Dagblaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 14
Dagblaðið. Miðvikudagur 12. nóvember 1975. V Pelican-söngvarinn fylgir formúlunni: Herbert stof nar eigin hljómsveit c Herbert Guðmundsson, sem hætti að syngja með Pelican i fyrri viku, er ekki á þvi að hætta störfum. Hann er nú að safna liði i nýja hljómsveit og var i gær- kvöldi að reyna nokkra unga og ferska menn með sér. Herbert staðfesti i samtali við Dagblaðið að hann væri að fara af stað með nýja hljómsveit en hann vildi ekki láta uppi hverjir það væru, sem hann ætlaði að reyná til að byrja með. ,,Það kemur allt i Ijós á næstu dögum,” sagði Herbert og brosti tviræður á svip. Hann gat þess að hann myndi ekki halda áfram að syngja með Pelican um stund eða þar til þeir væru sjálfir búnir að æfa sig upp i söngvarahlutverkin. Hefði það orðið að samkomulagi á milli sin og Pelican enda ekki verið bein ástæða til að áframhaldandi samstarf yrði úr þvi sem komið var. -ÖV. Ærleg uppstokkun í Dögginni u ,,Það var komin töluverð deyfð i hljómsveitina, við höfð- um til dæmis ekki æft i tvo mán- uði og þá hlaut að koma að þessu,” sagði Páll Pálsson söngvari Daggarinnar i samtali við Dagblaðið i gærkvöldi. „Það endaði svo þannig að Nikki (Róbertsson pianóleikari) tilkynnti að hann væri orðinn leiöur á öllu saman og hættur,” bætti Páll söngvari við. Auk Nikulásar gengu bræð- urnir, Jóhann og Rúnar Þóris- synir, úr Dögg. Þeir Páll og Ólafur trommuleikari fengu i stað þeirra fjóra menn til liðs við sig og eru þegar farnir að æfa upp nýja Dögg. Þessir fjórmenningar eru: Guðjón Þ. Guðjónsson, fyrrum bassaleikari Námfúsu Fjölu, Sverrir Konráðsson, gitaristi i örnum til skamms tima og svo þeir Ólafur Halldórsson og Jón Þór GIslason,sem sameiginlega hafa komið fram með söng og kassagitarundirleik og kallaö sig „Frændurna”. „Þeir semja megnið af þvi efni sem við verðum með til að byrja með,” sagði Páll i gær- kvöldi, „en það verður varla fyrr en i næsta mánuði að við förum af stað. Allavega verður frumsamið efni i fyrirrúmi, mikið i stfl við Eagles, America og fleiri bandariskar hljóm- sveitir.” — ÓV llerbert Guömundsson: Dvöl lians i Pelican varö ekki löng og raunar koni ekki injög á óvart þegar fréttist aö hann væri liættur. Hann er þó ekki af baki dottinn og er nó aö stofna nýja liljómsveit — þar sem liann kemur lögum sinum væntanlega á framfæri. Gunni Þórðar kemur heim með sólóplötu Gunnar Þórðarson ræðir við trommuleikara sinn i Majesticstúdióinu i London i fyrra mánuöi, þegar hann var að ljúka gerð sóló-plötu sinnar. DB-mynd: IIP. , ,Ég er bara að koma heim til þess að slappa af og halda jólin hátiðleg,” sagði Gunnar Þórð- arson tónskáld i simtali við Dagblaðið frá London. Gunnar er væntanlegur heim nú í lok vikunnar, en hann hefur dvalizt ytra siðan í vor. „Að mestu hef ég unnið við samningu, útsetningar og upptökur á efni á fyrstu sóló-plötuna mina,” sagði Gunnar. ,,Um 90 timar hafa farið i upptöku á henni og ég verð að segja að ég hef sjaldan unað mér betur, vona auðvitað að árangurinn verði eftir þvi”. Gunnar hefur tekið plötuna upp iT.W. stúdióinu, sem er litið stúdíó i vesturhluta London, en allan söng hefur hann tekið upp i Majestic-stúdióinu, þar sem Stuðmenn og Svanfriður tóku upp sinar plötur auk Lónli Blú Bojs. Hljóðblöndun hefur svo fariðfram i Ramport stúdióinu. „Ég hef ekki haft nema tvo aukahljóöfæraleikara, en þeir voru líka góðir, Clen Cattini á trommur og Graham Preskett lék litillega með mér á fiðlu,” sagði Gunnar