Dagblaðið - 10.02.1976, Side 4

Dagblaðið - 10.02.1976, Side 4
Dagblaðið. Þriðjudagur 10. febrúar 1976. ..... .......... 4 Bœjarstjóramálið í Eyjum: Málinu alls ekki lokið — segir í greinargerð bœjarstjórnar Vestmannaeyja SÉRA GARÐAR SVAVARSSON við Laugarneskirkju (DB-mynd R. Th.) í greinargerð, sem samþykkt var ein- róma á fundi í bæjarstjórn Vestmanna- eyja í gær, segir að bæjarstjórn mótmæli þeim fullyrðingum Sigfmns Sigurðsson- ar, fyrrum bæjarstjóra, að brottrekstur hans úr starfi bæjarstjóra sé afleiðing pólitískra ofsókna. Jafnframt hefur bæjarstjórn látið hefja könnun á fjár- málaviðskiptum Sigfinns Sigurðssonar við og fyrir hönd bæjarfélagsins í bæjar- stjóratíð hans. í greinargerðinni segir að aðal- ástæðan fyrir fyrirvaralausum brott- rekstri Sigfinns sé að á tímabilinu 30. janúar — 4. maí 1973 hafi ýmis sveitar- félög í Suðurlandskjördæmi safnað fé til hjálpar í Eyjum, þar sem jarðeldar geisuðu. Sum sveitarfélögin sendu sjálf sína peninga til Eyja, en 22 þeirra sendu framlög sín til Samtaka sveitarfé- laga á Suðurlandi, sem Sigfinnur var framkvæmdastjóri fyrir, alls kr. 3.542.500. í árslok 1973 hafi vextir af þessari upphæð, sem geymd var á sér- stökum reikningi samtakanna, numið kr. 16.734, og heildarupphæðin þar með kr. 3.559.234. Sjöunda fcbrúar 1973 hafi ein milljón króna verið greidd út af reikningnum nr. 1300 við útibú Landsbanka íslands á Selfossi til Vestmannaeyja og önnur milljón 22. febrúar. Síðan hafi komið til tvær millifærslur, framlög Vestmanna- eyjakaupstaðar til samtakanna fyrir 1973, kr. 371.210 og fyrir 1974, kr. 489.200. Þar með hafi verið búið að greiða til Vestmannaeyja kr. 2.860.410 samtals. í apríl 1974 voru eftirstöðvar á reikn- ingi samtakanna á Selfossi kr. 54.234.00, segir í greinargerð bæjar- stjórnar Vestmannaeyja. Þá var óskilað til Vestmannaeyja kr. 698.824. Segir enn fremur, að yfirvöldum í Eyjum hafi aldrei verið gerð grein fyrir þessu gjafa- fé og því síður hafi kvittanir fyrir áður- nefndum millifærslum komið til Eyja. Síðan segir í greinargerðinni, að 31. desember 1975 hafi verið lagðar 222.090 krónur inn á reikning Vestmanna- eyinga. Það gerði Sigfinnur Sigurðsson fyrir hönd Samtaka sveitarfélaga í Suðurlandskjördæmi. í árslok var vangerð grein fyrir kr. 476.734 auk vaxta, sem reiknast til að nemi 89.751. Samtals voru það því 566.485 krónur, sem Sigfinnur hafði ekki gert grein fyrir þá. 3. febrúar sl., þremur dögum eftir að Sigfinni var vísað úr starfi, voru þeir peningar greiddir inn á reikning bæjarsjóðs í Eyjum. „Við lítum alls ekki svo á, að um fullnaðargreiðslur sé að ræða af hálfu Sigfinns,” sagði Sigurður Jónsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, í sam- tali við DB í gærkvöld. „Við teljum að þessar vaxtagreiðslur hans, 3 og 5% eins og af venjulegum ávísanareikningum, séu mun lægri en við hefðum fengið ef pæningarnir hefðu allir komið hér strax. Það má því reikna með að Sigfinnur skuldi bæjarfélaginu enn um 241 þúsund krónur af þessu fé,” sagði Sigurður, „en öll önnur viðskipti hans við bæjarfélagið eru allsendis óútkljáð og