Dagblaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 13
Dagblaðið. Miðvikudagur 12. nóvember 1975. Dagblaðið. Miðvikudagur 12. nóvember 1975. 13 r [ Sjúkrabill þeysist um Lundúni og Já, en vinur minn var rotaður |W Polla er ekið á spitala <g) King Fcatmet Syndicate. Inc . 1974 Woild nghu icterved Yesturbœjarliðið í Lundúnum féll! — Newcastle sló QPR út úr deildarbikarnum i gœrkvöld i Lundúnum og Doncaster úr fjórðu deildinni komst i fjórðu umferðina Herberg Busse til hægri ásamt kunnum knattspyrnumanni— ungverska snillingnum Ferenc Puskas. Hann á tvo fóstur- syni í Dankersen! „Biddu hann landa þinn um að aka bilnum heim til min. Hérna eru hús- lyklarnir, —þið fáið ykkur kók á með- an þið blðið eftir mér,” sagði Herbert Busse við Óiaf H. Jónsson um leið og hann fékk honum lyklakippuna. Busse, sem var að sinna einu af sinum mörgu verkefnum sem rafvirki i Dankersen, var ekkert að kanna það sérstaklega, hvort Dagblaðsmaðurinn aðkomni hefði ökuréttindi, — eða kynni nokkuð á bil, áður en hann ftíl honum að aka splunkunýjum fólksvagni, Golf — frú- arbilnum, heim. Að hann var iandi þeirra Ólafs og Axels, handknattleiks- kappanna, var honum næg trygging. Við Olafur fórum alveg að orðum Busse, en máttum gæta þess að villast ekki i „villunni” hans, einbýlishúsinu, tveggja hæða ásamt risi. Byggingin var mjög vönduð 1 alla staði, en mesta athygli vöktu millihurðirnar, úr hömr- uðu gleri og hreinlætisherbergin níu. ,,Ég keypti húsið fullsmíðað,” sagði Busse, „og réð engu um innrétting- una”, þegar Ólafur fór að glettast við hann og spurði hvort maginn væri eitt- hvað í ólagi og þvi vissara að hafa snyrtiherbergi I grennd. 1 þessu tignarlega hvitmálaða húsi fer vafalaust vel um fjölskyldu Busse, — hann, eiginkonuna og dæturnar tvær, báöar innan við fermingu. Ekki fer siður vel um einkabilana þrjá í bil- skúmum þegar illa viðrar, en hins vegar verða bilarnir fjórir, sem Busse notar vegna iðngreinar sinnar og raf- tækjaverzlunarinnar sennilega að standa úti allt árið. En Busse hefur ekki fengið eignir sinar fyrirhafnar- laust. Hann er á þönum allan daginn, enda þrekskrokkur. Eftir vaxtarlag- inu að dæma mætti ætla að hann væri gamall hnefaleikari, eins og Max Schmeling, svo samanrekinn er hann. En Herbert Busse valdi sér aðra og göfugri iþrótt, — knattspyrnuna og iðkaði hana i nærri tvo áratugi og vei þeim sem reyndi að ýta Busse harka- lega frá sér. Hann hefur ekki haft er- indi sem erfiði. Niðþungur sófinn, sem Busse sótti handa ólafi H. I eitt húsa sinna i Dankersen, sannfærði okkur um krafta þessa sterkbyggða Þjóð- verja. Hann lét sig ekki muna um að halda einn undir annan endann á sóf- anum, en tvo tslendinga þurfti á hinn og dugði varla til. Busse lætur sér mjög annt um fjöl- skyldu sina, það leyndi sér ekki, en ut- an hennar stendur Dankersenliðið hjartahansnæst og ekki er ofmælt að i þeim hópi hefur hann eignazt tvo fóst- ursyni, þá Axel og Ólaf, sem hann hef- ur nánast gengið i föðurstað þarna Axel og Busse. Ljósmynd emm. ytra. í einu og öllu gætir hann velferð- ar þeirra. Við innkaup útvegar hann afslátt og flýtir fyrir ýmiss konar af- greiðslu ef um einhvern seinagang er að ræða, svo eitthvað sé nefnt. Hann leitaði færustu sérfræðinga vegna meiösla