Dagblaðið - 24.09.1975, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.09.1975, Blaðsíða 4
4 Dagblaðiö. Miðvikudagur 24. september 1975. NORGLOBAL KEMUR I ■ |k | 11 \| H svo fremi að markaðsmól og LUUNUNA hróefnisverð leyfa „Norglobal verður hér aftur á næstu loðnuvertiö, svo fremi að aðstæður verði fyrir hendi. Við eigum forleigurétt á skipinu og þess vegna gæti það verið hér i febrúar, marz og e.t.v. april,” sagði Jón Ingvarsson fram- kvæmdastjóri Isbjarnarins, er Dagblaðið ræddi viö hann i gær. Koma skipsins hingað á næstu vertið er að sjálfsögðu aðallega bundin tveimur höfuðatriðum. 1 fyrsta lagi eru það markaðs- málin. Þau eru ekki i góðu lagi eins og er, en þau ráða þvi fyrst og fremst hvort fært verður að taka skipið á leigu. 1 öðru lagi er þaö hráefnis- verðið. útgerðarmenn segja núna að e.t.v. verði ekki hægt að gera út vegna mikils kostnaðar og lágs hráefnisverðs. En við vonum að það lagist, sagði Jón. „Verði niðurstaða þessara höfuðþátta viðunandi munum við leggja kapp á að fá skipið hingað.ogokkurfinnstskritið ef aðrir aðilar ættu nú að fara inn á sömu braut og reynsla okkar frá i fyrra yrði ekki nýtt,” bætti Jón viö. Það er mikil áhætta þvi sam- fara að taka skip sem Norglobal á leigu. A siðustu vertiö var leigan 60 þúsund norskar kr. á sólarhring og islenzku leigutak- arnir urðu að bera ýmsan annan kostnað, s.s. oliukostnað. A vertiöinni i fyrra var veðr- áttan mjög hagstæð svo og loðnugöngurnar. Skipið hafði gott legupláss á Reyðarfirði, og siðan var loðnan mjög stutt fyr- ir sunnan landið. Hefði hún dvalið lengi þar, hefði útkoman i sambandi við Norglobal ekki orðið jafngóð og raun varð á. Skipið varðaldrei hráefnislaust. Leigutakarnir telja að ekki sé hægt að reikna með svo hag- stæðum aðstæðum að öllu leyti og raun varð á þann tima sem skipið var hér við land i fyrra- vetur. —ASt. MILLJON FJAR TIL SLÁTRUNAR Alls verður um eða yfir milljón fjár slátrað á islandi i haust. Verður það hæsta tala sem til þessa hefur far- iö til slátrunar. Við hringdum i gær i tvö stór sláturhús nyrðra. „Hér á Sauðárkróki verður slátrað nálægt 65 þúsund fjár,” sagði Sigurjón Gestsson, slátur- hússtjóri i nýjasta og full- komnasta sláturhúsi landsins. Hann sagði að vonum framar hefði tekizt að fá fólk til starfa. „Uppistaðan er sveitafólk, en auk þess byggjum við á ungling- um og skólafólki. Þegar ung- lingarnir þurfa að fara i skólann verður farið að hægjast svo um i sveitunum, að þaðan fæst fleira fólk,” sagði Sigurjón. Slátrun hófst á Sauöárkróki hinn 16. september. Er áætlað, að henni ljúki að mestu leyti 24. október. Unnið er frá kl. 8 til kl. 19 dag hvern. Slátrað er flest um 2300 dilkum á dag. „Vinnuaðstaðan hefur breytzt mikið eftir að færibandahúsin voru tekin upp,” sagði Sigur- jón,” en góðir fláningsmenn eru alltaf eftirsóttir.” Á Sauðárkróki er slátrað úr nær allri Skagafjarðarsýslu nema Fljótunum. þaðan er slátrað I Haganesvik. Nýjustu og fullkomnustu sláturhúsin á landinu eru nú á Sauðárkróki, Selfossi, Borgar- nesi, Húsavík og Blönduósi. „Við reynum að haga slátrun Hér er fénu smalað í nágreani Reykjavlkur, — milljón fjár mun verða leitt til slátrunar I ár. (Ljósm. JR) okkar I samræmi við gamla og góða hefð á göngum,” sagði Baldvin Baldursson sláturhús- stjóri á Húsavik. Þar verður nú slátrað um 45 þúsund fjár. Hófst slátrunhinn 15. september og er áætlað að henni ljúki að mestu 17. október. Vel hefur gengið að fá fólk til starfa við slátrunina. Heyskap- ur gekk vel og bændur þvl lausir snemma til annarra starfa, en sveitafólk er heldur I meirihluta i sláturhúsinu á Húsvlk. „Vænleiki dilka er góður,” sagði Baldvin, „og nokkuð gott veður til gangna sem komið er. Við fórum rólega af stað, slátr- uðum 1000 fjár á dag fyrst en höfum fikrað okkur upp 1 1650 til 1700. Við förum svo upp I 2 þúsund,” sagði Baldvin Baldursson að lokum. INDRIÐI OG SAM- FÉLAG KARLANNA Helga Kress tekur Indriða G. Þorsteinsson rithöfund heidur en ekki i karphúsið i ritgerð sinni „Konan og samfélagið i nokkrum islenzkum nútimabók- menntaverkum”. Rekur hún ýmis dæmi úr bókum Indriða til að styðja sitt mál og telur Indriða skrifa beint út frá hinu hreinræktáða karlasamfélagi. Grein Helgu birtist i bókinni „Hugmyndir og hugmyndakerfi i norrænum bókmenntum.” Bókin inniheldur 17 fyrirlestra sem fluttir voru um hugmyndir og hugmyndakerfi i norrænum bókmenntum frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar á ráð- stefnu i Háskóla lslands sumar- ið 1974. Tveir höfundanna eru islenzkir, Sveinn Skorri Höskuldsson, sem sá um útgáfu bókarinnar, og Helga Kress sem Indriði mun siðar hafa notað sem söguhetju i skáldsögu i Samvinnunni, kallaði hana að vísu Veru Hress. Hafnarfjörður: Þrír nýir bœjartoppor A fundi hjá bæjarstjórn Hafn- arfjarðar voru ráðnir þrir nýir toppartil starfa. Guðmundur Ingvason var ráðinn fram- kvæmdastjóri BÚH i stað Einars Sveinssonar, sem nýlega hefur tekið við framkvæmdastjórn BOR. Guðmundur hefur unnið hjá BUH um eins árs skeið sem skrif- stofustjori og aðstoðarfram- kvæmdastjóri. Harpa Bragadóttir var ráðin gjaldkeri Rafveitunnar i' stað Ste- fáns Halldórssonar, sem sagði starfinu lausu fyrir skömmu, og einnig var Helga Guðmundsdóttir ráðin innheimtugjaldkeri i stað Guðlaugs Þórarinssonar, sem lézt nýlega. ORÐINN SKOTTINU STYTTRI Hanri er nú trúlega orðinn skottinu styttri þessi minkur, sem Bjarni Bjarnason lögreglumaður skaut á Elliðaárbakkanum. Um kaffileytið i fyrradag frétt- ist um mink, sem sézt hafði við Elliðaárnar, og var lögreglunni gert viðvart. Bjarni Bjarnason lögregluþjónn fór niður að á með tvihleypuna sina. Ekki þarf að spyrja frekar að leikslokum. Bjarni er afbragðsskytta. —BS—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.