Dagblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 2
Dagblaðið. Þriðjudagur 10. febrúar 1976. FÍFLINU SKAL Á FORAÐIÐ ETJA Það varð sorg — ÞEGAR TEIKNIMYNDIRNAR VORU FELLDAR NIÐUR! Þjóðviljinn er málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis, eins og í blaðinu stendur. Ekki er ég áskrifandi að Þjóðviljanum en Sigríður í Núpstúni heldur honum til haga fyrir mig svo að ég fæ tækifæri til að kynna mér efni hans öðru hverju. Þó að ég sé oft ósammála þeim Þjóðviljamönnum, verð ég að viður- kenna, að í blaðinu koma oft læsileg- ar og áhugaverðar greinar. Ég er nú að líta í eitt Þjóðviljablað sem kom út 23. marz 1974. Á þeim tíma höfðu ýmsir örlagaríkir atburðir nýlega gerzt. Dr. Þorsteinn Sæ- mundsson o.fl. merkir menn voru þá búnir að safna undirskriftum fyrir Varið land og miklar vinnudeilur höfðu þá nýlega verið leystar á ör- lagaríkan hátt. Þá fór allt úr bönd- unum eins og Hannibal sagði. Á bls. 7 í fyrrnefndu blaði er mynd af dr. Þorsteini Sæmundssyni að beygja sig yfir kassann með undir- skriftablöðunum frá Vörðu landi en þeir Ólafur Jóhannesson og Eysteinn Jónsson horfa á með miklum alvöru- svip eins og þeir séu að fylgja vini til grafar. Nú að undanförnu hef ég lítið heyrt í dr. Þorsteini Sæmundssyni og öðrum VL-mönnum en mér finnst tími til kominn að þeir láti nú eitt- hvað í sér heyra. Ég legg til, að þeir láti nú tölvuna draga út 500 nöfn þeirra sem skrifuðu undir hjá þeim VL-mönnum. Síðan verði þessir 500 menn spurðir hvort þeir séu enn sömu skoðunar og fyrir tveim árum varðandi dvöl bandariska hersins hér á landi. Á bls. 9 og 10 í fyrrnefdu blaði er grein eftir Óttar Proppé sem nefnist Mennt er máttur til að...? Opið bréf til MarkúsarÁ. Einarsson- ar og annarra háttlaunaðra mennta- manna. Höfundurinn færir þarna rök gegn því, að langskólamenn eigi að fá hærra kaup en ómenntaður lýðurinn. Margt í grein Óttars er svo vel sagt og íhugunarvert að ég fór að rifja hana upp að nýju og ég ætla nú t.d. að benda á eftirfarandi kafla: „Um leið og lágtekjufólk fer að selja vinnu sína, fer það að borga skatta sem meðal annars eru notaðir til að greiða kostnað af íslenska skóla- kerfinu. Það fer því strax að greiða sinn hluta af kostnaði við menntun langskólagengins fólks. Það má því með fullum rétti spyrja hver skuldi hverjum.— Fullkomlega eðlilegt er að spyrja hvort láglaunafólk sé ekki haft að fífli. Augljóst er að láglaunamönnum er att á foraðið. Lykillinn að viðun- andi kjarasamningum hefur oftast verið í höndum Dagsbrúnarmanna. Tekjulægstu launþegarnir hafa líka oftast beitt skæðasta og vandmeð- farnasta vopni stéttabaráttunnar, verkföllum. En hvað hefur svo gerzt, þegar verkamenn hafa knúið fram kjarabætur? Tekjuháir launþegar fylgja í slóð- ina, eða berast eftir henni sjálfkrafa. Allir fá hlutfallslega sömu launa- hækkun, sem velt er beint út í verð- lagið. Kjarabætur láglaunafólks verða að engu. Það fær heldur fleiri en að sama skapi léttari krónur í umslagið en áður. Raungildi laun- anna er enn svo lágt, að það er ofvaxið mennskum mönnum að framfleyta sér á dagvinnukaupi. Þegar ég var skólastrákur í Flens- borg vann ég stundum á sumrin við að landa úr togurum. Við þetta unnu þá einkum unglingar og roskn- ir verkamenn. Karlarnir voru margir hverjir orðnir lúnir eftir langa ævi, og sumir þeirra hefðu alls ekki átt að koma niður í lest til annars en að rabba um daginn og veginn, því að þetta var púlvinna. Ég öfundaði mjög kranamennina, taldi þá eiga náðuga daga miðað við okkur í lest- inni og hefði með glöðu geði borgað dálítið af kaupinu mínu fyrir að fá að stjórna krana einn og einn dag í stað þess að moka karfa. Ég hef sjaldan á ævinni orðið jafn undrandi og þegar ég heyrði, að kranamennirnir fengju hærra kaup en karlarnir í lestinni. Óréttlæti í stórum eða smáum stíl verður að