Dagblaðið - 24.09.1975, Side 9

Dagblaðið - 24.09.1975, Side 9
Dagblaðið. Miðvikudagur 24. september 1975. 9 GERAST í BANGLADESH? hernum. Þeir hafa einnig fengið stóraukin stjórnmálaleg áhrif. Bæði hershöfðingjarnir og undirmenn þeirra eiga sæti i byltingarráði Mushtaques forseta, sem i raun og veru stjórnar landinu. Meginvandamálið, að sögn diplómatanna, er að undirfor- ingjarnir geta ekki snúið aftur til herbúða sinna sem óbreyttir herforingjar eftir að hafa stjórnað byltingunni. Talsmenn þessara tveggja hópa eru Ziaur Rahman fyrir \SaJ hönd hershöfðingjanna og Khalid Musharaf fyrir hönd undirforingjanna. Að sögn diplómatanna er ágreiningur á milli þessara tveggja manna. Khwaja Wasiuddin, aðstoðar- hershöfðingi og núverandi ambassador Bangladesh i Kuwait, er væntanlegur heim innan tiðar til að taka þar við mikilvægu embætti. Ekki hefur heimildum borið saman um hvaða embætti það muni verða, en taka ber tillit til þess, að Wasiuddin er elzti herforingi landsins. Aftökur og fangelsanir Margir helztu aðstoðarmanna Mujibs voru myrtir ásamt fjöl- skyldu hans þann blóðuga morgun, 15. ágúst. Margir aðrir eru i fangelsi og eiga yfir höfði sér að verða ákærðir um spill- ingu og bitlingastarfsemi. Aðrir eru i gæzluvarðhaldi. Mushtaque forseti lét verða eitt sitt fyrsta verk eftir bylt- ínguna að leysa upp Krishak Sramik Awami-bandalagið, eina leyfilega stjórnmálaflokk landsins eftir að Mujib gjör- breytti stjórnarháttum sinum og stjórnarskrá fyrr á þessu ári til að festa sjálfan sig i sessi. Tveir þingmenn bandalagsins voru handteknir nýlega ásamt Tofael Ahmed, nánum sam- starfsmanni Mujibs. Helzta baráttumál stjórnar- innar sem stendur er þó að gera upptæk öll vopn sem til eru ólög- leg I landinu. Eftir að lands- mönnum hafði verið gefinn vikufrestur til að skila vopnum sinum til yfirvalda lét stjórnin til skarar skriða. Samkvæmt stjórnarskýrslu voru alls um 80.000 ólögleg vopn til eftir sjálfstæðisstrið Bangla- desh. Þrisvar sinnum reyndi Mujib að fá þegna sina til að skila vopnum sinum til stjórn- valda en án verulegs árangurs. Nú hafa hundruð vopna fundizt i herferfj nýju stjórnarinnar um landið þvert og endilangt. Indverjar varir um sig Smávægilegir bardagar eru sagðir hafa átt sér stað á milli sveita hersins og félaga i per- sónulegum öryggisverði Mujibs. Fréttir frá austustu héruðum Indlands, sem liggja að Bangla- desh, herma að þessir öryggis- verðir hafi reynt að skipuleggja andspyrnu i Comilla og Rang- purhéruðum gegn nýju stjórn- inni. Indverska stjórnin hefur mikinn áhuga á að koma I veg fyrir ferðir og starfsemi þess- ara öryggisvarða á indversku landssvæði, þar sem túlka megi það sem afskipti Indlands af innanrikismálum Bangladesh. Embættismenn indversku stjórnarinnar i Calcutta hafa viðurkennt, að nokkuð hafi verið um liðsflutninga Indlandsmegin við landamærin, en taka skýrt fram, að einungis sé um venju- legar æfingar að ræða. Ind- verskum landamæravörðum hefur þó verið fyrirskipað aö koma i veg fyrir allar ólöglegar mannaferðir yfir landamærin. Indverska stjórnin hefur einnig verið mjög viðkvæm fyrir allri gagnrýni og tor- tryggni i sinn garð. Þá kærir Mujibur Rahman lýsir yfir stofnun lýðveldisins Bangladesh stjórn Gandhis sig sizt af öllu um innanlandsóeirðir i Bangla- desh, þar sem það gæti haft i för með sér fjöldaflótta bengalskra Hindúa yfir landamærin til Ind- lands. I Bangladesh eru 10 mill- jón Hindúar. Efnahagsörðugleikar Indlands vegna Bangladesh Indverskt efnahagslif varð fyrirmiklum áföllum þegar ind- verska stjórnin gerði sitt bezta til að fæða þær milljónir Hindúa, sem flýðu yfir til Ind- lands i striði Bengala og Pakistana 1971. Forystugreinar dagblaöa i Dacca sem og hvita bókin hafa látið aö þvi liggja, að nýja stjórnin sé óllkleg til að við- halda sömu vináttunni og kær- leikskeðjunni, sem Mujib fursti hélt við Indland. 