Dagblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 10
10 Dagblaðið. Þriðjudagur 10. febrúar 1976. MWBIABIÐ frfálst, óháð dagblað Ctgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónás Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason íþróttir: Hallur Símonarson Hönnun: Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir. Ciissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson. Ojaldkeri: Þráinn Þorlcifsson Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Askriftargjald 800 kr. á mánuði inöanlands. f lausasöiu 40 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, simi 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Vísismafían Hin svonefnda Vísisrnafía kom fyrst fram í dagsljósið í árslok 1973. Að undirlagi Harðar Einarssonar lög- fræðings tóku þá saman höndum þeir Ingimundur Sigfússon í Heklu, Þórir Jónsson í Sveini Egilssyni og Guðmund- ur Guðmundsson í Víði, samanlagt rétt rúmlega helmingur hluthafa Vísis. Þótti þeim stefna blaðsins óhóflega frjálslynd og leiðarar þess ekki í samræmi við svonefnt flokkseigendafélag í Sjálfstæðisflokknum. Ennfremur fannst þeim of mikið af ,,kommúnistum”á blaðinu. í augum Ingimundar eru allir vinstri menn kommúnistar og í augum Guðmundar eru allir þeir menn kommúnistar, sem ekki eru í hægra armi Sjálfstæðis- flokksins. Við allt þetta bættist svo óánægja Ingimund- ar út af birtingum mynda í blaðinu af Fólksvögnum í árekstrum. Vísismafían byrjaði á því að reyna að koma Herði Einarssyni að sem meðritstjóra Vísis. Öðrum hluthöf- um þótti það ekki girnilegt og tók mafían þá upp aðra stefnu í árslok 1974. Ingimundur fékk þá umboð meirihluta stjórnarinnar til að hafa eftirlit með ráðningu blaðamanna á ritstjórn Vísis. Hafnaði hann öllum, sem hann taldi kommúnista samkvæmt sér- stæðri skilgreiningu sinni og Guðmundar. Þetta leiddi til þess, að upp úr sauð á miðju ári 1975. Þremenningarnir beittu þá þeim nauma meirihluta, sem þeir höfðu á aðalfundi Vísis og hreinsuðu til í fyrirtækinu. Skyldi nú Vísir framvegis túlka hreina stefnu flokkseigendafélagsins. En þá kom babb í bátinn. Hinir hreinsuðu hófu útgáfu nýs dagblaðs, sem hlaut nafnið Dagblaðið. Stigu þeir stórt skref í átt að því markmiði, sem þeir höfðu stefnt að á Vísi, — að gefa út frjálst og óháð dagblað. Þessu hafði Vísismafían ekki reiknað með og enn síður, að hið nýja dagblað færi langt fram úr Vísi í sölu. Nú voru góð ráð dýr. Mafían ákvað að reyna að bjarga fjárhag sínum með því að fórna skoðunum sínum að sinni og gera tilraun til að láta Vísi elta Dagblaðið. Jafnframt unnu þeir að því að kippa fótunum undan Dagblaðinu í þeirri von að fá um síðir að gefa út í friði réttar skoðanir í Vísi. Þetta var gert með málaferlum og kaupum á rekstri Alþýðublaðsins fyrir um 20 milljónir króna á ári. Skilyrðin fyrir kaupunum voru þau, að Dagblaðinu yrði úthýst úr Blaðaprenti. Þessar aðgerðir gegn Dag- blaðinu tókust ekki, þar sem því tókst að útvega sér vinnslu og prentun með öðrum hætti. Mafían situr því enn í súpunni. Hún neyðist til að leyfa Vísi að halda áfram að elta Dagblaðið. Vísir neyðist að vísu til að hafa stefnu flokkseigendafélagsins í landhelgismálinu. En hann fær að sprikla með Vilmund Gylfason, þótt mafían hefði á sínum tíma þrútnað af bræði, þegar stungið var upp á honum sem blaðamanni. Til að kóróna böl mafíunnar hefur Vilmundur svo án samráðs við hana framkvæmt hótanir þær gagnvart Kristni Finnbogasyni, framkvæmdastjóra Tímans, sem mafían var búin að nota til að tryggja stuðning hans við brottrekstur Dagblaðsins úr Blaðaprenti. Hingað til hefur Vísismafían ekki haft nema kostnað og magasár af iðj.u sinni, hvað sem síðar verður. ALLTVIÐ RÍKU f ST Elisabeth Taylor fór í búðir í Gstaad. Vestur-þýzki auðjöfurinn Gunther Sachs var í skiðabrekkunum ekki langt þar frá og stillti sér upp fyrir ljósmyndara í skíðafötunum sínum með fimm ára gamlan son sinn á öxlunum. Handan við Alpafjöllin, í