hverfa. Nýafstaðnir kjara- samningar hafa litlu sem engu breytt um þessi mál.” Þetta allt hefur orðið mér mikið umhugsunarefni. Þó að verkamenn fengju mjög miklar kauphækkanir í krónutölu í febrúarlok 1974 voru þeir litlu sem engu bættari að þrem vik- um liðnum, að dómi Óttars Proppé. Eini árangurinn var aukin verðbólga og síðan varð ríkisstjórnin að gefast upp. En það er eins og menn eigi ósköp erfitt með að læra af reynslunni. Nú eru verkalýðsfélögin að undirbúa verkföll ef ekki verður gengið að kröfum þeirra. Auðvitað vita allir, hver árangurinn verður, aðeins aukin verðbólga. Krónutölukjarabæturnar verða allar teknar aftur á einn eða annan hátt, og verkamennirnir fá kannski ekki einu sinni hugsanlegan verkfallskostnað bættan. Einhvers staðar er villa í kerfinu sem verkalýðsfélögin verða að finna. Mig grunar að villan sé sú að lág- launastéttirnar beita verkfallsvopn- inu til framdráttar kröfum sínum. Samningar, sem gerðir eru, hafa því aðeins eitthvert. gildi að þeir séu haldnir. En samningar, sem gerðir eru þegar verkfall er yfirvofandi eða skollið á, eru í eðli sínu nauðungar- samningar, og samkvæmt almenn- ingsáliti er ekki talin siðferðileg skylda að halda nauðungarsamninga. Þar liggur hundurinn grafmn. Þess vegna renna slíkir samningar yfirleitt strax út í sandinn. Atvinnurekendur og stjórnvöld reyna strax að finna smugur til þess að komast fram hjá samningunum og jafnvel brjóta þá niður. Samningsrétturinn er launastétt- unum svo mikils virði að það er of mikil áhætta að gera þau réttindi óvirk með verkföllum eða verkfalls- hótunum. Svo má líka líta á reynslu bænda. Þeir láta nægja að semja um kjör sín samkvæmt lögum, sem Al- þingi hefur sett, en beita ekki sölu- stöðvun á afurðum. Samt finnst Jón- asi Kristjánssyni, ritstjóra Dagblaðs- ins, að þeir séu of heimtufrekir. Verkamenn verða að læra af reynslunni, minnast varnaðarorða Óttars Proppé og láta ekki etja sér út í verkföll eins og fíflum út í forað. Kópsvatni 1. febrúar 1976. GUÐMUNDUR JÓNSSON Friðrik Guðmundsson hringdi: „Þannig er mál með vexti, að ég á tvo unga syni, sem bíða spenntir frá miðvikudegi til miðvikudags eftir teiknimyndunum í Sjónvarpinu. Þessar myndir eru bókstaflega eina efnið, sem börn hafa gaman af í sjónvarpinu nú orðið. Því var mikil sorg síðasta miðviku- dag, þegar teiknimyndirnar voru felldar niður og í staðinn var sýnd skátamynd frá Noregi ásamt ein- hverri ballettmynd, sem engin börn botna neitt í. Því spyr ég: Hefði ekki verið hægt að koma þessum myndum fyrir einhvers staðar annars staðar í dagskránni en á þeim tíma, þegar börnin horfa hvað mest, eða er kannski hætt að sýna teiknimyndirn- ar?” Björn Baldursson dagskrárfulltrúi hjá sjónvarpinu sagði, að Nordjamb- myndin frá Noregi væri eiginlega ætluð börnum. Hún hafi hins vegar verið svo löng, að ekki hafi verið hægt að koma fyrir neinum teikni- myndum, heldur hefði fimmti þáttur myndaflokksins Ballétt fyrir alla verið sýndur. Þessi myndaflokkur hefði verið sýndur af og til í allan vetur og engar kvartanir komið vegna hans. Ennfremur sagði Björn, myndirnar um Björninn Jóka væru búnar í bili, en í næstu viku hæfist nýr flokkur um tvo óstýriláta kettlinga og nefnist hann Mjási og Pjási. Skrúfið uppí útvarps- tœkjunum bílsfjórar SVK Hver er storfsgrundvöllur héraðshjúkrunarkvenna? SVEITAKONA spyr: „Þegar héraðshjúkrunarkonur eru fastráðnar í héraði, hver er starfs- grundvöllur þeirra?” Dagblaðið sneri sér til Ingibjargar Magnúsdóttur í heiíbrigðisráðuneyt- inu og tjáði hún okkur eftirfarandi: „Héraðshjúkrunarkonur eru engar í starfi eins og stendur. Þegar írumvaip til laga um heilbrigðis- þjónustu var til umræðu og af- greiðslu á Alþingi 1972—3 var gert ráð fyrir að ráðnar yrðu héraðshjúkr- unarkonur til starfa með héraðslækn- um. Héruðum átti að fækka í 5. Héraðshjúkrunarkonur