Dagblaðið - 29.01.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 29.01.1976, Blaðsíða 14
14 r Dagblaðið. Fimmtudagur 29. janúar 1976. n r NATO-þjéðir erindrekar heimskommúnismans Spaugilegt hefur verið að fylgjast með skrifum sumra manna og söguburði hverjir væru að gegna erindrekstri heimskommúnismans á fslandi. Ekki hefur nú vantað á að þetta fólk teldi sig vita allar stað- reyndir og forsendur skoðana sinna. Það hefði ekki verið úr vegi að þetta fólk hefði tekið sig til og lesið nokkra tima i alþjóðlegri hagfræði og gert örlitla athugun á þvi hvern- ig matframleiðslumál heimsins koma út i sambandi við fiskveiði- lögsögu og lesið sér svolitið til um matvælaframleiðslu, þó ekki væri nema i forusturiki heimskommún- ismans, Sóvétinu, og héldi svo á- fram með niðurstöðurnar og græfi upp stefnu og baráttu forusturikja Atlantshafsbandalagsins, þótt ekki væri nema til þess að það hætti að glápa á það einsog goð á stalli. Það er nefnilega alveg sama hvort kreddutrúin kemur úr vestri eða austri, hún er jafnhjákátleg og get- ur orðið þjóðhagslega jafnskað- leg. Það hefði ef til vill afstýrt sögulegu slysi. En við skulum halda okkur við yfirskrift greinarinnar og brjóta þessi mál til mergjar. Fyrst verður fyrir okkur við frumathugun sú einfalda staðreynd að megnið af ræktanlegu landi i Sovétrikjunum er fyrir norðan 45. breiddargráðu en i þvi landinu sem sér heiminum fyrir stærsta framlaginu af mat- vælum er þetta fyrir sunnan 45. breiddargráðuna, þvi belti jarðar- innar sem skilar mestum afrakstri i kornrækt, jarðávöxtum og öðrum jarðargróðri. Skipuleggjendum Sovétrikjanna var ljóst i kringum og upp úr 1950, erSovétrikin voru að byrja að rétta við eftir styrjöldina og áætlanir voru gerðar um stórfelldar iðnað- aráætlanir, að litið svigrúm var i framleiðslu matvæla á auðveldan hátt og öruggan. Auka þurfti mat- vælaframleiðsluna með meiri framleiðni og losa þurfti um vinnu- afl milljóna i' sveitum og flytja það til borganna sem vinnuafl i iðnað- aruppbyggingu. Aðeins tveir möguleikar voru opnir, leggja út i risastórar áætlanir um komfram- leiðslu i Kazakstan, sem Krútsjoff gumaði svo mjög af á sinum tima, sem leit ekki illa út á pappirnum. Hefði verið snúið sér eingöngu að þvi ef við athugun hefði ekki komið i ljós að annar vegur var lika til, fjárfesting og uppbygging mill- jónatonna af fiskiskipum sem skil- aði meiri framleiðni og frekara ör- yggi heldur en matvælaframleiðsla eingöngu á landi. Allir vita hvernig fór með stóru steppuhektaramill- jónirnar i Kazakstan, eftir þrjú ár var landið mikið orðið örfoka, þrátt fyrir að þar hefði verið eytt þús- undum milljóna dollara og allar visindastofnanir Sovétrikjanna verið til kallaðar um álit áður en út i þessa stærstu landbúnaðaráætlun heimsins var ráðizt, og allt hafi lit- ið svo glæsilega út á pappirnum. Þetta er klassiskt dæmi um hvernig stærstu áætlanir geta brostið á smáyfirsjón og söguslysið skeður.Yfirsjónin lá i þvi að á veð- urstofu Sovétrikjanna hafði aðeins verið farið i skýrslur aftur til ársins 1900 og allt verið i lagi með úrfellið. En þegar ti'minn, féð og fyrirhöfnin var glatað fór einn ungur maður á veðurstofu Sovétrikjanna að at- huga þetta nánar og fór i skýrslur um úrfelli aftur til ársins 1885 og sá þá, aðof miklir þurrkakaflar höfðu komið fyrir á þessu timabili og slikt var einmitt nú að endurtaka sig. Einnig var ekki nægjanlegt tillit tekið til þess að_ þegar mikill nýr gróður er pindur upp á tiltölulega gróðurlitlu svæði áður eykst útguf- un mjög i gegnum hið mjög svo aukna útgufunaryfirborð plantn- anna sem aftur á móti gengur of nálægt jarðrakanum og landið verður