Dagblaðið - 31.10.1975, Síða 18

Dagblaðið - 31.10.1975, Síða 18
18 Pagblaðið. Föstudagur 31. október 1975. Liberzon og Ribli leiða með 6 vinningq Friðrik fylgir fast á eftir með 4V2 og biðskák og Parma með 4V2 vinning Friðrik og Hamann gerðu annað af tveim jafnteflum i 8. umferð svæðismótsins i gær- kvöldi. Hitt var á milli Ribli og Liberzon. Björn Þorsteinsson tapaði sinni skák gegn Jansa. Orslit 8. umferðarinnar urðu þessi: Bjöm — Jansa: 0-1 Laine — Ostermeyer: 0-1 VanDen Broeck — Murray: 1-0 Ribli — Liberzon: 1/2-1/2 Poutiainen — Timman: 1-0 Hartston — Zwaig: 1-0 Hamann — Friðrik: 1/2-1/2 Björn barðist hetjulegri bar- áttu við tékkneska stórmeistar- ann, en ekki að sama skapi árangursrikri varðandi þessa skák. Björn gengur ekki heill til skógar i þessu móti. Hann hefur verið sárlasinn nærri allt mótið. Hann teflir sinar skákir af til- litssemi við aðra keppendur og áhorfendur fremur en til vinn- ings. Það dregur alltaf úr eðli- legri spennuog stigandi keppni, þegar ævinlega eru fleiri eða færri frestaðir leikir og geymdir. Vonandi hressist Björn og sýnir okkur gott við- bragð áður en lýkur. 1 skák Björns og Jansa kom upp Sikil- eyjarvörn og var Jansa með gjörunnið tafl, þegar Björn gaf eftir 39 leiki. Laine og Ostermeyer tefldu drottningarbragð, sem svartur tefldi jafnt og þétt af öryggi til vinnings eftir 31 leik. Van Den Broeck hafði hvitt á móti Murray. Þeir tefldu drottningarbragð og hafði Belg- BRAGI SIGURÐSSON inn fljótlega betra tafl að mati kunnáttumanna. Skákin varð aldrei spennandi og Murray gaf eftir 39 leiki. Ribli hafði hvitt gegn Liber- zon. Upp kom enski leikurinn og það var ekkert ævintýralegt við jafntefli stórmeistaranna eftir 31 leik. Poutiainen sigraði Timman eftir gullfallega fórnarfléttu. Skákin átti hug áhorfenda allan. Skemmra komnir stóðu á önd- inni, þegar Finninn fórnaði manni og siðan skiptamun, en Hollendingurinn átti ekki nema tvo leiki i óverjandi mát, þegar hann gaf eftir 33 leiki. Þeir Poutiainen og Timman tefldi Pirc-vörn. Hartston hafði hvitt gegn Zwaig. Þeir tefldu fjögurra riddara tafl. Virtist Hartston eiga alls kostar við Zwaig, sem gaf skákina eftir 19 leiki. Friðrik hafði svart á móti Ha- mann. Þeir tefldu hollenzka vörn, sem hvorugum nýttist til vinnings. Helgi Ólafsson skýrði þessa skák i hliðarsölum. Taldi hann, að Friðrik kæmi út úr byrjuninni með heldur lakara tafl.sem jafnaðist þó þannig, að það var kalt mat en ekki hug- 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 1. Ribli | / / 72 / / '/? 6 2. Poutiainen o ■ / o o / / / 7> 3. Hartston o O i i i 3 + li'Ð 4. Hamann o 1 'k / 'A i H * bio 5. Friírik /2 i 'h 0 / i 'k h-'/í’* QV í. Zwaig 0 0 0 / 'A 'A 1 / 4 7. Timman 0 o / A 'A i o / 4- 8. Liberzon '/2 / '/2 'U 'A 1 i / 6 9. Murray o 'k 0 'A i o 2 10. Ostermeyer o 'k 'h 'k 'Æ 1 1 4 11. Jansa 0 'k 'k l 'A 1 4 12. Parma l 'k 'A h i 'A 'A 4'A. 13. Björn O 0 '/2 o o 'h 0 o / 14. Laine 0 ‘k o 0 i o 0 0 r/z 15. VandenBroeck o o o '/z 0 0 0 i 1 r/z leysiDanans að semja um jafn- tefli eftir 25 leiki. Fastagestir mótsins voru meðal áhorfenda, sem voru margir. Nýjum andlitum fer fjölgandi en af kunnugum má nefna dr. Hallgrim Helgason og frú, Kristin Bergþórsson, stór- kaupmann, Isleif Runólfsson, vöruflutningaforstjóra, Harald Blöndal, lögfræðing, Jón Þor- steinsson, lögfræðing, Sigurjón Jóhannsson, blaðamann, Einar Þorfinnsson, Kristján Oddsson, bankastjóra, Árna Jakobsson, Inga G. Ingimundarson, lög- fræðing, Jakob Hafstein, Yngva ólafsson, deildarstjóra, Jón Sigurbjörnsson. leikara, Ólaf Helgason, bankaeftirlitsmann, Ásgeir Þór Asgeirsson, verk- fræðing, Reyni Þórðarson, verkamann.Garðar Sigurðsson, veit.