Dagblaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 24
Yfir 100 þúsund úvísona- hefti í gangi í Reykjavík — „Nœr engri ótt/' segir Björn Tryggvoson, aðstoðorbankastjóri Seðlabankans — Þegar um gróft brot er að ræða og I ljós kemur að um keðjuverkanir er að ræða til þess að leika á kerfið, kærum við og lokum viðkomandi reikning, sagði Björn Tryggva- son, aðstoðarbankastjóri Seðla- bankans i viðtali við Dagblaðið í morgun. — Það eru meira en 100 þúsund tékkareikningar i Reykjavik, sem nær ekki nokk- urri átt, sagði Björn ennfremur. Þetta þýðir að daglega má áætla að út séu gefnar um 100 þúsund ávlsanir. Þegar Seðlabankinn gerði skyndikönnun innistæðulausra ávisana s.l. föstudag komu fram 1254 tékkar án fullnægjandi innistæðu að fjárhæð samtals kr. 102,5 millj. kr. Reyndist þetta um 3,1% af veltu föstu- dagsins I tékkum hjá ávisana- viðskiptadeild Seðlabankans en hún var nánar tiltekið 3.174 millj. kr. Af ofangreindum innistæðu- lausum tékkum voru 55 tékkar, samtals að fjárhæð 5,5 millj. en útgefendur þeirra áttu skv. gildandi reglum hvergi að vera I tékkaviðskiptum vegna fyrri brota. — Hvernig getur slikt hent? — Margir hafa fleiri en einn bankareikning, aðrir stofna t skyndikönnun Seðlabankans á innistæðulausum ávisunum var ineðalupphæð tékkanna 81.738 kr. fyrirtæki og halda áfram að gefa út ávisanir og þá oft á öðru nafni. Hingað til hefur ábyrgðin hvilt á útgefendum tékkanna. Nú ætlum við að endurvekja ábyrgð framseljendanna og varúðarkennd þeirra sem taka við tékkunum. 1 ráði er að láta viðskiptavini fá heimildarkort, sem þeir verða að framvisa þegar þeir gefa út ávisanir. Enginn fær slikt kort, nema sá sem hefur sýnt sig að hafa ekki misnotað tékkaviðskipti. Einnig skapast aukið aðhald i tékkaviðskiptum með tilkomu reiknistofu bankanna. Þá eru allir tékkar sem koma i bankana, færðir á einni nóttu og kemur þá strax I ljós hverjir eru innistæðulausir. Það má segja að nú fari fram tékkakönnun á hverri nóttu. Þetta kemur m.a. i veg fyrir að hægt sé að færa á milli bankareikninga eins og gert hefur verið. — Hvenær er fólk kært? — Fólk er kært þegar um gróf og endurtekin brot er að ræða, þ.e. eftir 2. til 3. brot, og þá er reikningnum lokað. Þessa dagana eru um 3000 innheimtu- mál i gangi á S.V.-landi. Sektirnar nema um 10-11% af upphæð tékkanna. — —A.Bj. Henti stól í höfuð Lombardy stórmeistara Grunsamleg síld- arsala í Danmörku ,,Ég veit ekki, hvort hann miðaði sérstaklega á mig, en aö minnsta kosti lenti stóllinn af allmiklum krafti i höfðinu á mér”, sagði Lombardy stór- meistari i viðtali við Dagblað- ið i morgun. Hann var ásamt fleira fólki staddur I veitinga- húsinu Óðali i gærkvöldi, er einn gestanna gekk berserks- gang og þeytti húsmunum i kringum sig. Lombardy fór upp á slysa- varðstofu þar sem hann var röntgenmyndaður og búið um skrámur á höfði hans, en lög- reglan kom og tók berserkinn i sina vörzlu. Gisti hann fanga- geymsluna i nótt en vildi enga skýringu gefa á framferði sinu, enda áberandi ölvaður. „Þeir rannsökuðu mig hátt oglágt á slysavarðstofunni, en siðan var mér leyft að fara heim. Einn keppendannahér á mótinu, van der Broeck frá Belgiu er læknir og hefur hann einnig fylgzt með mér i alla nótt. Mér liður ágætlega, en verö að viðurkenna, að þetta var allþungt högg sem ég hlaut”, sagði Lombardy að lokum. HP Slórmeistarinn Lombardy Sildarskipið Gullberg VE seldi 35,6 tonn af sild i Hirtshals 10. nóv. og fékk fyrir 5,2 millj. kr. eða 146,79 kr. fyrir hvert kg. Sama dag seldi Súlan EA 38,7 tonn af sild veiddri við Hjaltland og fékk 2,4 millj. kr. fyrir eða 62 kr. á kiló. Skipstjóri á Gullbergi segist hafa veitt sina sild