örfoka á skammri stundu. Jafnvægi náttúrunnar er raskað. En þegar svo var komið i Kaz- akstan var ráðizt með margföldum krafti i fiskiskipaflotann og hann byggður upp af óeðlilegum hraða og stendur nú i 4.500.000 smálesta, stærsti fiskiskipafloti heimsins, og er gert ráð fyrir að hann hafi fiskað um 10.000.000 lesta á sið- astliðnu ári þótt opinberar skýrslur beri með sér 8.500.000. Þessi floti hefur lagzt á öll beztu fiskimið heimshafanna allra. Skipuleggj- endur Sovétrikjanna reiknuðu þetta einfalda dæmi eftir þeirri ein- földu formúlu að 1 kg af prótein- fæðu i formi kjöts kostar 5 kg af komi. Fiskur er hreint prótein, því jafngildir afli upp á 10.000.000 tonna 50milljónum tonna af komi. Það er talið að Sovétríkin þurfi sem lág- mark 210milljónir tonna af korni á ári en framleiðsla þeirra á siðast- liðnu ári var ekki nema 130 til 160 milljónir tonna. Þvi urðu Sovétrik- in að leggja út i kaup á 30 milljón- um tonna af korni i Bandarikjunum á siðastliðnu ári, sem em mestu matvælaflutningar i sögu heimsins. Uppskerubrestir hafa verið tiðir á undanförnum árum i Sovétrikjun- um. En hvert væri ástandið i forustu- riki heimskommúnismans nú i matvælaframleiðslunni ef viðáttu- mikil fiskveiðilögsaga hefði lokað fyrir þeim, um það bil er þeir byrj- uðu á sinni miklu fiskiskipastóls- uppbyggingu, öllum meiriháttar fiskimiðum heimsins eða þótt sið- ar hefði orðið? Þessi þáttur i frum- þörfum hvers'þjóðfélags hefði sett iðnaðar- og hernaðarmáttarupp- byggingu heimskommúnismans stólinn fyrir dyrnar og ákveðið stærð hans. Nú skyldi maður ætla að þessi einfaldi sannleikur hefði átt að vera á vitorði landa sem eiga eins rosalegar mosaik-verksmiðjur upplýsinga eins og þeirra sem eiga C.I.A. eða M.S. En þeim virðist ganga furðanlega illa að búa til heildarmyndir úr öllu mósaikinu. Og svo virðist hafa farið fyrir þeim i þessu tilfelli. Svo vakna þessir góðu menn upp einn góðan veður- dag viðþað að „söguslysið” er skeð og að stofnanir eins og NATO, sem var blátt áfram búið til til þess að berjast gegn heimskommúnisman- Kjallarinn Pétur Guðjónsson um, hefur verið tryggasti og traustasti bandamaður heims- kommúnismans og uppbyggingar á hernaðarmætti hans með snarvit- lausri stefnu i fiskveiðimálum heimsins, og rétta Sovétrikjunum i dag jafnvirði 50milljónum tonna af komi, sem er ekki hægt að rækta í Sovétrikjunum og ekki fáanlegt til kaups i heiminum. Rússar verða alveg sömu kaup- endur á fiski eftir að 200 mílurnar eru orðnar heimsviðurkenndar eins og þeir em á korni i heiminum i dag. En hvernig haga forustu- og öll riki NATO sér gagnvart þvi eina riki innan bandalagsins sem berst fyrir 200 milna fiskveiðilögsögu?? Það og 200milurnar þess skal lam- ið niður með hernaðarofbeldi. A svo dyggilegan hátt gengur Bret- land fram fyrir skjöldu til þess að tryggja áframhald á 50 milljónum tonna af korni til handa heims- kommúnismanum. Og NATO situr hjá með hendur i skauti. Það er eins gott fyrir þá menn sem hafa haldið sig sitja inni með alla þekkingu um hverjir gegna er- inda hvers og hverjir ættu að passa sig á nærveru við komma, að vita hvar i flokki þeir standa sjálfir og hvaða öfl þeir sjálfir eru i erind- rekstri fyrir með þvi að krefjast ekki af fullri hörku framgangs 200 milnanna og knýja NATO-þjóðirn- ar til stuðnings við þær. Þetta er þjóðarhneyksli i Bandarikjunum þvi þau héldu þessari stefnu ó- breyttri á meðan tugþúsundir ungra Bandarikjamanna féllu i Vietnam, á sama tima og þau við- héldu fiskveiðistefnu sem stuðlaði að hernaðarmáttaruppbyggingu ó- vinarins. Það er ekki að vita hvort Sovétrikin hefðu treyst sér til að leggja til vopn þeirrar