Axels og lét lögfræðing, vin sinn, vinna skýrslu um slysstaðinn, þegar þeir félagarnir lentu i umferð- aróhappinu, og svo má lengi telja. Starfið i kringum Dankersen tekur vitanlega sinn tima, en Herbert Busse lætur það ekki bitna á vinnu sinni held- ur styttir nætursvefninn. Það bezta við Busse er, sögðu Axel og ólafur, að allt stendur eins og stafur á bók, sem hann lofar, og það fékk óheppinn fréttamað- ur aö reyna. Myndavélin hafði fallið I gólfið og minnst þriggja vikna bið á viðgerð. Auðvitað var leitað til Busse. „Hittið mig við aðaldyrnar á iþrótta- höllinni fyrir leikinn i kvöld og allt verður í lagi,” Ekki var myndavél að sjá þegar viö komum að dyrunum, en Busse beið. Gleymt henni hugsuðum við og bezt að minnast ekki á neitt. En Busse benti okkur á gula tösku á ganginum. „Myndavélin er i henni og þarna stendur ljósmyndari til að leiðbeina ykkur, — ef þið kunnið ekki á þessa tegund.” Eftir að hafa notið aðstoðar hjálparmannsins við filmuisetningu, spurðum við Busse, hvort þyrfti miða til að komast inn á leikinn. „Alles klar,” sagði hann og benti okkur á- fram og verðirnir i þrennum dyrum bugtuðu sig um leið og við nálguðumst og bentu okkur áfram. Vegna starfs sins sem rafvirki og verzlunareigandi, þekkir Busse fólk i öllum stöðum og notar þann kunnings- skap I þágu iþróttahreyfingarinnar og ekki hvað sizt fyrir þá Ólaf og Axel. Hann getur jafnvel stundum brugðið á leik við þá, eins og þegar hann spurði hvort heldur þeir vildu horf á nýrnaað- gerð eða heiiauppskurð. Þeir höfnuðu boðinu, ekki af þvi að þeir væru að rengja Busse, heldur af hinu að kjark- inn skorti. Utan Dankersen á Herbert Busse einnig marga góða og þekkta kunn- ingja, sem hann hefur eignazt á ferð- um sfnum um Evrópu, ekki slzt þegar hann hefur farið að horfa á mestu við- burði íþróttanna,eins og Olympiuleika og heimsmeistarakeppni i knatt- spyrnu. Meðal þeirra sem hann hefur komizt i kynni við, eru þeir Puskas, knattspyrnusnillingurinn frægi og Herberger, þýzki þjálfarinn snjalli, sem geröi Þjóðverja að heimsmeistur- um árið 1954. Samskipti okkar við Busse urðu styttri en viðhöfðum ætlaö. Hann varð fyrir þvi óhappiað detta á hnéð i verzl- un sinni og meiðast það illa að sjúkra- húsvist var óhjákvæmileg. Busse var þvi fremur daufur i dálkinn, þegar hann hringdi i I Axel og tjáði honum ó- farir sinar. En eins og við þekktum Busse, stafaði dapurleiki hans, ekki kannski beint af vinnutapinu, — heldur af hinu, að úr rúminu átti hann erfitt með að rétta þeim Islendingunum Ólafi og Axel hjálparhönd, ef með þyrfti. Malcolm MacDonald, hinn sterki miðherji Newcastle, sem nú keppir viö Stan Bowles, QPR, um miðherjastöðuna i enska landsliðinu, varö sigurvegari I innbyröisviöureign þeirra á Loft- us Road i Lundúnum I gær — og Newcastle sló QPR út i deildabik- arnum. óvænt og þó ekki. New- Þeir skora mörkin Markahæstu leikmenn i ensku knattspyrnunni eftir leikina á laugardag voru: 1. deild 16 — Ted MacDougali, Norwich. 15 — Peter Noble, Burniey 12 — Alan Gowling, Newcastle 10 — Malcolm Macdonald, New- castle, og Alan Taylor, West Ham. 9 — Denis Tueart, Manch. City 2. deild 12 — Poul Cheesley, Bristol City og D. Hales, Charlton. 