Dagblaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 8
8
Dagblaðiö. Miðvikudagur 12. nóvember 1975.
UBIABIB
[frjálst, óháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfuiltrúi: lfaukur Helgason
iþróttir: llaliur Simonarson
Ilönnun: Jóliannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson,
Bragi Sigurösson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hatlur Hallsson, Ilelgi
'Pctursson, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson.
Handrit: Asgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guðinannsdóttir, Maria ólafsdóttir.
I.jósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Práinn Porleifsson
Auglýsingastjóri: Ásgeir Hannes Eiriksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Ilalldórsson
Askriftargjald S00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Ritstjórn Siöumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-
greiðsla Pverholti 2, simi 27022.
Ríkið er verst
Rikið er versti þorparinn i verð-
bólgunni vegna gifurlegrar skulda-
söfnunar i Seðlabankanum og met-
halla. Skuldasúpan kemur meðal
annars niður á bankakerfinu i þvi, að
almennum útlánum verður að halda i
lágmarki til að reyna að sporna
eitthvað. gegn verðbólguflóðinu, og
dugir skammt.
Rikishallinn eykur umferð peninga i þjóðfélaginu,
sem meðal annars birtist i hinum geigvænlega halla
á viðskiptajöfnuði.
Hallabúskapur rikisins eyðileggur tilraunir, sem
gerðar eru til úrbóta á öðrum sviðum. Það er ekki
að tilefnislausu, að Seðlabankinn hefur sent rikinu
áminningu, þar sem einfaldlega segir, að þetta
megi ekki svo til ganga.
Fréttir herma, að rikið hafi á einum mánuði aukið
skuldir sinar i Seðlabankanum úr 5,9 milljörðum i
7,9 milljarða. Ráðuneytisstjóri i fjármálaráðu-
neytinu segir, að mestur hluti þessa hafi farið i
greiðslur til tveggja sjóða, jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga og oliusjóðs. Þessar greiðslur hafi
samtals numið 1,5—1,6 milljörðum.
Rikishallinn nálgast f jóra milljarða i ár, en ráðu-
neytisstjórinn gerir sér vonir um, að hjá þeirri tölu
verði komizt. i þessum mikla halla felst alröng
stefna.
Það er þvert á móti æskilegust aðferð gegn verð-
bólgu, að greiðsluafgangur verði i rikisrekstri. Þvi
meiri sem hallinn verður þvi meiri verður verð-
bólgan.
Fjármálaráðherrar eru gjarnan litið vinsælir
meðal samráðherra sinna. Þeirra verkefni er að
veita öðrum aðhald. Einstök ráðuneyti fýsir að
leggja i aukin útgjöld. Fjármálaráðuneytið verður
að kunna að segja nei.
Það hefur liðizt i ár, að einstök ráðuneyti hafa
farið langt fram úr áætlunum i eyðslu. Fjárlög i
fyrra voru alltof há og gráu hefur verið bætt ofan á
svart með þvi, að á mörgum sviðum hefur verið
gengið miklu lengra en fjárlög sögðu til um.
Þótt ekki séu beinlinis prentaðir nýir seðlar til að
standa undir skuldaaukningu rikisins i Seðla-
bankanum, er rikishallinn það, sem kallað er
peningaskapandi. Með honum verða nýir peningar
til i þeirri merkingu, að fjármagn i innlánsdeildum
vex. Beint hlutfall er milli peningamagnsins, sem
er i umferð, og verðlagsins.
Rikið verður að sjá að sér i þessu. Það verður að
ganga á undan með góðu fordæmi. Rikið má ekki
fremur en aðrir ,,lifa um efni fram”.
Tækifærið fæst nú á nýju ári. Fyrst og fremst
verður að hindra, að þrýstihóparnir fari með allt i
vaskinn rétt einu sinni og keyri fjárlagafrumvarpið
upp úr öllu valdi.
