Dagblaðið - 10.02.1976, Page 9

Dagblaðið - 10.02.1976, Page 9
Dagblaðið. Þriðjudagur 10. febrúar 1976. SJOMINN STANDA SAMAN KGAR AÐ ÞEIM ER VEGIÐ Þess vegna er samstarfsnefnd sjómanna í forsvari fyrir þá Samstarfsnefnd sjómanna er ekki sjálfskipuð nefnd. Hún var kosin af starfandi sjómönnum í róðrastöðvun- inni í október sl. Þegar ljóst var að ekki yrði staðið við þá samninga sem samstarfsnefndin gerði við ríkis- stjórnina 26. október var nefndin kölluð saman aftur og henni veitt umboð til að gæta hagsmuna sjó- manna og eru þar meðtaldir þeir sjómenn sem eiga báta sína sjálfir og kallaðir útgerðarmenn, og eiga EKKI aðild að fiskverkun. Snemma í janúar afhenti sam- starfsnefndin forsætisráðherra undir- skriftalista frá 120 skipshöfnum. Með þeim er samstarfsnefndin kölluð saman aftur. Aðspurður sagði for- sætisráðherra að samtök sem þessi væru ekki ólögleg. Formaður Samstarfsnefndar sjómanna nú er Sigurpáll Einarsson. Þannig segir í fréttatilkynningu Samstarfsnefndarinnar sem barst í gær. í upphafi hennar þakkar hún yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegs- ins þá /iðurkenningu sem felst í því að virða samstarfsnefndina svars. Samstarfsnefndin bendir á að frá stofnun verðlagsráðs hafi það verið ríkjandi fyrirkomulag að seljendur og kaupendur físks, þ.e. sjómenn og út- gerðarmenn annars vegar og físk- verkendur hins vegar, hafi átt að ræða og semja um fiskverð. Takist það ekki, þá skeri oddamaður, skip- aður af ríkisstjórn, úr ágreiningi. Nú hefur það skeð að yfirnefnd hefur sent frá sér yfirlýsingu sem er samþykkt og undirrituð af öllum full- trúum nefndarinnar. Síðan segir orðrétt: „Sjómenn og útgerðarmenn hafa á undanförnum mánuðum haft grun um hlutdrægni verðlagsráðs. Nú hefur sannazt að sá grunur var réttur því yfirnefnd hefur opinberað hlut- drægni sína. Kemur glögglega í ljós í orðmargri yfirlýsingu yfirnefndar að þar eigi önnur tunga heima en tunga sann- leikans. Vill yfirnefnd benda á að sjómenn hefðu strax um áramót getað fengið að vita um fiskverð hjá sínum hagsmunasamtökum. Það kom fram á fundi hjá samninganefnd sjómanna og forustumönnum sjómannasamtakanna þann 24. jan. sl. að þetta er algjör fjarstasða. Þar leit tilkynning um fiskverð fyrst dags- ins ljós og töldu fulltrúar í undir- nefnd verðlagsráðs að prentvilla eða misskilningur hjá yfirnefnd ylli þessari 33% lækkun á ufsa í 2. og 3. gæðaflokki, því aldrei hefði verið minnst á neina lækkun í undirnefnd. í fréttatilkynningu frá verðlagsráði um áramót er hvergi minnzt á lækk- un á ufsa og í viðtali við Ingólf Ingólfsson í einu dagblaðanna segir orðrétt. „Verðbreytingar eru ekki aðrar, að því er tekur til þorsks, ýsu og ufsa'en þær, sem koma fram af breytingum á stæTiðaflokkum.” Með þessum tilkynningum eru sjómenn og útgerðarmenn blekktir til að hefja róðra. Gefa slík vinnubrögð fullt tilefni til að álíta að eitthvað sé bogið við störf verðlagsráðs sjávarútvegsins og gefa jafnvel til efni til að hafin verði opinber rannsókn á störfum þess. Yfirnefnd telur það ekki venju að birta verðbreytingar á einstaka fisk- tegundum í sínum tilkynningum. En sjómenn muna ofur vel til- kynningu verðlagsráðs í október sl. Þar var sagt frá verðlækkun á ufsa og fleiri tegundum, afleiðingin var sú, að fiskiskip sigldu í land og hættu róðrum til þess að mótmæla kjara- rýrnun. Sennilega hefur þessi róðrastöðvun vanið verðlagsráð á að þegja. Það væri gagnlegt fyrir sjómenn og út- gerðamenn ef verðlagsráð tilkynnti um