þjón, Pál Jónsson, fram- kvæmdastj., Magnús V. Péturs- son og Val Benediktsson, iþróttadómara, Berg Bjarnason lögfræðing, Sverri Einarsson, tannlækni, Einar S. Einarsson, bankamann, Ingvar Ásmunds- son, Þóri Ólafsson, auk margra ónefndra. Hartston á biðskákir við bæði Friðrik og Hamann. Verða þær tefldar á laugardaginn. 9 . umferðin verður tefld i kvöld. Þá eigast við: Zwaig — Hamann Hartston — Timman Liberzon — Poutiainen Murray — Ribli Ostermayer — Van Den Broeck Jansa — Laine Parma — Björn Friðrik situr yfir i þessari um- ferð. Guðmundur efstur — við fjórða mann Guðmundur Sigurjónsson er enn i efsta sæti með 4 vinninga ásamt Ermenkov, Matanovic, Matulovic og Georgihu. Radu- lov og Ree hafa 3 1/2 vinning, en Duball, Wirtensohn, Netskar og Bednarsky hafa 3 vinninga hver. Þetta er staðan eftir 6 um- ferðir, þegar öllum biðskákum er lokið. Næsta umferð verður á laugardaginn. Þá hefur Guð- mundur svart á móti Mata- novic. Sérstœð listsýning í Norrœna húsinu Björgvin Sigurgeir Haraldsson opnar á morgun sýningu i Norræna húsinu, sem standa mun til 9. nóvember. Þar sýnir listamaðurinn 14 túss- myndir, 14 túss- og vatnslita- myndir, 5 kolmyndir, 25 oliu- málverk og 9 skúlptúr og lág- myndir eða alls 67 verk. Björgvin Sigurgeir er 41 árs, og fjölhæfur iistamaður og hag- leiksmaður hinn mesti. Hann lagði i fyrstu stund á búfræði og lauk framhaldsmenntum i þeirri grein. Tvo vetur var hann við nám i Handiða- og mynd- listarskólanum og sömuleiðis i Myndlistaskólanum. Hann nam i Hamborg 1960 og 61, lauk siðan smiðakennaranámi við Kennaraskólann en 1970-71 nam hann og lauk kennaraprófi i myndlistum fyrir framhalds- skóla i Noregi. Hann er nú fastakennari við Myndlista- og handiðaskólann. Einkasýningu hélt Björgvin Sigurgeir 1968 aðallega á teikningum með koli og kolkrit. Sýninguna nú og þá tengir hann saman með sýningu á nokkrum verkum frá þeim tima. 1 milli- tiðinni hefur hann öðru hvoru tekiö þátt i haustsýningum FIM og sýnt ásamt öðrum i Reykja- vik, á ísafirði, Akureyri og á Húsavik og á samsýningu FIM 1975. Um 1970 tók Björgvin Sigur- geir að mála með oliulitum og eftir Noregsdvölina einnig með tússi. Jafnframt þessu hefur hann unnið að skúlptúrverkum og lágmyndum. Meðal verka sem eftir hann liggja er stórt myndverk úr steinsteypu sem Reykjavikurborg keypti og lét reisa við Háaleitisbraut. Sýning Björgvins i Norræna húsinu er með sérstæðum og óvenjulegum svip, mikil tilbreyting frá fjölda annarra sýninga. -ASt. Röðull: Haukar. Opið frá 8—1. Tónabær: Paradis. Opið frá 9—1. Sesar: Diskótek. Opið til kl. 1. Klúbburinn: Dögg Og Kaktus. Op- ið frá 8—1. Sigtún: Pónik og Einar. Opið til kl. 1. Tjarnarbúð: Pelican. Opið frá 9—1. óðal: Diskótek. Opið til kl. 1. Glæsibær: Asar. Opið til kl. 1. LeikhúskjalIarinn:Skuggar. Opið til kl. 1. Hótel Saga: Lúdó og Stefán i Átthagasal. Opið til kl. 1. Hótel Borg: Kvartett Árna ísleifs og Linda Walker. Opið til kl. 1. Kvenfélag Lúðrasveitar Reykjavíkur heldur flóamarkað og happdrætti i Hljómskálanum á laugardag, 31. október, klukkan 2. Góðir vinn- ingar, engin núll. Fresturtilað tilkynna um þátt- töku i bikarkeppni KKt rennur út 1. nóvember. Dómaranámskeið verður hald- ið næstkomandi laugardag i KR-heimilinu kl. 13. KKt Frjálsiþróttasamband