Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.09.1975, Qupperneq 24

Dagblaðið - 24.09.1975, Qupperneq 24
Ráðherra hefur ákveðíð: Bœtt úr misrétti gagnvart eigendum skyldusparnaðar Gunnar Thoroddsen félagsmálaráðherra hefur ákveðið, að bæta skuli hag eigenda sparimerkja, sem hafa borið skarðan hlut frá borði, svo að miklum fjárhæðum skiptir, við aðferðir Veðdeildar Landsbankans við útreikninga eins og Dagblaðið hefur skýrt frá. Hefur verið ákveð- ið, að verðtrygging verði að minnsta kosti svo mikil, að reiknað verði út f jórum sinnum á ári i stað eins. Má gera ráð fyrir, að eigendur skyldusparn- aðar fái greiddar bætur, þótt það hafi ekki verið fullákveðið. Ráðherra leitaði meðal ann- ars áiits Gauks Jörundssonar prófessors, og var niðurstaðan sú, að Veðdeildin hefði ekki haft réttar aðferðir. Málið er i hönd- um sérfræðinga ráðuneytisins og Seðlabanka, eins og Dag- blaðið skýrði frá i gær. Aðferðir Veðdeildar hafa ver- ið með þeim hætti, að menu hafa fengið miklu minna útborgað en verið hefði, ef féð hefði verið fullkomlega visitölutryggt. Maður, sem til dæmis lagði inn 10 þúsund krónur 7. marz 1969 og 5 september 1975 hefði átt að fá 55.014.60 krónur en fékk með þessum aðferðum aðeins 27.194.00krónur eða 49,4 prósent af þvi, sem hefði átt að vera, ef spariféð hefði verið fyllilega verðtryggt. Visitöluuppbót hefur aðeins verið reiknuð einu sinni á ári, miðað við 1. febrúar. Uppbótin hefur verið lögð i sérstakan reikning og hvorki vextir né visitala við hana lagt. Hún hefur miðazt við lægstu upphæð á hverju 12mánaða timabili frá 1. febrúar til 1. febrúr. Þessu á nú að breyta, svo að hagur eigenda skyldusparnaðar verði betur tryggður. —HH frjálst, óháð dagblað Miðvikudagur 24. september 1975. Vöknuðu víð mikinn reyk og HHa Ibúar i einni af ibúðunum að Reynimel 88 vöknuðu við heldur óþægilega staðreynd á 6. timan- um i morgun. Ibúðin var full af reyk og i henni mikill hiti, sófa- borðið brunnið svo og teppið á stofugólfinu að hluta. Fólkið kvaddi til slökkvilið kl. 5.29 og réðst siðan gegn eldinum og hafði að mestu ráðið niður- lögum hans er slökkviliðið kom. Auk borðsins og teppisins, sem eru ónýt urðu þarna miklar skemmdir af reyk. Eldsupptök eru ókunn, en getgátur eru uppi um, að gleymzt hafi logandi vindlingur i bakka á borðinu. —ASt Ekkert varð úr sprúttsölunni í gærkvöldi átti það sér stað hér i borg að leigubifreiðarstjóri hugðist selja farþega sinum áfengi. Þeir vöruðu sig ekki á þvi að i grenndinni voru óein- kennisklæddir lögregluþjónar og fylgdust með þvi sem fram fór. Varð nú heldur skjótur end- ir á viðskiptunum, þvi lögreglu- mennirnir handtóku bifreiðar- stjórann og fóru með hann á lög- reglustöðina til yfirheyrslu i nótt. Manninum var sleppt en mál hans verður siðan sent sakadómi og viðskiptavinurinn varð af áfengislögginni. —ASt. Brauðristin gleymdist Brauðrist sem gleymdist i sambandi að Smyriísv. 29 varð þess valdandi að slökkviliðið var til kvatt, þvi brauðristin orsakaði mikinn reyk.Kom kall- ið kl. 18.04 i gær. Ekki komtil mikilla aðgerða slökkviliðsins, en nokkurt tjón varð af reykn- um. —■ ASt Söguleg reynsluferð Það fór heldur illa fyrir ung- um pilti, sem i gærkvöldi fór reynsluferð á vélhjóli, sem hann hugðist kaupa. Hafði hann lokið reynsluferðinni og allt gengið vel, en er hann ætlaði að stiga af hjólinu, gleymdi hann að kúpla frá og tók hjólið mikinn kipp og skall á húsvegg. Drengurinn flaug með hjólinu 0g hafnaði á rúðu og hlaut langan en ekki djúpan skurð á höfuð. Drengur- inn var próflaus, hugðist ganga til prófsins, ef af kaupunum á hjólinu yrði. —ASt. Biluð Ijós ollu órekstri Biluð umferðarljós á mótum Miklubrautar og Réttarholts- vegar urðu e.t.v. orsök árekst- urs er þar varð rétt fyrir kl. 9 I gærkvöldi. Ford Cortina ætlaði suður yfir Miklubraut af Skeið- arvogi en Mazda-bil var ekið austur Miklubraut. Skullu framhorn bilanna saman og sið- an hliðar þeirra og snerist Cor- tinan alveg á götunni við höggin. Kona ók Cortinunni og skarst hún á enni án þess þó að skella á framrúðunni. Bifreiðastjóri Mazda-bilsins telur sig ekki hafa verið á meira en 50 km hraða. Þess má geta, að séu ljós biluð ræður aðalbraut umferð- arrétti, en þó getur ökuhraði skipt máli. Sjónarvottar voru að slysinu. —ASt. Fjórir drukknir á bílaleigubíl Fjórir félagar, innan- og utan- bæjarmenn, tóku sér bilaleigu- bifreið á leigu i gær og munu hafa verið imiklu „stuði”. öku- ferðinni