Dagblaðið - 29.01.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 29.01.1976, Blaðsíða 11
Pagblaðið. Fimmtudagur 29. janúar 1976. 11 Tónlist JÓN KRISTINN CORTES Sinfóníuhljómsveitin í Reykjavík: Lofor góðu Hinir árlegu tónleikar Söng- skólans i Reykjavik fara senn i hönd. Er þetta i annað sinn sem skólinn heldur tónleika, en það er á stefnuskrá hans að flytja á hverju ári eitthvert af stærri kórverkum tónbókmenntanna. Er þátttaka i kórnum liður i námi nemenda Söngskólans. A þessum tónleikum verður flutt eitt bezta fegursta og vinsælasta verk Felix Mendelssohn-Bart- holdys, söngdrápan „Elia”. Flytjendur verða auk kórs Söngskólans i Reykjavik ein- söngvarar úr röðum kennara og nemenda skólans, ólöf Harðar- dóttir, Rut L. Magnússon, Sig- riður E. Magnúsdóttir, Unnur Jensdóttir, Guðmundur Jóns- son, Halldór Vilhelmsson, Kristinn Hallsson og Magnús Jónsson. Tónleikarnir verða i Háteigskirkju, sem hefur hvað beztan hljómburð i Reykjavik, oghefjast þeirkl. 20 föstudaginn 30. 1. Undirleik annast hin ný- stofnaða Sinfóniuhljómsveit i Reykjavik, og er stjórnandi tón- leikanna Garðar Cortes, skóla- stjóri Söngskólans. Sinfóniuhljómsveitin i Reykjavik Kostnaður við tónleikahald sem þetta er gifurlegur. Hljóm- sveitin þarf að vera skipuð 30-40 hljóðfæraleikurum, og með verðlagi eins og það er i dag, kauptaxtar hljómlistarmanna hafa hækkað, en miðaverð og aðsókn á tónleika frekar staðið i stað eða minnkað, eru litlar lik- ur á þvi' að tónleikahaldari kom- ist sléttur úr þeim leik. Ef skólagjöld nemenda Söngskól- ans ættu að jafna kostnað við skólahald og tónleika, þyrftu þau að hækka verulega, jafnvel þótt með séu styrkir frá riki og bæ, sem eru litlir. Þess vegna var þess farið á leit við Sinfóniuhljómsveitina i Reykjavik, að hún lékiá þessum tónleikum. Þess ber að geta, að þótt Garðar Cortes, stofnandi og skófastjóri Söngskólans i Reykjavik, sé einnig stofnandi 4 Einbeiting. Rekstrargrundvöllur Ef til vill er það verst fyrir Sinfóniuhljómsveitina i Reykja- vik að hafa ekki fastan starfs- grundvöll, heldur er framtið hennar undir þvi komin, að fleiri aðilar en Söngskólinn i Reykjavik óski eftir aðstoð hennar við tónleika, enda er hún Stjórnandinn, Garðar Cortes, biður um meiri söng. Vonandi væri að starfsgrund- völlur hljómsveitarinnar breyttist einhvem tima. en á meðan verður hópurinn að vera samheldinn og ekki fara að lita stórt á sig vegna þess, að þetta er sinfóniuhljómsveit. Framtið hennar veltur lika á tónleikun- um á föstudagskvöld, þar sem hún kemur i fyrsta sinn fram öll, leikur hennar verður að vera þannig, að áheyrendur fái trú á henni, þvi án þeirra þrifst Kór Söngskólans og Sinfóniuhljómsveitin i Reykjavík á æf- Sinfóniuhljómsveitin i Reykja- ingu. ‘ vik ekki. ' og aðalstjórnandi Sinfóniu- hljómsveitarinnar i Reykjavik, þá er hljómsveitin sjálfstæð stofnun með eigin stjórn sem stýrir rekstri hennar, og tekur stjórnin ákvarðanir um öll hennar mál. Hljómsveitin er algjör áhuga- mannahljómsveit, þ.e., félagar hennar eru annaðhvort fólk i fullu starfi i atvinnulifinu, fullu starfi sem húsmæður eða fullu starfi sem skólafólk. Má þvi ætla að heimilislif spilaranna hafi borið skarðan hlut frá borði að undanförnu, þvi æfingar hafa verið miklar og strangar, enda ræðst hljómsveitin ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur, „Elia” er ekkert smáverk. engin einkahljómsveit Söng- skólans. Hljómsveitin mun að sjálfsögðu halda sjálfstæða tón- leika, ýmist ein eða með gesta- einleikurum. En framtið Sinfóniuhljóm- sveitarinnar i Reykjavik er einnig undir félögum hennar sjálfrar komin. Það krefst mik- illar fórnfýsi að halda henni gangandi, jafnt af hálfu hljóm- sveitarinnar, stjórnar hennar sem aðalstjórnanda. Það þarf ekki aðeins að mæta á æfingar. hélduraðgera ýmis „skitverk”, eins og