1 hvitu bókinni er kafli sem greinilega er beint til Indlands. Þar segir að fyrri . stjórn Bangladesh hafi verið neydd til að taka rangar ákvarðanir „vegna þrýstings frá vinaþjóð”. Dæmin, sem nefnd voru i þessu sambandi, voru sam- komulag frá i april um miðlun Ganges-fljóts með stiflu á Farakka nærri landamærum Indlands og Bangladesh, og einnig gengisfelling stjórnar Mujibs fyrr á þessu ári. Farakka-áætlunin, sem veitir Indverjum vatn úr Ganges til framrásar hafnarinnar I Cal- cutta, var harðlega gagnrýnd. Sú gagnrýni náði meira að segja inn I sjálfa rikisstjórn Mujiburs Rahmans. Enn eitt áhyggjuefni ind- versku stjórnarinnar er vin- gjarnlegar augngotur nýju stjórnarinnar i Dacca til Kina og rikja múhameðstrúar- manna, þ.á.m. Pakistan. Indversk áhrif i Bangladesh fara örugglega minnkandi með meiriháttar aðstoð oliurikra múhameðstrúarrikja. Mestar áhyggjur hefur þó stjórn Gandhis af fúsum vilja Kinverja til að viðurkenna nýju bylt- ingarstjórnina. Landamæri Kina og Indlands eru hundruð km á lengd. Sam- komulag stjórna landanna er ekki upp á það bezta og Pek- ing-stjórnin, sem alltaf hefur stutt stjórn Pakistan, vildi aldrei viöurkenna hina föllnu stjórn þjóðarleiðtogans sem brást, Mujiburs Rahmans. SIÐFERÐI Ég var fulltrúi flokks mins i fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar, sem fjallaði um málið, og flutti þar breytingar- tillögu um að ákvæðin um þessa pólitisku stjórn stofnunarinnar, um þá fyrirhuguðu stjórnendur hennar, sem farið var að kalla „kommissara”, skyldu felld niður. I stað þess skyldi rikis- stjórnin skipa framkvæmda- stjóra, er annast skyldi daglega stjórn stofnunarinnar og ásamt forstöðumönnum deilda mynda framkvæmdaráð hennar. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins i fjárhags- og viðskiptanefnd voru þá Matthias Bjarnason og Matthias Á. Mathiesen. Þeir og flokkur þeirra voru andvigir frumvarpinu I heild, en flokkur minn studdi hins vegar megin- stefnu þess. En um það atriði vorum við sammála, að ákvæðin um hina pólitisku stjórn stofnunarinnar, um „kommissarana”, væru stór- hættuleg, þau væru fordæmis- laus varðandi slikar stofnanir og i raun og veru siðlaus. Þeir fluttu þvi breytingartillögur við frumvarpið, sem voru efnislega séð samhljóða þeim breytingar- tillögum um þetta atriði, sem ég flutti fyrir hönd flokks mins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar voru þeir Geir Hallgrimsson og Halldór Blöndal. Þeir lýstu einnig fullri andstöðu við þetta stjórnfyrir- komulag og fluttu tillögu til breytingar á þvi, sams konar og við fulltrúar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks i neðri deild. Fóru þeir i nefndaráliti hinum hörðustu orðum um þessa skipan mála og þá stjórnmála- spillingu, sem hún bæri vott um. Reynslan af hinni pólitisku framkvæmdastjórn var mjög slæm. Er óhætt að fullyrða, að meira óorði hefur ekki I annan tima