áttu að hafa yfirumsjón með hjúkrunarstarfi 1 hér- aði í samráði við héraðslækna og ráðuneyti ( grein 19.1.). Þegar frumvarpið var samþykkt var gildis- töku kafla sem fjallaði um læknis- héruð og héraðshjúkrunarkonur frcstað Afiur á móti var ákveðið tneð þessum nýju lögum að ráða skvldi hjúknmarfræðinga m staiia vio heilsugæzlustöðvar og stefnt að því að þeir hefðu sérmenntun í heilsu- vernd, fæðingarfræði eða starfi hjúkr- unarfræðings á göngu og slysadeild. Starfsheitið hjúkrunarfræðingur er nýtt samheiti yfir hjúkrunarkonur og hjúkrunarmenn, það var samþykkt á Alþingi síðastliðið ár og því notað hér. Starf hjúkrunarfræðings á heilsu- gæzlustöð getur verið mismunandi. Það fer eftir stærð stöðvarinnar og fjölda þeirra heilsugæzlustarfsmanna er skipta með sér verkum. Hjúkr- unarfræðingur annast þá þætti heilsugæzlu er heyra undir heilsu- vernd og heimahjúkrun. Hluti þeirra starfa eru sjálfstæð hjúkrunarstörf, önnur unnin eftir fyrirmælum lækn- is. Hjúkrunarfræðingur fyrirskipar t.d. aldrei lyfjagjof lil sjúklinga. heldur framkvæmir þar fyrirmæli la*knis. iijum iímuj træðingur hefur ekki vaktskyldu, sú skylda er hjá viðkomandi lækni. Hins vegar sinni hann því sem hann ræður við, þegar til hans er leitað og hefur því sam- band við lækni um meðferð sjúklings. Starfstími hjúkrunarfræðings er 40 vinnustundir á viku. Hann hagar starfi sínu í samráði við stjórn stöðvarinnar og heilsugæzlulækni. Hjúkrunarfræðingur sem hefur sérnám í einhverri þeirra sérgreina er fyrr eru nefndar þiggur laun sam- kvæmt 22. launaflokki. Samanber launasamning Hjúkrunarfélags íslands og fjármálaráðhcrra, en hinir samkvæmt 20. launaflokki. Ef þeir vinna við heilsugæzlu þar sem hvorki situr læknir né er daglega að læknisþjónustu skulu þeir fá 15%. álag á föst laun. Ferðalög vegna starfsins eru þeim að kostnaðarlausu svo og starfs- klæðnaður. Ef þessar upplýsingar eru ekki tæmandi er sveitakonu velkornið að leita til ráðuneytisins varðandi frekari upplýsingar.” Einn af föstum viðskiptavinum Strætisvagna Kópavogs skrifar: „ „. . . á varð. . . ið Þór. . .” Sundurlausar setningar sem þessa er ekki óalgengt að heyra í vögnum Strætisvagna Kópavogs. Nú upp á síðkastið er mikilsverðar fréttir hafa stöðugt hljómað í útvarpinu, höfum við farþegar S.V.K. orðið að mestu að vera án þeirra. í vögnunum eru hátalarar stað- settir á mismunandi stöðum. Einn er staðsettur beint við höfuð vagnstjór- ans. Sá hátalari er sennilega sá eini, sem á á hættu að gefa sig vegna ofnotkunar. Hini.r virðast greinilega aðeins vera skraut í augum bílstjór- anna. Hátalarar vagnstjóranna eru yfirleitt látnir vera í sambandi, því að auðvitað vilja þeir ekki missa af nýjustu fréttunum. En ég held að þeir góðu menn, (og kona) ættu að gera sér það ljóst, að í vagninum sitja 30-40 manns. Margir hafa engu minni áhuga en þeir á því er í fréttunum er lesið. Verst er þó að vagnstjórarnir skuli stilla hátalara sína þannig að maður skuli heyra útundan sér sundurlausar setningar sem oft eru ruglandi fyrir þann, er setninguna þannig nemur. Þá væri betra að hafa algjörlega slökkt á tækjunum. Svo virðist sem stjórnendur vagnanna séu ragir við að hafa útvarpstækin í gangi, sérstak- lega ef eldra fólk er í vögnunum. Það er enginn að biðja um að tækin séu svo hátt stillt að neinn saki, heldur þannig að með góðu móti megi greina orðaskil. Ég býst fastlega við því, að eldra fólk hafi alveg jafn- mikinn áhuga og aðrir á að heyra fréttir og veður. Annars hef ég ekkert nema gott af vagnstjórum S.V.K. að segja, að þessu undanskildu. Þetta má þó auð- veldlega lagfæra,"og vona ég að vagn- stjórar geri það, nema þeir vilji halda uppteknum hætti og hlusta einir á útvarpið, en síðan færa farþegum fréttirnar í gegnum hátalarakerfi vagnanría.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.