Dagblaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 3
DagblaöiO. Miðvikudagur 12. nóvember 1975.
3
Drykkjuskapur og skemmdarverk við Tónabœ:
„15 og 16 óra unglingar á góðri
leið með að verða alkóhólistar7'
í gær hélt Æskulýðsráð, sem
Tónabær heyrir undir, skyndi-
fund um ástandið, sem keyrði Ur
hófi fram sl. föstudagskvöld.
Var þar ákveðið að gripa til
þeirra ráðstafapa, að loka hús-
inu kl. 22.30 á föstudagskvöldum
á næstunni, og jafnframt að lög-
gæzla yrðu við húsið eftir það og
fram úr.
„Þótt heppilegast væri að
þurfa ekki að leita á náðir lög-
reglu,” sagði Ómar Einarsson,
,,þá er ekki um annað að ræða.
Dyraverðir okkar hafa að und-
anförnu mátt þakka sinum sæla
fyrir að sleppa lifandi úr hildar-
leiknum við þessa aðsópsmiklu
gesti og t.d. voru rifin fötin utan
af einum fyrir hálfum mánuði
og honum velt upp úr svaðinu
fyrir framan húsið.”
Framkvæmdastjórinn sagði
að sér þætti þó sorglegast að sjá
— segir framkvœmdastjóri hússins
„Þetta fólk hefur aldrei upp-^
lifað það, að fullorðinn maður'
hafi talað við það af viti. Reyni
maður að gera sér far um slikt,
þá eiga þau það hreinlega til að
skæla. En auðvitað verður mað-
ur að halda áfram aðreyna. Það
ber náttúrlega ekki árangur
nærri strax, þetta er miklu
meira mál en svo.”
Ómar Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Tónabæjar, sagði
þessi orð i samtali við frétta-
mann blaðsins i gærkvöldi. Til-
efnið var róstur og ólæti, sem
orðið hafa við Tónabæ undan-
farnar heigar og valdið hafa
umtalsverðum vandræðum.
Fólkið, sem Ómar talar um,
eru 14-17 ára unglingar, sem
hann telur vera ,,á góðri leið
með að verða áfengissjúk-
lingar”.
Framkvæmdastjórinn sagði
að um verulegt vandamál væri
að ræða. Að undanförnu hefði
töluvert stór hópur unglinga
safnazt saman fyrir utan Tóna-
bæ þegar dansleikir fyrir ung-
linga fara þar fram og héldi
uppi háreysti og ólátum, sem
oftar en einu sinni hefðu endað
með þvi, að skemmdir hefðu
verið unnar á húsinu sjálfu og
bilum þar fyrir utan. Væri áber-
andi drykkjuskapur ungling-
anna.
„Þetta eru ekki þeir ungling-
ar, sem stundað hafá Tónabæ
reglulega i sumar og haust,”
sagði Ómar. „Eftir að Tjarnar-
•búð hækkaði aldurstakmark sitt
i 20 ár og Þórscafé og Silfur-
tunglið lokuðu, hefur komið hér
að hópur eldri unglinga — „okk-
ar fólk” er fætt 1959 og 1960 — og
það er sá hópur, sem veldur
vandræðunum. Þetta hefur
jafnvel leitt til þess, að fasta-
gestir okkar eru að hverfa frá.”
sömu unglingana, 15, 16 og 17
ára, koma að húsinu helgi eftir
helgi nær dauðadrukkna. „Mér
þykir erfitt að skilja heimilis-
hald, sem býður upp á svona,”
sagði hann. „Inn i húsið fer
aldrei dropi af vini, en fyrir utan
flýtur það oft i striðum
straumum”.
Aðsókn að Tónabæ hefur verið
gifurleg i sumar og haust og má
nefna sem dæmi, að i október i
fyrra voru gestir á dansleikjum
alls 1732, en i október i ár voru
þeir 5320. Af þeim voru 2927 á
föstudagskvöldum, sem eru
helztu vandræðakvöldin. Allt
árið i fyrra komu alls 50.600
gestir i Tónabæ, en það sem af
er þessu ári hafa komið þangað
49.118 gestir, þannig að aukn-
ingin er mikil. „Það leiðir af
sjálfu sér, að slikt skapar ein-
hver vandamál,” sagði Ómar
Einarsson.
,,Ef þessar ráðstafanir, sem
gera á núna duga ekki,” sagði
hann að lokum, „þá verður að
gripa til einhverra enn róttæk-
ari ráöstafana. En vandinn er
þá sá, að ekki komum við i veg
fyrir brennivinsdrykkju i land-
inu.”
—ÓV
Kiöröð við Tónabæ —• þegar þessi mynd var tekin fyrir nokkru bar ekki á skrilslátum. Þvert á móti röðuðu unglingarnir sér I skipulega
röö frá dyrunum og langt út á hlað. DB-mynd Björgvin Pálsson).
Skólabörn
í heimsókn:
KYNNA SÉR HVERNIG
DAGBLAÐIÐ VERÐUR TIL
1 ém
Sú skemmtilega hefð hefur
komizt á, að skólarnir i Borgar-
firði og Viöistaðaskóli i llafnar-
firði gangast fyrir gagn-
kvæmum heimsóknum og
kynnum árlega. Nú i vikunni
komu hingað til Reykjavikur
nemendur úr skólunum að
Varmalandiog Leirá. Nota þeir
timann vel, fara i leikhús og
skoða fyrirtæki og stofnanir. Við
hér á Dagblaðinu fengum 6
nemendur i ánægjulega
heimsókn. Fylgdust þeir með
störfum blaðamanna og með
-~prentun blaðsins I Blaðaprenti.
Hér sjáum við þau EUý Erlings-
dóttur Viðistsk., Höllu Böðvars-
dóttur Leirá, Gunnar B. Hólm
Viðistsk., Agnesi Guðmunds-
dóttur Varmal., Hjördisi
Hjálmarsdóttur Viðistsk. og
Stefán Kalmansson Varmalandi
fylgjast með fyrstu eintökunum
koma úr pressunni.
DB-mynd HP.
Skriftvéla-
virkjar
enn í
verkfalli
„Við höfum enn ekki haft
neinar fregnir af vandræðum hjá
fyrirtækjum vegna verkfalls
okkar. En ef það dregst iengi úr
þessu að deilan leysist, hiýtur að
koma að þvi," sagði 'lirafn
Ilaraldsson formaður F'élags is-
lenzkra skriftvélavirkja, er við
ræddum við hann um gang mála.
Verkfall skriftvélavirkja hófst
1. nóvember. Nokkrir fundir hafa
verið haldnir með deiluaðilum en
árangur viðræðnanna hefur ekki
orðið mikill enn þá. Þó hafa ýmis
smáatriði leystst og segja má að
ekki sé eftir að semja tim neitt
nema laun og orlof. Næsti fundur
hefur verið boðaður i dag klukkan
tvö og verða launamál þá tekin
fyrir.
Við spurðum Hrafn, hvort mikil
óánægja rikti meðal atvinnurek-
enda vegna þessa verkfalls.
Hannkvaðst ekki hafa orðið var
viö það. Að visu hafi orðið að
kalla lögreglu að einu fyrirtækinu
þegar atvinnurekandinn, sem
hefur tvo ófaglærða menn og einn
nema á sinum snærum, neitaði að
láta þá leggja niður vinnu.
-AT-