verið komið á áætlunar- gerð á tslandi en á valdaferli þeirra pólitisku fulltrúa,' sem settir voru yfir Framkvæmda- stofnunina. Engin raunveruleg samvinna tókst milli sjálfrar rikisstjórnarinnar og hinnar pólitisku stjórnar Fram- kvæmdastofnunarinnar. Hinar mikilvægustu ákvarðanir varð- andi fjárfestingarmál voru teknar án þess að Fram- kvæmdastofnuninni væri falin nokkur áætlunargerð i þvi sam- bandi, og má þar t.d. nefna skuttogarakaupin. Svo virtist, sem Framkvæmdastofnunin heföi verið sérstakt áhugamál Framsóknarflokksins, en margt virtist benda til þess, að ráð- herrar Alþýðubandalagsins gerðu sér far um að sniðganga hana. Sjálfstæðisflokkurinn hélt upp harðri gagnrýni á störf hinna pólitísku „kommissara”, eins og Alþýðuflokkurinn. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn myndaði núverandi rikisstjórn, hlaut almenningur að gera ráð fyrir þvi, að það yrði eitt fyrsta verk hinnar nýju rikisstjórnar að breyta þessu stjórnarfyrir- komulagi Framkvæmdastofn- unarinnar, sem hann hafði rétti- lega talið nánast siðlaust. Einhverjar yfirlýsingar munu hafa verið gefnar um, að slikt stæði til. En ekki varð það gert. Það, sem gerðist, var hins vegar, að sá þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sem hvað harðast hafði gagnrýnt laga- setninguna á sinum tima i neðri deild, Ingólfur Jónsson, var skipaður formaður stjórnar stofnunarinnar. „Komissara- kerfið” var ekki afnumið, heldur breytt um menn i kommissarastörfunum. Fram- sóknarmaðurinn hélt sinu sæti, en i stað fulltrúa Alþýðubanda- lags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna kom fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og meira að Kjallarinn Gylfi Þ. Gísíason segja þingmaður sama kjör- dæmis, Austurlandskjördæmis, og Framsóknarmaðurinn. Hinir nýju komissarar urðu Tómas Arnason og Sverrir Hermanns- son. Þegar sýnt virtist, að rikis- stjórnin ætlaði ekki að láta verða af þvi að breyta þessu óheilbrigða stjórnarfyrirkomu- lagi mikilvægrar opinberrar stofnunar, fluttum við þing- menn Alþýðuflokksins i neðri deild á siðasta þingi frumvarp um breytingar á lögunum, sam- hljóða þeim tillögum, sem við fulltrúar Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks höfðum flutt á sinum tima i báðum deildum þingsins. Engum þurfti að koma á óvart, þótt framsóknarmenn og málgagn þeirra sendi okkur tóninn út af þessum frumvarpsflutningi. En sjálfstæðismenn fengust nú ekki til þess að taka undir sin fyrri rök. Enn situr við hið sama. Sjálfstæðismaður er formaður stjórnarinnar og tveir pólitiskir kommissarar, sjálfstæðismaður og framsóknarmaður, eru raunverulegir yfirmenn Framkvæmdastofnunarinnar. Um þetta hátíalag er ekki hægt að nota annað orð en að hér sé um að ræða pólitiskt siðleysi. Um þessar mundir er mikið talað um misferli i fjár- málum. Ekki verður slikt for- dæmt nógu sterklega. En við hverju er að búast, þegar stjórnmálamenn og stjórnmála- flokkar leyfa sér að litilsvirða heilbrigða dómgreind og rétt- lætisvitund almennings með svo augljósum hætti, að gera það i dag, sem þeir fordæmdu fyrir fáeinum árum, — að sýna það i reynd, að ekkert var að marka fyrri orð og eiða — að völd og áhrif eru þeim meira virði en stefnumál? Almenningur þarf að veita þessu athygli. Heilbrigt hugsandi menn verða að koma i veg fyrir að slikt geti gerzt.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.