Dagblaðið - 29.01.1976, Blaðsíða 8
8
Dagblaðið. Fimmtudagur 29. janúar 1976.
Stóra borholan við Kröflu breytist í hver:
Það bezta sem skeð gat
hóvaðinn er horfinn
Nú er komið á annan mánuð
frá þvi eldgos varð i Leirhnjúki
og almenning um land allt tók
að ugga út af framtið Kröflu-
virkjunar. Menn ræða fram og
aftur hvort halda eigi áfram
virkjunarframkvæmdum eða
hvort stöðva eigi þær. Undir ný-
gerðum mannvirkjum þar hefur
jörðin gengið i bylgjum þó
starfsmenn við framkvæmdir
hafi aðeins yfirgefið vettvang
eina nótt samkvæmt skipun.
Þeir sem að framkvæmdum
vinna vilja ólmir halda áfram af
fullum krafti. „Laun við Kröflu
eru anzi há”, var lika haft eftir
aðila er málið varðar.
Ýmislegt hefur átt sér stað við
Kröflu. En þar hefur þó enn
ekkert gerzt sem er óeðlilegt og
ekki mátti búast við að dómi
þeirra er að Kröfluvirkjun
standa. Visindamenn og almúg-
inn lita yfir annálinn, klóra sér i
höfðinu og skilja varla upp né
niður i niðurstöðum ákafa-
mannanna. Annállinn gæti litið
svona út i stuttu máli, þegar les-
in hafa verið blöð og hlustað á
útvarp frá þvi Leirhnjúkur lét á
sér kræla.
1. Stærsta borholan eyði-
leggst. t ljós kom að reiknað
hafði verið með að svo gæti far-
ið.
2. Þrýstingurinn i hinum bor-
holunum minnkar.t ljós kom að
við þvi mátti búast og jafnvel
reiknað með að svo færi i út-
reikningum um virkjunina.
3. Stöðvarhúsið tekur að siga.
Yfirverkfræðingurinn lýsir þvi
yfir i útvarpi að það hafi ekkert
að segja, og jafnvel að með þvi
hafi verið reiknað.
4. Vatn tekur að hitna i krön-
um. Lýst er yfir að það sé með
öllu eðlilegt. Látið er i veðri
vaka að þetta sé nú litið við
Kröflu. Menn ættu að athuga
þetta vandamál hjá Kisiliðj-
unni.
5. Öll loftin þrjú eru ósteypt.
Þau þarf nauðsynlega að steypa
til að „treysta mannvirkin”. En
meðan beðið er eftir steypu-
veðri vikum saman er boðin út
málningarvinna á steyptum
sem ósteyptum hlutum Kröflu-
virkjunar. Það mun talið eðli-
legt og gert i trausti þess að
mannvirkin styrkist.
6. Stóra holan breytist úr gos-
holu i hver. Yfirlýst er af verk-
fræðingi að það sé það bezta
sem gerzt gat. Við það hvarf
hávaðinn.
Eftir að heyra þennan annál
varð einum gárunganna að
orði: Stöðvarhús Kröflu verður
sennilega stærsta gróðurhús
landsins. Bara að þeim takist
ekki að steypa þakið, til þess að
Gentúlmenn! Við höfum ástæðu
til að ætla að þetta sé staðurinn
þar sem islendingarnir eru að
reyna atómbombuna sina!
það verði „talið eðlilegt” að
setja glerþak á húsbáknið.
P.S. Skrifað i gamansömum tón
vegna erfiðleika við upplýsinga-
öflun og loðinna svara við ýms-
um spurningum — A.St.
ENN
LIFUM
VIÐ
UM
EFNI
FRAM
— viðskiptajöfnuð-
urinn óhagstœður
um 27,6 milljarða
1975
Viðskiptajöfnuður okkar Is-
lendinga var óhagstæður um 27,6
milljarða á siðasta ári. Þessar
tölur hefur Hagstofa Islands sent
frá sér. Árið 1974 var hann óhag-
stæður um 19,7 milljarða, en ef
samanburður er gerður á árunum
kemur I ljós að á árinu 1975 er
hann á0% óhagstæðari en 1974.
Útflutningur á árinu 1975 nam
alls 47,4 milljörðum króna, þar af
var flutt út ál og álmelmi að and-
virði um 5 milljarðar. Ut-
flutningur þessara vara nam 4,7
milljörðum árið 1974.
