Dagblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 7
Dagblaðið. Þriðjudagur 10. febrúar 1976. f' ......... Guatemala: Milljón manns heimilislaus Skortur á drykkjarvatni — fólk drekkur blóðvatn Rúmlega milljón manns, fimmt- angur heildaríbúafjölda Guatemala, missti heimili sín í jarðskjálftunum >1. miðvikudag, að því er síðustu ígizkanir benda til. Þetta er helmingi fleira fólk en kður hafði verið talið að orði hefði heimilislaust. Það var Kjell Lauge- rud, forseti Guatemala, sem skýrði rrá þessu á fundi með erlendum >endiherrum í gær. Neyðarnefndin, sem stjórnar hjálparstarfinu, taldi að nú væri vit- að um sautján þúsund manns, sem hefðu týnt lífi, og 54000 manns hefðu hlotið aðhlynningu. Bandaríska jarðfræðistofnunin í Golden í Colorado sagði frá því í nótt, að mælzt hefði stór jarðskjálfti út af strönd Mexíkó, norðvestur af Guatemala. Engar fregnir hafa bor- izt um skemmdir af völdum þess ikjálfta. Neyðarhjálp heldur áfram að berast til Guatemala frá öllum heimshorn- um og virðist sem hún komist á neyðarsvæðin bæði fljótt og vel. Sam- kvæmt fregnum frá hrundum þorp- um og bæjum norður af Guatemala- borg er tilfinnanlegur skortur á drykkjarvatni. Ruben Jauregui, fréttamaður ileuters, sem fylgist með hjálpar- itarfinu úr þyrlu björgunarsveitanna, >egir að fólk í einu þorpanna hafi verið svo þyrst, að það hafi drukkið blóðvatn af flöskum á meðan mat- væli og annar varningur var borinn frá þyrlunni. Þyrlur flughers Guatemala eru varðar vopnuðum vörðum, sem eiga að grípa til sinna ráða ef hungraðir þorpsbúar gerast of aðsópsmiklir. Nokkrum sinnum hafa þeir hleypt af byssum sínum upp í loftið, en yílr- leitt gengur matardreifing friðsam- lega fyrir sig. Sjúkrarúmum hefur verið komið fyrir hvar sem hægt er að koma því við. Þessi mynd er úr garði borgar- sjúkrahússins í Guatemala-borg. Ekki er hægt að nota sjálfa bygginguna, sem er 110 ára gömul, enda óttast menn að hún geti hrunið. ftéttarhöldin ffifi ffl yfir Patty Hearst: fVCVUU III samrœðis í skápnum F.Lee Baily lögfræðingur og A1 Johnson, félagi hans í lögfræðifirmanu, við réttarhöldin yfir Patty. Með tárin í augunum lýsti milljóna- erfinginn Patricia Hearst því fyrir rétti í gær, hvernig nokkrir ræningja hennar misbuðu henni kynferðislega í skáp, þar sem hún var í haldi. Meðal þeirra var William Wolfe, sem hún kallaði um tíma „ástmann sinn í byltingunni.” Þetta var í fyrsta skiptj, sem Patricia Hearst hefur lýst fangavist sinni og lífi á flótta í gær neitaði hún því að hún hafi af fúsum vilja tekið þátt í ráni Hibernia-bankans í San Francisco ásamt öðrum liðsmönnum Symbíó- nesíska frelsishersins. Patty sagði réttinum, að SLA hefði hótað sér lífláti að minnsta kosti hundrað sinnum. Því hefði hún ekki séð hina minnstu ástæðu til að flýja, enda hefði „herinn” strax fundið hana aftur og tekið af lífi. Patricia Campbell Hearst er nú 21 árs. Hún á yfir sér þrjátíu og fimm ára fangelsisdóm í San Francisco og lífstíðar fangelsi í Los Angeles. Verjendur hennar — undir stjórn hins fræga F. Lee Baily — ætla að sýna fram á, að hún hafi ekki verið annað en saklaust fórnarlamb mannræningja, sem hafi ógnað henni og skelft á ýmsa lund. Yfirheyrslurnar yfir Patty í gær stóðu í fjóra tíma. Hún skýrði m.a. frá því að eftir að henni var rænt 4. febrúar 1974 hafi henni margsinnis verið bröngvað Erlendar fréttir til samræðis, hótað lífláti, veitt glóðar- auga fjórum sinnum og dregin úr ein- um felustaðnum á annan í öskutunnu. Augu hennar fylltust tárum og við lá að röddin brysti þegar hún skýrði frá því er William Wolfe neyddi hana til samræðis við sig. í einu hljóðritaðra skilaboða sinna úr útlegðinni kallaði Patty Wolfe „blíðasta og yndislegasta