenn. Þessi Hegarty var góður — mjög góður skallamaður. Ég er ekkert smeykur við þá úti — a.m.k. fáum við ekki á okkur klaufamörk svipuð þessum mörkum i gær.” — h.h. Vörnin var léleg — aldrei þessu vant Þorsteinn ólafsson: „Þetta var leiðinleg- asti Evrópuleikur sem ég hef leikið. Það small ekkert saman hjá okkur- hreinlega var ekki okkar dagur. Vörnin var léleg — aldrci þessu vant. Um mörkin er fátt að segja, það var illa dekkað upp og þvi fór sem fór. Það var kalt þarna i markinu og um leið rólegt. — Rólegasti Evrópuleikur sem ég hef leikið.” _ h.h. Höfðum ekki erindi sem erfiði Ástráður Gunnarsson: „Skotarnir voru eins og ég bjóst við — ekkert sérstakir. Mér lannst Hibernian betri þegar við lékum við þá. Það er svekkjandi að fá á sig tvö klaufa- mörk. Fyrir bragðið komuinst við aldrei I gang. Við börðumst allir en cinhvern veginn höfðum við ekki erindi sem erfiöi. Þessi Gray var grár, mér fannst ekkert varið i hann. Hegarty var þeirra skcmmti- legastur. — h.h. Skozki unglingalandsliösmaöurinn David Narey, sem skoraöi bæöi mörkin i leiknum i Keflavik i gærkvöldi, fellir Grétar Magni beinlinis sezt á hann. Ljósmynd DB-Bjarnleifur. Litla Vesturbœjarliði komið í annað sœti Queens Park Kangers skauzt upp að hliðinni á Manch. Utd. og West Ham, þegar liðið vann Leicester á Loftus Road I gær- kvöldi. t mjög skemmtilegum leik tryggði Mick Leach QPR bæði stigin. Hann skoraði á 57. min. Aumingja Leicester hefur ekki unnið leik á keppnistimabilinu. Gert sex jafntefli og tapað þrent- ur. Mótlætið er greinilega farið að fara i taugarnar á þeim, Keith Weller fékk áminningu fyrir að mótmæla dómaranum. Þessi sig- ur kemur QPR í annaö sæti. Með lakara markahlutfall en Manch. Utd. Allt er nú i lukkunnar velstandi hjá Birmingham. 1 gær sigruðu beir Newcasde 3-2. Miðherjinn ungi, Peter Withe, skoraði tvö mörk á fyrstu 12 minútunum. Allt virðist hafa smollið saman eftir að Goodwin fór en hann hefur byggtuppliðiðfrá grunni. Já, það er oft skammt milli velgengni og ófara. Loksins, loksins sigraði Sheff- ield United. Liðinu var spáð mik- illi velgengni i vetur en einhvern veginn hefur allt gengið á aftur- fótunum hjá þvi. United hefur mörgum frábærum leikmönnum á að skipa, hafnaði i sjötta sæti i vor. Sigurinn var naumur i gær- kvöldi, Tony Field skoraði sigur- markið rétt fyrir leikslok gegn Burnley. Mikilsverður sigur fýrir Yorkshireliðið var i höfn. En litum á Urslitin: i 1. deild. Birmingham—Newcastle 3-2 Coventry—Middlesbro 0-1 Ipswich—Norwich 2-0 QPR—Leicester l-o Sheff. Utd.—Burnley 2-1 Wolves—Aston Villa 0-0 Allt loft virðist nú Ur Coventry eftir góða byrjun. Tveir ósigrar i röð og það á heimavelli boða ekki gott. í Suffolk var ,,derby”-leikur milli Ipswich og Norwich. Ekki skoraði MacDougall fyrir i Nor- wich i þeim leik — Ipswich sigraði örugglega með mörkum Beattie og Hamilton. Ahorfendur 35 þUsund I 2. deild vekur velgengni Notts County athygli. Liðið hefur nú undanfarin ár staðið i skúgganum af nágrönnum sinum.Nottm. Forest. 1 gærkvöldi vann liðið góðan sigur gegn Hull á Utivelli og leiðir nU deildina — einu stigi á undan Sunderland. Já, Jimmy Sirrel hefur gert góða hluti hjá Nottingham liðinu, tók við þeim i 4. deild og nU er 1. deildin i aug- sýn. Nágrannarnir, liðið hans Brian Clough, Nottingham For- set, mega gera sér að standa i skugganum. Þ« um miðja deild — þrátt orð Clough. Full ódý mörk Árni Þorgrimsson, KRK: — Það voru full ót sem Skotarnir skoruð barátta i liði okkar var Dundee Utd. er létt og : legt lið og það verður okkur úti. Mér fannst liðið leika : legri knattspyrnu en Cel aðferðin betur útfærð, k hraði meiri — og úrsl svipuð og ég bjóst við. David Narey —lengst til hægri fagnar fyrra marki sinu, se hann skoraði strax á 3ju mi Þorsteinn Ólafsson horfir á ef knettinum i mark. Ljósmynd D Bjarnleifur. 2. deild Bristol Rov,—Bolton 2-2 Hull City—Notts County 0-2 Orient—York City 1-0 Portsmouth—Chelsea 1-1 Sunderland—Carlisle 3-2 m hindrun Ágætur árangur náðist i 3000 m hindrunarhlaupi á innanfélags- mdti IR i' gær. ÁgUSt Ásgeirsson sigraði á 9:35.8 min., en Jón Dið- riksson, Borgfirðingur, náði sin- um langbezta árangri — fékk sama tima og Ágúst. SigfUs Jóns- sonvarð 3ji á 9:51.4 min. en kepp- endur voru alls 10. Fjórða kast- mót IR verður kl. sex i kvöld á Melavellinum, kUla og kringla, en það fimmta á laugardag kl. tvö — þá kUla, kringlá og sleggja. Muller skorinn Gerd Muller, miðherji vestur- þýzku heimsmeistaranna, var skorinn upp i gær á spitala i Munchen yegna vöðvaslits i fæti. Meiðslin hlaut hann i Evrópu- leiknum við Esch, Luxemburg. Talið er ,að Muller verði frá knattspyrnu frain yfir áramót — að minnsta kosti. Það er þvi rétt, sem við sögðum hér i opnunni á dögunum, að sigur Bayern hefði verið stór — en dýr.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.