Inn I landið voru fluttar vörur
fyrir rúma 75 milljarða. Þar af
eru skip, prammar og flugvélar
um 3 milljarðar.
Eins og komið hefur fram er
viðskiptajöfnuðurinn mun
óhagstæðari árið 1975 en 1974. Ef
verðlag ársins 1974 er reiknað
upp, til samsvörunar árinu 1975
eða um 56,5%, en um þá
prósentutölu er erlendur gjald-
eyrir talinn hafa hækkað að
meðaltali á árinu 1975, kemur út
úr dæminu 3% hagstæðari
viðskiptajöfnuður árið 1975 en
1974.
KP
KÓPAVOGSBÚAR VILJA
BORGARAFUND UM
LÓÐARÚTHLUTUN
— krefjast friðlýsingar ó Víghólunum
Fjöldi Kópavogsbúa vill
borgarafund út af lóðarúthlutun
á svæði sem þeir telja rétt að
friðlýsa. Skora þeir á Náttúru-
verndarnefnd Kópavogs að
beita sér fyrir honum og fara nú
fram almennar undirskriftir
undir skjal þess efnis.
I undirskriftaskjalinu segir
meðal annars: Þar sem mikil
óánægja og andstaða er meðal
fjölda bæjarbúa með
ráðstafanir bæjaryfirvalda á
úthlutun lóðar að Gagnheiði 1
þykir okkur nauðsyn að hafizt
verði handa um að stöðva
framkvæmdir á þessum stað og
lóðarhafa verði úthlutað lóð
annars staðar, þar sem fjarlægð
frá hringsjá að væntanlegum
húsvegg er aðeins 43 metrar og
þar af leiðandi ennþá nær lóða-
mörkum.
Ennfremur er hvatt til þess að
engar byggingar risi á hinu
óbyggða svæði umhverfis Vig-
hólana, sem orðið gæti til þess
að rýra útsýni á þessum stað.
Er skorað á Náttúruverndar-
nefnd Kópavogs að leita full-
tingis Náttúruverndarráðs um
að friða og friðlýsa þetta svæði.
—BS—
6 þúsund farþegar með Ferðafélaginu 1975
Fjölbreyttar ferðir um
eigið land í boði
Betur mó
ef duga skal
Sem betur fer virðist manni
að unnið sé kappsamlega að
þvi að ryðja götur og gang-
stéttir svo vegfarendur komist
leiðar sinnar. Þessi mynd var
tekin á Háaleitisbrautinni i
gærmorgun. Þeir sem leið
eiga um Siðumúla og þurfa að
fara upp Vegmúla, yrðu mjög
glaðir ef slik tæki færu nokkr-
ar ferðir eftir þeim götum sem
eru mjög slæmar, eins og
raunar margar fleiri.
DB-mynd: Bjarnleifur.
Ferðafélag Islands eykur enn
starfsemi sina frá þvi sem verið
hefur. Þetta kemur fram i áætlun
um starf félagsins á nýbyrjuðu
ári. Er þar gert ráö fyrir 210 ferð-
um, löngum og stuttum.
1 skýrslu Ferðafélagsins um
starfið á siðasta ári, sem kynnt
var á blaðamannafundi i gær,
kemur fram að 201 ferð var farin
á vegum félagsins þaö ár. I þess-
um ferðum voru nærri 6 þúsund
farþegar, þar af um 700 útlend-
ingar. Til Þórsmerkur voru farn-
ar 50 feröir með 2.409 ferðamenn.
Að sögn framkvæmdastjórans,
Tómasar Einarssonar, er F.I.
einnig reiöubúiö til að aðstoða viö
skipulagningu eða annast um
framkvæmd sérstakra hópferða
fyrir einstaklinga, starfsmanna-
félög eða önnur samtök sem
kynnu að óska þess.
I hinni nýju áætlun Ferðafé-
lagsins auglýsa deildir þess úti
um land ferðir sinar, Ferðafélag
Akureyrar, Ferðafélag Húsavik-
ur, Ferðafélag Skagfirðinga,
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og
Ferðafélag Vopnafjarðar.
Ferðafélagið hvetur alla sem
áhuga hafa á ferðalögum til að
kynna sér áætlunina fyrir árið
1976 og gerast virkir aðilar aö fé-
lagsstarfinu með þátttöku i
ferðum eða á annan hátt. Sérstök
athygli er vakin á þvi að öllum er
heimilt að ferðast meö félaginu i
auglýstum ferðum. —BS—