Dagblaðið - 31.10.1975, Side 14

Dagblaðið - 31.10.1975, Side 14
 14 /* MagblaðiA. Föstudagur 31. október 1975. •tg *;'. Kignir ekkjunnar: Kfst til liægri er ibúðin viö Fifth Avcnue i New York. Þá er mynd af eyjunni Skorpios og neðst er snekkjan Christina. Efst til vinstri er húsið í Hvannis Port. 1 miðjunni er mvnd af einu al' skartgripadjásnum frú Onassis, en hún á þrettán slik að verðmæti rúmlega einn milljaröur. Neðst er mynd al' liúsinu i New Jersey. ÁÆTLAÐAR TEKJUR 1976: Skattfrjálsar tekjur af sjóði, sem Aristoteles Onassis stofnaði....................... 16.500.000 Skattskyldar tekjur, sem Onassis ánafnaði konu sinni i erfðaskránni ................ 16.500.000 Likleg viðbótargreiðsla af eignum Onassis, ef Jacqueline fer ekki i mál vegna erfðaskrárinnar ............................. 16.500.000 Skattfrjálsar tekjur af sjóöi John F. Kennedy........6.100.000 Erfðafé frá föður Jacqueline, John Vernou Bouvier III.....................................690.000 Samtals: ca. 56.290.000 ÁÆTLUÐ GJÖLD ÁRSINS 1976: Tekjuskattur........................................ 16.500.000 Starfsfólk og þjónar (a.m.k. 6 fastráðnir þjónar auk lausráðins fólks)....................... 14.000.000 Innréttingar og endurnýjun húseigna ................ 8.200.000 Fatnaður ........................................... 5.000.000 Viðhald við Fifth Avenue i New York...................5.000.000 Matar- og húshaldskostnaður........................ 4,000.000 Flugferðir .......................................... 1.600.000 Listaverkakaup...................................... 1.600.000 Skemmtanir (leikhúsmiðar, veizlur, matarboð)......... 1.600.000 Tryggingar .......................................... 1.200.000 Vatn, rafmagn o.þ.h.................................. 1.000.000 Eignaskattar ...:.......................................950.000 Hárgreiðsla og fegrun...................................750.000 Gjafir .................................................400.000 Frjáls framlög........................................ 300.000 Kostnaður vegna hesta...................................200.000 Timarit og bækur.........................................80.000 Áætlaður lækna- og tannlæknakostnaður....................80.000 Samtals: ca. 62.500.000 EIGNIR: Skartgripir (meiri háttar) ........................... 1.160.000.000 25% hlutur i listaverkum og öðrum verðmætum i snekkjunni Christinu...................... 1.035.000.000 Eignir i sjóði, sem John F. Kennedy stofnaði með erfðaskrá sinni..............................94.000.000 íbúðiNew York.............................................33.000.000 Hús i New Jersey....................................... 33.000.000 Hús i Hyannis Port....................................... 19.000.000 Erfðafé frá John Bouvier III............................. 10.600.000 Samtals:...................................................2.351.600.000 Fjárhagserfiðleikar Jacqueline Onassis Almenningur i Banda- rikjunum, og yfirleitt um allan heim, er mjög áhugasamur um Jacqueline Bouvier Kennedy Onassis, svo áhugasamur að konugreyið á ekki lengur neitt sem getur kallazt einkalif. Hún má varla hreyfa sig án þess að blöðin séu búin að slá þvi upp i slúðurdálkum sinum. Og þegar hún sést með karlmanni þá er það öruggt vitni þess aö hún sé enn á ný i giftingarhugleiðing- um, ekki siztef karlmaðurinn er vel stæður. Þegar Aristoteles Onassis dó voru blaðamenn fljótir til að slá upp sinum stærstu fyrirsögnum um að Jacqueline væri nú orðin ein af rikustu konum heimsins. En erfðaskrá ka.rlsins sýndi svo sannarlega allt annað. Þegar allir skilmálar hennar ganga i gildi virðast útgjöld frú Onassis verða meiri en tekjurnar, — nema henni takist að minnka eyðsluna eða koma einhverju af eignum sinum yfir i fjárfest- ingafyrirtæki. Heildartekjur frú Onassis fyrir árið 1976 eru taldar verða um 40 milljónir islenzkra króna. En sú upphæð er engan veginn nægileg og