10 — Mike Channon, Southampton 3. deild 10 — Fred Binney, Brighton, og Ray Treacy, Preston 4. deild 16 — O’Callaghan, Doncaster. 15 — Ronnie Moore, Tranmere. 14 — John Ward, Lincoin. castle sigraöi QPR 4—0 á sama velli á slðasta leiktimabili — og þaö einnig i 3. umferö deildabik- arsins. Næstum á sama degi fyrir ári. Þeir Burns, MacDonald og Nulty skoruðu mörk Newcastle i gær, en Leech fyrir QPR. úrslit urðu annars þessi: Deiidabikarinn Burnley—Leicester Doncaster—Hull Everton—Notts Co. Middlesbro—Peterbro QPR—Newcastle Grimsby - 3. deild -Wrexham Mest kom á óvart sigur 4. deildarliösins Doncaster i viður- eign Yorkshireliðanna — og liðið kemst nú i hattinn með stórliðum, þegar dregið verður i 4. umferð. Burnley átti ekki i erfiðleikum íþróttir með Leicester á heimavelli — en tapaði sem kunnugt er i Leicester á laugardag 11. deild. Þeir Morg- an og Hankin skoruðu mörk Burnley i gær — og Middlesbro fór létt með Peterbro úr 3. deild. Boam, Armstrong og Hickton skoruðu mörk Middlesbro. Þrir leikir verða I deildabikarn- um I kvöld. Þá leika Manchest- er-liðin á leikvelli City, Maine Road, og stórleikur verður einnig I Lundúnum milli Tottenham og West Ham. Olympíu- leikar í Glasgow? Von Glasgow-borgar —I keppni viö Teheran, íran — aö halda Olympiuleikana 1984 færöist nær raunveruleikanum i gær, þegar samþykkt var aö verja 18 þúsund sterlingspundum til undirbún- ings. tþróttanefnd borgarinnar annast framkvæmdina. Talsmaöur hennar sagöi i Glas- gow I gær. — Jafnvel þtí Olympiu- leikarnir veröi ekki haldnir i Glasgow 1984, erum viö öruggir um aö fá leikana þó siöar verði. Sumarleikarnir 1980 veröa i Moskvu — Teheran og Glasgow munu keppa um leikana 1984— og Sydney i Astraliu sækir um leik- ana 1988. Hœttur í þýzka kndsliðinu sagði Gunter Netzer i Madrid í gœr eftir að Schön setti hann úr landsliðinu Knattspyrnumaöurinn frægi hjá Real Madrid, Gunter Netzer, varö ákaflega reiöur, þegar hann var settur úr þýzka landsliðinu, Karl Maack endurkjörinn Arsþing Badmintonsambands tslands var haldiö á laugardag — hiö fjölmennasta til þessa. Þing- forsetivarEinar Jónsson. A þing- inu kom fram, aö starfsemi sam- bandsins fer sifellt vaxandi — og iökendur badmintons hér á landi eru nú á fjóröa þúsund. Karl Maack var endurkjörinn formaöur, en aörir I stjórn voru kjörnir Bragi Jakobsson, Rafn Viggósson, Steinar Petersen og Walter Lentz. Óskar Guðmunds- son, sem átt hefur sæti i stjórninni frá upphafi, baöst undan endur- kjöri, svo og Magnús Eliasson og Gisli Guðmundsson. sem leikur viö Búlgariu i næstu viku I Evrópukeppni landsliða. t gær sagöist hann aldrei framar leika fyrir Þýzkaland. Fréttastofan SID hafði sam- band við Netzer i Madrid i gær og hann sagði. — Það kom mér mjög á óvart að vera settur úr liðinu. Þetta eru lokin. Ég kem ekki ná- lægt landsliðinu framar. Helmut Schön, þýzki landsliðs- einvaldurinn, setti Netzer úr landsliðinu i mótmælaskyni við þá ákvöröun Real Madrid að gefa Paul Breitner, sem einnig leikur með Real, ekki eftir i landsleikinn við Búlgara. Netzer hefur áður hótað að leika ekki framar i vestur-þýzka landsliðinu. Það var 1970 eftir deilu við Schön, en niu mánuðum siðarlék hann með á ný. Hann lék afar litiö i heimsmeistarakeppn- inni 1974, þegar Þjóðverjar sigr- uðu. Aðeins fimm af heimsmeistur- unum