Dagblaðið - 29.01.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 29.01.1976, Blaðsíða 24
Óvenjulegur aðalfundur um helgina: íslenzkt verktakofyrirtœki heldur aðalfund í Cakibar íslenzkt byggingarfyrirtæki 1 Nigeriu heldur uðalfund i Cala- bar um helgina,. Scanhús hf., sem skráðer i Reykjavik, á 60% i systurfyrirtæki sinu Scanhouse Nigeria Ltd. Nigeriskir aðilar eiga 40%. Björn Emilsson bygg- ingatæknifræðingur sagði i viðtali við Dagblaðið að hann færi til Nigeriu á morgun ásamt Hafsteini Baldvinssyni hæsta- réttarlögmanni, Sigurði Jónssyni framkvæmdastjóra Breiðholts og Páli Friðrikssyni byggingameistara en þeir eru stjórnarmenn i báðum fyrr- greindum fyrirtækjum. Nú eru að hefjast ýmis verk samkvæmt 5 ára framkvæmda- áætlun stjórnvalda i Nigeriu. „Bæði tæknikunnátta og sú mikla reynsla sem fengizt hefur i húsbyggingaframkvæmdum Breiðholts hf. kemur að góðum notum við þau verk sem viö höfum helzt áhuga á i Nigerlu,” sagði Björn Emilsson. Hann sagöi að nú væri verið að vinna að áformum um húsbygginga- framkvæmdir, sem fyrirtækið hefði áhuga á samningum um. Einkum er rætt um 3 verk sem spanna yfir að minnsta kosti 6—700 ibúðir. ^ Calabar er höfuðborgin i South Eastern State sem er eitt af 12 fylkjum Nigeriu. Borgin er hafnarborg og ævagömul viðskiptamiðstöð vegna legu sinnar. Stærð landsins er svipuð og Frakkland og Þýzkaland samanlögð og ibúar Nigeriu um 70 milljónir. Landið er meðal annars mjög auðugt af oliu og á náttúruauðæfum landsins byggist hin öra þróun i verk- legum framkvæmdum sem hafin er og fyrirhuguð. —BS— Orionvél á Keflavikurflugvelli, — þær sjást oft fljúga yfir höfuðborgarsvæðið. Erlend visindatimarit hafa haldið þvi fram að kjarnorkuvopn séu geymd á Keflavíkurflugvelli og þá væntanlega I þessum vélum. (DB-mynd HP). Geislavarnir ríkisins: // Geislamœlingar eru tilgangslausar Geislavarnir rikisins hafa sent frá sér álit til varnarmála- deildar utanrikisráöuneytisins, þar sem segir, að leit að kjarnorkusprengjum með geislamælum á Keflavikurflug- velli sé tilgangslaus. „Guðmundur S. Jónsson skilaði þessu áliti sinu til min i gærkvöldi,” sagði Páll Ásgeir Tryggvason i viðtali við Dag- blaðið. „Þar segir, aö hann hafi kannað þá möguleika, sem fyrir hendi séu á slikri mælingu og gerir hann nánari grein fyrir þeim.” í áliti Guðmundar segir, að kjarnorkusprengjur séu settar saman úr frumefnunum úranium 235 og platonium 239 og sé útgeislun þeirra mjög mis- jöfn. Útgeislun frá platonium sé orkulitil, þótt hún sé umbúða- laus, en úranium gefi frá sér kröftugri geislun. Þó sé hún ekki orkumeiri en svo, að auðvelt sé að skerma hana af, t.d. með nokkurra sentimetra blýhúð og þá sé útgeislun ekki mælanleg. „Hugmyndin að þessum geislamælingum er runnin frá visindamönnum og við höfum látið kanna alla möguleika,” sagði Páll Ásgeir ennfremur. —HP r Einar Agústsson: Mun rœða mólið við sendiherrann // // Spurningu okkar um það, hvort utanrikisráðherra ætlaði að krefjast þess, að Bandarikja- menn lýsi þvi yfir, að hér séu engin k jarnorkuvopn i samræmi við yfirlýsingu ráðherra, svar- aði Einar Ágústsson: „Ég hef nú ekki hugleitt það. Ef svo fer, verð ég að ræða það i ríkisstjórn. Ég get ekki svarað þvi að svo stöddu. Fer niður i sendiráð og hitti sendiherrann á mánudaginn og get gefið svar við þessari spurningu eftir þann fund. Þar verða þessi og önnur mál rædd.” —HP Hans G. Andersen: „HEF ENGU VIÐ AÐ BÆTA ## Við náðum sambandi við Hans. G. Andersen hafréttar- fræðing en hann á sæti i