Dagblaðið - 24.09.1975, Blaðsíða 7
Dagblaðið. Miðvikudagur 24. september 1975.
7
/
ÓMAR
VALDIMARSSON
Erlendar
fréttir
Frú Moore
vildi láta
taka sig
úr umferð
Joseph Montoya, öldunga-
deildarþingmaður frá Nýju
Mexikó, skýrði frá þvf i
Washington f gærkvöldi, að frú
Moore, sem reyndi að myrða
Ford forseta i fyrradag, hefði
farið þess á leit við lögreglu
San Francisco að hafa sig i
gæzlu daginn fyrir morðið.
Astæðan var sú, að hUn var
hrædd um að vilja „reyna
kerfið”.
öryggisþjónusta forsetans
hefur staðfest frásögn þing-
mannsins.
Samkvæmt fréttum, sem
borizt hafa frá San Francisco i
gærkvöldi, nótt og morgun,
virðist allt benda til þess, að
frU Moore sé alvarlega van-
heil á geðsmunum. HUn verð-
ur látin gangast undir geð-
rannsókn. Verði hUn fundin
geðveik verður hUn, að sögn
lögfræðinga, höfð til meðferð-
ar á endurhæfingarstofnun i 6-
12 mánuði en siðan lögð inn á
sjUkrahUs til langdvalar.
Portúgalskir kommar
Hvetja til verkfalls
250.000 verkamanna
Kommúnistar i
Portúgal hafa hvatt
verkamenn i stáliðnaði
landsins, alls 250 þús-
und manns, til að
leggja niður vinnu i
dag. Er verkfalls-
áskorun þessi fyrsta
ögrunin, sem hin nýja
rikisstjórn á við að
glima á sviði iðnaðar.
Sósialistaflokkurinn
undir forystu dr. Mario
Soares hefur hvatt
verkamenn til að láta
áskorun kommúnista
sem vind um eyrun
þjóta. Dr. Soares sagði
i gærkvöldi, að gjald-
eyrissjóðir landsins
væru nú tómir og
ganga þyrfti á gull-
forða landsins.
Nýja stjórnin undir
forystu Azevedos kom
saman til fundar i.
fyrsta skipti i gær og
samþykkti sér til
handa reglur um að
hún mætti nema úr
gildi allar þær
ákvarðanir fyrri
stjórnar Goncalvesar.
Undanskildar eru þó
ákvarðanir, sem Costa
Gomes forseti hefur
staðfest.
Goncalves og stjórn
hans notfærðu sér
stjórnmálaöngþveitið i
landinu og settu ýmsar
reglur og ákvæði, sem
talin eru ganga full-
langt.
Portúgalskir verkamenn á útifundi kommúnista i Lissabon fyrir
skömmu. Ástandið i landinu virðist litt fara batnandi þrátt fyrir
myndun nýrrar rikisstjórnar.
Saudi-Arabía veldur óvissu
um hœkkun olfuverðsins
— Ráðstefna oliuframleiðslu-
rikja, OPEC, hófst i Vinarborg i
morgun. Nær öruggt var talið, að
ráðstefnan myndi taka ákvörðun
um hækkað oliuverð — en dliklega
verður sú hækkun meiri en 10%.
Búizt er við hörðum átökum á
þessum tveggja daga fundi.
Stærsti oiiuframleiðandinn,
Saudi-Arabia, vill láta verð-
stöðvunina gilda áfram, eins og
undanfarna niu mánuði.
Oliumála ráðherra Saudi-
Arabiu, Sjeik Ahmed Zaki
Yamani, sagðistþvi aðeins fallast
á hækkun oliuverðs ef hin 12
OPEC-rikin létu sér nægja
smávægilega hækkun. „Tiu af
hundraði er algjört hámark — og
meira að segja það er of mikið,”
sagði Yamani fréttamönnum i
morgun.
Sérfræðingar telja, að einarð-
leg afstaða Saudi-Arabi'u geti
neytt ráðstefnuna til að fallast á
málamiðlunartillögu. Helzt er bú-
iztvið, að hækkunin verði á milli 5
og 10 af hundraði.
Yamani hefur tekið undir þá
skoðun Bandarikjastjórnar, að
mikil hækkun oliuverðs geti verið
stórskaðleg fyrir efnahagskerfi
Vesturlanda. Hann gæti beitt
neitunarvaldi si'nu ef önnur riki
OPEC héldu fast við að hækka um
meira en 10%. Hann gæti einnig
setið hjá við atkvæðagreiðslu,
eins og hann hefur gert áður.
Þannig myndi skapast sú staða,
að önnur oliuframleiðsluriki væru
undir miklum þrýstingi fyrir að
selja dýrari oliu en Saudi-Arabia.
Diplómatar i Vinarborg draga
mjög i efa, að herskárri riki
bandalagsins, eins og t.d. írak,
Libýa og Alsir, muni reyna að
beita þvingunum til að fá sitt
fram, þar eð það gæti orðið til að
Fást jarðneskar leifar
Nervdas fíuttar heim?
Herforingjastjórnin i Chile
mun innan skamms taka á-
kvörðun um hvort nóbelsskáldið
Pablo Neruda, sem lézt fyrir
tveimurárum, verður jarðsett-
ur að heimili sinu i Isla Negra,
að sögn þekkts rithöfundar i
Santiago i morgun.
Luis Sanchez Latorre, for-
maður chileanska rithöfunda-
sambandins, sagði fréttamanni
Reuters, að ekkja Nerudas,
Matilde Urrutia, hefði neitað að
láta fjarlægja jarðneskar leifar
manns sins úr núverandi gröf i
aðal kirkjugarði Santiago þang-
að til hún gæti látið grafa þær á
heimaslóðum.
Samkvæmt landslögum er
ekki hægt að grafa lik i heima-
grafreitum, en .herforingja-
stjórnin segist ihuga að breyta
heimili Nerudas i safn og þvi er
möguleiki á, að óskir ekkjunnar
verði uppfylltar.
Neruda, sem fékk .nóbels-
verðlaun 1971, dó 12 dögum -eftir
fall náins vinar sins, Allendes,
fyrrum forseta Chile.
skaða samstöðu samtakanna.
Flestir virðast sammála um, að
helzti styrkur OPEC liggi i sam-
stöðu.
Talsmenn oliuframleiðslurikja
telja sig geta réttlætt allt að 30-
50% hækkun oliuverðs vegna
mikillar verðbólgu i heiminum —
en Yamani hefur bent á, að engin
hækkun verði samþykkt „án
Saudi-Arabiu”.
M o h a m m a r Ghaddafi,
þjóðarleiðtogi Libýu: Hættir hann
á að sprengja OPEC?
Pueblo-lœknirinn rann
sakar Patty Hearst
Sálfræðingur nokkur, dr.
Chalmers Johnson, sem hefur
sérhæft sig i athugunum á
heilaþvotti, hefur verið
fenginn til að rannsaka Patty
Hearst. Patty segist hafa ver-
iðbeitt andlegum og likamleg-
um þvingunum hjá „félögum”
sinum i Symbiónesiska frelsis-
hernum.
Dr. Johnson er hinn sami
sem rannsakaði skipverja
bandariska njósnaskipsins
Pueblo eftir að þeir höfðu ver-
ið i fangelsi i Norður-Kóreu
um tima 1968. Margir fang-
anna höfðu lesið i útvarpi
„játningar” sem þeir sögðust
siðar hafa verið neyddir til að
lesa.'