Dagblaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 2
2 Dagblaðiö. Miövikudagur 12. nóvember 1975. AÐ LOKNU MÓTI, ÞA BYRJUDU ERFIDLEIKARNIR Skrifstofa skiptiborð 83464 Bein lína söludeildar 10130 Verzlunin Hafnarstræti 18 10133 Verzlunin Pennans 83211 þegar hann segir, að það sé betra i peningalegu tilliti að tapa einni skák fyrir Bobby Fischer en að vinna 10 skákir gegn t.d. Botvinnik. — Ætlarðu að verða heims- meistari i skák? „Ég er ekki að hugsa um heimsmeistaratitil á þessu augnabliki,” sagði Liberzon. Yfirdómari mótsins, alþjóðlegi stórmeistarinn séra William Lombardy, heyrir þetta og spyr: „Myndirðu taka við honum, ef þú fengir hann?” Það er hérna, sem Liberzon nefnir gildi þess að tefla við Fischer og Botvinnik. Eins og fleiri er Liberzon öldungis forviða yfir miklum skákáhuga tslendinga og lætur velafþeim sem áhorfendum. BS — rœtt við Vladimir Liberzon, sem heyja mun einvígi við Parma um sœti á nœsta millisvœðamóti þegar hann var 28 ára gamall, varð hann alþjóðlegur stórmeist- ari. Tiu árum siðar flutti hann til tsrael með konu sinni. Þau eiga fjögurra ára dóttur. Liberzon kveðst vera ánægður i Israel. — Hefurður hringt i konuna og sagt henni frá velgengni þinni i mótinu? spyrjum við. „Nei. Hún veit það úr fréttum heima. Það eru ekki svo margir viöburðir á þessu sviði að gerast nú. Það er áreiðanlega sagt frá þessu i fréttum, svo að ég er ekk- ert að eyða peningum i simtal,” segir Liberzon. Liberzon nefnir aftur peninga, Vladimir Liberzon frá Israel mun heyja einvigi við Parma frá Júgóslaviu um það hvor þeirra félaga fær sæti i næsta svæða- móti. Parma tókst að sigra Dan- ann Hamman eftir æsilega skák. Sunasbú Dagblaðið tók Liberzon tali i fyrradag. Liberzon sagði i viðtali við Dagblaðið, að hann hefði i upphafi teflt til sigurs i mótinu. Sú áætlun hafi farið út um þúfur, verið skökk. Hann sagði, að keppnislokin á svæðismótinu hefðu verið sér mjög erfið, ekki sizt eftir að hann lauk sinum skákum. Hefði hann orðið að biða og horfa á keppinautana nálgast 2. sætiö og ógna þvi, án þess aö hann gæti haft minnstu áhrif á þróunina. Liberzon segist vera borinn og barnfæddur i Moskvu. Árið 1963, Laugavegi 84 38402 Verzlunin Laugavegi 178 Þarna er skákstaöa, væntanlega flókin I meira lagi, íhuguö af nokkrum meisturum skákarinnar. Liberzon stendur hjá nokkrum félögum og hefur greinilega eitthvaö til málanna aö leggja. Friðrik til vinstri og Hollendingurinn, Van der Broeck lengst til hægri (DB-mynd Bjarnleifur). Regnboga- plast h/f Kórsnesbraut 18 „SVELTU" SAUÐIRNIR REYNDUST ÞYNGSTIR Dilkarnir 7, sem Einar M. Jóhannesson á Akureyri lét slátra þar i haustslátrun, hafa vakið athygli fyrir hversu vel þeir voru gengnir fram. Átti Einar þyngsta dilkinn við þessa slátrun, 30 kg og þann næsta 27.9 kg. Ennfremur átti Einar þyngstu veturgömlu ána, 48 kg. Dilka þessa hefur Einar alið i Flatey á Skjálfanda, en um búskap hans þar hefur staðið nokkur styr. Fékk hann ábúðar- rétt á einni jörð á eynni fyrir nokkrum árum og stundaði þaðan sjóróðra i fyéstu. Nú er eyjan óhemju grösug og flutti Einar fljótlega fé út i hana, 11 ær og nokkur lömb. Einar er ekki búsettur i eynni heldur býr hann á Akureyri og ákvað hann að láta féð liggja við