Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.02.1976, Qupperneq 12

Dagblaðið - 10.02.1976, Qupperneq 12
12 Dagblaðið. Þriðjudagur 10. febrúar 1976. 8 Iþróttir 999 Skipting verðlauna Eftir sex keppnisdaga á Olympíuleikunum í Innsbruck skiptast verðlaun þannig: G S B Sovétríkin A-Þýzkaland Bandaríkin V-þýzkaland Austurríki Finnland Sviss • Kanada Ítalía // Noregur 1 rVið erum svo stoit af þér" Gerald Ford, Bandaríkjaforseti, hringdi til Innsbruck og óskaði Sheilu Young, sem vann þrenn verðlaun, þar á meðal gull, í skautahlaupum á Olympíuleikunum, til hamingju. Hann sagði. „Við erum svo stolt af þér.*’ Ford hringdi í skautakonuna eftir að hafa séð hana sigra í 500 metra skautahlaupinu í sjónvarpi. Hún hlaut einnig silfur í 1500 m og bronz í 1000 metra hlaupum. „Við erum svo stolt af þér og 215 milljónir Bandaríkjamanna eru svo stoltir af þér,” sagði forsetinn. Curry talinn öruggur Brezki Evrópumeistannn John Curry er talinn nær öruggur með sigur i listdansi karla á Olympíuleikunum í Innsbruck. Hartn hefur örugga forustu á heimsmeist- arann sovézka Sergei Volkov — en Sergei var i fyrsta sætinu framan af eða eftir keppnina á sunnudag. Á miðvikudags- kvöld verða frjálsu æfingarnar og þá ætti Curry ekki að verða skotaskuld úr að tryggja sér titilinn. bjálfari hans, Carlo Fassi, sagði í gær: „Hann hlýtur að sigra, nema hann geri kolvitlausa hluti.” Volkov er I öðru sæti — Jan Hoffmann, Austur- Þýzkalandi, þriðji og sovézki skautamað- urinn Vladimir Kovalev fjórði. W I fimleikum Bikarmót Fimleikasambands íslands fer fram föstudaginn 13. febrúar kl. 20.00 í íþróttahöllinni í Laugardal. Keppnin er flokkakeppni og hvert félag hefur heimild til að senda 2 flokka. Þetta er í annað sinn sem Fimleikasambandið gengst fyrir bikarkeppni. Keppt verður í fimleikastiganum, en fimleikafólk okkar er nú að nálgast efstu þrepin. Einn þátttakandi mun keppa í 12. þrepi, sem er efsta þrepið í stiganum. Þátttakendur verða frá 5 felögum. Fjöldi keppenda verður 54 stúlkur og 24 piltar. Miller í millj- ónarahópinn! Johnny Miller sigraði í Bob Hope golf- mótinu í gær í Bandaríkjunum. Lék holurnar 90 á 344 höggum, og var þremur höggum betri en næsti keppandi. Þar með komst. Miller, þessi glæsilegi golfmaður, í hóp þeirra manna, sem unnið hafa yfir ntilljón dollara í verðlaun á golfmótum. Hinir „millarnir” eru Jack Nicklaus, Arnold Palmer, Billy Casper, Lee Trevino, Bruce Crampton, Tom Weiskopf, Gene Littler og Gary Player. Allt Bandarikjamenn ncma Crampton, Ástralíu og Playcr, Suður-Afriku. íþróttir Fyrsta frjálsíþróttamótið hjá KR í íþróttahúsi félagsins síðan nýja aðstaðan var tekin þar í notkun var háð á sunnudag. Þá tók Bjarnleifur þessa mynd. Hreinn Halldórsson, til hægri, er að undirbúa sig fyrir langstökk — til vinstri er Öskar Jakobsson, spjótkastarinn kunni, en dómarinn, Einar Frímannsson, í miðið. Á litlu myndinni er Erlendur Valdimarsson að kasta kringlu í netið mikla sem er færanlegt og hægt að skjóta að veggnum. Hreinn stökk 3.12 metra og varpaði kúlu 18.16 metra. Hinn 19. febrúar heldur hann utan ásamt Guðna Halldórssyni og munu þeir verða í Vestur-Þýzkalandi í tvo mánuði við æfingar. Auk þess tekur Hreinn þátt í Evrópumeistaramótinu innanhúss í Munchen 21. og 22. febrúar og þar verða einnig fleiri keppendur frá íslandi. Þeir Hreinn og Guðni æfa hjá Thsiene, þjálfaranum, sem var hér á landi í haust. Frjálsíþróttamenn okkar munu gera víðreist til æfinga og keppni á næstunni. Óskar fer í marz til Norðurlanda — Stefán Hallgrímsson til Spánar og auk þess Einar Óskarsson og Gunnar Snorrason. Þá fer hópur ÍR-inga til Englands og Skotlands í maí. SKIÐASKOLI INGEMARS STENMARK Veljið ykkur nokkuð bratta brekku og æfiö ykkur að lyfta efra skiðfnu og standa i þaö neðra. Þaö fer eftir halla brekkunnar hvei mikið þið þurfið að beita köntunum. E/rStfE/W-/ UHUMmUitSOM Þegar beygt er, þá eru skiöin sett i plóg og þunginn fluttur yfir á hægra skíðið ef beygja á til vinstri og svo öfugt ef beygja á til hægrj. Þegar beygt hefur verið, þá eru skiðin flutt saman á nýjan leik. Ef við aðeins finnum þá, Bommi, þá náum við I aðstoð. Mennirnir tveir halda áfram óvitandi að >eir eru eltir af óvini verri frumskóginum Þarna eru þeir sem náðu mér. Þeir halda að þeir geti náð I hjálp og komið mér I hendur lögreglunnar. En þar fara þeir villir vegar._j;^°z /

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.