Dagblaðið - 29.01.1976, Blaðsíða 7
Dagblaöiö. Fimmtudagur 29. janúar 1976.
7
Dragast Bandaríkin aftur inn
í stríðið í Angola?
— Erlendir málaliðar flykkjast til Angola til að berjast við MPLA
Henry Kissinger reynir enn,
allt hvað af tekur, aö fá Banda-
rlkjaþing til aö styrkja þjóð-
frelsishreyfingarnar tvær i
Angola, UNITA og FNLA, til að
berjast áfram gegn hreyfing-
unni MPLA, sem Sovétmenn
styrkja með vopnum.
Kissinger, sem i dag mun
svara spurningum nefndar full-
trúadeildar þingsins, itrekar
stöðugt að Bandarikjamenn
verði að halda uppi andstöðu
gegn Sovétmönnum, sérstak-
lega á þeim slóðum þar sem
Sovétrlkin hafa ekki haft hefð-
bundin itök.
Sem kunnugt er, hefur Banda-
rikjaþing fellt allar tillögur um
frekari stuðning til handa FNLA
og UNITA, sem veittur var i
gegn um CIA. Nú er hins vegar
búizt við að Kissinger stingi upp
á að veita hreyfingunum beinan
styrk en Bandarikjamenn höfðu
veitt hreyfingunum 50 milljónir
dollara i gegn um CIA áður en
þingið felldi frekari aðstoð.
Þingmaðurinn John Tunney,
einn aðalandstæðingur frekari
styrkja, segir að nefndin eigi að
spyrja Kissinger um þá úrslita-
kosti sem Bandarlkjam. hafa
gefið MPLA, en leynd hefur
hvllt yfir þeim til þessa. Hins
vegar er talið vist að kostirnir
séu þeir, að fallizt MPLA ekki á
samninga við hinar hreyf-
ingarnar, megi MPLA ekki eiga
von á vestrænni aðstoð að striði
loknu, sem Bandarikjastjórn
telur þeim nauösynlega.
1 nýjustu fréttum frá Brussel
segir að 100 manna flokkur
brezkra málaliða sé á leið til
Angola til að berjast með
FNLA, og segir I sömu fréttum
að vitað sé um fjölda annarra
málaliða á leið þangað, sem
óhjákvæmilega mun draga
striðið eitthvað á langinn. —
A meðan stjórnmálamenn
vlöa um heim ræöa hugsanlega
lausn striösins I Angola, er bar-
izt þar af mikilli hörku upp á
hvern dag. Á myndinni eru
hermenn MPLA I bardaga og
nota þeir sovézk vopn.
Verður Patty dœmd
í 35 ára fangelsi?
Montreal:
Mannvirkin verða
ekki fullgerð fyrir
Olympíuleikana
Nú er ljóst að iþróttamannvirk-
in I Montreal I Kanada, sem
Olympiuleikarnir eiga að fara
fram i i sumar, verða ekki full-
gerð þegar til kemur. Yfirvöld
hafa staðfest það, en segja hins
vegar að mannvirkin verði þó
nothæf og leikarnir geti farið eðli-
lega fram, þrátt fyrir allt. Sem
kunnugt er, hefur allt gengið á
afturfótunum við undirbúninginn,
einkum vegna þrálátra verkfalla
verkamanna, og fyrir nokkru
gafst borgarsjóður Montreal upp
við framkvæmdirnar og rikið tók
við þeim. Á myndinni er aðal
iþróttahöllin, innan punktalln-
unnar er sá hluti hennar, sem
ekki verður unnt að byggja fyrir
leikana.
Val kviðdómenda fyrir réttar-
höldin yfir Patriciu Hearst getur
staðið alla vikuna, eftir að
þremur kviðdómendum hafði
verið leyft að yfirgefa réttarsal-
inn, þar eð þeir töldu sig ekki geta
verið hlutlausir I dómum sinum.
Þó hefur tekizt að velja fjóra
kviðdómendur eftir nákvæmar
yfirheyrslur fyrir luktum dyrum.
Patty Hearst, sem nú er 21 árs
gömul, er eins og kunnugt er
ákærð fyrir bankarán. Ef hún
verður sek fundin, getur hún átt
von á 25 ára fangelsisdómi fyrir
bankarán og öðrum tiu árum
fyrir að hafa ógnað starfsfólki
bankans með skotvopni.
Líbanon:
Flóttamenn snúa nú heim
eftir borgarastyrjöldina
Yfirvöld I Libanon hyggjast
hefja flutning fólks, sem flúið hef-
ur heimili sín og reyna að koma
þvi fyrir. Hér er um að ræða þús-
undir manna, sem hafa lent á
vergangi I borgarastyrjöldinni,
sem staðið hefur i 9 mánuði.
Margt af þessu fólki getur ekki
farið til heimila sinna þar sem
þau hafa verið eyðilögð I hern-
aðarátökum, af ræningjum eða
leyniskyttum, sem hafa farið með
jarðýtur yfir fátæklegri kofa-
hverfi.
Nefnd, sem skipuð var Libön-
um, Palestlnumönnum og Sýr-
lendingum til að hafa eftirlit með
vopnahlénu, sagði, að næsta
verkefni, sem vinna þyrfti að,
væri að finna öllu þessu heimilis-
lausa fólki einhvern samastað.
Stjórn Libanons hefur kvatt
opinbera starfsmenn, bæði lög-
reglu og borgaralega starfsmenn,
til vinnu I dag. Forsætisráðherr-
ann, Rashid Karami, sagði, að
þeir, sem ekki hlýddu þessum
fyrirmælum, yrðu látnir sæta á-
byrgð fyrir agabrot.
Heimkoma margra libanskra
flóttamanna veröur ekki geösleg
eftir niu mánaöa borgarastyrjöld,
þar sem tiu þúsund manns fórust,
21 þúsund særöust og eignartjón
varö gifurlegt, eins og þessi mynd
frá Beirut ber meö sér. ■— ■■-->■
Erlendar
fréttir
REUTER
Amin 5 óra
Nú eru liðin fimm ár síðan
Idi Amin varö forseti Uganda
og hefur hann sannarlega
verið litrikur og umdeildur
þjóðhöfðingi allan timann.
Ekki voru hátiöarhöldin af til-
efni afmælisins siður litrík, og
á myndinni er afmælisbarnið
ásamtöðrum þjóðhöfðingja að
virða fyrir sér hersýningu af
þvi tilefni.
VERKAMANNA-
FLOKKURINN
í VANDA
Stjórn brezka verkamanna-
flokksins stendur nú höllum
fæti, hefur ekki lengur þing-
meirihluta, og búizt er við að
fjöldi þingmanna flokksins
muni greiða atkvæði gegn
ýmsum aögeröum stjórnar-
innar á næstunni. Atvinnuleysi
hefur aldrei verið jafnmikið á
Bretlandi siðan i siðari heims-
styrjöldinni, eða 6,1% vinnu-
færra manna hefur enga at-
vinnu. Verðbólgan hefur
einnig verið rösk 24% að und-
anförnu og fleiri vandræði
steðja að.