Dagblaðið - 10.02.1976, Síða 15

Dagblaðið - 10.02.1976, Síða 15
Dagblaðið. Þriðjudagur 10. febrúar 1976. 15 Það þarf svo sannarlega að einbeita sér að því sem verið er að gera. verður að hafa lag á að hjálpa honum, svo að hann fari sér ekki að voða. Auðvitað er lítið um að maður geti farið eitt eða neitt. Sonur okkar er líka lamaður og spastískur. (spastískur er sá sem er með heilaskemmd, hefur ósjálfráðar hreyfingar, er stífur og á bágt með að ganga). Það hefur þó elzt af honum sem betur fer. Við áttum heima í blokk, þegar hann var minni og fram að fimm ára aldri gat hann ekki gengið. Ég þurfti því að taka hann með mér út í kerru, ef ég þurfti að sinna einhverjum erindum.”. guðlaug: e varð Dara ao vera heima. „Við hjónin eigum bara eina telpu, níu ára. Hún er mongólíti,” segir Guðlaug. „Ég var bara með hana heima. Þegar hún var sex ára var hringt og spurt hvort hún kæmi ekki í skólann. Ég sagði að hún væri vangefin. Það var spurt hvað yrði þá gert. Ég vissi það ekki. í Lyngás fór hún svo fyrst þegar hún var átta ára. „Almenningsálitið hefur breytzt til hins betra hin síðari ár,” segir Karlotta frá Keflavík. Hún er fimm barna móðir. Eitt barnið er vangef- inn 14 ára drengur. Við hjónin fengum kennara fyrst til þess að Á yngstu deildinni er mikið um leiki, en sumir eru þreyttir og leggja sig. koma heim, því að í Keflavík er engin aðstaða. Nú er drengurinn okkar í Lyngási. Fer þangað með rútu kvölds og morgna. Hulda: Læknarnir töluðu ekki við mig eins og manneskju „Við hjónin eigum tvo drengi. S'á yngri, sjö ára er vangefinn frá fæðingu. Hann er blóðskiptabarn,” segir Hulda. „Drengurinn minn var á spítala fyrstu fjóra mánuðina, en það kom enginn úrskurður frá spítalanum um að hann væri ekki heilbrigður. Það var heldur aldrei talað við mig eins og manneskju. Ég var viss úrn það,að annaðhvort væri barnið mitt alls ekki í lagi eða að ég væri sjálf orðin kolvitlaus. Ég fór til annarra lækna sem sáu þegar að eitthvað var að. Síðar þurfti hann að komast í æfingar hjá Lömuðum og fötluðum, og svo^fór hann í Lyngás. Það má segja að miðað við aðra hafi ég verið tiltölu- lega heppin að koma honum svona fljótt lil þjálfnnar. Elín: Ég er svo heppin að hafa getað verið heima og sinnt honum „Við hjónin eigum aðeins eitt barn. Son, sem er tólf ára og vangefinn. Ég er svo heppin að hafa getað verið heima og sinnt honum. Svo hefur hann líka verið hér í Lyngási síðan 1968.” Þetta eru orð Elínar. „Þetta gekk samt ekki neitt vel því að maður þurfti að ganga á milli lækna til þess að fá úrskurð um hvað væri að.” Kópavogshælið hefur úrskurðarvald um hvert á að senda barn Okkur er sagt að Kópavpgshælið sé s.á staður sem hefur úrskurðarvald um það. „Það er nánar tiltekið for- stöðumaðurinn þar, sem hefur úr- skurðarvald, en ekki yfirlæknirinn. Forstöðumaðurinn er sérkennari að mennt og á hæiinu starfar enginn fastur sálfræðingur. Það er ekki nóg að læknar séu búnir að skoða börnin eða sálfræðingar og segja til um hvar sé bezt að vista þau. Nei, foreldrarnir Á elztu deildinni er mikið smíðað. Það kemur líka að því að það verða ekki bara svona kubbar sem þessi börn handleika heldur alvöru timbur. Sumir skoða blöð, aðrir klippa út og enn aðrir mála. Stúlkan sem málar hefur sýnt mjög mikla