Við náum engum tökum á verðbólgunni nema
hörku sé beitt. Rikisvaldinu stoðar ekki að sussa á
verkalýðsforingja i komandi samningum, nema það
hafi sjálft gert hreint i sinu húsi. -HH
í hinu nýja Suður-Víetnam:
FÉLAGSLEG HREIN-
GERNING í SAIGON
— miHjón manna atvinnulaus
Hersveitir Þjóðfrelsisfylkingar-
innar koma tii Saigon eftir fall
stjórnar Thieus i apríl.
Yfirvöld i Saigon — hinni nýju
Ho Sji-Min Borg — hafa að und-
anförnu gengið rösklega fram i
aðhreinsa borgina. Sérstaklega
hefur verið lögð áherzla á að
flæma burtu hóruskara, eitur-
lyfjasjúklinga, smáþjófa og
betlara.
Enn má sjá marga af þessu
tagi á strætum Saigon, en her-
ferð borgaryfirvalda hefur þó
gengið mjög vel. Er nú af sem
áður var, er Saigon var eitt
mesta spillingarbæli i Asiu. Sið-
an hefur verið skipt um stjórn i
landinu, það hefur frelsazt.
Herferðin gegn félagslegum
vandamálum borgarinnar, sem
voru fjölmörg og sum geigvæn-
leg eftir langvarandi strið, hófst
fljótlega eftir að byltingarstjórn
Þjóðfrelsisfylkingarinnar tók
völdin i landinu i april.
Endurhæfingarstarfsemi var
skipulögð fyrir þá er á þurftu að
halda. Þar gátu menn lært
handverk og eitt og annað, er
gerði þá færa um að fara aftur
heim i þorp sin eða til hinna sér-
skipulögðu „efnahagssvæða” i
héruðunum umhverfis Saigon.
Menntun, ekki
hegning
,,í stefnu stjórnarinnar er
mest áherzla lögð á menntun en
Hvað er í kassanum?
Þjóðleikhúsið, litia sviðið:
HAKARLASÓL
Trúðleikur eftir Erling E.
Halldórsson
Lcikmynd og búningar: Magnús
Tómasson
I.eikstjóri: Erlingur E.
Iialldórsson.
Ég verð að kannast við það
hispurslaust, að ég skil ekki
leikrit Erlings Halldórssonar,
Hákarlasól. Og það sem verra
er: mér var einhvern veginn
ógerningur að fá neinn veru-
legan áhuga á þvi i Leikhús-
kjallaranum á sunnudagskvöld,
hvað höfundur vildi sagt hafa
með leiknum.
Þetta er vandamál að
minnsta kosti af tveimur ástæð-
um. Sumpart er þvi mætavel
trúandi að höfundur „vilji sagt
hafa” eitthvað sem honum
finnstskipta máli með leiknum.
Sé svo er Hákarlasól samin eftir
einhverri táknlegri eða
allegóriskri aðferð sem i raun
réttri þarf á einhvers konar
„dulmálslykli” að halda til að
ráðið verði eða minnsta kosti
spáð i merkingu og markmið
textans.
Hverjir eru mennirnir þrir i
leiknum, og hvers vegna eru
þeir úti að flækjast um miðja
nótt? Af hverju eru þeir með
þennan kassa, bisa og baksa við
hann svo liggur við beinbrotum
og stórslysum? Hvað er i kass-
anum? Og af hverju taka þeir
þremenningar á sig einhvers
konar trúðsgervi meðan á
stendur bardúsi þeirra með
kassann?
Þannig og svo framvegis
getur áhugasamur áhorfandi
spurt sjálfan sig meðan leikur
fer fram. Spurningarnar ganga
f . ' ■
Eru arkitektar og verk
Nokkur blaðaskrif hafa að und-
anförnu orðið um málefni bygg-
ingariðnaðarins hér á landi og þvi
miður mjög á einn veg. Hefur i
þeim verið ráðizt að „úreltu
meistarakerfi” og bygginga-
meistarar sagðir tregir til nýj-
unga. Greinar þessar hafa byggt
að nokkru á skýrslu sérfræðinga-
nefndar Rannsóknaráðs rikisins
og gætir þar viða herfilegs mis-
skilnings.