lauk kl. rúmlega 6 I gærkvöldi, er lögregían batt enda á hana. Voru þá félagarnir fjórir allir orðnir allvel drukkn- ír. Við yfirheyrslur lá ekki ljóst fyrir hver hefði ekið hvenær og hvert. Tilnefndu félagarnir hver annan I þeim efnum. Fengu þeir félagar inni hjá lögreglunni og vonandi skýrast málin. —ASt. Glaðvœrð meðal róna Hinir svokölluðu rónar voru þeir einu sem röskuðu ró miðbæjarlögreglunnar i nótt. Mun eitthvað hafa hlaupið á snærið hjá þeim i gær og varð lögreglan að flytja nokkra þeirra til gistingar i fangaklef- um, þvi drukknir fá þeir ekki inni i gistiheimilinu i Þingholt- unum. — ASt. GAMLI SUMARBUSTAÐUR INN FÆR EKKI FRIÐ — sextón rúður í honum brotnar „Hér i húsinu voru sextán rúður brotnar að þessu sinni,en þetta er ekki i fyrsta skipti sem slikt kemur fyrir. Á siðastliðn- um tiu árum erum við sennilega búin að glerja fyrir um 100.000 krónur,” sagði Hermann Bridde bakari, er hann sýndi okkur á- standið á húsi ekkju Alexanders Bridde, sem stendur uppi við Breiðholtsbraut. I kringum húsið er fallegur skógarlundur, sem Alexander ræktaðiuppámörgumárum og ekkja hans hefur haldið við upp á siðkastið. En þessi staður hef- ur ekki fengið að vera i friði frekar en annað, sem stendur afskekkt. Búið er að forða öllu úr húsinu, sem hægt er að stela, og ráðast þvi spellvirkjarnir á rúður og slikt til að fá skemmd- arfýsninni fullnægt. Einnig er gróðurinn i stöðugri hættu á vorin vegna sinubruna. Enn einu sinni á að skipta um glerf gluggunum, og sagði Her- mann, að ef nágrannarnir myndu fylgjast með eigninni, þá vonaðist hann til að allt fengi að standa óskemmt til næsta vors. —AT— Sót- og skitaflekkirnir eru uppi um aiia veggi og horn farþc-gaskýlisins. (Ljósmynd PB-Björgvin). ÓGEÐSLEGT BIÐSKÝLI „Ég skil satt.að segja ekkert iþvi,að heilbrigðiseftirlitið skuli ekki sjá sóma sinn i þvi að loka biðskýlinu á Hlemmi, slikur er sóðaskapurinn þar,” sagði maður nokkur, sem leit inn á ritstjórn DAGBLAÐSINS og vildi vekja athygli á ástandinu þar. Og satt að segja verður blm. að lýsa sig hjartanlega sam- mála manninum eftir að hafa litið á ástandið. Veggir eru svartir af skit og útkrotaðir af alls konar vitleysu. Niður rúð- urnar leka gulleitir nikótin- taumar, og auk þess eru þær svo skitugar að á þær mætti skrifa heila blaðagrein. Það verður að teljast furðu- legt að ekkert skuli vera gert i þvi að spúla skítinn út úr skýl- inu. Þarna kemur fjöldi fólks á hverjum degi og viðurstyggðin blasir viðhverjum,sern vill sjá hana. —AT— BUSI A SJUKRAHUS EFTIR VIGSLUNA Við menntaskólana hefur lengi tiðkazt að þegar nýnemar koma i skólana, veiti eldri nem- endur þeim nokkuð óbliðar við- tökur. Þó getur þetta gengið fulllangt, t.d. þegar „busarnir” eru bleyttir og kalt er I veðri, og má þá búast við að einhverjir verði innkulsa. í einum menntaskólanum hér á Stór-Reykjavikursvæðinu varð einn businn fyrir hinni venjulegu meðferð sem þeir fá á haustin. Hann var eilitið veill fyrir, en alls ekki var harkaleg- ar farið með hann en aðra busa. Atti hann von á spitalaplássi en hafði ekki fengið enn. Tveim dögum eftir inntökuathöfnina versnaði honum svo sjúkdómur- inn að hann neyddist til að leggjast strax inn á spítala. Ekki er hægt að fullyrða hvort hann lagðist þar inn af völdum inntökuathafnarinnar en aftur á móti gætu stimpingarnar hafa átt sinn þátt i þvi. Busi þessi er nú útskrifaður af spitalanum og orðinn heill heilsu. Forráðamenn skóla og nem- enda mættu athuga að menn eru misjafnlega upplagðir i brölt það sem fylgir inntökunni og ætti þvi að reyna að draga sem mest úr valdbeitingunni sem verður oft vart hjá eldri nem- endum. —BH LAGDI HENDUR A NABYLISKONU SINA — og var auk þess kœrður fyrir óþrifnað Það slóst heldur betur upp á vinskapjnn milli tveggja leigj- enda I húsi einu I Reykjavik i gær.Maður, sem leigirherbergi Ihúsi þessu, ogkona, sem leigir ibúð i sama húsi, urðu ósátt. Lauk þvi ósætti með þvi að mað- urinn lagði hendur á konuna heldur óþyrmilega, og var hún flutt á slysadeild, þar sem meiðsli hennar, sem ekki voru þó alvarleg, voru könnuð. Lögreglan tók manninn i sina vörzlu og var hann enn hjá lög- reglunni i mórgun. Lögreglan kom I herbergi mannsins og þótti það heldur óskemmtileg aðkoma. Óþrifnaður og aðbún- aður voru á þvi stigi, að ástæða þótti til að gera heilbrigðisyfir- völdum viðvart, og verður það mál kannað sérstaklega. —ASt

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.