St. Moritz, mátti sjá Alexandrous Andreadis, 31 árs gamlan eiginmann gríska milljónaerfingjans Christinu Onassis, reyna fyrir sér í grundvallar- atriðum skíðagöngu: að standa upp- réttur á skíðunum. Tuttugu og fimm ára gömul kona hans þeyttist um- hverfis hann á meðan eins og hún hefði aldrei gert annað en að vera á skíðum. Eniga, meniga... Vilji maður eyða vetrarleyfi sínu í St. Moritz eða einhverjum öðrum munaðarstað, verður maður að eiga peninga. Án þeirra er maður ekkert. En þeir ríku hafa ekkert óvenjulegt séð við þennan vetur. Allt vareins og venjulega. St. Moritz og Gstaad eru þó ekki beztu staðirnir til að gera sér grein fyrir þeim áhrifum, sem verðfall svissneska frankans, sem yfirleitt er stöðugur gjaldmiðill, hefur haft á ferðamannaiðnaðinn í Sviss. Þetta er þrátt fyrir að á undanförnum fimm árum hafi verðgildi svissneska frankans hækkað um 43% gagnvart gjaldmiðli annarra vestrænna ríkja. Hinir ríku eru vanir að borga 5 franka (nærri 350 kr.) fyrir kaffíbolla. Þeir eru því ekki beinlínis beztir til að segja til um ástandið, jafnvel þótt þeir fái nú þriðjungi færri sviss- neska franka fyrir Bandaríkjadalina sína en 1971. Almenningur borgar Það er á ódýrari skíðastöðum, sem sóttir eru af venjulegu fólki, og í 2500 ónefndum hótelum og gisti- húsum í skíðalandi Sviss, sem hlut- irnir hafa breyzt. Fjöldinn allur bandarískra og ítalskra ferðamanna kemur til að taka myndir og klífa einhvern tvö hundruð og áttatíu fjallatinda Sviss, stíga með „alvæpni” um borð í ein- hvern tvö hundruð og tuttugu há- fjallavagnanna eða skoða eitthvert þeirra 720 safna, sem í Sviss eru. Brezkir ferðamenn, sem rætur eiga að rekja til þeirra manna, er fyrstir uppgötvuðu gildi Alpanna fyrir Sviss og hjálpuðu landsmönnum á þeirri leið að afla árlega 350 milljaðra króna í gjaldeyristekjum, eru lítt á- berandi í Sviss og er mikill munur fra því sem var fyrir fimm árum. Þjóðverjar flestir í þeirra stað eru komnir Vestur- Þjóðverjar, Japanir, Hollendingar og Skandinavar. Þýzka markið hefur fallið gagnvart svissneska frankanum og afleiðingin er sú, að fækkun gisti- nátta Vestur-Þjóðverja í 28 stærstu skíðabæjum Sviss nam sjö af hundr- aði á tímabilinu júní — október 1975. Sumarferðir Japana skárust niður um fjóra af hundraði. Þjóðverjar eru samt eftir sem áður fjölmennasti ferðamannaliópurinn. Þriðji hver ferðamaður í Sviss er vestur-þýzkur. Svissheski ferðamannaiðnaðurinn aflar sem svarar 8.6 milljónum króna í gjaldeyri á hvern ferkílómetra lands. Þrátt fyrir dapurlegt efnahags- ástand í Sviss, sem og annars staðar, telja yfirmenn ferðamála þar suður frá, að um stöðugleika verði að ræða í þeirra málum á næstunni. Ríkjandi bjartsýni Svissneskir bankar gerðu könnun á horfum meðal hóteleigenda og kom í Afstýrum þjóðarslysi Tvær tilraunir hafa nú verið gerðar af stjórnmálamönnum til að friða sam- vizku sína vegna þýzku samninganna. En þeir voru eins og alþjóð veit eitt versta þjóðarslys í sögu íslenzkrar þjóðar. Ekki verður hér látið sitja við yfirlýsingarnar einar heldur þær rök- studdar rækilega. Hin stórmerka grein Sigurðar Guðjónssonar skipstjóra á Eyrarbakka, sem birzt hefur í Kjallaranum og gefur fagmannsþekkingu á öllum þeim miklu miðum, líka þorskmiðum og ýsu- miðum sem Þjóðverjum voru afhent með samnihgunum, vakti mikla athygli og opnaði augu manna fyrir þeirri stað- reynd að ávallt þegar gengið hefur verið til samningaviðræðna við útlendinga um landhelgismál hefur mikið af sér- fræðiþekkingu viðvíkjandi málinu verið skilið eftir heima eða ekki til kallað og var þetta himinhrópandi í samnings- uppkastinu frá nóv. 1974 við Þjóðverj- ana, sem enginn vildi svo við kannast, er heim kom, af stjórnmálamönnunum og látið einfaldlega deyja drottni sínum í utanríkismálanefnd Alþingis. Það er gott nokk að gefa yfirlýsingu um ,,að rétt hafi verið að láta það ekki undir höfuð leggjast að leysa deiluna við Þjóðverja.” Gott og vel, en það cr hægt að leysa allar