ráð- gjafarnefnd ritsins „Bulletin of Peace Propposals”. t þvi riti segir, i sérstakri grein um af- vopnunarmöguleika, að Banda- rikjamenn hafi svonefnd staðbundin kjarnorkuvopn i öll- um löndum NATO, nema Noregi, Danmörku, Luxemborg og Frakklandi. „Ritið nýtur álits sem slikt og það er rétt, að ég á sæti i ráðgjafarnefnd þess,” sagði Hans. „En ég verð einnig að segja að ég hef ekki lesið þetta. Ég vil ekkert segja annað um málið en visa til þess að utan- rikisráðherra hefur sagt, að engin kjarnorkuvopn sé að finna á tslandi og við það hef ég engu að bæta.” —HP ALLAR ÞRÆR AÐ FYLLAST AUSTANLANDS Ágæt veiði var á loðnumiðunum i nótt. Frá miðnætti tilkynnti 21 bátur alls 6.400 tonna afla og er hann á leið til lands. „Flestar þrær eru nú að fyllast i helztu löndunarplássunum,” sagði Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd i viðtali við Dag- blaðið. „Búast má við, að bræðsla hefjist innan skamms, en ein- hverjar byrjunarörðugleika eiga menn vist við að striða.” Heildaraflinn frá þvi að veiðar hófust er þvi orðinn um 40 þúsund tonn og er floti 60 skipa af ýmsum stærðum nú kominn á miðin. Loðnugangan sigur hægt suður með Norðurlandi. Hjá sjávarrannsóknadeild fengum við þær upplýsingar, að fitumagn loðnunnar heföi reynzt 10.4%, sem er heldur lakara en á sama tima i fyrra. VigfúsÖlafsson,fréttaritari DB á Reyðarfirði, sagði i morgun að þrær verksmiðjunnar þar væru nú fullar, þar biða 4500 tonn vinnslu, sem hefst annað kvöld. Verksmiðjan vinnur 600 tonn á sólarhring. — — HF frjálst, úháð dagblað Fimmtudagur 29. janúar 1976. Ingólfur vill endurvinnslu Ingólfur Jónsson (S) fyrrum ráðherra flytur tillögu til þings- ályktunar um athugun á mögu- leikum á endurvinnsluiðnaði. t greinargerð segir hann, að hér á landi falli mikið til af afgöngum og alls konar úrgangi, sem mætti nýta. Augu manna i mörgum löndum hafi opnazt fyrir nauðsyn þess að nýta hvers konar úrgang, sem til fellur, svo sem brotajárn, pappir, við, gúm, plast og ýmis önnur gerviefni. tslendingar séu fátækir af hrá- efnum til iðnaðar. Endurvinnslu- iðnaður gæti hér á landi gegnt margþættu hlutverki, meðal ann- ars sparað erlendan gjaldeyri, aukið atvinnumöguleika fjölda fólks og hreinsað umhverfið og náttúruna af hvers konar rusli og drasli, úrgangs- og afgangsefn- um. —HH Alþingi Lengri frestur í kjaramólum BSRB Frestur kjaradóms til að úr- skurða um kjaramál Banda- lags starfsmanna rikis og bæja hefur verið framlengdur til 15. marz. Matthias A. Mathiesen fjár- málaráðherra hafði framsögu fyrirfrumvarpi um þetta á Al- þingi i gær. Hann sagði, að fresturinn væri i samráði við Bandalag starfsmanna rikis og bæja. Áður hafði fresturinn verið framlengdur til janúar- loka. Ráðherra sagði, að nú væri ljóst, að frestur til janúarloka væri of stuttur. Að- ilar kjaradeilunnar vildu reyna að ná samkomulagi án þess að til kjaradóms kæmi. —HH w I ófœrðinni: Árekstrum fjölgar um helming í Kópavogi Rúmlega helmings fjölgun hefur orðið á árekstrum i Kópavogi á þessu ári miðað við sama tima i fyrra. Frá áramótum til dagsins i dag urðu 63 árekstrar, en 31 i fyrra. Að sögn Isleifs Péturssonar lögregluþjóns er þessi mikla aukning vafalaust að kenna slæmri færð. Mjög erfið akstursskilyrði eru i Kópavogi eins og annars staðar á Stór- Reykjavikursvæðinu. Stöðugt er unnið við að ryðja göturnar með heflum i eigu bæjarins og leigutækjum, en það gengur seint vegna þess hve snjórinn er orðinn frosinn. —AT—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.