Dagblaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 9
Dagblabið. Miðvikudagur 12. nóvember 1975. 9 \ 1 \ \ : y - ■' Wki ■ Ifl II 1. * ‘ MWkÍ' - j1 Á í / * ÍaPffPSi 1 '••(* / ‘IH , --■JHIjfe: tm o HlSt '^H'\*:.v« ■ A i V x Heim! Heim! Suður-vietnamiskir flóttamenn á Guam fá fregnir um aö þeir fái að snúa heim. Þeir kom- ust ekki lengra en til Guam á leið sinni til Bandarikjanna. Nú eru þeir ýmist atvinnulausir eða farnir - lieim i þorp sin i sveitum landsins. ekki hegningu,” sagði háttsett- ur embættismaður á sviöi fé- lagsmála i samtali við Pham Ngoc Dinh, fréttamann Reuters i Saigon i fyrrakvöld. Hann bætti þvi viö, að það myndi taka töluverðan tima að má burtu öll merki um félags- lega spillingu sem hefur grass- eraö i meira en heila öld. Hópur varðliða hefur að und- anförnu farið um þau svæði og borgarhverfi Saigon, sem áður gengu undir nafninu „Rauð- ljósahverfin”, og hvatt vændis- konur til að láta af illum lifnað- arháttum sinum.Erþeim bent á að snúa sér til þjálfunarmið- stöðvanna eða heimaþorpa sinna. Dagblaö i Saigon skýrði nýlega frá þvi að 824 fyrrum vændiskonur úr miöborginni hefðu hlotiö endurhæfingu og væru farnar að „lifa lifinu upp á nýtt”, eins og haft var eftir einni þeirra. En vændiskonur eru ekki með öllu horfnar af götum botgar- innar. t vissum borgarhlutum eiga vegfarendur enn „á hættu” að rekast á falar konur. Afbrot og atvinnu- leysi helzt i hendur Herferð borgaryfirvalda beinist einnig að þvi að tæma göturog stræti af óknyttamönn- um, eiturlyfjasjúklingum, vasa- þjófum, innbrotsþjófum og betl- urum. Afbrot eru enn vandamál i Saigon en verulega hefur dregiö úr þeim eftir að tekið var fyrir starfsemi nokkurra skipulagðra þjófaflokka. Veskja- og reið- hjólaþjófnaöur er þó enn I „góðu gildi”. Embættismaður stjórnarinn- ar sagði afbrotavandamálið haldast I hendur við atvinnu- leysi. „Þegar það siðarnefnda hefur verið útilokað mun hið fyrra hverfa af sjálfu sér,” sagði hann. Atvinnuleysi er að sjálfsögðu einn mesti höfuðverkur nýju stjórnarinnar. Hundruð þús- unda fyrrverandi hermanna Thieu-stjórnarinnar eru nú komnir aftur með fjölskyldur sinar — og þá vantar vinnu. Talið er að I Saigon, sem telur hálfa fjórðu milljón ibúa, sé rúmlega ein milljón manna án atvinnu. Ýtt undir landbúnaðinn Yfirvöld reyna nú allt hvað af tekur að skapa atv. i iðnaöi og landbúnaði. Þeir, sem vilja rækta eigin jörð, fá hjálp i form i vinnukrafts, verkfæra og pen- inga til að koma undir sig fótun- um. Atvinnuleysingjum er ætlað að fara frá Saigon og þegar hafa um 300 þúsund manns snúið aft- ur heim til þorpa sinna i sveit- unum eða hafið uppbyggingar- störf á nýju „efnahagssvæöun- um”. Samkvæmt opinberum heim- ildum er stefnt að þvi að ibúa- tala Saigon lækki úr 3.5 millj. i tvær milljónir. N þá út frá þvi að svör finnist við þeim, og að þau svör skipti ein- hverju máli, allténd fyrir skemmtun manns af leiknum. Þvi miður lætur texti leiksins uppi heldur en ekki dul og tor- ráðin andsvör i þessu máli sem hætt er við að áhorfandinn leiði hjá sér: Eigi komið þér þeim kassa á mig. En torvelt er að festa hug við framvindu leiksins eins og hann kemur fyrir á svið- inu, án neinnar tillagðrar merk- ingar hennar, án þess að gera ráð