Islands hefur ákveðið að efna til dómara- námskeiðs f kastgreinum. Nám- skeiðið fer fram i tR-húsinu við Túngötu og hefst nk. mánudags- kvöld 3. nóvember kl. 20.30. Vænt- anlegir þátttakendur eru beðnir að skrá sig á skrifstofu ISl fyrir mánudagskvöld. FRI. Ljósmæðrafélag islands Fjölbreyttur kökubasar verður á Hallveigarstöðum laugar- daginn 1. nóvember kl. 14 — Ljósmæðrafélag islands. Skrifstofa félags einstæðra foreldra Traðarkotssundi 6, er opin mánu- daga og fimmtudaga kl. 3—7 e.h., þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 1—5. Simi 11822. A fimmtudögum kl. 3—5 er lögfræð- ingur FEF til viðtals á skrifstof- unr.i fyrir félagsmenn. Frá iþróttafélagi fatlaðra, Reykjavlk: Vegna tímabundins húsnæðis- leysis falla æfingar niður um óá- kveðinn tima. Bréf veröa send út er æfingarnar hefjast aftur. Stjórnin. Ingólfur örn Ásbjörnsson, kennari, Sólheimum Grimsnesi, lézt 23. október sl. og fer útför hans fram frá Fossvogskirkju i dag kl. 13.30. Ingólfur var fæddur 30. april 1944, sonur hjónanna As- disar Guðmundsdóttúr og As- björns Stefánss., læknis. Hann lauk kennaraprófi árið 1970 og stúdentsprófi ári siðar. Hann kenndi við Armúlaskólann i Reykjavik, en i haust tók hann að sér, ásamt konu sinni, Arnþrúði Sæmundsdóttur, að sjá um barnaheimilið að Sólheimum i Grimsnesi. Asta Sigurjónsdóttir, frá Vik i Lóni, lézt 18. október sl. og fór útför hennar fram frá Stafafellskirkju i Lóni 25. októ- ber. Ásta var fædd i Vik i Lóni 28. mai 1903, dóttir hjónanna Guð- rúnar Gisladóttur og Sigurjóns Sigurðssonar. Árið 1926 giftist hún Einari Þorsteinssyni kenn- ara, en hann lézt skömmu siðar. Þá flutti hún til Akureyrar og skömmu siðar til Reykjavikur. Þar vann hún við heimilisstörf og einnig á saumastofum. Gisiina Sigurveig Gisladóttir, Hverfisgötu 25, Hafnarfirði, lézt i Landsspitalanum 26. október. Hún verður jarðsungin frá Hafn- arfjarðarkirkju á morgun kl. 11 f.h. Loftur Árnason, járnsmiðameistari, lézt i Borgar- spitalanum 29. október. Jónina Þorsteinsdóttir, frá Brekku, Leifsgötu 21, lézt i Heilsuverndarstöðinni 30. októ- ber. Aðalfundur KKR verður haldinn á laugardaginn 1. nóvember kl. 13.30 i ráðstefnusal Hótels Loft- leiða. KKR Kvenfélag Eyfirðingafélagsins i Reykjavik heldur sinn árlega kaffidag i Súlnasal Hótel Sögu á sunnudaginn 2. nóvember kl. 15. Þær konur, sem myndu vilja gefa kökur, eru vinsamlega beðn- ar að hringja i Birnu i sima 38456 eða i Hörpu i sima 40363. Nokkrar Flugbjörgunarsveitarkonur við undirbúning basarsins, sem verður á sunnudaginn á Hótel Loftleiðum. Kaffisala og basar — safnað fyrir Flugbjörgunarsveitina Þær vinna af kappi konurnar i Flugbjörgunarsveitinni enda er hin árlega kaffisala og basar framundan. Það er bakað og smurt, saumað, prjónað ogsett i lukkupoka. Flugbjörgunarsveitin verður hvorki meira né minna en 25 ára á næstu dögum og merki sveit- arinnar, sem seld verða, eru af þvi tilefni mjög vönduð. Það er ekkert sérstakt sem safna á fyrir þetta árið hjá þeim Flugbjörgunarsveitarkonum, en i fyrra voru þær svo stórtæk- ar að þær gáfu sveitinni heilan bil. Aður höfðu Lionsmenn gefið tvobila,svoóhætt eraðsegja að bilakosturinn hafi stórbatnað. Var ekki vanþörf á þvi fyrir voru i eigu sveitarinnar eld- gamlir skrjóðar, sem þörfn- uðust óþrjótandi viðgerða i fri- timum félagsmanna. Merkjasalan er á laugardag- inn, en kaffisalan er á Hótel Loftleiðum kl. 3 til 5 á sunnu- daginn.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.