Dagblaðið - 29.01.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 29.01.1976, Blaðsíða 15
Pagblaðið. Fimmtudagur 29. janúar 1976. 15 Tekjur hflns eru frvstar of skattayfirvöldunum Hann er ekki á neinu flœðiskeri staddur þrátt fyrir það Hún hefur ekki áhyggjur af hitaeiningunum þessi unga fegurðardrottning og hámar I sig rjómaisinn. Hefur meiri áhuga á rúlluskautum og brúðu en árssamn- ingi við sýningar- fyrirtœki Fegurðardrottningar eru vanar að súpa varlega á kampavininu og telja allar hita- einingar nákvæmlega. En þessi unga fegurðar- drottning, Shona Glover sem er ekki nema sex ára gömul, gæðir sér á þvi sem henni finnst allra bezt, rjómais. Hún var kjörin „Mini Miss” i Bretlandi úr hópi sex hundruð þátttakenda i keppninni. Meðal verðlaunanna var árs samningur viö tizkusýningar- fyrirtækið „Tiny Tots Model Agency”. Sú smáa hafði þó meiri áhuga á þeim verðlaunum sem hún fékk strax: föt fyrir allt að 140 sterlingspunda (tæpl. 50 þús. isl. kr.), nýtt reiðhjól, rúlluskautar og brúða. Shona, sem býr i Walton-on- Thames i Surrey, sagði eftir að úrslitin urðu kunn að hún væri mjög glöð yfir þvi að hún skyldi vinna. „Ég hélt ekki að ég myndi vinna,” sagði hún. „Ég hef svo- litlar áhyggjur af þvi að stelpurnar i skólanum verði af- brýðisamar. Þegar ég verð stór ætla ég að verða Ungfrú Al- heimur”. Nú er kominn sá árstimi hjá okkur að við verðum að fara að hugsa til þess að gera skatt- skýrslur okkar. Liklega eru flestir á þeirri skoðun að skatt- ar, sem þeim er gert að greiða, séu miklu hærri en þeir ættu að vera. Þetta er liklega svona um allan heim. A.m.k. er Elton John poppari um þessar mundir i miklu upp- námi vegna skattamála sinna. Allar tekjur, sem hann hefur haft i Bandarikjunum af hljóm- leikahaldi siðan 1973, og eru um 1,05 milljarður Isl. kr„ eru ,,frystar” af skattayfirvöldun- um. Það þýðir að hann getur hvorki eytt neinu af þeim né heldur tekið peningana úr landi. Skattayfirvöld i Washington og lögfræðingar popparans sitja á samningafundum um málið og ekki gott að segja hver endalok- in verða. Talið er liklegt að ef hann reynir að flytja peninga sina út úr Bandarlkjunum verði hann tviskattlagður, það er yrði að greiða skatt bæði I Bandarikj- unum og einnig I Bretlandi. Það þýddi að hann yrði að greiða hærri upphæð i skatta en tekjur hans hafa verið. Þetta á þó aðeins við um þær tekjur sem hann hefur haft af hljómleikahaldi sinu. Tekjur hans af hljómplötunum fara eftir öðrum leiðum og eru ekki „frystar” svo hann er ekki al- veg á flæðiskeri staddur. Það eru ótrúlegar tekjur sem Elton John og raunar aðrar poppstjörnur hafa af hljóm- leikahaldi sinu. Við höfum áður sagt frá hljómleikunum sem hann hélt á iþróttavellinum I Los Angeles. Nú liggur fyrir að hann hafði fyrir snúð sinn af þessum hljómleikum um 280 millj. isl. kr.! Sú upphæð, ásamt þeim 40 millj. isl. kr„ sem hann fékk fyrir hljómleikaferð um Banda- rikin á sl. ári eru með i „fryst- ingunni”. Allar tekjur, sem Elton John fær af hljómleikahaldi i Banda- rikjunum á næstunni, verða einnig „frystar” og enginn nema umboðsmaður hans, John Reid, og skattayfirvöldin vita hvers vegna þetta er gert og hve lengi þetta ástand varir. En Elton John hefur áhuga á öðru en að syngja og leika inn á plötur og halda hljómleika. Nú langar hann til þess að „kaupa” sér fótboltalið. Hefur hann augastað á bandarisku fótbolta- liði er nefnist Aztekar og er frá Los Angeles. Félag þetta á i miklum fjar- hagsörðugleikum. Það er dýrt spaug að taka þátt I Ameriku- keppninni, kostar um 250 þús. dali (42,5 millj. Isl. kr.) fyrir næsta leiktimabil. Sjálfur hefur Elton John aldrei leikið fótbolta en heldur sér i „formi” með þvi að stunda sund og iðka tennis. Þegar hann var yngri haföi hann mikla minnimáttarkennd vegna þess að hann var of feit- ur. Hann ætlar að koma i veg fyrir það i framtiðinni. Þeir eru karlar í krapinu Þeir eru ennþá karlar i krapinu þessir gömlu, góðu og þótti það merkilegur viðburður I sjón- varpsheiminum i Bandarikjun- um þegar NBC stöðinni tókst að smala saman þessum fjóru „old boys”. Þeir eru Frank Sinatra, John Wayne, Bing Crosby og Bob Hope. Þeir báru allir aldurinn vel og ekki er að sjá annað en að þeir skemmti sér hið bezta. Skemmtiþátturinn, sem þeir komu fram I, stóð i tvo klukku- tima. Þarna syngja þeir saman ljómandi falskan kvartett og sýna ekki á sér neinn bilbug. Elton John á þrjú hundruð gleraugu . eins og frægt er orðið. Þcssi, sem hann er meö hér á myndinni, gætu komiö sér vel i okkar veör- áttu. nýtt i hverri Viku á Grace og Rainier — I skóleit — íslenzki jólasveinninn ira

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.