Dagblaðið - 24.09.1975, Side 8

Dagblaðið - 24.09.1975, Side 8
8 Dagblaðið. Miðvikudagur 24. september 1975. MuBIABW frfálst,úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóifsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulitrúi: Haukur Helgason iþróttir: Hallur Simonarson Hönnun; Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli Héðinsson,. Bragi Sigurðsson, Hallur Ilallsson, ómar Valdimarsson. Handrit: Asgrimur Pálsson, Inga Guðmannsdóttir, Maria ólafs- dóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eirlksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Vetrarveður nálgast Vetur fer senn að ganga i garð með nýjum og gömlum vanda- málum. Þjóðarskútan hefur verið á fremur hægum sjó i sumar, siðan samið var um frið á vinnumark- aðnum. En nú er farið að syrta i álinn á nýjan leik, um leið og veður fara öll versnandi. Nýjustu fréttir eru þær, að gjaldeyrisstaða þjóðarinnar hafi i þessum mánuði versnað um meira en einn milljarð króna, og er mánuðurinn þó ekki úti enn. Þetta mikla gjaldeyrisfall er stór- fellt áfall eftir gjaldeyrissig sumarsins. Gjaldeyrisstaðan er nú orðin öfug um þrjá milljarða króna. Engin von um bata er i augsýn, heldur sigur enn allt á ógæfuhliðina og það hraðar en oftast áður. Engin svartsýni felst i að halda þvi fram, að þetta hljóti að enda með skelfingu, ef ekki er gripið snarlega i taumana. Dýrtiðin i sumar hefur gleypt nokkurn veginn launahækkanir vorsins. Launþegar standa nú i svipuðum sporum og þeir stóðu fyrir kjara- samningana i vor. Þar á ofan svifur yfir höfðum þeirra gengislækkun eða einhverjar aðrar ráðstafanir, sem skammsýnir menn kunna að halda, að geti komið i staðinn, en eru þvi miður bara verri. Þvi verður varla feitan gölt að flá hjá almenn- ingi á næstunni. Enda er nokkur ókyrrð uppi i samtökum launþega og hafa hin einstöku félög verið hvött til að hafa samninga sina lausa um áramótin. Er þá nýtt kjarastrið i vændum og þá skammt til þess ástands, að slikar styrjaldir spanni meirihluta ársins. Ekki virðist feitari gölt að flá hjá atvinnuveg- unum, sem yfirleitt hafa slæma greiðslustöðu um þessar mundir. Einkum er ástandið alvarlegt i útflutningsgreinunum, sem hafa sætt og sæta enn lækkandi verði og sölutregðu á afurðum erlendis. Rikisstjórnin á við þessi geigvænlegu vanda- mál að striða. Hún þarf á næstunni að taka erfiðar og vafalaust óvinsælar ákvarðanir. Almenningur hefur það á tilfinningunni, að hún hafi rambað tiltölulega stjórnlitið i sumar. Einstakir ráðherrar hafa reynt að sinna rækilega sinum málaflokkum, en sem heild verkar rikis- stjórnin fremur dauflega á fólk, þegar um efna- hagsmálin er að ræða. Rikisstjórnin mundi bæta stöðu sina verulega, ef hún hefði nú kjark til að skrúfa niður rikis- eyðsluna, þegar hún leggur fram fjárlagafrum- varpið. Djörf skref i þá áttina mundu auðvelda rikisstjórninni að gera kröfur til annarra aðila i þjóðfélaginu. Þjóðin er óttaslegin á þessu hausti. Hún sér óveðursskýin hrannast upp. Menn taka eftir vaxandi tregðu á afgreiðslu gjaldeyrisleyfa. Menn sjá kaupmátt sinn rýrna með viku hverri og búast við gengislækkun þar á ofan. Menn spyrja, hvar þessi ósköp ætli að enda. Eitthvað verður að fara að heyrast frá rikis- stjórninni i þessum málum. Fólk biður eftir þvi, að stjórnin komi sér saman um þær skurð- aðgerðir i efnahagslifinu, sem nauðsynlegar eru, til þess að hin nagandi óvissa almennings hverfi og bjartsýni taki við af svartsýni. HVAÐ ER AÐ Byltingin i Bangladesh hefur haldið sinu striki hægt, rólega og þvi sem næst i algjörri einangrun siðan landsföð- urnum, Mujibur Rahman, var steypt um miðjan ágúst. Nýi forsetinn, Khondker Mushtaque Ahmed, hefur að undanförnu mjög styrkt póli- tiska og persónulega stöðu sina, að sögn ferðamanna, er komið hafa frá Bangladesh til Ind- lands. Stjórn hans hefur sent frá sér „hvita bók” um efnahags- ástandið. Eru þar tiundaðar raunir þjóðarinnar — væntan- legar og núverandi — á sviði fjármála og fæðuöflunar. Umbætur á sviði laga og reglu, pólitisk uppfræðsla og herferð gegn spillingu, allt þetta hefur hin nýja stjórn sett á oddinn. En á bak við tjöldin fer fram hörð valdabarátta þriggja afla að bvi er fréttamaður Reuters I Nýju Delhi á Indlandi segir. Er þar