á sömu slóð- um og Súlan. Af sild Gullbergs fara 3—4 sildar i hvert kg. en 7—12 sildar i kg af sild Súlunnar. Lögreglan I Kefiavik rann- sakar nú þjófnaðarmál sem kært var i gær en mun hafa átt sér stað á mánudag. Hurfu 32 þúsund kr. úr kassa i læstu fundarherbergi i gagnfræða- skólanum. Peningar þessir eru í Af þessum sökum er uppi grunur um að Gullberg hafi far- ið með sild af Islandsmiðum og selt ytra. Skipið landaði 5. nóv. i Eyjum 20—30 tonnum og grunur er á um að það hafi ekki landaö öllum sinum afla Ráðuneytið biður þess vegna sýna af síld Gullbergs og Súl- unnar og fiskifræðingar telja sig þá geta skorið að fullu úr um, hvort grunurinn sé á rökum reistur eða ekki. ASt eigu nemendafélags skólans. Rannsókn er á frumstjgi en ljóst þykir að farið hafi verið i fundarherbergið með lykii. 1 stjórn nemendafélagsins eru 10 nemendur og hafa þeir allir aðgang að herberginu. ASt 32 þús. kr. stolið í Keflavík Sennilega með handvopn ÞRJU „VERNDARSKIP AF STAÐ TIL ÍSLANDS ,,Þeir voru með handvopn en ekki annað. Ég hef séð þessi skip. Þetta eru ekki s.tór skip,” sagöi Pétur Sigurðsson, for- stjóri Landhelgisgæzlunnar, i morgun. Skipin hafa gætt oliuborpalla Breta og átt að hindra, að skæruliðar eða aðrir skemmd- arverkamenn tækju pallana, að sögn Péturs. Brezka útvarpið, BBC, sagði i fréttum i morgun, að þrjú „verndarskip” frá oliuborpöll- unum i Norðursjó hafi nú þegar lagt af stað til Islands. Blaðið fékk þessa frétt hjá Niels P. Sig- urðssyni, sendiherra i London. Niels sagði, að þessi skip til- heyrðu flotanum að nokkru leyti. Samkvæmt fréttum i brezkum fjölmiðlum á að beita þeim, ,,ef þörf gerist” eins og sagt er. Breta mun fýsa að sjá, LÖGÐ hvað kemur út úr viðræðum að-- stoðarráðherrans Roy Hatters- leys við islenzka ráðamenn næstu helgi. Veiðiheimildir Breta renna út um miðnætti næstkomandi. Þá er samningur tslendinga og Breta úr gildi fallinn. —HH fijáJst, óháð dagblað Miðvikudagur 12. nóvember 1975. STAL BÍL OG SKIPTI UM NÚMER Ævintýralegt uppátœki 16 ára pilts Sextán ára piltur var i nótt eltur um götur Keflavikur. Hófst eltingaleikurinn fyrir það, að lögreglumenn báru kennsl á ökumanninn og vissu að hann er réttindalaus. Er lögreglan náði bilnum, hljóp strákurinn út i náttmyrkrið og hvarf, og hefur ekki komið heim siðan og ekkert til hans spurzt. Er að var gáð kom i ljós að pilturinn var i Cortina-bifreið, sem stolið hafði verið frá Flókagötu 33 i Reykjavik i fyrrakvöld. Hafði pilturinn tekið réttu númerin G-8015 af og geymdi þau i farangurs- geymslu. Billinn var síðan númerslaus áð framan en að aftan var komið á stolið númer 0-1027. 14 ára piltur var i bilnum sem farþegi og staðfesti hann hver ekið hafði. ASt Dularfullir skothvellir í Mosfells- sveit Skothvellir rufu nætur- kyrrðina i Markholti i Mos- fellssveit um kl. 2 i fyrrinótt Vaknaði fólk og huguðu menn að hverju þetta sætti. Komu menn að nágranna sinum úti i garði og þóttist hann hafa verið að stugga burt kindum, og i þeim tilgangi sprengt „kinverja”. Töldu menn manninn greinilega undir áhrifum áfengis. Lögreglunni var gert við- vart en i gærkvöldi hafði hún ekki náð til mannsins og lágu engar upplýsingar fyrir um þetta dularfulla mál i morgun. ASt Þóttist hafa orðið fyrir bíl Ung kona var i gærmorgun flutt af Hringbraut i slysa- deild. Stóð hún fast á þvi að bill hefði ekið á sig, en öku- maður siðan ekkert um sig sinnt og horfið af slysstað. Kom i ljós að konan var ómeidd. Er nú helzt hallazt að þvi að sagan um bilinn sé uppspuni og málið allt tilbúningur i huga hennar. Nóg er um slysin dó fólk ekki þykist hafa orðið fyrir bil. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.