framför undanfarið. Hví skyldi svo ekki þetta fólk fara út í atvinnulífið og vinna sér inn aura eins og aðrir? Þessi elztu eiga nú í raun og veru ekki að vera á Lyngási þar sem það heimili er aðallega ætlað þeim yngri. Þegar við komum inn voru þau búin aðj/era að spila eftir músíkinni í útvarpinu í klukkutíma. Stundum eru líka færðir upp söngleikir í Lyngási og þá kemur í ljós margur listamaðurinn. verða að gjöra svo vel að fara líka með börnin á Kópavogshælið til frekari skoðunar.” Þetta segja mæðurnar. Kópavogshælið er ríkis- stofnun, sem úrskurðar fólk inn á fimm vistheimili og tvö dagheimili. Þær halda áfram máli sínu. „Það er allt of útbreiddur hugsunarháttur að vangefin börn þurfi hjúkrun, gæzlu eða að vera á hæli. Hvert einasta barn getur lært eitthvað, sér- staklega, ef það er þjálfað nógu. snemma. Það þarf bara að koma því inn hjá stjórnvöldum, að þetta se hægt. Það tók til dæmis mörg ár að fá Höfðaskóla viðurkenndan sem skóla og öskjuhlíðarskólinn tekur ekki mongólíta.” f Sviþjóð eru þroskaheftir skólaskyldir Við fáum að vita að í Svíþjóð séu allir þroskaheftir skólaskyldir ffá 7 ára upp í 21 árs. Þetta varð að lögum þar árið 1968. Svíar standa framar- lega í því að afnema hæli, en byggja fjölskylduheimili, skóla og eru með verndaða vinnustaði. „Því hvers vegna skyldi ekki sá vangefni gleðjast jafnt og sá heilbrigði yfir að vinna og fá kaup fyrir? Þeir geta líka orðið þjóðfélaginu að gagni með vinnu sinni í stað þess að vera lokaðir inn á hælum,” segja mæðurnar. Eru þessir einstaklingar hamingju- samari en aðrir? „Þetta er útbreidd skoðun,” er svarið. „En auðvitað eru vangefnir hamingjusamir og leiðir, nákvæm- lega eins og aðrir. Það fer eftir um- hverfi og aðbúnaði.”. En hvernig gengur að sætta sig við að eiga vangefið barn? „Það verður að horfast í augu við staðreyndir,” er svarið. „Erfitt er að taka þessu fyrst og því miður getur hvaða móðir sem er eignazt vangefið barn. Þau halda áfram að fæðast. Mest um vert er að koma einhverju réttlæti á fyrir þessi börn. Það er líka annað eftir því sem þau eldast verður erfiðara að passa þau og enn verra að fá aðra til þess. Hver hugsar um barnið mitt ef ég verð veik? Þetta er kannski heldur ekki það versta sem getur komið fyrir mann í lífinu. En oft leitar það á hugann. Hvað verður um barnið mitt, ef ég verð veik' eða ef ég dey? Við getum ekki hugsað okkur að setja börnin okkar á hæli. Við megum hvorki verða veikar eða deyja.” Að lokum sögðu mæðurnar okkur að svona fundir þar sem fólk með sömu vandamál gæti komið saman og rætt hlutina hefðu verið þeim mjög gagnlegir. Nýlega er hafið námskeið í Bjarkarási á vegum Námsflokkanna fyrir foreldra þroskaheftra barna. Er það á miðvikudagskvöldum frá kl. 8.30-11. Fræðslan fer fram í fyrir- lestra- og umræðuformi. Margrét Margeirsdóttir félagsráðgjafi hefur unnið að undirbúningi námskeiðsins og hefur umsjón með því. Þegar hafa verið tveir tlmar og hafa þeir verið mjög vel sóttir. Þess má geta að sækja rhá hvern einstakan tíma námskeiðs og borga sér fyrir hann. Er námskeiðið opið öllum sem hafa áhuga á málefnum vangef- inna, segir Margrét. -EVI- Það er gaman að hafa svona alvöru hús bara fyrir sig. DB-myndir Bjarnleifur. /

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.