ennfremur. „Að öðru leyti hef ég nuddað þetta sjálfur.” Hvort Gunnar kæmi eitthvað fram opinberlega á meðan hann dvelst hér vissi hann ekki gjörla. Eitthvað gæti það þó orðið i sambandi við kynningu á sólóplötunni. —HP „Þessir strákar eru sko úr sveitinni!” sagði hrifinn áheyr- andi á tónleikum bandarisku tatarahljómsveitarinnar, Hickory Wind.i' Tónabæ sunnu- daginn 2. nóv. „Þeir eru engir fúskarar!” Hann hafði rétt fyrir sér. Það er ekki oft sem okkur gefst kost- ur á að heyra raunverulega bluegrass- og tataratónlist frá fjallasvæðum Vestur-Virginiu. Um það bil 240 manns voru i Tónabæ þetta kvöld, mikið til sami kjarninn og hefur sótt tónleika af þessu tagi á undan- förnum árum. Margir þeir sem misstu af Hickory Wind hafa þegar áttað sig á að góðir hlutir fóru fram hjá þeim. Ekki fer á milli mála að þeir fimmmenningarnir eru eldklár- ir hljóðfæraleikarar. Virðist engu skipta að þeir voru flestir með lánshljóðfæri — þeirra eigin urðu eftir i New York vegna misskilnings. Hljóðfæraskipan Hickory Wind er óvenjuleg — að minnsta kosti hérlendis — en skemmti- legasta hljóðfærið vantaði þó, dulcimer Bobs Shanks. Það er 89 strengjá hljóðfæri, sú gerð þess sem er slegin með svoköll- uðum hömrum. Gallinn við Hickory Wind er sá að þeir eru tæpast nógu fjör- legirá sviði. Helzt er það undra- maðurinn Sam Morgan (gitar, fiðla, mandólin), sem vekur kátinu þeirra er á horfa. Fiðlu- og mandóllnspilarinn Pete Tcnney hreyfði sig varla allt kvöldið og þá ekki heldur bassa- leikarinn Glen McCarthy. Bob Shank, leiðtogi bandsins, er ótrúlega fingralipur banjóspil- ari. Sumar athugasemdir aðal- söngvarans og gitarleikarans, Marks Walbridges, um þetta kvöld, það fyrsta fyrir framan áheyrendur af öðru þjóðerni en þeirra eigið, voru lúmskt skemmtilegar. Full ástæða virðist vera til að ýta undir tónlist af þessu tagi hér, það kom I ljós á tónleikum Hickory Wind. —óv. Júdas trommu- leikaralausir — Hrólfur lagður inn á sjúkrahús Júdas þarf að fá nýjan trommuleikara eftir helgina — um stundarsakir. Hrólfur Gunnarsson trommari Júdasar á i veikindum og verður lagður inn á sjúkrahús til uppskurðar I næstu viku. Meinið er svokall- aður „tviburabróðir”. Um siðustu helgi var Hrólfur heldur illa haldinn og gat ekki leikið með hljómsveit sinni. Það var þvf brugðið á það ráð, að sögn Jóns Ólafssonar fram- kvæmdastjóra Júdasar, að leita til Ara Jónssonar trommuleik- ara Sheriff (áður Roof Tops og Borgis). „Ari stóð sig mjög skemmti- lega,” sagði Jón i samtali ,við blaðið i gærkvöld. „Hann getur hins vegar ekki verið með okkur áfram, enda er hann i eigin hljómsveit, og er ekki út- séð um hver leysir Hrólf af.” Hrólfur Gunnarsson verður þó með Júdasi um helgina. Jón gat þess að LP-plata hljómsveitarinnar kæmi til landsins i næstu viku og mun hún koma út eins fljótt og auðið verður. „Það er allt á fullu hjá okkur,” sagði Jón Ólafsson hinn hressasti, „en að sjálfsögðu er ekki gott að missa sjálfan trommuleikarann úr starfi.” —ÓV Hrólfur Gunnarsson. Paradís heldur kabarett „Þetta eiga ekki að verða Paradisar-hljómleikar heldur einskonar kabarett,” sagði Pétur W. Kristjánsson söngvari Paradisar er fréttamaður blaðsins spurði hann um fyrir- hugaða skemmtun hljómsveit- arinnar. Skemmtunina, sem um ræðir, stendur til að halda i Austur- bæjarbidi laugardaginn 22. nóvember. Þar mun Paradis koma fram ásamt ýmsum skemmtikröftum, þeim hinum sömu og hvað mest hefur að kveðið undanfarið. —ÓV. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.