styrjaldar, ef þau hefðu verið háðari umheim- inum og Bandarikjunum með mat- væli. NATO i heild og helztu forustu- riki þess verða að hætta að ganga erinda heimskommúnismans með þvi að halda fyrir þeim matar- forðabúri heimshafanna galopnu. Hér eftir er engin afsökun til. Pétur Guðjónsson, formaður Félags áhugamanna um sjávarútvegsmál. í FOTSPOR HANNIBALS — Hannibal tókst það á árinu 218 fyrir Krist, hvi ætti ég þá ekki að geta það Hka? Svona kemst bóndinn og visindamaðurinn Wolf Zeuner i Heraford i Englandi að orði. Hann hyggst i október á þessu ári halda með sex fila yfir erfið- asta skarðið i Alpafjöllunum, sama skarðið og Hannibal fór með sina 37 fila um árið. — Ég verð aðeins með sex fila i minum leiðangri. Allir filarnir hans Hannibals lifðu raunina af, ég vona að minir filar lifi lika, að öðrum kosti yrði ég nokkrum milljónum fátækari, sagði Wolf Zeuner fyrir stuttu þegar hann tilkynnti fyrir- hugaðan leiðangur sinn. Filar eru nefnilega ekki sér- lega ódýr farartæki. Visinda- maðurinn verður að leigja fila sina frá Thailandi fyrir, sem svarar 250 þúsund krónur hvern i þær sjö vikur sem leiðangurinn stendur. Þetta er aðeins leigan, ef filarnir hrökkva upp af á leið- inni er hætta á að reikningurinn hækki allverulega. Reynt verður eftir megni að tryggja öryggi filanna en þegar ferðazt er eftir aðeins tveggja metra breiðum troðningum ofan við hundruð metra hengiflug er ómögulegt að spá um endinn. — Hannibal hafði 50 þúsund menn i sinum hópi til að ryðja snjónum af hættulegustu köfl- unum en við verðum aðeins 50, sagði Wolf Zeuner. Zeuner hefur kynnt sér hætt- urnar á leiðinni i niu könnunar- ferðum sem hann hefur þegar farið um Alpana. Hann hefur ákveðið að filarnir verði allir bundnir saman þannig að ef einn fellur fram af muni hinir geta dregið hann upp á ný, von- andi. — Eina vandamálið er að við höfum enn ekki fundið kaðla, sem við teljum nógu örugga fyrirþriggja tonna filana, sagði Wolf Zeuner. Zsa Zsa Gabor skilur — Eiginmaðurinn reif Rolls Royce bílinn hennar í sundur Fólk skilur af öllum möguleg- um ástæðum en sennilega er til- felli Zsa Zsa Gabors dálitið sér- stætt — enda er hún leikkona. Zsa Zsa Gabor er 55 ára og hefurnú fariðfram á skilnað við 6. eiginmann sinn, hinn fimm- tuga Jack Ryan „pabba Barbie-fjölskyldunnar”. Ástæð- an? Jú, hann hefur verið að fikta við Rolls Royce bilinn hennar Zsa Zsa. Það sem meira er, hann hreinlega tók hann i sundur lið fyrir lið. Billinn var nefnilega ekki nógu stór — að hans mati — og Jack vildi stækka hann. Hins vegar tókst ekki betur til en svo að hann kom ekki bilnum saman aftur. Svo var Jack lika búinn að lofa Zsa Zsa að byggja fyrir hana næturklúbb — innan veggja lúxushúss hennar I Bel- air i Hollywood. Atti þetta að vera brúðargjöf eiginkonunnar frá eiginmanninum en Jack stóð bara ekki við þetta. Parið gifti sig i janúar 1975 i Las Vegas en skildi að borði og sæng i október. Frúin fór fram á það við dómstólana að Jack hreinsaði til eftir sig i húsinu hennar (hún sagði að það kost- aði að minnsta kosti 8,5 milljón- ir fslenzkar) og kæmi bilnum saman i sitt upphaflega stand. Vitanlega fór svo Zsa Zsa fram á að milljónerinn Jack borgaði sér — sanngjarnan lifeyri. Þekktustu fyrrverandi eigin- menn Zsa Zsa Gabor voru hótel- eigandinn Conrad Hilton og leikarinn George Sanders. Fyrri skilnaðarástæður Zsa Zsa voru óyfirstiganlegir erfið- leikar i sambúð. EVI. Það gerist alltaf eitthvað i í þessari Viku: Snjólaug Bragadóttir rithöfundur — Hebbi leggur spilin ó borðið — Hj — Tvœr smásögur — Vélsleðaprófun — Rœkjuveizla — og margt fle

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.