fyrir að orð og æði í leiknum eigi að gera einhvers konar boð umfram orðanna hljóðan eða það sem fyrir augu ber. En einkum verður þetta að vandamáli vegna þess hversu ásjáleg sýningin i Leikhúskjall- aranum reyndist þrátt fyrir þessi tormerki. Eg hef sjaldan vitað eins skýr skil texta og leiks og i þessari sýningu: án þess að kæra sig svo sem neitt um merkingu þess sem fyrir bar, manngervinga og efnislega framvindu leiksins var unnt að fylgjast af nokkrum áhuga með leikurunum á sviðinu, viðureign þeirra við hinn tillukta og tor- kennilega texta leiksins. Þannig skoðað mætti kannski segja að Hákarlasól sé leikrit sem ekki fjalli um neitt nema sig sjálft. Þá er kassinn mikli i leiknum „tákn” fyrir leikinn sjálfan sem leikendum er uppálagt að rjúfa og ráða innihald hans fyrir áhorfendum. En þessi einkennilega viður- eign fórst þeim merkilega vel úr hendi Sigurði Skúlasyni, Sigmundi Erni Arngrimssyni og Gunnari Eyjólfssyni og nutu þá að sönnu hins mikla návigis sem verður við áhorfendur i Leikhúskjallaranum þar sem hvert viðvik og svipbrigði verður svo nærtækt og stórt i sér. Þessi sýning er öll fyrir augað: hrikaleg mynd mann- anna/trúðanna þriggja loðir föst i hug áhorfandans þegar frá er snúið þótt langsótt og annar- leg orðræða þeirra þyrlist hjá eins og þoka i salnum. Umbúnaður leiksins á sviðinu, hvit og grá sviðsmynd Magnúsar Tómassonar, var sérkennileg og einkar vel við- eigandi: Leikurinn gerist að sinu leyti inni i einhvers konar kassa sem áhorfendur sjá inn i á þrjá vegu. Það er leikrit i kass- anum. Hákarlasól — Sigurður Skúla- son, Sigmundur örn Arngrims- son, Gunnar Eyjólfsson. Mynd úr leikskrá. . f rœðingar hœfír sem byggingastjórar? Kjallarinn Sturla Einarsson ýmist i framkvæmd eða viögerö um siðar. Siðasta tillagan er svo um það að þeir 4 meistarar, sem fram til þessa hafa séð um allar húsbygg- ingar á Islandi, skuli nú ekki lengur fara með framkvæmda- vald i byggingarmálum, heldur skuli hinum 5. bætt við, hann skuli vera háskólamenntaður og hann skuli öllu ráða. Nauðsynlegt er að allir þeir er um húsbyggingarmál hugsa geri sér grein fyrir þvi, hvað hér er á ferðinni. Til þess að skýra hvern- ig þessum málum er nú fyrir komið skal gangur einnar hús- byggingar rakinn, og geta menn þá um það dæmt hvort nauðsyn sé á að vikja núverandi meistara- kerfi til hliðar og setja yfir þá nýja yfirstjórn, skipaða mönnum sem aldrei hafa að byggingum unnið. Starf byggingameistara sem byggingastjóra felst I eftirfarandi störfum: Við upphaf hverrar byggingar felur húsbyggjandinn (þá lóöarhafi) arkitekt eða húsa- teiknara og verkfræöingi að teikna fyrir sig húsið. Þegar húsbyggjandinn hyggst svo hefja framkvæmdir hefur hann oftast fyrst upp á bygginga- meistara (húsasmiðam.) og spyr hann ráða varðandi húsbygging- una, þ.e.a.s. efnisþörf, vinnulaun, byggingartima og jafnvel fjár- mögnun. Einnig kemur það oftast i hlut byggingameistarans að útvega hina meistarana, múrarameist- ara, pipulagningameistara og rafvirkjameistara, en þó er það venja, að húsbyggjandinn þekkir einhvern af áðurnefndum meist- urum og fær hann þá i viðkom- andi verkþátt. Aður en framkvæmdir geta svo hafizt þarf húsbyggjandinn að skrifa undir verkbeiðni sem við- komandi