frá 74eru i 20manna lands- liðshópnum gegn Búlgörum. Ný- liðar eru Peter Reichel, 23ja ára varnarmaður I Eintracht Frank- furt, og Hannes Bongartz, 24ra ára framvörður hjá Schalke. Leikurinn við Búlgara verður i Dusseldorf. Sama lið gegn Sviss Sovétrikin leika við Sviss i dag i Evrtípukeppni landsliða og verður leikið á leikvelli Dinamo Kiev — þeim sama velli og Akur- nesingar léku við Kænugarðsliðið i Evrópubikarnum á dögunum. Lið Sovétrikjanna er hið sama og var hér á Melavelli — Dina- mo-liöið eöa talið frá markverði Rudakov, Konkov, Burjak, Fomenko, Reshko, Troshkin, Muntyan, Onisenko, Kolotov, Veremeyev og Blohkin. MAGNÚS GÍSLASON RÆÐIR VIÐ HERBERT BUSSE I DANKERSEN Þá er skauta vertiðin hafin i Noregi og áhorfendur flykkjast á vellina — enda skautaiþróttin þjóðariþrótt Norðmanna með skiöastökkinu. Þessi fallega mynd aðofan var tekin á laugardag á Valle Hovin, þegar fyrsta mótið fór fram. Árangur var mjög góöur —Per Björang, til vinstri sigraði i 500 metra hlaupi á 40.5 sekúndum og með honum er Arnulf Sunde. Á siöasta keppnistimabili voru Norömenn mestu afreksmenn- irnir á skautunum — og búast við miklu af sinum mönnum I vetur, þá ekki sizt Per Björang. Tekst Víkingum að hemja skapið gegn Valsmönnum? Tveir þýðingarmiklir leikir í 1. deildinni í handknattleik í Laugardalshðllinni í kvöld. Þróttur-FH, Valur-Víkingur. I kvöld fara fram tveirleikir i 1. deild tslandsmótsins íhandknatt- leik. Fyrri leikurinn er milli Þróttar og FH og hefst hann kl. 20.15. Aö sjálfsögöu veröa FH-ingar að teljast sigurstrang- legri og þar með aö hljóta sinn fjóröa sigur i mótinu. Þróttarar munu áreiöanlega berjast. — Þeir hafa dregizt nokkuð aftur úr eftir óvænta sigra Gróttu i tveimur siöustu leikjum. Siðari leikurinn er milli Vikings og Vals og að sjálfsögðu leikur kvöldsins. Vikingar misstu illi- lega niður sigur gegn Fram á dögunum, þegar þeir beinlinis misstu stjórn á skapi sinu. Ætli Vikingar að vera með i barátt- unni, þá verða þeir að læra að taka á sjálfum sér. Vikingar hafa nú leikiö 5 leiki i deildinni og i fjórum þeirra hafa þeir leikið undir getu. Slikt eru ekki meist- arataktar. Valsmenn hafa einnig átt við sin vandamál að striða. Þau þrjú stig sem þeir hafa misst fóru til Hafnarfjarðarliðanna. A móti Haukumvoru þeir meðunninn leik sem þeir misstu niður i jafnteflf, en gegn FH áttu þeir aidrei möguleika. Svo virðist sem Vals- menn geti leikið ágætlega á köfl- um, en siðan dettur allt niður fyr- ir meðalmennskuna hjá þeim og hvorki gengur né rekur. En hvað um það, það verður hart barizt i kvöld. Hvort verður það Vikingur eða Valur, sem trónir á toppnum eftir leikina i kvöld — það er stóra spurningin. h.halls. Leikmenn Gróttu hafa heldur betur sett strik i 1. deildar- keppnina að undanförnu — og eftirlciðis kóma öll liðin til með að óttast Seltirningana. A myndinni til hliðar er Hauka- mark i uppsiglingu gegn Gróttu á sunnudag i Hafnarfirði. Ingi- mar Haraldsson hefur sloppið framhjá Halldóri Kristjánssyni og skorar hjá Guðmundi Ingimundarsyni. Aðrir leik- menn eru frá vinstri Magnús Sigurðsson, Arni Indriðason og Elias Jónasson — og við riml- ana iná sjá liðsstjóra Gróttu, Stefán Agústsson. DB-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.