nýja og óvænta ávana jafnóðum. Það gæti komið í veg fyrir að út- gerðarmenn iegðu út í tugmilljóna kostnað og sjómenn réðu sig á skip sem stunda veiðar á fiski sem væri svo til verðlaus. í yfirlýsingu yfirnefndar er því lýst hversu mikils virði það sé fyrir sjó- menn og útgerðarmenn að stórufsi teljist nú 80 sm og yfir, í stað 85 sm. En í næstu setningu segir, „vitaskuld, að kröfu kaupenda varð að ráði að láta sama verð gilda fyrir stórufsa og miðlungsufsa í 2. og 3. gæðaflokki.” Þar með er sú kjarabót, sem felast átti í breytingu á stærðarmörkum, gerð að verulegri kjararýrnun. Við sem erum í samstarfsnefnd sjómanna viljum minna yfirnefnd verðlagsráðs á að tilvera sjómanna og útgerðarmanna byggist á því verði sem fæst fyrir fiskinn, en ekki á orða- og talnaleik, sem þeir eru mataðir á í gegnum fjölmiðla. Við hörmum það að fulltrúar seljenda í yfirnefnd skuli vera hvatamenn að slíkum skrípa- leik.” ASt. MALIN GEGN RAÐHERRUNUM: Jön rtjaltason, hæstaréttarlögmaður, flytur mál dr. Braga Jósepssonar. Jón er sa hinn skeggprúði. Meðal aheyrenda voru dr. Bragi Jósepsson, kona hans, og Helgi Elíasson, fyrrverandi fræðslustjóri. I dómaraskikkjunni er Emil Ágústsson borgardómari. Nú er það menntamálaráðherra í gær hófstí borgardómi Reykjavíkur munnlcgur málflutningur í máli sem dr. Bragi Jósepsson höfðaði gegn menntamál^ráðherra og fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs vegna meintrar ó- lögmætrar vikningar úr starfi sem hann gegndi í ráðuneytinu. Lögmaður dr. Braga, Jón Hjaltason hæstaréttarlögmaður, gerir þær kröfur, að brottvikning skjólstseðings síns verði dæmd ólögmæt og að hann hljóti fullar bætur fyrir atvinnutjón og miskabætur. Lögmaður ríkisins í þessu máli er Þorsteinn Geirsson hrl. Alfir beri merki kvennodeiidor SVFÍ Á íostudaginn er merkjasöludagur Kvennadeildar SVFÍ í Reykjavík. í 45 ár hefur merkjasöludagurinn verið Góu- dagurinn, en nú er brugðið út af þeirri venju. Kvennadeild SVFÍ er eitt af þeim félögum sem Reykvíkingar hafa borið á höndum sér. Það er ósk kvennadeildar- innar að nú sem fyrr kaupi Reykvík- ingar merki og styðji á þann hátt deild- ina í starfi. ' Allur ágóði merkjasölunnar rennur til styrktar slysavarna- og björgunar- starfs SVFÍ. Ættum við öll að leggja fram okkar skerf til þess að búa björg- unarsveitirnar um land allt sem beztum búnaði. Konurnar biðja foreldra að hvetja börn sín til að selja merkin og sjá til þess að þau verði vel klædd og hlýlega. Merkin verða afhent í barnaskólum borgarinnar, í verzluninni Holti á Skólavörðustíg og í SVFÍ húsinu á Grandagarði frá kl. 10 á sjálfan merkja- söludaginn, föstudaginn 13. febr. Merkið kostar 100 kr. og fá börnin sölulaun, auk þess sem 20 söluhæstu börnin verða verðlaunuð sérstaklega. ASt. Hvenær hentar þér að fara í bankann þinn? Er hann opinn þá? Allan daginn er einhver afgreiósla Verzlunarbankans opin, frá klukkan 9-30 aó morgni til klukkari 7-00aÓ kvöldi. KL. 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 V AÐALBANKINN A BANKASTRÆTI5 SÍMI 27200 ::::: ::::::::::: :::::: $i$i$ i;i;i§i;i i§i;i;i;i; :•:•:•:•:•: •:•:•:•:•:•: ÚTIBÚIÐ U 1 LAUGAVEG1172 SÍMI 2 0120 iliii ;i;i;;;i;i; V iiiíiiiii; !/| 1 AFGREIÐSLAN // UMFERÐARMIOSTÖÐ SÍMI 2 2585 :*:•; $i§i$i ;i;p ;i; iiiiiiiii;i; f Æ BREIÐHOLTSÚTIBÚ f ARNARBAKKA2 SÍMI74600 S;i 111 ;i;i;?;i; i$i$ií i;$i$ii; ;i; iiiii; Veldu þér banka sem er opinn þegar þér hentar. UERZUJNflRBflNKINN

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.