mann, sem ég hef nokkru sinni þekkt.” Fyrir rétti í gær neitaði hún að hafa elskað Wolfe, sem ásamt flestum öðrum félögum SLA var drepinn í bardaga við lögregluna í Los Angeles 17. maí 1974. „Sýndi William Wolfe þér nokkurn tíma áreitni?” spurði lögfræðingur hennar, F.Lee Baily, fyrir réttinum. „Hann beitli mig kynferðislegum þvingunum,” svaraði hún. (Utan réttarins sagði Baily að Pattý hefði verið naugað). „Var hann einn um það?” spurði lögfræðingurinn. „Nei.” „Hvar gerðist það?” „í skápnum.” Neyðist Júlíana til að afsala sér krúnunni? Haft er eftir háttsettum hollenzk- um embættismönnum í Haag, að ef svo fari, að störf opinberrar rann- sóknarnefndar leiði í ljós, að Bern- hard prins hafi tekið við 1.1 milljón dollurum frá ameríska fyrirtækinu Lockheed Aircraft, kunni það að leiða til þess, að Júlíana Hollands drottning segi af sér. Fari svo, verður hin 38 ára gamla Beatrix prinsessa krýnd drottning. Hinn þýzk-fæddi drottningar- maður, Bernhard prins, hefur neitað ásÖkunum þessum og verið þess hvetjandi, að rannsókn fari fram á þessum tilgátum og áburði. Þess má geta, að Júlíana Hollandsdrottning er talin ríkasta kona heims. Embættisménn láta í ljós miklar efasemdir um, að nokkru sinni verði unnt að fá fram staðreyndir málsins. Rannsóknarnefndin, sem á sér enga hliðstæðu, fyrr né síðar í sögu Hol- lands, var kynnt fyrir þjóðþinginu í gær. Hollenzk blöð skýra frá því, að greiðslur þær, sem um er rætt, hafi farið fram í Svisslandi og verið ætlað að örva sölu á hinum bandarísku Lockheed-flugvélum. Fred Meuser, fyrrverandi sölu- stjóri Lockheed í Evrópu, og þar áður fulltrúi KLM, Royal Dutch Airlines, í Bandaríkjunum, býr nú í Svisslandi. Hollenzku blöðin telja miklar líkur á, að rannsóknin renni út í sandinn, þar sem engar upplýs ingar fást gefnar um innborganir eða innstæður í svissneskum bönkum, samkvæmt ströngum ófrávíkjanleg- um reglum. PERCY FAITH LÁTINN Percy Faith, einn þekktasti dægurlagahöfundur og útsetjari slíkrar tónlistar í heimi, lézt í Los Angeles í gær, 67 ára gamall. Faith hafði verið á sjúkrahúsi, þungt hald- inn af krabbameini, undanfarnar vikur. Meðal hljóðritana hans má nefna lagið úr „Moulin Rouge”, sem kjörið var lag ársins 1953 og aflaði honum gullverðlauna. Sjö árum síðar vann hann gullverðlaun fyrir stefið í kvikmyndinni „A Summer Place”. Percy Faith fæddist í Toronto í Kanada. Hann hóf tónlistarferil sinn sem píanóleikari í leikhúsum og hótelum. Hann var hljómsvcitar- stjóri og útsctjari kanadíska ríkisút- varpsins 1933—1940, en þá fluttist hann til Bandaríkjannaog varð síðar tónlistarstjóri Columbia Records. ÓMAR VALDIMARSSON REUTER ii BRETAILANDHELGISMALUM EBÍ „SÉRSTAÐA Utanríkisráðherrar aðildarríkja Efnahagsbandalags Evrópu koma sam- an til fundar í Brussel í dag til að ræða stöðu eigin fiskveiðistefnu ef til þess kemur, að Hafréttarráðstefnan í New York ákveði að 200 mílna landhelgi verði gildandi regla. Ráðherrarnir hafa komizt að þeirri sameiginlegu niðurstöðu, að núgildandi reglur bandalagsins í Fiskveiðimálum verði að taka umtalsverðum breyting- um, enda mun afli fiskveiðiflota aðild- arríkjanna aukast verulega með tilkomu 200 mílna almennrar landhelgi. Helztu ásteytingarsteinarnir eru tak- markanir fiskveiða í landhelgi EBE- landanna og að hve miklu leyti strand- ríkin geti takmarkað veiðar í landhelgi sinni við eigin flota eingöngu. James Callaghan, utanríkisráðerra Bretlands, sagði að þar sem Bretland bæri ábyrgð á 57% hafsvæða Efnahags- bandalagsins utan M iðjarðarhafsins, þá nytu Bretar sérstöðu og myndu krefjast þess að fiskimið út af ströndum landsins yrðu ætluð brezkum fiskimönnum ein- um.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.