meistari skrifar einnig undir, siðan fer meistarinn meö verkbeiðnina (afrit) til bygginga- fulltrúa og skrifar nafn sitt i bók og þar með er hann orðinn ábyrg- ur verktaki sins verkþáttar húss- ins. Byggingameistarinn, sem framkvæmir mótasmiði og annað tréverk hússins með sinum starfsmönnum, þarf svo að gæta þess að múrarameistari komi • með sina menn inn i verkið þegar leggja þarf járnalögn, pipulagn- ingameistari þegar leggja þarf pipu- eða skólplögn og rafvirkja- meistari þegar kemur að raflögn. Er mjög nauösynlegt að góð samvinna sé á milli allra aðila, þvi að stöðvist einhver meistar- anna vegna manneklu, efnisleysis eða féleysis húsbyggjanda er það venjan að húsbyggjandinn hring- ir i byggingameistarann og biður hann að leysa vandann. Verður byggingameistarinn oft að leysa ótrúlegustu vandamál, svo sem hlaupa til og útvega efni af öllum gerðum, velja heppileg- asta byggingaefnið og viðskipta- aöila, laga fljótt það sem aflaga kann að fara, umbera að fá ekki greidd vinnulaun á réttum gjald- dögum og jafnvel eyða missætti milli hjóna eða skoðanamun vegna byggingarinnar og róa stressaöa húsbyggjendur. Ekki er reiknað með kaupi til handa meistaranum fyrir megnið af þessum störfum, heldur aðeins fyrir stjórnun starfsmanna og eftirlit með verkþættinum. Mjög misjafnt er hve mikiö meistarinn þarf að stjórna heild- arverkinu og fer það eftir þvi hvað húsbyggjandinn getur bjargað sér sjálfur. Má ljóst vera að húsbyggjendur eru að þvi leyti eins misjafnir og þeir eru margir, þvi ef vel á að vera þarf húsbyggjandinn að hafa hæfileika framkvæmdastjóra. Alltof mörg dæmi eru um að meistarinn hrökklist frá húsinu og skrifar sig af sem ábyrgur fyrir þvi sem eftir er vegna skiln- ingsleysis og vanþroska hús- byggjanda. 1 sliku tilviki má húsbyggj- andinn ekki halda áfram verkinu nema annar meistari hafi tekið við. Slik vandræði stafa einnig oftast af þvi að húsbyggjandan- um, sem er að ráðast i flestum til- vikum i mestu og erfiðustu fram- kvæmd á lifsleiðinni, finnist hús- byggingin sér svo mikilvæg að meistarinn verði að taka tillit til þeirra aðstæðna og vera reiðubú- inn, nánast á nóttu sem degi, en tekur ekki tillit til þess að meist- arinn þarf að geta lifað sem eðli- legustu heimilislifi. Þetta má þó losna við ef hús- byggjandinn lætur bjóða út hús- bygginguna en þvi fylgir aftur á móti að byggingin verður dýrari. meðal annars vegna þess að hús- byggjandinn fær ekki tækifæri að vinna sjálfur við bygginguna og þá þýðir ekki að láta standa á greiðslum til verktaka. Er þvi augljóst af framan- greindu að starf byggingarstjóra krefst þess að hafa alhliða þekk- ingu á verkframkvæmdinni. reynslu og hæfileika i stjórnun starfsmanna. mjög góða þekk- ingu og reynslu á efni þvi sem nota á i bygginguna og vera ávallt i góðu andlegu jafnvægi vegna misjafnrar framkomu og skiln- ings húsbyggjanda. Er þvi væg- ast sagt hæpið að arkitekt eða verkfræðingur geti annazt start byggingarstjóra en þessir menn hafa ekki verklega reynslu sem iðnaðarmenn, hafa ekki stjórnað iðnaðarmönnum eða verið verk- takar og þekkja mjög takmarkað til efniseiginleika. Sturla Kinarsson luisgagna- og byggingameistari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.