að raða stólum, nótna- statifum, ef til vill flytja allt þetta á milli staða o.s.frv. N erfðaréttur og allmörg dæmi eru um bújarðir á landi hér i eigu tuga manna, sem fengið hafa þær að erfðum. Eignarhald svo margra manna að sömu eign skapar ýmis vanda- mál, sem oft eru illleysanleg. T.d. sr erfitt að byggja eða selja slikar jarðir, þar eð torvelt reynist að ná samkomulagi milli margra oiganda, sem'oft eru búsettir á við og dreif. Þegar loks var tekið til hendi og „Erfðatilskipunin” frá 1950 var endurskoðuð, var að visu ýmsu breytt i nútimahorf m.a. var felldur niður erfðaréttur fjar- skyjdari ættmenna en afa og amma og niðja þeirra. Skylduerfingjar látins manns (eða konu) eru eftirlifandi maki börn, og foreldrar. Hafi arf- leifandi verið i hjúskap, er meginreglan sú, að helmingur eigna kemur i hlut eftirlifandi maka sem hjúskapareign hans, en hinn helmingurinn skiptist þannig, að eftirlifandi maki erfir 1/3, en börn sameiginlega 2/3. Sé börnum ekki til að dreifa, erfir eftirlifandi maki 2/3 en foreldrar arfleifanda 1/3. Maki erfir þó allt, ef börn og foreldrar arfláta eru látnir. Hafi arfleiðandi ekki átt skylduerfingja (maka, börn eða aðra niðja), erfa foreldrar hans. Að þeim frátöldum börn foreldra og niðjar þeirra, en i fjórðu erfða- röð koma afar og ömmur arfleif- anda og þeirra niðjar. Þess ber þó að geta, að manni er heimilt að ráðstafa með’ arfleiðsluskrá Kjallarinn Magnús E. Guðjónsson þriðjungi eigna sinna, og nokkuð er um það, að hjón geri svonefnda sameiginlega og gagnkvæma arf- leiðsluskrá. Hæpið er, að öllum almenningi séu þessar erfðareglur kunnar, og ekki hefur þess orðið vart, að almennar og opinberar umræður færu fram um þessi mál, sem þó varða eða geta varðað þorra manna einhvern tima á ævinni. Reglur erfðalaganna eru mann- anna verk, að likindum byggðar á persónulegum skoðunum og mati þeirra, sem falið var að semja frumvarp til erfðalaga, sem sam- þykkt var sem lög frá Alþingi á árinu 1962. Það er skoðun min, að ganga hefði átt miklu lengra en gert var 1962 i þvi að breyta erfða- lögunum, þannig að réttur eftir- lifandi maka hefði verið gerður meiri en hann er i lögunum og jafnframt hefði átt að takmarka erfðarétt við nánustu skyld- menni: maka, börn og aðra niðja, foreldra og börn þeirra, þannig að eftirlifandi maki erfði allt. Vitað er um allmörg dæmi, þar sem ekkja látins manns hefur orðið að selja húsnæði ofan af sér vegna arfsskipta, þegar t.d. barn eöa börn af fyrra hjónabandi (uppkomin) eða tengdabarn hefur gert kröfu um arfshlut. Slikt striðir gegn réttlætisvitund fólks nú á dögum. Hjónin hafa átt alit saman, meðan bæði lifðu. bú þeirra verið félagsbú. Á öldum áður — á timum stór- fjölskyldunnar — þegar fram- færsluskyldan var viðtæk, var eðlilegt, að erfðarétturinn næði langt, til allfjarskyldra ættingja. enda héldust þá i hendur réttindi og skyldur, erfðarétturinn og framfærsluskyldan, en þróunin hefur orðið sú, að framfærslu- skylda fjarskyldari ættingja hefur lagzt af, og þvi skyldi þá erfðarétturinn ekki vera jafn- framt af tekinn. Hið opinbera. sveitarfélög og riki (Almanna- tryggingar) hafa i æ rikari mæli tekið að sér forsjá þjóðfélags- þegnanna frá vöggu til grafar. þarsem framfærsluskyldu eða — getu nánustu ættmenna sleppir Það væri þvi rökrétt afleiðing þessarar þróunarr að eftirlátnar eigur manna rynnu til hins opin- vera, sveitarfélaga og rikis. eftir nánar ákveðnum reglum. ef ekki væri til að dreifa skylduerfingjum þ.e. maka. niðjum. foreldrum eða systkinum. Áskilja mætti i reglum þar um, að ,,hið opin- bera" ráðstafaði andvirði erfða- fjár til ákveðinna framkvæmda t.d. á sviði félagsmála, og væri eðlilegt. að svo yrði gert. Magnús E. Guðjónsson. framkvæmdastjóri Sambands islenzkra svcitarfélaga -

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.