Dagblaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 1
dagblað 1. árg. — Miðvikudagur 12. nóvember 1975 54. tbl. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022 Sjóliðar KD ll'l lf rnui> n Dfl#l IV/ með handvopn PRJU ##V ERNDARSKIr W a íslandsmið LOGD AF STAÐ „Lœt ráðu- neytið skera úr" — segir bœjarfógetinn í Hafnarfirði „Ég hef ekkert meira um máliö að segja að sinni. Það hef- ur engin beiðni borizt um að 3. uppboðið á húseigninni Hraun- brún 18 i Hafnarfirði fari fram og ég tek ekki afstöðu til slikrar beiðni fyrr en hún kemur, og mun sennilega visa henni til Ur- skurðar ráðuneytis,” sagði Ein- ar Ingimundarson bæjarfógeti i Hafnarfiröi I simtali við Dag- blaðið i morgun. 1 gær samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjaröar með 11 sam- hljóða atkvæðum tillögu varð- andi þetta fræga uppboðsmál. 1 henni er lýst að bærinn hafi aldrei ætlað að láta bæjarsjóð eignast húsið við nauðungar- uppboð með hagnað fyrir aug- um og jafnframt þvi að bærinn telji aö bæjarlögmaður hafi gert 2,5millj. kr. tilboðið i nafni bæj- arsjóðs. Lögmaðurinn heldur hinu gagnstæða fram og segist hafa ætlaö að hafa af þessu persónu- legan fjárhagsávinning. Vegna þessa samþykkti bæj- arstjórn uppsögn bæjarlög- mannsins. Kristinn Guðmundsson bæj- arstjóri sagði i morgun að bær- inn mundi leita allra ráða til að fjölskyldan héldi húsinu.Fógeti hefði enn ekki gefið afsal fyrir húseigninni, og kvaðst Kristinn vona að yrði afsal út gefið yrði það gefið tilbæjarsjóðs. Þá yrði auðvelt að semja um skuldina og koma málunum i lag. Krist- inn staðfesti að eigandi Hraun- brUnar 18 væri hluthafi i fyrir- tæki sem nú hefði tekið að sér 5-6 millj. kr. verkframkvæmdir fyrir Hafnarfjarðarbæ. „SKYLDI ÉG KOMAST ÚT í DAG?" ,,Þó maður hafi nú ekki mjög tryggan tilverurétt, er engin ástæða til annars en fylgjast með þvi sem gerist úti fyrir, sérstaklega veðri, ef ske kynni að hægt yrði að fara i smágöngutúr án þess að eftir yrði tekið”. Bjarnleifur smellti af þessari skemmtilegu mynd i fjölbýlishúsahverfi hér i Reykjavik nú fyrir skömmu. LÆKNAR HVETJA TIL AÐGERÐA GEGN SLYSAÖLDUNNI 51 læknir Borgarspitalans hefur skrifað dómsmálaráð- herra bréf um slysaölduna. Bréfiö var afhent i morgun. Læknarnir segjast ekki lengur geta setið hjá athuga- semda- og aðgerðalaust. Þeir beina þvi til ráðherra, að hert verði á umferðar- kennslu, umferðareftirliti og viðurlögum við umferðar- lagabrotum og almennu kæruleysi I umferð. Nauðsyn krefji, að tafarlaust verði breytt um stefnu til að tryggja næga og virka lög- gæzlu og stöðva núverandi agaleysi i umferðinni. —HH Hann ó tvo fóstursyni í vestur-þýzkum handbolta r — Islendingana Axel Axelsson og Ólcaf H. Jónsson hjó Dankersen Sjá íþróttir í opnu v -r'' Herbert stofnar nýja hljómsveit! — Popp bls. 14 Of stór vodkaskammtur handa sendiherranum? — Erlendar fréttir bls. 6-7 Henti stól í höfuð stórmeistarans — Sjá baksíðu 100 þúsund ávís- anareikningar Sjá baksíðu ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.