Dagblaðið - 31.10.1975, Page 4
4
Dagblaðiö. Föstudagur 31. október 1975.
Stórt sjónvarp
Kvik
myndir
ÞORSTEINN
OLFAR
BJÖRNSSON
leikstjóri hjá BBC 1959 og á
þeim 10 árum, sem hann var
þar, gerði hann um það bil 40
kvikmyndir fyrir sjónvarp. Og
það er greinilegt að hann hefur
fengið þjálfun j sjónvarþi.
Myndir hans hafa löngum
einkennzt af sjónvarpsvinnu-
brögðum og er Tommy þar
engin undantekning. Mynda-
vélinni er beitt eins og um sjón-
varpsmynd væri að ræða, þ.e.
að myndin ætti að sýnast á
litlum sjónvarpsskermi en ekki
á stóru tjaldi. Annar áberandi
galli er uppbygging hinnar
dramatisku spennu. Myndin er
svo full af dramatiskum
hápunktum að þegar loksins
hápunkturinn kemur og Tommy
verður frjáls, þá virkar hann
full flatur og áhorfandinn missir
hálfgert áhugann sem haldið
hefur verið alla myndina út.
Áhorfandinn hefur ekkert eftir
af tilfinningum, það er búið að
nota allar tilfinningar hans. En
hvað um það. Það er margt
skolli gott við Tommy. Það
koma kaflar þar sem áhorfand-
inn er hrifinn með i bylgju
myndar og tóna og má i þvi
sambandi minnast á upphafs-
atriðið og atriðið með „Acid-
queen.” En atriðiö, sem mér
persónulega finnst bezt, er ,,1
dag rigndi kampavini”. Þar fær
Ann-Margret ýmsa skemmti-
lega hluti út úr sjónvarpinu
sinu. Þetta atriðið sýnir okkur
fánýti hinna veraldlegu gæða
þegar andlega vellliðan vantar.
1 heild má segja að Tommy sé i
rauninni margar stuttar myndir
eða atriði tengd saman með
tónlist og sem slik er myndin
góð.
Annað, sem gott er við
Tommy, er leikmynd og
búningar. Þar á Shirley Russell,
kona Kens, allan heiðurinn. Hún
hefur áður gert búninga fyrir
mann sinn, t.d. i þeirri mynd
sem ég mundi telja beztu og
heilsteyptustu mynd hans,
Mahler. Shirley Russell hefur
greinilega gott auga og góðar
gáfur sem búningateiknari.
Vafalaust á hún meira i
myndum manns sins en gefið er
upp.
Leikurinn er yfirleitt mjög
góður þótt Oliver Reed beri að
sjálfsögðu af. Það er aðeins einn
aðili sem er hreint út sagt
skemmd á þvi atriði sem hann
er i. Það er Eric Clapton. Hann
er álika atkvæöamikill og engill
i helviti. Roger Daltrey stendur
sig stórvel sem aðalpersóna
myndarinnar. Það er engin
furða þótt Russell' hafi fengið
hann til aö leika aðalhlutverkið i
nýjustu mynd sinni um Franz
Lisszt. Það verður fróðlegt að
sjá hann i þeirri mynd. Þvi
miður er Jack Nicholson aðeins
i smáhlutverki sem hann skilar
stórkostlega vel. Það hefði verið
gaman að sjá hann i veigameiri
rullu. Ann-Margret sannaði
ágæti sitt sem leikkona i Carnal
Knowledge og hér færir hún
aftur sönnur á ótviræða leik-
hæfileika sina. Eiton John skilar
sinu hlutverki með prýði þótt
reyndar megi segja að það geri
ekki beint miklar kröfur til
leiks. Robert Powell kemur enn
einu sinni ákaflega vel út þótt i
þetta sinn þurfi hann ekki að
segja orð.
Ég get vel mælt með Tommy,
bæði sem dægradvöl og lista-
verki. Að visu hefur myndin
nokkra áberandi galla en
spurningin er hvort það, sem vel
er gert, vegi ekki svo mörgum
sinnum upp á móti að gallarnir
verði léttvægir. Kannski má
segja að myndin sé bæði ,,trip
og happening” og get ég ekki
annað en játað að mér datt i hug
eftir sýningu: „Hvernig
skyldi það vera að sjá þessa
mynd grýttur?” Góð spurning
en ekkert svar.
Ann-Margret, Barry VVinch (litli Tommy) og Oliver Reed. Takiö
el'tir l'ötum Heeds.
Tónabíó: TOMMY
Brezk 1975, litir og breiötjald
Leikstjóri: Ken Russell
Það er að bera i bakkafullan
lækinn að fara að rekja sögu-
þráð þessarar myndar. Tommy
er það þekkt verk að ég býst við
að flestum sé kunnugt um hvað
það fjallar. Tommy var gefinn
út á plötu 1969 af hljómsveitinni
Who og er verkið fyrsta popp
óperan sem fram kemur.
Hins vegar hafa tvær aðrar popp
óperur, sem á eftir komu, báðar
verið kvikmyndaðar en það eru
Jesus Christ Superstar og
Godspell. Það er þvi vonum
seinna sem Tommy birtist á
hvita tjaldinu. Biðin hefur þó
greiniiega verið þess virði þar
sem Ken Russell er potturinn og
pannán i framleiðslunni sem
áhorfendur njóta i Tónabiói
þessa dagana. Russell hefur
með þessari niundu mynd sinni
enn einu sinni sannað að hann á
ekki sinn lika i kvikmyndaleik-
stjórn, a.m.k. ekki hvað iburð
og ýkjur snertir. Það furðulega
er þó að það sem Russell kemst
upp með væri engum öðrum
liðið. Það þýðir aö maðurinn er
annað tveggja snillingur eða
idjót. Mér hefur virzt af skrifum
um Russell og myndir hans i
erlendum blöðum að fólk sé ekki
á eitt sátt hvort heldur hann sé.
Hér verður þó idjótaháttur
Russels ekki til umræðu heldur
snilligáfa hans að svo miklu
leyti sem viðkemur Tommy.
Ken Russell byrjaði sem
Ken Hussell og Ann-Margret gera klárt fyrir atriöiö meö bökuöu
baununum.
Tommy (Roger Paltrey) á „trippi” hjá eituriyfjadrottningunni.
1 musteri Sánkti Marlynar (Monroe) Eric Clapton, John Entwistle
og Pete Townshend.
Ernie frændi (Keith Moon) passar Tommy.
V
✓