deilur, allar, en menn bara telja að lausnin verði of dýru verði keypt, það er verðið fyrir lausnina sem menn greinir á um. Það er eftirtakanlegt í sambandi við þýzkú samningana að ekki var gerð minnsta tilraun af fylgjendum þeirra aðsetjaeitt eða annað atriði upp í tölulega stærð til þess að gera sér ljósa grein fyrir verðinu. Einnig kom ekkert fram í umræðum annað en heldur losaralegar yfirlýsing- ar. Þegar taka átti til ákvörðunar samninginn bar fyrst að gera sér Ijóst að Þjóðvérjar voru búnir að spila út öllum sínum trompum, áttu ekkert eftir. Meta varð upp aðstöðumuninn nú eftir 200 mílurnar og þegar 50 mílurnar voru. Það var mögulegt að gera túr fyrir þýzku togarana á íslandsmið fyrir utan 50 mílurnar og stelast svo inn fyrir þegar tækifæri gafst. Þessi aðstaða var búin eftir 200 mílna útfærsluna. Því var hver einasti þýzkur togari á íslands- miðum lögbrjótur og átti hér hvergi skjól. Við slíkar aðstæður gátu Þjóð- verjar ekki stundað veiðar hér. Spurn- ingin var því, hvað þarf mörg skip til að halda Þjóðverjunum fyrir utan og eru þau tiltæk? Skipin voru tiltæk í formi okkar hraðgengu 750 tonna skuttogara, og það er álit þeirra sem ég hefi leitað álits hjá að þetta væri 2 til 3 skipa verk. Á þann hátt hefði styrkur Landhelgis- ÞR0UNIÐNAÐAR Miklar umræður hafa að undanförnu verið um atvinnuvegi okkar íslendinga, einkum sjávarútveg og landbúnað. Hefur ýmsum fundist landbúnaður á íslandi ekki vera nægilega arðbær at-' vinnugrein frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Afkoma sjavarútvegs er hins vegar talin velta á því, hvort virk stjórnun fiskveiði takist. Því er spáð, og fyrir því liggja sterk rök, að fari afli á íslandsmiðum verulega yfir þau mörk á næstu 3-4 árum, sem fiskifræðingar hafa þegar sett, mun efnahagslegt hrun þjóðar- búsins blasa við árið 1980. Árið 1967 og 1968 áttum við við efnahagsörðugleika aðsiriða, sem orsök- uðust af aflaminnkun og verðlækkun á fiski á hcimsmarkaöi. Ástandið í efna- hagsmáhim þjóðarinnar var þá svipað og r.ú. eöa heldui bctra. Á þr.im tíma virtist vera verulegur skilningur fyrir nauðsyn eflingar iðiiaöai til þess að hleypa flei.fi stoðum undir efnahagslífið í landin.u. Þá voru settar á stofn nefndir og ráð til þess að finna nýjar iðngreinar og semja við erlenda auðhringa um að setja á stofn verksmiðjur hér á landi. Frá þeim tíma er álverið í Straumsvík, kísilgúrverksmiðjan við Mývatn og ýmsar skýrslur, sem samdar voru um framtíðarmöguleika helstu iðngreina landsmanna. Bæði stjórnvöld og iðnrek- endur gerðu sér á þeim tíma grein fyrir nauðsyn þess að hafa aðgang að stærri mörkúðum en fyrir hcndi eru hér á landi fyrir iðnaðarvörur okkar. í þeim tilgangi var gengið í FLFTA. Árið 1969 til 1970 tók fiskverð að hækka aftur og duttu þá allar umræður um nauðsyn á eflingu iðnaðar niður og hafa ekki verið hafnar síðan. Iðnaður byggir cnn í dag að mestu á innanlandsmarkaði, eins og best sést á því, að af 6.534 milljóna króna útflutningsvcYðmætum frá iðnaði árið 1974, eru 73% álframleiðsla, 5% er kísil- gúr, 6,7% er sútun og vinnsla skinna, og 11,7% ullarvörur, og restina reka svo aðrar iðnaðarv-örur með 3,2%- af út- flutningsverðmætunum. Fullunnar landbúnaðarvörur, aðrar en mjólk og kjötvörur, skapa þannig 6 sinnum meiri útflutningsverðmæti en starfandi iðnaður í landinu, og jafnvel útflutn- ingar á mjólkur- og kjötvörum skapar 2,5 sinnum meiri útflutningsverðmæti en útflutningur almennra iðnaðarvara. Þessar tölur um útflutning land- búnaðarv’ara segja þó ekkert til um arðsemi. útflutningsins. Einn góð- kunningi minn lýsti framleiðslu land- búnaðarvara fyrir útflutningsmarkað við það — að rækta appelsínur til þess að búa til marmelaði úr berkinum. Augljóst eT,, að útflutningsiðnaður, annar en álframleiðsla, framleiðsla á kísilgúr og framleiðsla á ullar- og skinnavörum, er mjög smár í sniðum. Hann er í raun svo smár, að hann

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.