opið úti þar yfir veturinn. Þetta ofbauð dýraverndunarfélaginu á Akureyri, enda taldi formaður þess sig hafa óyggjandi sannan- ir fyrir þvi að féð væri þarna i svelti. Reit hann ráðuneyti og sýslumanni bréf og varð það til þess að farið var út i eyna og að- stæður kannaðar. Fundu fóður- eftirlitsmenn ekkert athugavert og töldu fénaðarhöld þar i góðu lagi. Hefur það nú sannazt. HP ÆVISAGA STALINS í ÞÝÐINGU SVERRIS KRISTJÁNSSONAR Sími 44190 Höfum fyrirliggjandi glært Acryl plastglcr undir skrif- borðsstóla og fleira á hag- stæöu verði. „Innri erfiðleikum flokksins er lýst mjög greinilega og lesendur láta sér skiljast að Stalin hlaut að verða arftaki Lenins,” segir á bókarkápu nýútkominnar ævi- sögu Jósefs Stalins eftir Bretann J.T. Murphy. Það er Kristján Júliusson sem gefur bókina út i islenzkri þýöingu Sverris Kristjánssonar sagnfræðings. Bók þessi kom fyrst út árið 1945 en hún greinir frá ævi sovézka leiötogans allt frá fæðingu til 1944. Dreifingu bókarinnar annast bókaverzlunin, Rauða stjarnan, búð Kommúnistasamtakanna, á Lindargötu 15. „Stalin” fæst i öll- um helztu bókabúðum og kostar þar 2800 krónur. I Rauðu stjörn- unni kostar hún hins vegar ekki nema 2500 krónur. —óV. „Ekkert fjaðrafok" — segir Jóhannes Nordal „Mér vitanlega hefur ekki verið neitt fjaðrafok hér i bankanum vegna fréttar i Dagblaðinu,” segir Jóhannes Nordal seðlabankastjóri. Jóhannes hafði samband viö blaðið eftir að frétt birtist um að yfirmenn bankans hefðu leitað logandi ljósi aö þeim sem gáfu blaðinu upplýsingar um rikishallann. —HH Guðmundur Haraldsson skáld og ríthöfundur. Ljósm. Stúdió Gests. Guðmundur Haraldsson, skáld: KANN BEZT VIÐAÐ SELJA BÆK- URNAR SÍNAR SJÁLFUR Guðmundur hefur gæðin góð þau verða ekki sett á lóð Hreint er Haraldssonar blóð sá hefur mikinn þrumumóð. Svo kvað menntaskólanemi um Guðmund Haraldsson skáld og rithöfund. — Guðmundur hefur sent frá sér þrjár bækur, sem hann gefur út sjálfur. Bókin, Ferða- pistlarnir, kom fyrst út árið 1968og hefur nú verið gefin út i þriðja sinn. Næsta bók, Sögur og ljóð, kom á markaðinn i september 1971 og sú þriðja, Nútima mannlif og kvæðin, kom út i fyrra. Ekki þýðir fyrir kaupendur að labba sig inn i bókaverzlun og leita að þessum bókum þvi að höfundur selur þær sjálfur, — á heildsöluverði, vel að merkja. „Já, ég kann bezt við það f y r i r k o m u 1 a g ,” segir Guðmundur. „Viðskiptavinir geta hitt mig á Silla og Valda- barnum á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Nú, og svo geta þeir hitt mig á förnum vegi, — það þekkja mig allir.” — En hvernig gengur salan? „Hún gengur ágætlega. Helmingur upplagsins af Nútima mannlif er þegar seldur og Ferðapistlarnir fara einn af öðrum. Sögur og ljóð er algjörlega uppseld. Það átti reyndar að gefa hana út á ný i ágúst eða september en það dregst víst eitthvað fram yfir áramót.” — En þú ert alltaf að sem ja. Hvenær kemur næsta bók út? „Hvað segir maðurinn? Semja? — Jú, ég er alltaf að semja. Hinsvegar veit ég ekki hvenær næsta bók kemst út. Ég á eina sögu, sem ég samdi hjá séra Eiriki á Þingvöllum, og svo eitthvað af ljóðum, en eins og ég sagði, þá veit ég ekkert hvenær það kemst á prent.” —AT—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.