Dagblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 17
Dagblaðið. Þriðjudagur 10. febrúar 1976. 17 Veðrið ^ Gert er ráð fyrir suðvestan átt með hvössum éljum. Frost verður 3 stig. ÞÖRAJ. MAGNÚSDÖTTIR, Otrateigi 3, er látin. Rauði kross íslands vill minna á söfnuri vfegna jarðskjálft- ana í Guatemala. Tekið verður á móti framlögum á gjróreikning 90000 í bönk- um, sparisjóðum og pósthúsum og einn- ig á skrifstofu félagsins í Nóatúni 21 og hjá deildum félagsins um land allt. SUNDMÓT ÁRMANNS verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur miðvikudaginn 11. febrúar nk. og hefst kl. 20.30. Keppnisgreinar: 400 m skriðsund karla. 100 m flugsund kvenna. 200 m bringusund karla (bikarsund). 100 m bringusund kvenna. 100 m skriðsund.karla (bikarsund). 200 m fjórsund kvenna (bikarsund). 50 m skriðsund drengja f. 1960 og síðar (bikarsund). 50 m skriðsund stúlkna f. 1960 og síðar. 100 m flugsund karla. 100 m baksund kvenna. 4x100 m fjórsund karla 4x100 m skriðsund kvenna. Frá rauðsokkahreyfingunni: Starfsmaður er við mánudaga kl. 5-7 og föstudaga frá 2-4. Opið hús í kvöld (fimmtudag) kl. 8.30. Soffía Guðmundsdóttir segir frá kvennabaráttunni á Akureyri. K | Frá Sjálfsbjörsr Reykjavík Spilað í Hátúni 12 þriðjudag 10. febr. kl. 8.30 stundvíslega. Fjölmennið. Nefndin. Skrifstofa félags einstæðra foreldra Traðarkotsundi 6 er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 3-7 e.h., þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 1-5. Sími 11822. Á fimmtudögum kl. 3-5 er lögfræðingur FEF til viðtals á skrif- stofunni fyrir félagsmenn. Ný frönsk-íslenzk og íslenzk-frönsk orðabók Nýkomin er út frönsk-íslenzk og íslenzk- frönsk vasaorðabók eftir Elínborgu Stefánsdóttur og Gérard Chinotti. í fyrri hluta bókarinnar er að fmna 5000 algengustu orð málsins þýdd yfir á íslenzku, en í seinni hlutanum eru 5000 íslenzk orð þýdd yfir á frönsku. í upp- hafi hvors hluta bókarinnar eru leið- beiningar um framburð og aftast í fyrri hluta hennar er listi yfir nokkrar al- gengustu óreglulegar sagnir í frönsku og beygingar þeirra. Aftast í síðari hluta bókarinnar er að finna lista yfír nokkrar algengustu sterkar sagnir íslenzkar svo og óreglulegar sagnir. Bókin er 397 blaðsíður í vasabroti. Útgefandi er Orðabókaútgáfan. liiÍHK JÖKLARANNSÓKNARFÉLAG ÍSLANDS Aðalfundur félagsins verður haldinn í Tjarnarbúð, niðri, þriðjudaginn 10. febrúar kl. 20.30. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Kaffidrykkja. 4. Guttormur Sigbjarnarson sýnir og skýrir myndir af jöðrum og jaðar- svæðum Vatnajökuls. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Fundur verður miðvikudaginn 11. febrúar kl. 8.30 í félagsheimilinu Baldursgötu 9. Spilað verður bingó. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Kvennréttindaf élag íslands heldur fund miðvikudaginn 11. febrúar kl. 20.30 á Hallveigaretöðum. Umræðu- efni: Er tímabært að leggja niður tekju- skatt? Frummælendur verða Adda Bára Sigfúsdóttir og Kjartan Jóhannsson. Allir eru velkomnir á fundinn. Stjórnin. Kvenfélag Kópavogs. Fundur verður í Félagsheimilinu, 2. hæð, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20.30. Erna Ragnarsdóttir innanhúss- arkitekt flytur erindi og sýnir myndir. Stjórnin. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur skemmtifund fimmtudaginn 12. febrúar kl. 8 sd. í Tjarnarbúð. Spiluð verður félagsvist og fleira verður til skemmtunar. Allt Fríkirkjufólk vel- komið og má taka með sér gesti. Níels P. Sigurðsson, sendiherra, er fímmtugur í dag. Níels hefur reynzt einarður fulltrúi íslands í sendiherra- stöðusinni í London, en hann er nú, sem kunnugt er, fluttur til Bonn í Þýzkalandi. Ðagblaðið árnar Níelsi P. Sigurðs- syni, Ólafíu Rafnsdóttur, konu hans,og börnum þeirra allra heilla á þessum merkisdegi. Stöðug innbrot á Akureyri — Barna- verndar- nefnd þingar Hinum furðulega innbrotafar- aldri á Akureyri virðist ekki ætla að linna. í gær var tilkynnt að farið hefði verið inn í íþróttavallarhúsið á Akureyri og eins hafði verið brotizt inn í Kornvörugeymsluhús KEA. Engu hafði verið stolið, en alltaf verða einhverjar skemmdir, er farið er með ofbeldi inn í hús. Standa menn að því er virðist ráðalausir gagnvart þessum faraldri, sem að sögn lögreglunnar er þó að mestu bundinn við sömu drengina. —HP 9 G DAGBLAÐIÐ ER SMAAUGLYSINGABLAÐIÐ SIMI 27022 ÞVERH0LT 2 Til sölu 9 BÁTUR TIL SÖLU 2'Á tonn að stærð ásamt netum. Hentugur fyrir grásleppu- og handfæra- veiðar, nýleg dísilvél. Uppl. eftir kl. 20 í kvöld og næstu kvöld í síma 21712. TIL SÖLU lítið notaðir San Marco keppnisskíða- skór nr. 8, og Fischer GT skíði, 185 cm að lengd. Hagstætt verð. Upplýsingar í síma 34156. VEGNA FLUTNINGA er til sölu nýlegur ísskápur, verð 70 þús., einnig eldhússett, 4 stólar með baki og borð, sjónvarp, 24 tommu H.M.V., með stálfæti, verð kr. 65 þús. Til sýnis að Langholtsvegi 21. Sími 37384. ÍSVÉL O.FL. Sweden ísvél, notuð en vel við haldið, með varamótor, kr. 200 þús. — Milk shake hrærari, kr. 18 þús. — hitatæki fyrir súkkulaðidýfu. kr. 3 þús. — Zorry kaffívél, sjálfvirk, 40 bolla, kr. 8 þús. Upplýsingar hjá Bakaríi H. Bridde. >LU 5 STK. rafmagnsofnar, 1000 vatta, ístreymi, Verð kr. 20 þús. Uppl. 0320. TVEIR FRICO 3JA kw. rafmagnshitablásarar til sölu. verð 20 þús. pr. stk. Upplýsingar í síma 74515. TIL SÖLU vel með farin Ignis þvottavél, einnig dælur og hreinsari við fiskabúr og annað tilheyrandi fiskabúri, ennfremur inniloftnet fyrir sjónvarp, sem nýtt. Uppl. í síma 74016. NOTUÐ FATASKÁPAINNRÉTTING í svefnherbergi til sölu. Upplýsingar í síma 85836. RAFMAGNSORGEL TIL SÖLU, ónotað Yamaha með innbyggðum bassa og trommuheila, gerð B.K. 4 einnig vélsleði af gerðinni Everude, 21 hestöfl. Uppl. í síma 93-6192. TIL SÖLU RAFHA miðstöðvarketill 10,5 kílóvött með inn- byggðum neyzluvatnsspíral, þenslukeri, dælu, rofaskáp og thermostaífi. Einnig er til sölu 4 ferm olíuketill með há- þrýstibrennara, neyzluvatnskút og dælu einnig til sölu sófaborð og hornborð í stíl, nýsmíði, selst ódýrt vegna smá galla. Uppl. ísíma 51081 eftirkl. 