aldrei að vita hvað kemur í ljós.” —ÓV. Df\HSL£!KUfl j KVÖLJ) LtiKUR FVRIR T>fiM5Í 76 Smófuglar — og aðrir fuglar -eftir Colin Porter „Guði sé lof að kýrnar hafa ekki vængi, segi ég nú bara eins og hann séra Bjarni hérna um árið.” 5 prestaköll á höfuðborgar- svæðinu verða laus til umsóknar á þessu ári, eða í byrjun þess næsta. Sr. Garðar Svavarsson, sóknarprestur í Laugarnesprcstakalli, verður sjötugur hinn 8. sept. næstkomandi, sr. Óskar J. Þorláksson dómprófastur nær sama aldri hinn 5. nóv., sr. Jón Þorvarðarson, sóknarprestur í Háteigsprestakalli, hinn 10. nóv. og sr. Garðar Þorsteinsson prófastur, sóknarprestur í Hafnarfirði, hinn 2. desember. Fyrrtaldir fjórir kirkjunnar þjónar ná því hámarksaldri embættismanna á þessu áfi. Sókn sr. Garðars skiptist í tvennt, en sóknarpresturinn hefur setu í Hafnarfirði sem kunnugt er. Ljóst er því að kjósa þarf presta í 5 sóknir á höfuðborgarsvæðinu innan tíðar og er ekki talin hætta á því að hörgull verði á umsækjendum. Ef að líkum lætur eru því framundan fjörugar kosningar, ef ekki beinlínis harðvítugar, um nokkur beztu brauð landsins. -BS SÉRA ÓSKAR ÞORLÁKSSON við Dómkirkjuna. (DB-mynd Björgvin) 1« ■! Kristján Pétursson deildarstjóri: HEF AÐEINS GAGN- RÝNT DÓMSVALDIÐ læknamálinu, svo og mörgum meiri- háttar sakamálum á undanförnum árum. Sum þessara mála hafa veru- lega komið fram í fjölmiðlum á und- anförnum árum og hef eg oftsinnis orðið að svara fjölmiðlum þar að lútandi og ýmsum einstaklingum. Ennfremur hef ég gagnrýnt dóms- valdið nokkrum sinnum í sjónvarps- þáttum og dagblöðum, en ávallt ritað nafn mitt undir þær greinar. Ég mun ávallt standa skil gjörða minna — því gctur dómsmálaráð- herra treyst, en sömu kröfur geri ég að sjálfsögðu til hans. Ég er reiðubú- inn að ræða hvar og hvenær sem er við dómsmálaráðherra um þau sakarnál, sem nú eru til meðferðar. Þá leyfi ég mér að fordæma hvers konar pólitísk afskipti af þessum al- varlegu sakamálum og hvet ein- dregið viðkomandi embætti að ljúka fullkomlega rannsókn þeirra hið allra fyrsta. KRISTJÁN PÉTURSSON.” — ekki ráðherra „Vegna mikilla blaðaskrifa og fréttafiutnings, svo og umræðna á alþingi varðandi afskipti dómsmála- ráðuneytisins og fleiri aðila af svo- nefndu Klúbbmáli, rannsóknum toll- lágabrota (spíramáli), mannshvörf- um og fieira, vil ég taka eftirfarandi framað gefnu tilefni: Ég hefi hvorki opinberlega eða í viðræðum við nokkurn aðila látið að því liggja að núverandi dómsmála- ráðherra hafi hindrað cða torveldað rannsókn þeirra mannshvarfa sem nú er unnið að. Allar getsakir og dylgjur þar að lútandi eru ósannar mcð öllu og lýsa ódrengskap af verstu tegund. Hins vegar hef ég gagnrýnt harð- lega málsmcðferð og rannsókn saka- döms og saksóknaraembættisins, bæði er tekur til Klúbbmálsins og hef cg gert það bæði í sjónvarpi og dagblöðunum að gefnu tilcfni. Flestum eru kunnug afskipti mín af rannsókn olíumálsins á sínumtíma fíkniefnamálum allt frá árinu 1969, Fjörugar prestskosningar í sjónmáli: 5 BRAUÐ Á HÖFUÐB0RGAR- SVÆÐINU L0SNA Á ÁRINU

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.