um að ræða undirforingj- ana, sem steyptu Mujib og myrtu hann, yfirmenn þeirra i hernum og loks óbreytta borgara I rikisstjórn. Deila þeirra er siður en svo leyst. Staða Bangladesh á alþjóða- vettvangi er einnig mjög óljós. Indverjar, sem áttu stóran þátt I þvi að Bangladesh fékk sjálf- stæði, fylgjast vel með og ekki léttir á brún. Aukin völd og áhrif hersins Erlendum blaðamönnum hefur verið meinað að koma til landsins i meira en mánuð og i flestum tilfellum eru einu óháðu og öruggu heimildirnar um ástandið i landinu erlendir sendimenn og diplómatar i Dacca. Fréttamaður Reuters i Ind- landi hefur eftir vestrænum diplómötum i Nýjii Delhi — sem vitna i fréttir er þeim hafa borizt frá Dacca — að undir- foringjarnir haldi enn til i forsetahöllinni. Eru þeir varðir af skriðdrekahersveitunum, sem notaðar voru við byltinguna, og nokkrum her- mönnum að auki. Hershöfð- ingjarnir eru aftur á móti i búðum sinum og reyna að tryggja og treysta völd sin yfir STJÓRNMÁL OG að halda þessari nytsömu starf- semi áfram. Að einu leyti var fyrra skipulag i þessum efnum bætt, þ.e. með ákvæðum frum- varpsins um sameiningu Fram- kvæmdasjóðs og Atvinnu- jöfnunarsjóðs undir eina stjórn. En i frumvarpinu var ákvæði um stjórn og skipulag stofnunarinnar, sem var algert nýmæli og olli miklum deilum um frumvarpið. Yfirstjórn stofnunarinnar átti að vera i höndum þingkjörinnar stjórnar, og taldi enginn neitt við það að athuga. En jafnframt var gert ráð fyrir pólitisku fram- kvæmdaráði, skipuðu af rikis- stjórninni, og skyldi það hafa úrslitavald i stofnuninni, þar eð það átti að gera allar áætlanir stofnunarinnar, tillögur um allar rekstraráætlanir og starfsáætlanir, um allar lán- veitingar og meira að segja að ráða starfsfólk hinna þriggja deilda stöfnunarinnar. Sérfræðilegir forstöðumenn deildanna áttu að vera undir- menn þessara pólitisku fulltrúa og engan tillögurétt hafa um störf deilda sinna, ekki einu sinn að ráða starfsfólki sinu. Ætlunin er að fá meðal annarra kunna stjórnmála- menn til að rita kjallara- greinar i Dagblaðið. Bjarni Guðnason prófessor reið á vaðið I fyrsta tölublaðinu. Magnús Kjartansson ætlaði að koma næstur, en varð að fresta þvi vegna lasleika. i dag birtist svo kjaílaragrein eftir Gylfa Þ. Gislason. Fleiri stjórnmálamenn munu væntanlega birta greinar I Dagblaöinu á næstu vikum. Árið 1971 beitti þáverandi rikisstjórn, rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar, sér fyrir setningu laga um Fram- kvæmdastofnun rikisins. Yfir- lýstur tilgangur lagasetningar- innar var sá að halda áfram þeirri áætlunargerð, sem tekin hafði verið upp og verið beitt i- vaxandi mæli á stjórnarárum Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks og hafði verið i höndum Efnahagsstofnunar, Fram- kvæmdasjóðs, Atvinnu- jöfnunarsjóðs og einstakra ráðuneyta. Þessi áætlunargerð hafði reynzt mjög nytsamleg. Um var að ræða samningu þjóð- hags- og framkvæmdaáætlunar fyrir þjóðarbúið i heild, árlegar áætlanir um opinberar fram- kvæmdir og fjáröflun til þeirra, áætlun um þróun iðnaðarins, samgönguáætlun fyrir Vestfirði og Austurland og atvinnuáætlun fyrir Norðurland, sérstakar áætlanirá sviði menntamála og gagnasöfnun til að gera mögu- lega áætlun um þróun land- búnaðarins. Þá hafði Efnahags- stofnunin i samvinnu við Verð- lagsráð sjávarútvegsins og samtök i þeirri grein komið á fót ýtarlegu upplýsingakerfi um afkomu sjávarútvegsins, sem var og hlýtur að verða grund- völlur stefnumótunar og áætlunargerðar á þvi sviði. Efnahagsstofnunin hafði enn frémur verið rikisstjórnum til ráðuneytis, og hafði það gefið góða raun. Hún hafði einnig unnið að hlutlausum hagrann- sóknum, sem reynzt höfðu hafa ómetanlega þýðingu við gerð kjarasamninga og ákvörðun fiskverðs. Samkvæmt frumvarpinu átti Þegar fregnir bárust um að Mujibur Rahman hefði verið steypt af stóli og hann myrtur var heimurinn felmtri sieginn. Siðan hefur ýmis- iegt komið i ljós, sem orðið hefur til að draga úr helgiljómanum í kringum nafn hans. Mujib var þá spilltur og eins og „hinir” eftir allt saman. En hvað er að gerast í landi hans i dag? Þessi grein svarar þeirri spurningu. Khondker Mushtaque Ahmed, forseti Bangladesh.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.