Dagblaðið - 24.09.1975, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 24.09.1975, Blaðsíða 10
Dagblaðiö. Miövikudagur 24. september 1975. Tœkifœriskaup Yfirbreiðslur Höfum til sölu á sérstaklega hagstæðu verði notuð og viðgerð segl með kósum. Tvær stærðir 6x10 m og 6x8 m. Sjávarvörur h.f. öldugötu 15, simi 16940. KANARÍEYJA- •v FERÐIR FERÐASKRIFSTOFAN Eimskipafélagshúsinu URVAL sími 26900 DOGG 33978 ALFHEIMUM SIMI skrey tækifæri öll við Húsnœði óskast Húsnæði óskast 2ja til 3ja svefnherbergja ibúð óskast. Upplýsingar i sima 34052 eftir kl. 5 á daginn. Viltu lóta þér líða vel ollan sólarhringinn? Undirstaða fyrir góðri líðan er að sofa vel. Hjá okkur getur þú fengið springdýnur í stífleika sem hentar þér best. Og ef þú ert í vandræðum með að f inna hjóna- eða einstaklings rúm, þá ertu viss um að f inna það hjá okkur. VERTU VEIKOMINN! WIWLí Spnngdýnur Heíluhrauni 20, s: 53044 Hafnarfirði FRÍMERKI. íslenzk og erlend Frimerkjaalbúm Innstungubækur Stærsta frímerkjaverzlun landsins FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN Skólavörðustig 21 A-Simi 21170 a Útvarp Sjónvarp » ^Sjónvarp í) 20.00 Fréttir og veöur. 20.35 Nýjasta tækni og visindi. Augnlækningar. Hagnýting sólarorku. Rándýrarann- sóknir. Umsjónar maður Sigurður H. Richter. 21.00 Hafgola. Norska söng- konan Barbara Helsingius syngur nokkur létt lög og leikur undir á gitar. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. (Nordvision—Finnska sjónvarpið). 21.20 Erfingjarnir. (The Smallest Show on Earth). Bresk gamanmynd frá ár- inu 1959. Aðalhlutverk Bill Travers, Virginina MacKenna, Peter Sellers og Mprgaret Rutherford. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. Ung hjón erfa litið og hrör- legt kvikmyndahús, og þvi fylgir starfslið, sem er engu betur á sig komið en húsið sjálft. Handan við götuna er annað kvikmyndahús, nýtt og glæsilegt, og eigandi þess vill kaupa húsið til niðurrifs. En ungu hjónunum þykir verðir of lágt og ákveða að halda áfram rekstrinum, þar sem fyrri eigandi varð frá að hverfa. Útvarp kl. 19,35: Málefni vangefinna í kvöld er það Gisli Helgason sem sér að mestu leyti um þátt- inn ,,Á kvöldmálum” og fjallar hann að þessu sinni um þing sem haldið var um málefni van- gefinna á Norðurlöndum. Að þinginu standa bæði einstakl- ingar og félög, var það allfjöl- mennt og haldið i Arósum i ágúst sl. sumar. Frá Islandi sóttu þingið niu manns og ræðir Gisli við nokkur þeirra i þættin- um. Á þinginu var fjallað um margvisleg vandamál vangef- inna, m.a. hvernig hægt sé að koma i veg fyrir að börn fæðist vangefin og ályktað að úrelt sé orðið að einangra vangefna með þvi að safna þeim á einn stað og að vænlegra til árangurs sé að senda vangefna fólkið út i at- vinnulifið og reyna að hjálpa þvi á þeirri braut. Þingin hafa verið haldin um nokkuð langt skeið og sótt af starfsfólki Kópavogshælis þótt ekki hafi frétzt um það i fjöl- miðlum fyrr en nú. Þingin eru haldin á um tveggja til þriggja ára fresti og mun það næsta verða haldið á tslandi. —BH Sjónvarp kl. 21,20: ERFINGJARNIR Eftir kvikmyndahandbók okkar fær biómyndin i kvöld þrjár stjörnur eða einkunnina „góð”. Kvikmyndahandbók jiessari er ritstýrt af Steven H. Scheuer sem er Bandarikja- maður og hefur gefið út upp- sláttarrit um kvikmyndir um lengri tima. Bók hans er endur- nýjuð árlega, eða þar um bil, og bók okkar er útgáfan 1975—76. Einkunnirnar, sem hann gef- ur, eru fjórar: + + + + Agæt + + + Góð + + Sæmileg + Léleg A köflum er myndin afar fyndinn gamanleikur og hið brezka leikaralið reynir af fremsta megni að skapa meiri hlátur en handritið býður upp á. Peter Sellers er nú flestum að góðu kunnur af þeim hlátri sem hann hefur vakið hjá okkur i öll- um þeim myndum sem hann hefur leikið i. Mætti þar nefna Bleika pardusinn og þegar hann lék tvöfalt hlutverk i hinni á- gætu mynd Stanley Kubricks, Dr. Strangelove. Við megum þvi búast við góðri skemmtun i kvöld þó svo bókin ameriska hafi tekið nokkuð dræmt i að hæla kvikmyndinni. —BH Peter Sellers hefur komið viða við i kvikmyndum og i mörgum gervunt. Hér er hann nteð Ur- suiu Andress i „Wliat’s New Pussycat” frá árinu 1965. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Dag- bók Þeóddrakis” Málfriður Einarsdóttir þýddi. Nanna Olafsdóttir les (16). Einnig leikin tónlist eftir Þeódórakis. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.10 Tónleikar. 17.30 Smásaga: „Hermaður- inn og stúlkan” eftir Martin A. Ilansen Séra Sigurjón Guðjónsson islenskaði. Steindór Hjörleifsson leik- ari les. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 A kvöldmálunt. Gisli Helgason og Hjalti Jón Sveinsson sjá um þáttinn. 20.00 Kanadiskir listamenn Denis Brott leikur á selló og Samuel Sanders á pianó. a. Sónatafyrirsellóop. 25 nr. 3 eftir Paul Hindemith. b. Stef og tilbrigði op. 82 fyrir selló og pi'anó eftir Franz Schubert. 20.20 Sumarvaka.a. Þættir úr hringferð Hallgrimur Jónasson flytur þriðja ferðaþátt sinn. b. „Laufþyt- ur” Ólöf Jónsdóttir les úr ljóðabók eftir Sigri'ði Einars frá Munaðarnesi. c. Löng er sú nótt Ólöf Jónsdótt.Elin Guðjónsdóttir les frásögu- þátt eftir Bjartmar Guð- mundsson. d. Kórsöngur. Arnesingakórinn i Reykja- vik syngur fslensk lög undir stjórn Þuriðar Pálsdóttur. Jónina Gisladóttir leikur á pianó. 21.30 Ctvarpssagan: „ódám- urinn” eftir John Gardner. Þorsteinn Antonsson þýddi. Þorsteinn frá Hamri les (6). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rúbrúk” eftir Poul Vad Úlfur Hjörvar les þýð- ingu sina (19). 22.35 Orð og tónlist. Elinborg Stefánsdóttir og Gérard Chinotti kynna franskan visnasöng. 23.20 Fréttir i stuttu máli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.