Varla er það tilviljun að greinar
þessar fylgja i kjölfar framkom-
ins frumvarps til nýrra bygginga-
laga. Frumvarp þetta er samið af
9 manna nefnd, sem skipuð var
fulltrúum félagsmálaráðuneytis,
landbúnaðarráðuneytis, Reykja-
vikurborgar, skipulagsstjórnar
rikisins, Sambands isl. sveitarfé-
laga auk fulltrúa arkitekta, verk-
fræðinga, byggingafræðinga og
tæknifræðinga.
Greinarnar sem um þessi mál
hafa verið ritaðar, svo og frum-
varpið sýna áþreifanlega hve
breitt bil er milli þeirra hug-
mynda sem háskólamenn hafa
um byggingariðnað ög þess sem
raunverulega gerist á vinnu-
markaðinum.
1 15. grein frumvarpsins segir
svo:
„Við gerð hvers mannvirkis
skal vera einn ábyrgur aðili, sem
nefnist byggingarstjóri. Bygging-
arnefnd veitir byggingarstjórum
viburkenningu.”
Siðan eru ákvæði um hverjir
geti hlotiðslika viðurkenningu, en
það eru þeir húsasmiða- og múr-
arameistarar, sem þegar hafa
hlotið samþykki byggingarnefnd-
ar og lokið hafa tilskildu námi,
m.a. meistaraskóla. En eftir
gildistöku frumvarpsins fá engir
slika viðurkenningu nema arki-
tektar, by ggingafræðingar,
tæknifræðingar og verkfræðingar
svo og búfræðikandidatar út
tæknideildum búnaðarskólanna
að þvi er landbúnaðarbyggingar
varðar.
117. grein frv. segir: „Bygging-
arstjóri er framkvæmdastjóri
byggingarframkvæmda. Hann
ræður iðnmeistara i upphafi
verks i samráði við eiganda eða
samþykkir ráðningu þeirra....”
Allt þetta sýnir að verkfræðing-
ar og arkitektar hafa með tilbún-
ingi frumvarpsins búið til nýja
stöðu, stöðu byggingarstjóra,
sem þá virðist þyrsta i, og nú skal
i eitt skipti fyrir öll ýta til hliðar
öllum iðnmeisturum, einkum þó
byggingameisturum.
Með þessu nýja starfi má ætla
að byggingarkostnaður hækki um
5—10% ef miða má við þau laun
sem verkfræðingar og arkitektar
taka nú fyrir þjónustu sina við
byggingar i landinu. Má finna
þess mörg dæmi að þeir nái 10
þúsund kr. launum á tímann og
stundum vel það. Get ég þó full-
yrt, eftir margra ára starf i bygg-
ingariðnaði, að heppilega væri að
þessir aðilar legðu fremur á-
herzlu á að vanda betur vinnu
sina og sniða henni betri stakk
eftir aðstæðum á hverjum bygg-
ingarstað en að sælast eftir um-
fangsmeiri störfum i byggingar-
iðnaðinum en þeir nú hafa.
Flestar ef ekki allar helztu
nýjungar i byggingariðnaði sið-
ustu ára eru runnar undan rifjum
byggingameistara, en ekki há-
skólamenntaðra manna. Má þar
til nefna stöðlun eininga, ýmsar
tréeiningar, strengjasteypu,
hurðaframleiðslu, steypumót,
stálmót og notkun bygginga-
krana.
Allar þessar nýjungar hafa
stuðlað að lækkun byggingar-
kostnaðar. Hlutur hinna háskóla-
menntuðu liggur öllu frekar i þvi
að hundsa islenzka staðalinn og á
þann hátt að hækka verð bygg-
inga. ótal dæmi mætti nefna um
handahófskennd vinnubrögð
arkitekta og verkfræðinga sem
orðið hafa húsbyggjendum dýr.