19. TIL SÖLU LÍTIÐ NOTAÐUR Lynx 440 cc, extra langur. Upplysingar í síma 66235. MIÐSTÖÐVARKETILL, 4 fm til sölu með öllu tilheyrandi. Uppl. í síma 53180 og 52143 eftir kl. 7 á kvöldin. BARNAHERBERGISHÚSGÖGN til sölu 2 rúm, 2 stólar og borð (sam- stæða) ennfremur stór kommóða. Uppl. í síma 71325. MÚRPRESSA TIL SÖLU. Upplýsingar í síma 20290 og 29454. MIÐS.TÖÐVARKETILL, 4 fm til sölu með öllu tilheyrandi. Uppl. í síma 53180 og 52143 eftir kl. 7 á kvöldin. ii ii OSKA EFTIR AÐ KAUPA bát, 2ja — 3ja tonna eða 20—25 feta. Uppl. í síma 21558 eftir kl. 20 í kvöld og annað kvöld. BANDSLlPIVÉL Bandslípivél óskast keypt. Sími 23660. ÖSKA EFTIR AÐ KAUPA notað, ódýrt sjónvarp. Staðgreiðsla. Uppl. í sima 43982 eftir kl. 6. NÝLEGUR 20 TONNA bátur óskast til kaups. Sími 30220 og á kvöldin 16568. Verzlun 9 ÚTSÖLUMARKAÐURINN, Laugarnesvegi 112: Seljum þessa viku alls konar fatnað, langt undir hálfvirði. Galla* og flauelsbuxur á 1000 og 2000 kr., alls konar kvenfatnaður s.s. kjólai1, dragtir, blússur og m. fl. Komið og skoðið. Útsölumarkaðurinn Laugarnes- vegi 112. HESTAMENN! Mikið úrval af ýmiss konar reiðtygjum svo sem beizli, höfuðleður, taumar, nasamúlar og margt fleira. Hátún 1 (skúrinn), sími 14130. BARNIÐ 20% 20% afsláttur af öllum vörum út þessa viku. Athugið, allt nýjar vörur. Verzl- unin Barnið, Dunhaga 23. BLOM OG GJAFAVÖRUR við öll tækifæri. Opið til kl. 6 virka daga. Blómaskáli Michelsens, Hvera- gerði. TÆKIFÆRISKAUP /il selja mokkakápu, falleg drengjaföt, sítt dömupils, á ca 13 ára, uppháa leðurkuldaskó nr. 40. Upplýsingar í síma 51588. IÐNAÐARMENN og aðrir handlagnir: Úrval af handverk- færum fyrir tré og járn, rafmagnsverk- færi, hjólsagir, fræsarar, borvélar, málningarsprautur, leturgrafarar, límbyssur og fleira. Loftverkfæri, marg- ar gerðir, stálboltar af algengustu stærðum, draghnoð og margt fleira. Lítið inn. S. Sigmánnsson og co. Súðar- vogi 4, Iðnvogum. Sími 86470. G.G. INNRÖMMUN Njálsgötu 106. Tökum að okkur flosteppi, ríateppi og alla handavinnu til innrömmunar eða á blindramma, ennfremur innrömmun á myndum og málverkum, einnig tii sölui grafíkmyndir eftir Gunnar Geir. ÚTSALA — HANNYRÐIR. Hannyrðaverzlunin Lilja Glæsibæ býð- ur stórkostlega útsölu. Hannyrðapakk- ar, strammi, garn, stækkunargler, hann- yrðablöð, laus mynztur, heklugarnic okkar vinsæla í ýmsum litum, hann* yrðalistaverkin okkar, naglalistaverkin og gjafavara. Allt þetta og margt óupp- talið er á útsölu hjá okkur. Póstsendum.i Einkunnarorð okkar eru: „Ekki eins og allir hinir.” Hannyrðaverzlunin Lilja, Glæsibæ. Sími 85979. KJARAKAUP Hjartacrepe og combicrepe nú kr. 176 pr. 50 g áður 196 pr. hnota. Nokkrir ljósir litir á aðeins 100 kr. hnotan. 10% aukaafsláttur af 1 kg. pökkum. Hof! Þingholtsstræti 1. Sími 16764. ANTIK 10-20% AFLSÁTTUR af öllum vörum verzlunarinnar þessa viku. Antikmunir, Týsgötu 3, sími 12286. KIRKJUFELL AUGLÝSIR: fermingar- og brúðarkertin komin. Sendum í póstkröfu. Kirkjufell Ingólfs- stræti 6, sími 21090 milli kl. 1 og 6. 1 Fatna^yr TIL SÖLU NÝLEGUR . vel með farinn smoking á meðalmann. Upplýsingar í síma 35469 ejtir.kl. 18.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.