stendur hún i stappi við að fá 16 milljónir i viðbót, gegn þvi að hún hætti við að fara i mál út af erfðaskránni. Ef hún fær þessa viðbót verða tekjur hennar um 56 milljónir króna eða 40 milljónir eftir að skattar hafa verið greiddir. En ef þess- ar tölur eru réttar þá vantar um 6 milljónir króna til að endar nái saman. Flest venjulegt fólk ætti að geta lifað góðu lifi með 56 milljón króna árstekjur, en Jacqueline Onassis er óvön öðru en mur.aði og rikmannlegu lifi. Faðir Jacqueline, John Vernou Bouvier III, var auðugur maður og þegar for- eldrar hennar skildu fluttu dæturnar með móður sinni til Hugh D. Auchincloss, barna- barns annars af stofnendum Standard Oil Co., svo að ekki hefur peningaleysi rikt á þvi heimili. Seinna giftist Jacqueline að sjálfsögðu rikum manni og enn seinna forrikum og þeir kepptust báðir við að ala upp i henni eyðslusemina með gjöfum og peningaútlátum. En nú virðist vera að þvi komið að Jacqueline Onassis verði að draga saman seglin þó henni sé það áreiðanlega óljúft. I rammanum má sjá áætlaðar tölur yfir tekjur og gjöld frú Onassis lyrir árið 1967. Einnig fylgir með listi yfir meiri háttar eignir hennar á þvi verð- gildi sem þær voru reiknaðar á i september 1975. SOVÉZK BÓT VIÐ FLOGAVEIKI Natalja Bekjtereva útskýrir notkun rafskautsins gegn floga- veiki. Sevkabelverksmiðjan i Lenin- grad, sem framleiðir vira og kapla af ýmsum gildleika og til margra nota. fékk beiðni um að gerao.l millimetra gildan gull- leiði. Gullþráðurinn, sem settur var i örþunnt glerhylki, var fyrsta rafskautið sem komið var fyrir i mannsheila. Það var Natalia Bekjtereva, doktor i læknisfræði, sem beðiö hafði um rafskautið. Jafnvel i fornum ritum, sem fornleifafræðingar hafa grafið upp, má finna lýsingar á hræði- legum sjúkdómi, kynlegum og ægilegum sem er likastur bölv- un. Maður, sem virðist heil- brigður, fellur allt i einu um koll með taugateygjum og krampa- flogum, froða myndast á vitum hans og augun stara æðislega. Hið skelfilega við þennan sjúkdóm er. að hann er arfgeng- ur. Nýfætt barn er dæmt frá fæðingu. Hvernig er unnt að lækna mann af þessum sjúk- dómi? Hvernig má likna hon- um? Þúsundir visinda- manna um allan heim brutu heilann um þenn- an leyndardóm. Eitt atriði var þó augljóst: Orsaka sjúk- dómsins var að leita djupt inni i heilanum, sem þá var þeim lok- uð bók. Bregðum upp annarri mynd: Flogaveikur maður, sem linnur að hræðilegt kast er að koma, stingur hendinni i vasa sinn og kveikir á rafhlöðu sem þar er geymd. Rafleiðir flytur rafstraum til hinna sjúku héila- fruma og lostið kemur i veg fyrir kastið. Raftækið, sem stöðugt er tengt hinum sýkta hluta heilans, eyðileggur þannig hið fasta mót sjúkdómsins og gerir það að verkum að hann liggur lengi niðri eða hverfur jafnvel alveg. Þannig hefur flogaveikin verið læknuð. A einu af sjúkrahúsum Lenin- grad eru sjúklingar sem fengið hafa meðferð með hjálp þessa töfratækis, sem komið er fyrir i heilanum og verkar á hann með hjálp gullleiöanna. Tækið var fundið upp á rannsóknarstofu undir stjórn prófessors Nataliu Bekjterevu. Með hjálp djúpt- liggjandi örþunnra rafskauta finnur hún þá staði i heilanum sem tengdir eru sjúkdómnum. Með þvi að örva eða eyðileggja frumurnar með rafstraumi kemur hún i veg fyrir afleiðing- ar sjúkdómsins, þ.e. ósjálfráð- an skjálfta og kippi i útlimun- um. Með þvi að skrá lifraf- straum heilans (rafstraum frá taugafrumum og frumuhópum) ræður hún i hvaða frumur eða hlutar heilans stjórni þessari eða hinni starfsemi likámans. Með öðrum orðum, hún fær vitneskju um gerð heilans, ekki aðeins almennt heldur i ná- kvæmnustu smáatriðum. i flestum tilfellum fær hún alger- lega nýjar upplýsingar með þvi að nota nýjar aðferðir og fær ný svör við gömlum óleystum ráð- gátum. Bekjtereva hefur gert ýmsar mikilsverðar uppgötvanir á sviði heilalifeðiisfræði, sem hafa gert hana heimsfræga.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.